Lögberg - 06.06.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.06.1957, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6. JÚNl 1957 Dularfullir afburðir meðal frumstæðra manna Flestir hafa eflaust heyrt getið um galdramenn í Afríku og víðar, sem leggja á menn að þeir skuli deyja að ákveð- inni stundu — og þeir deyja. Frásagnir um þennan „galdur“ koma eigi aðeins frá Afríku, heldur gerast slíkir atburðir meðal Voodooistanna á Haiti, í Indlandi og öðrum Austur- löndum. Þessum „galdri“ hafa verið gefin ýms nöfn, svo sem ju-ju, ill augu o. s. frv. En á miðöldum var þetta kallaður galdur í Evrópu. Ég minnist ferðamanns, sem hafði orðið áhorfandi að þessu á einni af Kyrrahafseyjum, og hann sagði mér að skýringin væri sú, að þegar lagt væri á menn að þeir skyldu dayja, þá misstu þeir alla lífslöngun, og þess vegna sáluðust þeir. Þetta virðist mjög einföld aðferð til þess að ganga fram hjá staðreyndum, sem ekki verða skýrðar. En þessi skýr- ing á ekki alls staðar við, síður en svo. Nægir hér að geta um atburð, er gerðist í Natal í Suður-Afríku árið 1938, og sagt var frá í blaðinu “Sunday Express.” Þar segir svo, að gömlum innfæddum galdra- manni hafi verið stefnt fyrir rétt. Hann var ákærður fyrir að hafa myrt Indverja nokk- urn, og ekki nóg með það, heldur hefði hann gert sér „töframeðul“ úr líkinu. Málið kom fyrir T. B. Horwood dóm- ara, og hann spurði galdra- manninn hvort hann hefði nokkra ósk fram að bera áður en hann væri dæmdur. Galdra maðurinn svaraði ekki á ensku, en hann hellti bölbæn- um yfir dómarann á sínu máli. Um leið og dómarinn kvað upp dóminn, varð honum flökurt, og svo leið yfir hann. Innan sólarhrings var hann dáinn. Því verður tæplega haldið fram, að dómarinn hafi misst alla lífslöngun, þótt 'hann heyrði Svertingja hafa í hót- unum við sig. Samt dó dóm- arinn! ----0---- En vér skulum nú líta á málið frá annari hlið. Ef það er hægt að drepa menn með gjörningum, þá ætti einnig að vera hægt að lækna menn með gjörningum. Galdramað- urinn sjálfur drepur ekki né særir. En hann notar einhvern óþekktan kraft til þess að koma illum áformum sínum í framkvæmd. Þeir hella böl- bænum yfir menn, og hið sama var áður sagt um fjöl- kyngismenn, fordæður og galdramenn. Þeir áttu að hafa vald á ósýnilegum krafti til þess að framkvæma óskir sínar. Af þessu leiðir, að þennan kraft eða lögmál, hiýtur að vera hægt að nota bæði til góðs og ills. Enginn kraftur er illur í sjálfum sér, heldur hvernig með hann er farið. Þráðtundur, sprengiflugvélar og kjarnorkusprengjur er ekki illt í sjálfu sér, en það er hægt að beita þessu í þágu hins illa, eins og mannkynið hefir séð. Eru vísindamennirnir ekki alltaf að bera blak af sér og segja að þeir beri,enga ábyrgð á þótt uppgötvanir sínar séu notaðar til tortímingar? Ef til er „svartagaldur", þá hlýtur líka að vera til „hvíta- galdur“, það er rökrétt hugs- un. Ef til er kraftur, sem hægt er að beita mönnum til tjóns, þá hlýtur líka að vera til ó- sýnilegur kraftur sem hægt er að beita mönnum til bless- unar. Það má vera sami kraft- urinn, en aðeins beitt á öf- ugan hátt. Og ef menn fallast á þessa skoðun, þá er auðvelt að útskýra bæði ju-ju og hug- lækningar. Aðalatriðið er, að menn viti að slíkur kraftur sé til og hægt sé að beita honum bæði til ills og góðs. Nú efast enginn um að hug- læknar hafa læknað ótölu- legan fjölda manna. Margar bækur hafa verið ritaðar um þetta og þar eru færðar fram sannanir, sem harðsvíruðustu vantrúarmenn geta eki borið brigður á. Stundum hefir verið reynt af veikum mætti að útskýra þessar lækningar — og þar á meðal lækninga- undrin í Lourdes og víðar — á þann hátt, að hér sé um hugsefjun að ræða eða dá- leiðslu. En það er sama hvaða nöfn þessu eru gefin, stað- reyndunum verður ekki hagg- að, og þær sýna að hér hefir einhver kraftur verið að verki. Upp úr aldamótunum kom Ratana til London, hinn svo- kallaði „Maori töframaður." Var þá mikið um hann talað. Hann var innfæddur maður frá Nýja-Sjálandi, eins og nafnið bendir til, og átti heima í kofa um 224 km. frá Wanganui. Blöðin í Nýja-Sjá- landi sögðu margar sögur af kraftaverka lækningum hans. Hann tók aldrei þóknun fyrir lækningar sínar. Hann var kristinn. En í kofa hans var fullt af hækjum, sem sjúkl- ingar hans höfðu skilið þar eftir er þeir fengu bata. Marg- ar þúsundir manna höfðu vottað skriflega hvernig hann hefði læknað sig. Tveir prest- ar — annar þeirra var Wilfred