Lögberg - 06.06.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.06.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6. JÚNl 1957 3 inn Malharri, sem er ættarguð Maharajahans, og guðinn hafi tekið hann undir sína vernd. Sagt er að hann fasti alltaf í sjö daga, áður en hann leikur þessa list. — Þetta er óbrengluð frásögn blaðsins „Daily Mail“ í Lon- don, en það hafði hana eftir „Times of India“. Blöðin kalla manninn alltaf „galdramann“ í gæsalöppum, en ég hygg að réttara hefði verið að kalla hann fakír: En það er erfitt að útlista hvað indverskur fakír er, því að það er mjög flókið mál. Það nægir að segja, að þeir hafa allir miðilshæfileika, en „galdur“ sinn segjast þeir ekki hafa frá náttúruöflum, heldur öndum. Fakír, sem sýnir listir sínar, er venjulega á ferðalagi, en þó eru flestir þeirra starfandi við eitthvert musteri. Það má alls ekki rugla þeim saman við „Áogi“, sem eru miklu lengra komnir á því sviði. Samt sem áður eru margir fakírar svo lærðir í því að beita huliðskröftum, að vest- rænir dulspekingar komast ekki í hálfkvisti við þá. Menn verða að gæta þess að þekk- ing fakíranna er gamall ættar- arfur, en vestrænir dulspek- ingar eru viðvaningar. ----0---- Þegar fakír sýnir, er það mjög nauðsynlegt- að áhorf- endur fari í einu og öllu eftir því, sem hann leggur fyrir. Það er ekki vegna þess, að hér sé um sjónhverfingar að ræða, heldur er það nauðsynlegt til þess að sýningin geti tekizt vel. Ef út af er brugðið, getur il'la farið. Um það er þessi saga, sem ég veit að er sönn: Fakír nokkur var boðinn í skála til brezkra liðsforingja. Hann sýndi þar ýmsar listir, og svo spurðu þeir hvort hann gæti hafizt á loft og legið í lausu lofti. Hann játaði því og bauðst til að sýna þeim það, ef enginn færi inn fyrir þann hring, sem hann markaði sér, meðan hann væri í miðils- ástandi. Þeir hétu því. Fakírinn dró nú hring á gólfið með krít, settist þar á dýnu og féll í miðilsdá. Eftir stutta stund fór hann að hefj- ast á loft og var alveg stífur. Það var auðvelt fyrir áhorf- endur að sjá, að hér voru eng- in brögð í tafli. Þeir sátu þarna í hring umhverfis hann og þurftu ekki annað en rétta út hendurnar milli hans og gólfsins. En þarna var ungur liðsforingi, sem gleymdi sér og steig inn í hringinn til þess að forvitnast betur um þetta. Þá skeði hið merkilega. Honum var hrundið út í vegginn, föl- ur og skjálfandi. Fakírinn hafði ekki hreyft sig. Líkami hans lá enn stífur í lausu lofti, nokkur fet yfir gólfinu. En innan í hringnum var eitthvað, sem ekki vildi truflun. Og þetta eitthvað hóf liðsforingjann á loft og þeytti honum af afli þvert út í vegg. Þegar fakírinn var farinn, var liðsforinginn spurður að því hvað hefði komið fyrir hann. Hann vissi það ekki. Hann kvaðst aðeins hafa heyrt hvin fyrir eyrum sér, og svo hefði einhver ósýnilegur kraftur hrifið sig og fleygt sér „eins og druslu" út í horn. Hann var marga daga að ná sér eftir Nokkrir hvítir menn hafa kynnzt dulfræðum Austur- landa. Einn af þeim var Sir James Willcocks hershöfðingi. Hann fór fyrst til Indlands 1879. Hann var yfirhershöfð- ingi Norðurhersins þar 1910— 1914, og svo barðist hann í fyrra stríðinu í Frakklandi með indverska hernum. Árið 1926 ritaði hann gr^in í blaðið „Evening News“ í Lodon og fullyrti þar að Ind- land ætti sína „sjáendur“, enda þótt vestrænir efnis- hyggjumenn skildu það ekki og kynnu ekki að meta þá. Hann fullyrti líka, að þessir „sjáendur“ væri gæddir and- legri þekkingu og beittu henni, ekki sjálfum sér til hags- muna, heldur i þágu með- bræðra sinna. Og til sanninda merkis um þetta sagði hann eina sögu af frænda sínum, sem hafði bjargað indversk- um Brahmin í óeirðum. Þessi frændi hans var seinna á ferð til herstöðva sinna í Himalaja og með honum var kona hans og ung dóttir. Barnið veiktist mjög hastarlega, og andaðist er þau áttu um tvær dagleiðir ófarnar. Þarna var ekki um neina læknishjálp að ræða, en skammt þaðan var Brahmin- inn, sem maðurinn hafði hjálpað. Hann gerði sendi- boða á fund hans, og Brahmin- inn kom þegar. Hann lyfti blæjunni af andliti líksins og þuldi eitthvað yfir því. Svo breiddi hann blæjuna yfir andlit þess aftur og sagði: — „Þið skuluð ekki jarða hana fyrr en sex klukkustundir eru liðnar“. Svo fór hann. Móðirin sat grátandi yfir líki dóttur sinnar, en skömmu seinna varð hún þess vör, að blæjan hreyfðist. Og allt í einu bylti barnið sér, eins og það ætla’ði að rísa upp. Það var risið upp frá dauðum. En ef Brahminans hefði ekki notið við, mundi það hafa verið kviksett. „Faðir barnsins sagði mér þetta sjálfur“, segir Sir James. „Ég þekki Brahminann líka, en þegar ég spurði hann um þetta, sagði hann ekkert nema þetta: „Guð ræður!