Lögberg - 11.07.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 11.07.1957, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. JÚLÍ 1957 Úr borg og bygð Á föstudaginn í vikunni, sem leið, var stddur hér í borginni Hon. V a 1 d i m a r Bjornson frá Minneapolis fjármálaráðherra Minnesota- ríkis ásamt frú sinni og börn- um þeirra hjóna fimm að tölu; komu þau hingað frá Grand Forks, N. Dak., þar sem Valdimar flutti eina af sínum afburðasnjöllu ræðum. Um sömu mundir komu hingað Mr. og Mrs. Carl Denbow ásamfþremur börn- um sínum, en Mrs. Denbow (Stefanía), er systir Valdimars f i ármálar áðherra. ☆ Mr. Valentínus Valgardson skólastjóri frá Moose Jaw, Sask., kom til borgarinnar á föstudaginn í fyrri viku ásamt frú sinni Þórunni; þau dvöldu nokkra daga hér í borg í heim- sókn til ættingja og vina, en eru nú farin norður til Mikl- eyjar þar, sem þau munu dveljast fram um mánaðar- mótin. ☆ 1 fyrri viku var staddur hér í borginni ásamt fjölskyldu sinni, Mr. Magnús Johnson verkfræðingur í heimsókn til föður síns Mr. Helga Johnson trésmíðameistara 1023 Inger- soll Street, systkina sinna og annara ættingja og vina; er Magnús verkfræðingur hinn mesti hæfileikamaður og að sama skapi fylginn sér við störf. ☆ — DÁNARFREGN — Síðastliðinn laugardags- morgun lézt hér í borginni Jón Ásgeirsson málarameist- ari, ættaður úr Húnaþingi, góður drengur, er naut al- mennra vinsælda; hann lætur eftir sig konu sína Oddnýju, hina mestu ágætiskonu, og sex úrvalsbörn, þrjá sonu og þrjár dætur, en meðal dætranna er píanósnillingurinn, frú Thora Du Bois; einnig lifir hann einn bróðir, Thorsteinn, er lengi dvaldi hér, en nú er búsettur á íslandi. Útför þessa mæta manns fór fram frá Sambandskirkjunni á þriðjudaginn undir forustu séra Philips M. Péturssonar. Ste. 8, El’Brook Apts. 575 Ellice Ave. Winnipeg, Man. July 6th, 1957. Dear Editor: Would you kindly have the followi^ng donations to Sunrise Lutheran Camp, published in your paper. Memorial Fund: Mrs. Jóhanna Cooney, Win- nipeg, Man. in loving memory of her nephew A. W. Cooney, killed in World War II. $10.00 Children's Trusi Fund: Mrs. H. B. Hofteig, Cottonwood, Minn. $25.00 A friend in memory of Valla Jónasson, $5.00 Grund Ladies Aid, $25.00 Langruth Missionary Society, $12.50 Herðubreið, Ladies Aid, $15.00 Riverton Lutheran Ladies Aid, $50.00 General Fund: Icelandic Evangelical Synod of America $375.00 Received with thanks, (Mrs.) Anna Magnússon, Treasurer. ☆ — DÁNARFREGN — Magnús Peterson, búsettur að Gladstone, Manitoba, lézt á mánudaginn 1. júlí, hér um bil 84 ára að aldri. Hann var ættaður úr Miðfirði í Húna- vatnssýslu og fluttist til þessa lands ungur að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu sína, Ingibjörgu; tvær dætur, Lornu, Mrs. Elmer Pugh, Gladsþme; Ruth, Mrs. George Hall, Winnipeg, og son Douglas í Winnipeg. Enn- fremur eina systur, frú Guð- rúnu Jónasson í Reykjavík. ☆ Margaret Johnson hlýtur medalíu landstjórans Margaret, dóttir Kjartans I. Johnson læknis í Pine Falls og Mrs. Johnson hlaut Governor-General’s M e d a 1 fyrir frábærar námsgáfur og ástundun; ennfremur hlaut hún í þriðja sinn Rebecca Odd Fellows Citizenship Medal. Voru henni afhentar medalíur þessar við uppsögn skólans. ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH St. James, Man. Services in the St. James YMCA, Ferry Road South (Just off Portage Ave.) Special Notice: — Worship Services during July begin at 10:00 A.M. Everybody welcome! ERIC H. SIGMAR, Pastor Minningarorð Frú Sigurlína Bjornson Fædd 17. maí 1896 Dáin 2. maí 1957 Foreldrar hennar voru þau Jón og Sólrún Sigfússon. Ólst hún upp á Mountain, Norður Dakota. Þann 25. nóvember 1915 voru þau gefin saman í hjónaband, Sigurlína og Björn Björnsson; hann var einnig frá Mountáln. Foreldrar hans voru Sigurður og Steinunn Björnsson. Björn og Lína eignuðust þrjá syni ;allir giftir hérlend- um konum: Benedict, búsettur í Portland, Oregon, og á hann þrjá drengi; Jón, á heima í Pecos, Texas, á eina dóttur; Stanley í Ellensburg, Wash., á dóttur og son. Björn og Lína bjuggu um 20 ára skeið í grend við og á Mountain. Árið 1939 fluttu þau með drengjum sínum til Arlington, Virginía og stuttu seinna til Seattle, Washington og hafa dvalið þar síðan, og þar býr eftirlifandi maður hennar nú. Lína