Lögberg - 13.06.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 13.06.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. JÚNÍ 1957 3 Fréttir frá starfsemi S. Þ. maí 1957 FLUGFARÞEGUM GERT AUÐVELDARA FYRIR AÐ FERÐAST 18 Evrópuþjóðir ræða einfaldari iolla og vegabréfa ákvæði EINFALDARI og nánari sam- vinna í flugmálum er nauðsynleg, ef flugmálin í Evrópu eiga að þróast eðlilega og skjótt. — Um þetta urðu menn sammála á fundi, sem haldinn var fyrir skömmu í Madrid, og þar sem mættir voru 18 fulltrúar frá jafn- mörgum Evrópuþjóðum til Iþess að ræða flugmál Ev- rópuþjóða. Það var Evrópu- deild Alþjóðflumálastofnun- arinnar (ICAO), sem gekkst fyrir þessu fundahaldi og er það í annað sinn síðan heims- styrjoldinni lauk, að Evrópu- þjóðirnar koma saman til þess að ræða þessi mál á vegum ICAO. Sérstök nefnd, sem kjörin var til þess að leggja fram tillögur á fundinum bar fram 14 tillögur, sem allar voru samþykktar. Allar miðuðu þessar tillögur að framfara- málum í fluginu og að því að gera farþegum með flugvélum auðveldara að férðast landa á milli. Meðal samþykktanna, sem gerðar voru á Madrid-ráð- stefnunni var áskorun um, að afnema áritunarskyldu á vega bréf flugfarþega, um rétt til þess að nota venjuleg skír- teini í stað vegabréfa þegar um stuttar heimsóknir er- lendis er að ræða, um afnám læknisskoðunar þegar ferðast er innan Evrópu, umfangs- minna tolleftirlit, einfaldari ferðareglur fyrir börn o. s. frv. Frjálslyndari stefnur í flugmálum Á fundinum var rætt um nauðsyn þess, að tekin verði upp frjálslyndari stefna í flug- málum en nú ríkir víða um lönd. Var samþykkt áskorun til ríkisstjórna þess efnis, að sýnd yrði meiri lipurð, en til þessa hefir gætt, um lend- ingarleyfi flugvéla, þegar slík leyfi rekast ekki á beina hags- muni viðkomandi lands. Taldi fundurinn þetta atriði nauð- synlegt, ef flugsamgöngur ættu að aukast og gera ætti flugfélögum kleift að auka starfsemi sína. % Loks var rætt um samræm- ingu á kröfum, sem gerðar eru til menntunar flugvélaáhafna. Einnig leit fundurinn svo á, að hagur væri að því, að láta nokkurn veginn sömu reglur gilda sem víðast um venjur í flugafgreiðslu. ----0---- ALÞJÓÐA STÆRÐFRÆÐI- STOFNUN í RÓM Menntunar-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefir undanfarin ár unnið að því, að komið yrði upp alþjóða stærðfræðistofnun í Róma- borg. í stofnun þessari á meðal annars að vera hinn svonefndi „rafeindaheili," hin geisihaglega reikningsvél. Á vél þessi að vera til afnota fyrir þær þjóðir, sem gerast vilja að\lar að stofnuninni. Alþjóðasamþykkt um þessa stofnun hefir legið frammi til undirskrifta um nokkurra ára skeið, en til þessa hafa aðeins tólf þjóðir undirritað sam- þykktina. Það þarf fullnaðar- samþykkt tíu þjóða áður en samþykktin gengur í gildi, en það hafa fimm þjóðir lagt fram fullnaðarsamþykkt sína að samþykktinni. Fyrir skömmu var boðað til fundar í aðalstöðvum UNESCO í París til þess að ræða um rekstur slíkrar al- þjóða stærðfræðistofunar. — Mættir voru fulltrúar frá sjö þjóðum. Meðal annars var rætt um hvaða tæki þyrftu að vera í stofnun sem þessari og hvernig haga bæri rekstri stofnunarinnar til þess að hún kæmi að senh mestu gagni. Auk þeirra fiAim þjóða, sem lagt hafa fram fullnaðarsam- þykkt sína að samþykktinni um alþjóða stærðfræðistofn- unina hefir Egyptaland látið í ljósi ósk um að vera með í stofnuninni og tilkynnt, að fullnaðarsamþykkt muni brátt liggja fyrir. Á fundinum mættu fulltrúar frá eftirtöld- um þjóðum: Belgíu, Vestur- Þýzkalandi, Frakklandií Jap- an, Júgóslavíu, ítalíu og Sovétríkjunum. ----0--- ALÞJÓÐASAMVINNA UM BARÁTTU GEGN GIN- OG KLAUF A VEIKI Algerður niðurskurður ráðlagður Hörð barátta er nú að hefj- •ast gegn gin- og klaufaveiki í Evrópulöndum. Veikin hefir aukizt ískyggilega í ýmsum löndum hin síðari árin. Nú hefir Matvæla- og landbúnað- arstofnun Sameinuðu þjóð- ,anna (FAO) tekið málið í sín- ar hendur og sett á laggirnar nefnd, sem á að vinna að því að veikinni verði útrýmt með öllu. Niðurskurður ráðlagur Gin- og klaufaveikin hélt nýlega fund í Rómaborg og samþykkti áætlun í barátt- unni gegn þessum skæða vá- gesti. Eftir mjög nákvæma yfirvegun féllst nefndin á, að einasta ráðið til þess að veik- inni yrði útrýmt með öllu væri að aflífa hvert það dýr, er tæki veikina. Sem sagt al- gerður niðurskurður. En það eru fáar þjóðir, sem vilja að svo stöddu grípa til slíkra örþrifaráða og þar af leiðandi neyðist FAO til þess að fara hægara af stað í fyrstu. Var því samþykkt, að í fyrstu umferð skuli byrjað á því að bólusetja allan kvik- fénað í Evrópu undir mjög ströngu eftirliti dýralækna. Auk þess verður haft strangt eftirlit til að fyrirbyggja að smitberar komist milli landa. Þegar þessar ráðstafanir hafa verið gerðar er vonast til, að svo dragi úr útbreiðslu veikinnar, að hægt sé að grípa til algerðs niðurskurðar allra sýktra dýra. ----0---- Aukin þáillaka kvenna í siarf- semi Sameinuðu þjóðanna Þátttaka