Lögberg - 11.07.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.07.1957, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. JÚLÍ 1957 Millj. barna munu fæðast andvana eða vansköpuð á næstu öldum segja bandarískir erfðafræðingar. — Ástæðan er geislaáhrif af þegar gerðum kjarnorkutilraunum. 2 þúsund bandarískir kjornorkusérfræðingar krefjast alþjóðslegs banns við kjornorkutilraunum. Hvers vegna gerðist ég friðarsinni? LUNDÚNUM, 4. júní. — Svo sem þegar mun kunnugt hafa 2 þúsund kunnir banda- rískir vísindamenn undirritað áskorun þess efnis, að þegar í stað verði gerður alþjóðlegur samningur um algert bann við frekari kjarnorku- og vetnis- sprengjutilraunum. — 1 dag herma fregnir, að stöðugt bætist fleiri vísindamenn á þessu sviði í hópinn og nýjar hópgöngur voru farnar fyrir utan brezka sendiráðið í Tokíó til að mótmæla sprengju tilraunum Breta á Jólaeyju. Þrír kunnir erfðafræðingar héldu því fram í dag á fundi með þingnefnd úr öldunga- deildinni bandarísku, að þær tilraunir, sem þegar hefðu verið gerðar, myndu hafa þær afleiðingar að milljónir ó- fæddra einstaklinga myndu á komandi tímum fæðast van- skapaðir eða sjúkir, andlega eða líkamlega. Fremsti kjornorkuvísinda- maður Ástralíu, Marcus Oliphant, sagði í viðtali við blaðamenn, sem leituðu álits hans á áskorun bandarísku kjarnorkusérfræðinganna, að sjálfsagt væri að velja hina hættuminni leið, er sérfræð- ingana greindi á eins og til- fellið væri í þessu máli. Sum- ir teldu að geislavirknin væri ekki meiri en svo að hættulaust mætti telja. Aðrir héldu því gagnstæða fram óg þar sem svo mikið væri í húfi, væri sjálfsagt að fylgja ráði hinna síðarnefndu. Hann væri eindregið þeirrar skoð- unar, að alþjóðlegur samning- ur um bann við kjarnorkutil- raunum væri nauðsynlegur til að vernda öryggi alls mann- kyns. Þrír kunnir erfðafræðingar tjáðu í dag bandarískr; þing- nefnd álit sitt um áhrif af geislavirkunum. Þeir voru J. Crow frá Wisconsin-háskóla; Glass frá John Hopkins-há- skóla og H. Muller frá Indiana háskólanum. Crow kvað það álit sitt, að milljónir einstakl- inga myndu fæðast vanskap- aðir eða sjúkir sökum áhrifa frá þeim kjarnorkusprengj- um, þegar hafa verið sprengd- ar. — Hann kvað mega reikna með því, að þeir, að þeir sem hafa orðið fyrir geislaverk- unum nú þegar muni eignast um 2 milljarða afkvæma. Af þessum fjölda muni 80 þús. hafa meðfædda líkamlega eða andlega ágalla, svo sem fávita hátt, geðveiki og blóðsjúk- dóma. Börn fædd af fyrstu kynslóð þeirra, er orðið hafa fyrir geislaáhrifum, sem þannig verða gölluð, muni verða um 80 þúsund, en auk þess munu fæðast af þessari kynslóð um 20 þúsund and- vana börn eða mjög skammlíf. Það mætti reikna með að tala þessara barna l^æmist upp í allt að 40 þúsund af afkvæm- um fyrstu kynslóðar, en þessi tala myndi þó verða miklu hærri hjá afkvæmum seinni kynslóða. —TÍMINN, 5. júní Fjölmenn landnóms- hót-íð í Edinburg, N. Dakota Þ. 26.—27. júní var haldin vegleg hátíð í Edinburg, N. Dakota, í tilefni af 75 ára af- mæli þeirra byggðar og bæj- arins. Fór aðalhátíðin fram miðvikudaginn 26. júní, með hátíðarguðsþjónustu og síðan mikilli skrúðför fyrir hádegið; er talið, að um eða yfir 3000 manns hafi þá verið saman komnir í bænum, bæði þaðan, úr nágrenninu og enn víðar, því að margir notuðu tæki- færið til þess að heimsækja fornar slóðir. Þessi fyrri dagur hátíða- haldsins var helgaður frum- herjunum ,og var þeirra sér- staklega minnst á útisam- komu, einnig afar fjölmennri, sem haldin var eftir hádegið í skemmtigarði bæjarins. Aðal- ræðumenn voru þeir Wallace E. Warner