“ (Úr bókinni Ghost Parade, eftir Stuart Martin) —Lesb. Mbl. þetta.------- Vegno áhrifa í næsfu sfjórn Kjósið JOHN MacLEAN til þingmanns í Winnipeg North Centre sem einn úr Diefenbaker fylkingunni MERKIÐ SEÐILINN: MacLEAN, john We are electing Harold St. George Stubbs, Q.C. To Otlawa on June lOth to fight for NATIONAL HOSPITAL INSURANCE. 6 provinces have accepted the plan so it is on the way iL the Liberals are elected next Monday. HELP YOURSELF AND FAMILY BY VOTING FOR STUBBS and Hospital Insurance. Voice your approval by VOTING STUBBS fx" ______HAROLD ST. GEORGE | BRIAN FOLLIOTT, OFFICIAL AGENT. 959 SHERBURN ST. • Business and Professional Cards Minnist BETEL í erfðaskróm yðar G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Dlstrtbutors oí FRESH AND FROZEN FISH 60 LouUe Street Stmi 92-6227 Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ats. Authorized Home Appllance Dealert GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnset 3-4890 FRÁ VINI Offlce Phone Res. 92-4762 SPruce 2-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 pjn.—6 pjn. and by appolntment. PARKER, TALLIN. KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker. Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker. CUve K. Tallln, Q.C.. A. F. Krlstjansson, Hugh B. Parker. W. Steward Martin 5th n. Canadian Bank of Commerce Bullding, 389 Maln Street Wlnnlpeg 2, Man. Phone 92-3561 Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. PBONE 92-8291 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega penlngal&n og elds&byrgB, bifreiCaAbyrgC o.s. frv. Phone 92-7538 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managlng Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: Res.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 Það var verið að húðstrýója mann í Kína, og hann hló stöðugt meðan á því stóð, og var það þó hýðing, sem átti að ganga næst lífi hans — Að hverjum skrattanum ertu að hlæja? sagði valds- maðurinn byrstur Þykir þér svona gaman að því að láta hýða þig? — Ég hlæ ekki að því held- ur hinu, að það var ekki ég heldur annar maður, sem átti að hýða. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeinlngar- rör, ný uppfynding. Sparar eldl- viC, heldur hita frá aO rjúka út meC reyknum.—SkriflC. slmiC tl) KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Winnlpeg Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 8-4481 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh SL Wlnnipeg PHONE 92-4624 A. S. BARDAL LTD, FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá beztl. StofnaC 1894 SPruce 4-7474 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Grain Exchonge Bldg. 167 Lombard Streat Office Phone 92-4829 Residence 43-3864 SPruce 4-7855 ESTIMAT1CS FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents InstaUed to Help EUminate Cbndensation 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS SPrnce 4-4422 EUlce * Home Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osbome Medical Bldg. SPruce 4-6222 Weston Office: Logan & Quelch SPruce 4-5818 Res.: BPruce 4-6118 S. A. Thorarinson Barrister and Sollcitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office Phone 92-7051 Heimaslml 40-6488 Dunwoody Saul Smiih 8e Company Chartered Accountants Phone 62-2468 100 Prlncess St. Winnlpeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN The Business Clinic Anm Larusson — Florence KeUett 1410 Erin Street Phone SPruce 5-6676 Beokkeeplng - Income Taz Insurance Dr. ROBERT BLACK Sérfrœöingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdömum. 401 MEDICAI. AHTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuetmi 92-3861 Heimasiml 40-3794

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.