heitin var góð kona og ævinlega glaðleg. Bar hún veikindi sín vel, þótt hún ætti í mörg ár við hjartasjúkdóm að stríða. Það var ávalt gott að heimsækja Bjössa og Línu. Gestrisni var þar mikil eins og glöggt kom í ljós, er margir vinir. hennar kvöddu hana hér og þöktu kistu hennar með blómum, og margir vinir hennar fylgdu henni til graf- ar á Mountain í Norður Dakota, þar sem hún nú hvílir hjá foreldrum sínum og syst- kinum. Far þú í friði, friðurGuðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir alt og alt. Guð blessi minningu hinnar látnu. —Vinkona KAUPIÐ og LESIÐ —LÖGBERGI — GIFTING — Á laugardaginn, 6. júlí, voru gefin saman í hjónaband í lútersku kirkjunni í Selkirk, Norman Steingrímur Jónsson og Gwendoline Esther Thomas. Foreldrar þeirra eru Mr. og Mrs. Sigurgeir Jónsson, Hecla, Man., og Mr. og Mrs. Gordon Thomas, Balsam Bay, Man. Afi brúðarinnar er Guðmundur (James) Paulson, Balsam Bay. ^ Að lokinni hjónavígslunni sátu yfir hundrað manns veg- lega veizlu í samkomuhúsi lúterska safnaðarins í Selkirk. Móðurbróðir brúðarinnar — Pétur Paulson — var veizlu- stjóri. Mrs. J. Wagner söng einsöngva, ennfremur söng Mrs. Feliz Paulson lag, er hún hafði samið fyrir þetta tæki- færi. Meðal margra, er tóku til máls til að árna brúðhjón- unum heilla, var Mr. Helgi K. Tómasson frá Hecla. Heimili Mr. og Mrs. Jónsson verður í Winnipeg. Lögberg óskar þeim til hamingju. ☆ Eining Memorial Fund, Sealile, Washingion Jan. 1, to Dec 31, 1956 Eining í minningu um John Asmundson ...........$ 2.00 Eining í minningu um Marvel Engelson $2.00 í minningu um Gertrude Helgu Hanson: Eining ... $2.00 Mr. & Mrs. Jón Magnússon $2.00 Eining í minningu um Svein Josephson $2.00 Mrs. Anna Vatnsdal í minn- ingu um Joan Lindes .$3.00 Mrs. Anna Vatnsdal í minn- ingu um Dalla Norum $3.00 Eining í minningu um Halvdan Skonseng........$2.00 1 minningu um Gunnar Thorlakson: Eining $2.00 Mrs. L. Palmason ......$2.00 Eining í minningu um Lena Thorlakson .......$2.00 Mrs. Anna Vatnsdal í minn- ingu um Elías E Vatnsdal $3.00 Samtals $27.00 Áður auglýst $1070.50 Gjafir 1956 ......... 27.00 Alls ..............$1097.50 Sent til féhirðis..$1000.00 Stafholt, í sjóði 1. jan. 1957 97.50. Lillie Palmason, Treas. 1443% W. 70th St. Seattle, Wash. ☆ Donaiions io ihe Organ Fund, Ardal Lutheran Church In memory of Mrs. Guðrún Sigurdson (Vancouver), Mr. and Mrs. D. S. Gudrpundson, Arborg, Man............$5.00 In memöry of Lindy Gud- mundson and Jón Metúsalems son Jónsson (Arborg), Mrs. S. Oddson, Winnipeg ......$5.00 In memory of Mrs. Ástríður Gíslason (Arborg): Mr. & Mrs. Jóhann Vigfús- son, Arborg ..........$5.00 Mr. & Mrs. Guðm. Oliver, Selkirk, .............$5.00 Miss Sigurbjörg Snæfeld, Arborg ...............$5.00 Gratefully acknowledged, Magnea S. Sigurdsoon ☆ Icelandic Piclures al Ashern Icelandic and Hawaiian pictures will be shown by Miss Helen Josephson, in aid of the Betel Building Fund, at Ashern in the W. I. Hall, Saturday July 20th at 8.00 p.m. Fréttir frá ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 1 Næsta þriðjudagskvöld fer fram vélflugkeppni í Reykja- vík og er keppt um silfur- bikar, sem Olíufélagið Shell gaf fyrir nokkrum árum. Hinn árlegi flugdagur verður annan sunnudag. ☆ Flestir fjallvegir eru nú orðnir færir, þó ekki allir, t. d. ekki Reykjaheiði. Vegavið- hald hófst fyrir all-löngu og nýbygging vega er að hefjast. Með meiriháttar vegafram- kvæmdum, sem unnið verður að í sumar, er Austurvegur, sem tengja á Reykjavík við sveitirnar austan fjalls og liggja um Þrengslin. Þá er Siglufjarðarvegur og Vestur- landsvegur á Vestfjörðum/ í sumar mun ljúka smíði brúar á Hvítá hjá Iðu í Biskups- tungum og efni koma til að fullgera nýju Lagarfljóts- brúna. ☆ Úrvalslið frá Knattspyrnu- sambandi Tékkóslóvakíu kem ur til landsins á sunnudag í boði Víkings og keppir fjórum sinnum við íslenzka knatt- spyrnumenn. 13. JÚNÍ Menntamálaráðherra hefur skipað dr. Snorra Hallgríms- son prófessor formann stjórn- ar Vísindasjóðs og Þorbjörn Sigurgeirsson varaformann sjóðsstjórnarinnar. ☆ Kauplagsnefnd hefur reikn- að út vísitölu framfærslu- kostnaðar í Reykjavík fyrsta þessa mánaðar og reyndist hún vera 190 stig. C0PENHAGEN Heimsins bezta munntóbak

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.