Williams, t r ú b o ð i meðal Maori-manna — rannsökuðu þetta og gáfu opinbera skýrslu um það. Hér skal aðeins sagt frá einni lækningu hans. Kona nokkur, sem haldin var ó- læknandi taugaveiklun, skrif- aði Ratana og bað hann að hjálpa sér. Hún átti heima all- langt þaðan sem Ratana bjó. Hún hafði aldrei séð hann né talað við hann. Svo segir í skýrslu prestanna: „Svo var það eitt kvöld, að henni birtist dýrleg sýn og um leið fóru eins og straumar um allan lík- ama hennar. Síðan hefir hún ekki kennt sér neins meins, og hún gengur um allt óstudd, en áður gat hún ekki stigið í fæturna". Þessi firðlækning er sams konar og huglækningar fram- kvæma nú. Og það er alls eigi sjaldgæft að slíkar lækningar eigi sér stað. Og það er ekkert dularfullt við þetta, ef menn viðurkenna þau lögmál, sem liggja þar til grundvallar. En sálfræðingarnir vildu ekki fallast á þetta. Einn þeirra skrifaði: „Það er ber- sýnilegt, að Ratana hefir ekki getað beitt neinum áhrifum á þessa konu, þar sem hann hafði hvorki séð hana né skrif- að henni“. í stað þess að við- urkenna að þessi lækning hefði átt sér stað og „konan hefði ekki kennt sér neins meins síðan“, eins og sagt er í skýrslunni, fer sálfræðingur- inn kollhnýs í rökfræðinni og kemst að þessari niðurstöðu: „Hún hefir sýnilega verið svo hugfangin af sögunum um þennan töfralækni, að vonir hennar og eftirvænting hefir læknað hana — að minnsta kosti í bili.“ Getið þér hugsað yður aðra eins skýringu? Efasemdar- mennirnir geta ekki neitað því, að lækningin átti sér stað, en þeir fussa við henni, lík- lega vegna þess að þeir eru hræddir um að ef þeir taki hana trúanlega, þá muni hrynja í grunn allar þær kenningar, sem þeir hafa hrúgað upp. Ég skal nú snúa mér að öðru dæmi um ókunnan kraft. Fyr- ir nokkru var blaðið „Times of India“ með ýtarlegar sögur af því sem það nefndi „svarta- galdur“, er framinn hefði verið í augsýn Maharajahans í Holkar. Galdramaðurinn var ósköp væskilslegur, um hálffimm- tugt og haltur. Fyrir framan höll Mahatajahans var raðað í eina lest 69 þungum uxa- kerrum (sem enginn uxi var fyrir) og þær bundnar bundn- ar saman. Fyrstu 50 kerrurn- ar voru fullar af fólki, eitt- hvað 12 manns í hverri. Hinar voru tómar. Þarna hafði safnast saman fjöldi forvitinna manna, þfví að þessi litli maður hafði sagt, að hann skyldi aleinn draga allar þessar kerrur. Rétt á eftir kom hann svo haltrandi ásamt nokkrum trumbuslög- urum, sem gerðu mikinn há- vaða. Þessir trumbuslagarar vV>ru allir í heiðgulum klæð- um og þeir sáðu gulu dufti allt í kringum sig. Þeir gengu nokkrum sinnum um- hverfis vagnalestina, og sá halti í fararbroddi, og seinast staðnæmdust þeir við fremsta vagninn. „Galdra- maðurinn“ tók í sterkt band, sem bundið var í vagninn og togaði í. Langa vagnlestin fór á stað, en áhorfendur æptu af undrun. Fyrst mjakaðist lest- in ósköp hægt, en svo kom meiri skriður á hana. „Galdra maðurinn dró hana langar leiðir frá höllinni og skildi hana þar eftir. Menn álíta að „galdramaðurinn“ dýrki guð- JOHN DIEFENBAKER, Q.C. Þér getið stuðlað að því að byggja upp volduga, samhuga canadiska þjóð, er tryggir ör- yggi gegn hlutdrægni við at- vinnu, innflutningum fólks og lífeyri og útilokar jafnframt aðstreymi kommúnista með því að greiða atkvæði með yðar Diefenbaker frambjóðanda I ALBERTA Calgary North Col. D. S. Harkness Calgary South Arthur Ryan Smith Edmonton East C. J. Bowie-Reed Ekimonton-Strathcona Terry Nugent Edmonton West Marcel Lambert MANITOBA Brandon-Souris Walter Dinsdale Provencher Wemer Jorgenson. Springfield Val Yakola Athabaska Alex Shore Peace River Gerald Baldwin, Q.C. Winnipeg North Murry Smith Winnipeg North Centre John MacLean Winnipeg South Gordon Chown Winnipeg South Centre Gordon Churchill BRITISH COLUMBIA Vancouver-Burrard John Russell Taylor Vancouver Centre Douglas Jung Vancouver East Norman Mullins V ancouver-Kingsway Fergie Brown Vancouver Quadra Howard C. Green, Q.C. Vancouver South Emest J. Broome Saskatoon SASKATCHEWAN Prince Albert Henry F. Jones John G. Diefenbaker WINNIPEG SOUTH CENTRE (Innifelur St. James) „Þegar gaspípu frumvarpið fyrst kom til nefndar, var skrúfað fyrir umræður og þingmönnum í raun og veru bannað málfrelsi.” — Gordon Churchill — Þingtíðindi neðri málstofu, 7. júní 1956. ENDURKJÓSIÐ CHURCHILL.lv Gordon ** Progressive Conservative Gordon Churchill Election Committee.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.