Lögberg - 11.07.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.07.1957, Blaðsíða 1
SAVE MONEYl un LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Vi Lb. TUu Makes the Finest Bread A vaJUble at Tonr Favorlte Grocer SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Yt Lb. Tlns Makea the Flneat Bread Avallable at Tour Favorlte Grocer 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 11. JÚLÍ 1957 NÚMER 28 Fréttir frá ríkisútvarpi íslands — 7. JÚNÍ — Togarinn „Norðlendingur" lagði nýlega á land í Ólafs- firði 286 lestir af fiski. Unnið er úr aflanum í hraðfrysti- húsinu. „Jörundur" landaði nýlega 218 lestum af fiski á Sauðár- króki, þar af 190 lestum af karfa, sem frystur var í frysti- húsi kaupfélagsins þar. Aðalfundi Kaupfélags Ey- firðinga er nýlokið á Akur- eyri. Félagið hyggst beita sér fyrir því, að bændur á félags- svæðinu fái Kjarna-áburð við sama verði og þeir, sem búa í næsta nágrenni Áburðarverk- smiðjunnar. Aðalfundur Verzlunarfélags Vestur-Skaftfellinga var hald- inn í Múlakoti á Síðu s.l. laug- ardag. Velta félagsins nam s.l. ár 8 milljónum króna. Inn- eignir félagsmanna í innláns- deild jukust um 440 þúsund krónur á árinu. Félagið hefir nú starfað í sex ár og hefir verzlunarvelta þess tvöfaldast á þeim tíma. Á uppstigningardag vígði biskup Islands nýja kirkju á Svalbarði við Eyjafjörð. — Bárður Isleifsson teiknaði kirkjuna. Byggingarkostnaður er talinn um 750 þúsund krónur. Um kl. 2 í dag kom upp eld- ur í kössum, sem geymdir voru , undirgangi við Banaka- stræti 10 í Reykjavík. Magn- aðist eldurinn fljótt og komst í geymsluherbergi yfir undir- ganginum, svo og í aðalhúsið, Bankastræti 10. — Tókst að slökkva eldinn eftir um tvær klukkustundir, en talsvert tjón varð. * Nýlega er komin aftur til Reykjavíkur sex manna nefnd sem fór til Sovétríkjanna í boði félagsins VOES í Moskvu. Nefndin kom til Moskvu, Rostov, Tiflis, Cegra á Svarta- hafsströnd, Karkov, Kiev, Minsk og Leningrad. Rúna Gísladóttir, Hlíðar- túni við Lágafell í Mosfells- sveit, sigraði í ritgerðasam- keppni Norræna félagsins um efnið „Hvert Norðurlanda myndir þú helzt vilja heim- sækja og hvers vegna?" Verð- launin eru ferð til Danmerkur og vikudvöl í sumarskóla þar. 1 gær voru stofnuð í Reykja vík Sýningarsamlök aívinnu- veganna, en þau hyggjast, í samvinnu við Reykjavíkurbæ, B a n d a 1 a g æskulýðsfélaga Reykjavíkur og Iþróttabanda- lag Reykjavíkur, reisa bygg- ingu þar sem unnt verði að halda vörusýningar, íþrótta- sýningar og aðrar fjölmennar samkomur. Félagið er stofnað með tveggja milljóna króna framlagi, þar af er hlutafé ein milljón króna. Formaður Sýn- ingarsamtakanna er Sveinn Guðmundsson. 8. JÚNÍ Tveir þilfarsbátar gengu frá Húsavík í vetur og öfluðu vel. Á hærri bátnum, Hrönn, varð hásetahlutur 35,500.00 krónur ,en báturinn er 15 lestir. Fimm þilfarsbátar frá Húsavík voru syðra á vertíð og öfluðu sæmilega eftir hætti. Frá Húsavík eru nú gerðir út 11 þilfarsbátar og um 20 opin skip. — Fiskiðju- ver Húsavíkur veitir aflanum móttöku. — Húsvíkingar hafa undanfarið leitað eftir tilboð- um í Þýzkalandi til hafnar- gerðar. Kostnaður við hana er áætlaður 14 milljónir kr. Unnið er að stækkun síldar- verksmiðjunnar á Húsavík, en í fyrra framleiddi hún 400 lestir af síldar- og