lögfræðingur, fyrr- um dómsmálaráðherra í N. Dakota, sem fæddur er og upp alinn í Edinburg; og dr. Richard Beck prófessor, er mælti bæði á norsku og ís- lenzku jafnframt því og hann hélt ræðu sína að meginmáli á ensku. En Edinburg-byggðin er aðallega norsk, þó að ís- lendingar hafi bæði í byggð og bæ komið þar mjög við sögu, enda áttu ýmsir þeirra sæti í hátíðarnefndinni. Margt Islendinga úr nágranna- byggðunum sótti einnig há- tíðina. Auk ræðuhalda var ágætur söngur og hljóðfærasláttur á samkomunni, og margt fleira til skemmtunar. í sambandi við hátíðina var haldin fjöl- þætt og athyglisverð söguleg sýning, þar sem meðal annars gat að líta ýmsa gripi frá Is- landi. Var landnámshátíð þessi um allt hin prýðilegasta, byggðar- og bæjarbúum til sæmdar. R. Beck Á ýmsum stöðum í suður- hluta Manitobafylkis hafa þrá látar stórrigningar gert það að verkum, að uppskera mun víða að miklu fara forgörðum vegna þess að akrar eru á kafi; gætir þessa einkum í Arnoid og Rosenfeldbygð- unum. Þegar ég var ungur, fyrir aálfri öld síðan, var það móðg- un að vera kallaður „friðar- sinni.“ Þýzka keisarardæmið aafði verið reist úr rústum á vígvöllunum í Bæheimi og Frakklandi, og vér vorum synir þeirra manna, sem það gerðu, menn, sem stærðu sig af afrekum forfeðranna og brunnu af áhuga á að feta í þeirra frægu fótspor. Eftir að Austurríki gerðist máttlaust og mergsogið, tók Þýzkaland forystuna í einingu Germana, og það var sannarlega ekki sakir auðs og stjórnkænsku, heldur sjálfsaga og fórnar, að það skipaði svo háan sess. Upp eldi vort var hugsjónalegt og í samræmi við "þetta. Það var ekki talin nein smán að vera fátækur og heldur ekki nein forréttindi að vera ríkur. Þvert á móti var það litið ’hornauga, ef menn sóttust eft- ir auðæfum, en afarheiðarlegt að þjóna landi sínu með því að inna herþjónustu af hendi fyrir ekki neitt. Daglaun her- mannsins voru þá fáeinir aurar; sem liðsforingi í sjó- hernum fékk ég um 120 kr. í mánaðarlaun. En ég var að vinna fyrir land mitt og hefði fúslega afsalað mér öllum launum, ef það hefði verið leyfilegt. Á þeim árum fyrir- litum við ekki aðeins alla gróðamenn, heldur alla efnis- hyggjumenn, og vissum vér, og vér einir vorum hinir sönnu aðalsmenn þjóðarinnar, sem unnu Þýzkalandi ókeypis og án nokkurrar vonar um endurgjald. Og á þeim tíma kom oss ekki neitt stríð til hugar: Því var opinberlega yfir lýst, að herinn væri til varnar öryggi og friði, og í þeim tilgangi yrðu menn að fórna lífi sínu, ef nauðsyn krefði. En vér vorum engir „friðarsinnar.“ Vér höfnuðum ekki hugmyndinni um stríð sem úrslitakosti landinu til verndar. Þegar svo fyrri heimsstyr j öldin brauzt út 1914, tókum vér henni henni fagnandi sem prófi helgunar vorrar og hollustu. Stríðið stóð lengur en vér höfðum gert ráð fyrir, vér urðum fyrir vonbrigðum, og augu margra vor opnuðust fyrir því, að manndráp eru mesta óþrifaverk þrátt fyrir alla titla og heiðursmerki. Sjálfum fannst mér ég vera meiri og minni áhorfandi alla þessa styrjöld. Ég gerði mér alls ekki grein fyrir því, að ég stæði fyrir drápunum, þegar vér skutum niður óvinaskip. Mér féll það ekki vel í geð, en ég fann ekki til þess, að ég bæri neina persónulega á- byrgð á því. Styrjöldin sat í öndveginu, hún ákvað lög og reglur fyrir hegðun vorri í einu og öllu, og það, sem mestu varðaði, hún gaf oss færi á því að þjóna landi og þjóð. Ég hafði ekki snúið baki við kristindóminum, en það eina, sem ég lærði á þessum árum var, að sem kristinn maður yrði ég að treysta á miskunn Guðs og fyrirgefn- ingu, þar sem ég gæti ekki gjört skyldu