kvenna í starfsemi Sameinuðu þjóðanna hefir aukizt til muna á undanförn- um árum. Eins og kunnugt er starfar kvenréttindanefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem vinnur að því að bæta félagslega- menningarlega- og efnahagslega aðstöðu konunn- ar í þjóðfélaginu. Stuðlar nefndin að því, að réttur kvenna til sömu fríðinda og karlar njóta sé viðurkenndur sem víðast. Kvenfulltrúum á þingi og í nefndum Samein- uðu þjóðanna hefir farið fjölgandi með ári hverju. Á síðasta allsherjarþingi S. Þ. í vetur er leið voru t. d. 65 kven fulltrúar í 80 sendinefndum, en á fyrsta allsherjarþinginu voru kvenfulltrúar aðeins 20. Það vill svo til, að Austur- Asíuþjóðir hafa staðið öðrum þjóðum framar í að senda kvenfulltrúa á þing Samein- uðu þjóðanna og setja þær í virðingarstöður. Frú Vijaya Lakshmi Pandit frá Indlandi var t. d. fyrsta konan, sem kjörin var forseti Allsherjar- þingsins (1953). Á þinginu í vetur var frú Shaista S. Ikra- mullah frá Pakistan formaður sendinefndar lands síns í fjarveru utanríkisráðherrans. Utanríkisráðherra ísraels, frú Golda Meier hefir jafnan verið formaður sendinefndar þjóðar sinnar á þingum S. Þ. % Ekki skorinn þröngur stakkur Fyrst í stað var það siður, að skipa kvenfulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum ein- göngu í íélagsmáladeildina, eða nefndir, sem fjölluðu um mannúðarmál. Var þeim þannig skorinn all-þröngur stakkur. Nú hefir þetta breyzt. Á síðasta allsherjarþingi tóku kvenfulltrúar til máls í svo að segja öllum nefndum þingsins. Sænski fulltrúinn, frú Ulla Lindström, tók t. d. þátt í umræðum í hverju ein- asta máli, sem rætt var í Efnahags- og félagsmálaráð- inu. Meðal annara norrænna kvenna, sem hafa látið til sín taka á fundum Sameinuðu þjóðanna má t. d. nefna frú Nonny Wright frá Danmörku. Hefir hún nú um tíu ára skeið tekið þátt í störfum Efnahags- og félagsmálaráðsins. x Helmingur nefndarmanna konur ' ' 1 sendinefnd Kúba á síðasta Allsherjarþingi, — níu manna nefnd — voru 5 fulltrúanna konur. 1 sendinefnd Banda- ríkjanna voru fjórar konur; Bretland og Frakkland sendu þrjár. Business and Professional Cards Minnist BETEL í erfðaskrám yðar SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding, Sparar eldi- viíS, heldur hita frá aS rjúka út meö reyknum.—SkrifiÖ, slmiö til KELLY SVEINSSON 625 Wall St. Winnipeg Just North of Portage frve. SUnset 3-3744 — SUnset 3-4431 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Dlstributors ot FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Simi 92-6227 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith Si. Winnipog PHONE 92-4624 Van's Electric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorizéd Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADM3RAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnset 3-4890 x A. S. BARDAL LTD. funeral home 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá bezti. Stofnaö 1894 SPruce 4-7474 FRÁ VlNI P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Groin Exchange Bldg. 167 Lombord Street Office Phone 92-4829 Residence 43-3864 Otfice Phone Res. 92-4762 SPruce 2-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Oífice Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. SPruce 4-7855 ESTIMATES J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Slmcoe St. ’ Winnipeg, Man. PARKER, TALLIN. KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson. Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th íl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. Phone 92-3561 Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOB 27 YEARS SPruce 4-4422 ElUce Sc Home Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg Portage and Garry St. PHONE 92-8291 Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osbome Medical Bldg SPruce 4-0222 Weston Office: Logan & Quelch SPruce 4-5818 Res.: SPruce 4-0118 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Öt- vega peningal&n og eldsábyrgS, bifreifSaábyrgC o.s. frv. Phone 92-7538 S. A. Thorarinson Barrister and Solicitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 3IAIN ST. Office Phone 92-7051 Heimasiml 40-6488 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: Res.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN Skrifstofuþjónn kom of seint til vinnu. Húsbóndinn var æfur og lét skammirnar dynja á honum fyrir kæruleysi. Hinn ætlaði að afsaka sig og sagði: — Þér hafið nú svo oft skammað mig fyrir að vera alltaf að líta á klukkuna í vinnutímanum, að nú hefi ég gleymt að líta á hana heima. The Business Clinic Anna Larusson — Florence Kellett 1410 Erin Street Phone SPruce 5-6676 Bookkeeping - Income Tax Insurance Dr. ROBERT BLACK Sérfrœöingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAh ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofueimi 92-3851 Heimasimi 40-3794 KAUPIÐ og LESIÐ —LÖGBERGI

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.