fiskimjöli. Kristni Ármannssyni, yfir- kennara við Menntaskólann í Reykjavík, hefir verið veitt rektorsembættið við þann skóla frá 17. júní að telja. — Kristinn er kandidat í tungu- málum og hefir kennt við skólann í áratugi og hann var settur rektor þegar Pálmi Hannesson féll frá. Tónlistarskólanum í Reykja vík var sagt upp 31. maí. 147 nemendur stunduðu þar nám í vetur og 4 luku burtfarar- prófi með góðum vithisburði. Skólastjóri er Árni Kristjáns- son píanóleikari. ft Agust Rei, forseti eistnesku útlagastjórnarinnar í Svíþjóð er staddur hér á landi, en hann er á leið frá Vesturheimi til Svíþjóðar. Séra R. R. Figuhr, forseti Alheimssambands Aðventista er staddur hér á landi. Hann flytur hér erindi um kenning- ar og störf Aðventista. ií í fyrrakvöld kom upp eldur í sumarbústað við Hreðavatn í Borgarfirði. Ekki tókst að slökkva eldinn, enda magnað- ur þegar að var komið. — Kviknaði í skóglendi og mun allmikið tjón hafa orðið af honum. Slökkviliði frá Borg- arnesi og öðrum aðkomu- mönnum tókst þó að slökkva eldinn í skóginum. it 9. JÚNÍ í gær var haldin fjölmenn hátíðarguðsþjónusta í Bessa- staðakirkju. Biskup landsins prédikaði og helgaði nýtt altari í kirkjunni og ýmsa nýja kirkjugripi. Undanfarið 'hafa verið gerðar miklar um- bætur á kirkjunni fyrir for- göngu forseta íslands og þakk- aði biskup honum forgönguna. Forseti íslands ásetti sér, er hann kom að Bessastöðum, að láta gera breytingar og endur- bætur á kirkjunni, fyrst og fremst á gluggum og altari, og hefir þeim áfanga nú verið náð. 1 fyrrasumar voru settar steindar rúður í alla glugga kirkjunnar, rúðurnar teikn- uðu þeir Guðmundur Einars- son frá Miðdal og Finnur Jónsson, og þeir hafa einnig teiknað myndir í altarisgrát- um, og altarið er nýbyggt í samræmi við altaristöflu Guð- mundar Thorsteinssonar, sem Listasafn ríkisins hefur nú lánað Bessastaðakirkju. Er mikil prýði að þeirri töflu og sjálf nýtur hún sín hið bezta. Húsasmíðameistari Bessa- staðakirkju er Gunnlaugur Halldórsson og sá hann um umbúnað allan. •& ' Landsmót Aðventista var haldið í Reykjavík um Hvíta- sunnuna. Mótið sótti forseti Alheirrissambands Aðventista, séra Figuhr frá Bandaríkjun- um. ¦k 11. JÚNÍ Ríkisstjórnin mælist til þess, eins og að undanförnu, að 17. júní verði almennur frí- dagur um land allt. Stækkun sjálfvirku sím- stöðvarinnar í Reykjavík lýk- ur í fyrstu viku júlímánaðar. Stöðin stækkar um sex þús- und númer, þau verða flest tekin í notkun samtímis og jafnframt breytast þá öll síma númer hjá notendum í Reykja vík og Hafnarfirði. Gefin hef- ir verið út ný símaskrá og verður hún afgreidd til sím- notenda í Reykjavík 18. til 22. þessa mánaðar í Góðtemplara húsinu. Símnotendur á öllu landinu eru nú skráðir rúm- lega 33 þúsund. Næsta haust verður komið upp radíó-fjölsíma með 24 tal- rásum milli Reykjavíkur og Borgarness og litlu síðar sams konar fjölsíma til Akraness. Þessi framkvæmd mun greiða mjög fyrir símaviðskiptum við Norður- og Vesturland vegna þess að símaviðskiptin við Akranes og Borgarnes hafa verið á jarðsímastreng, sem liggur áfram norður og vestur. Einnig er fyrirhugað að koma upp næsta sumar radíó-fjölsímasambandi milli Reykjavíkur og Hornafjarðar. Pöntuð hefir verið sjálfvirk símstöð fyrir Keflavík og ná- grenni. Sjálfvirki