mína án syndar, og yrði að þola þrengingar, að lifa tvenns konar lífi, og samt að leitast við að halda áfram að vera ég sjálfur. Það krafta- verk gerðist, að ég þraukaði af fyrra stríðið án þess að glata sjálfum mér, og án þess að verða beiskjufullur, né tapa allri ábyrgðartilfinningu eða þeim möguleikum að breytast og þroskast hið innra í trú og skoðunum. Hugsjónirnar lifðu af, ég þráði að þjóna landi mínu og þjóð. Og þetta breyttist ekk- ert, þótt ég gerðist prestur. Ég lagði mig allan fram um að verða góður prestur safnað- arins, boða Guðs ríki og drott- invald Krists, og flytja mönn- um fagnaðarerindið. Loks var mér ljóst, að mitt í öllum þrengingum og þjáningum var þar að finna traust öryggi og sannan frið, og stóðst sú trú prófið, þegar Hitler brauzt til valda og færðist hið ógjörlega í fang. Er hann hóf baráttu sína gegn Kristi, sýndi Krist- ur yfirburði sína og styrk- leika, gaf hinum veiku mátt og hinum hógværu festu. Á þeim árum, laust eftir 1930, kom ^engum manni önnur heimsstyrjöld til hugar. Menn litu á Hitler sem sjálfan frið- ar höfðingjann, sem berðist gegn skorti og atvinnuleysi, og mundi leiða þjóð sína til heilla og hamingju. Hefði hann ekki barizt gegn Kristi og kirkju, myndum vér kristn- menn einnig hafa hyllt hann. Vér hefðum þá líka eflaust fylgt honum hikl/aust út í seinna stríðið. Sem andstæð- ingur Krists, þekkti Hitler hann betur en vér gerðum. Það skarst fyrst í odda með oss og Hitler, þegar það rann upp fyrir oss, að hann stefndi beint að nýrri styrjöld. — Reyndin varð sú, að eins og Hitler var verkfæri í hendi Guðs til að gera oss betur kristna, lét Guð hann verða til þess að auka skilning vorn á hinu sanna eðli fagnaðar- erindisins. 1938 urðum vér að gera oss ljósa afstöðu vora til árásar- styrjaldar. Var oss sem kristn- um mönnum leyfilegt að rétt- læta hana, svo fremi að ljóst væri, að styrjöldin væri hent- ugasta lausnin á þjóðfélags- legum vandamálum, og tæki til að ná markmiðum, sem ekki yrði náð á annan veg? Ég hafði þegar verið heilt ár í fangabúðum, þegar þessar spurningar urðu knýjandi sakir áforma Hitlers viðvíkj- andi Bæheimi. En ég féllst á að Játningar kirkjunni bæri að halda sáttaguðsþjónustur, þar sem beðið væri um frið, og að frekari stríðsógnir liðu THIS YEAR ... make YOUR province * your PLAYGROUND Jíyjwi&i MANIT0BA bsdtwi Allur gleSskapur frldaga fjölskyld- unnar blöur yCar einmitt hér I yöar eigin fylki. Heimsækið einhverja hinna mörgu sumarskemtistaða, eem allir hafa upp á margvlslegan unaiS atS bjóða, svo sem: RIDING MOUXTATN' N'ATION’AIj PARK Allar yðar uppáhalds hvlldardaga skemtanir—böS, siglingar, teinareiöar, fiskiveiöar, auk yndislegs útsýnis. WHITESHEUU FOREST RESERVE FagurmyndaÖir klettar, vötn og skóg- arbelti — fjölbreytt dýralif, ágætis aöbúnaöur. DUfcK MOUNTAIN FOREST RESERVE Dásamlegt aÖ taka llfið rólega við vötn svo eem Singoosh og Wellman. MANITOBA’S NORTHUAND Kynnið yður hina ótömdu hrikafegurð noröurlandsins . . . svo sem við Flip Flon, Cranberry Portage og The Pas. FRÆG VÖTN Mllur af sólböðuöum ströndum viö Winnipegvatn, Manitobavatn, Kill- arney, Rock og Dauphin-vötnin. Vegna ókeypis pésa um hvtldardaga- stöðvar I Manitoba, skrifiö eöa lítið inn hjá: Skrifið eða líiið inn vegna ókeypis pésa um helzlu hvíldardags- siöðvar í Maniioba og aðdráliarafl þeirra. l!IIBI!!H!!!IH!l!Ui!!Mí!!!HI!l!HI!ll ■ Bureau of Travel and Publicity DEPARTMENT OF INDUSTRY AND COMMERCE LegúUUv* BuildiBg—Wianipe* KON. T. L. JOBIN. Mioúter B. E. GBOSE, Depaiy MinUUí 81-57

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.