búnaður- inn er gerður fyrir 1400 númer og verða þessar vélar afhentar eftir tvö ár. Brezka flugvélaskipið — OCEAN, — sem nú er statt í Reykjavík, er æfingaskip brezka heimaflotans og notað til þess að kenna unglingum sjómennsku og undirbúa þá til þjónustu á herskipi. Það er ekki búið öðrum flugvélum en tveimur helikoptervélum. — Skipið fer héðan til Þránd- heims. ¦ír 12. JÚNÍ Uppeldismálaþing var sett í Barnaskólanum á Akureyri í gær. Gunnar Guðmundsson, formaður Sambands íslenzkra barnakennara, setti þingið, en að því standa einnig fram- haldsskólakennarar. — Fyrir þinginu liggur að ræða um starfsskrá alls skyldunámsins í barna- og framhaldsskólum og einnig um ríkisútgáfu námsbóka. Afli togara og trillubáta, sem ganga frá Flateyri, hefir verið góður að undanförnu og atvinna mikil, og hefir naum- ast verið hægt að anna því, að vinna úr aflanum, þótt til hafi verið fengin börn, gamal- menni og húsmæður. it Allgóð laxveiði hefir verið í Laxá í Aðaldal að undanförnu og hafa fengizt 14—15 laxar á fjórar stengur á dag síðustu tvo dagana. Stærsti laxinn, sem veiðzt hefir nú, var 25 pund. Út eru komnar tvær félags- bækurAlmenna bókafélagsins, skáldsagan Frelsið eða dauð- inn eftir gríska skáldið Nikos Kazantzakis og Baugabrot, úr- val úr ritverkum Sigurðar Nordals. Þá hefur félagið einnig gefið út skáldsöguna H æ g 1 á t i Ameríkumaðurinn eftir Graham Greene. Framhald á bls. 8 Alt í grænum sjó Það er nú í rauninni engin ný bóla þótt eitt og annað gangi af geirneglingunum austur í henni Rússíá, þar sem baráttan um æðstu völd er illyrmingslegri en í nokkru öðru landi; þetta kom í ljós einu sinni enn í fyrri viku, en þá gerðust þau tíðindi í Moskvu, að fimm af æðstu mönnum soviet-samkundunn- ar, þar á meðal þeir Molotov og Malenkoff, voru sviftir em- bættum og gerðir flokksrækir, hvaða örlög önnur, sem kunna að bíða þeirra. Öllum þessum afdönkuðu legátum hefir verið borið það á brýn, að þeir hafi setið á svikráðum við flokkinn og reynt að veikja traust hans jafnt út á við sem inn á við, en Malenkoff er sakaður um að hafa átt þátt í því að fjöldi háttsettra embættismanna hefðu verið teknir af lífi án dóms og laga, þar á meðal for- maður leyniþjónustunnar — George P. Bería. Afmælisfagnaði lýkur Á laugardaginn var lauk þeim hinum glæsilega mann- fagnaði, er Selkirkbúar efndu til í tilefni af 75 ára afmæli þessa vaxandi og vingjarn- lega bæjarfélags, sem mjög hefir komið við sögu Islend- inga vestan hafs og kemur við hana enn. í Selkirkbæ hefir kirkjuleg starfsemi verið rekin við miklum og góðum árangri ára- tugum saman; hafa þar veitt kristnimálum forustu prestar, svo sem þeir séra Steingrímur Thorláksson ,séra Jón A. Sig- urðsson, Dr. Valdimar J. Ey- lands og séra Sigurður ólafs- son, og safnaðarlíf jafan stað- ið í miklum blóma; áhrifa- miklir íslenzkir lögfræðingar hafa gefið sig við góðum ár- angri að lögmenskustörfum í bænum og hinir ágætustu læknar hafa verið þar að verki. Fiskimenn og iðjuhöld- ar hafa tekið giftudrjúgan þátt í málum bæjarfélagsins. Is- lendingar hafa setið í bæjar- stjórn og nú um allmörg und- anfarin ár hefir bæjarfélagið notið ágætrar forustu hins ár- vakra bæjarstjóra síns, Mr. Stefáns Oliver.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.