Lögberg - 11.07.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 11.07.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. JÚLI 1957 3 hjá án þess að valda áhyggju- fullum heimi meiri þjáningu. Kirkjan lét prenta fyrirmæli um bænarguðsþjónustu, og var þeim dreift um allt land- ið. Vakti þetta æði og hama- gang bæði fylgismanna Hitlers og sjálfra stjórnarvaldanna. Nokkuð slakaði á spenning- unni um hríð eftir Munchen- sáttmálann, en almenn óvissa ríkti þá um, hvaða afstöðu bæri að taka til stríðs og frið- ar. Nú skeði það í fyrsta sinni, að efi vaknaði um hvort frá kristilegu sjón'armiði væri nokkru sinni réttlætanlegt að leggja út í styrjöld. En svo skall hún á ári síðar, og vér vorum komnir í hana alveg fyrirvaralaust, án þess að kristnum mönnum í landi voru hefði tekizt að taka nokkra fasta ákvörðun um hvað bæri að gera. Aðeins fá- einir „andmæltu af samvizku- ástæðum“, en meiri hlutinn hélt vananum: Landið átti í styrjöld, allir urðu að ein- beita kröftum sínum í þá átt að bæta úr þörfunum og gera það, sem í þeirra valdi stæði, til að sigur ynnist og sæmileg útkoma fengist. Með tímanum varð þúsund- um manna ljóst, að sigur Hitlers mundi leiða til hins mesta ófagnaðar. En um þetta voru samt skiptar skoðanir innan kirkjunnar, enda kirkj- an svo klofin, að enginn gat leitað sér huggunnar nema hjá vissum einstaklingum. — Þannig stóðu málin til stríðs- loka árið 1945. Þróun mál- anna hafði verði svipuð og í fyrra stríðinu. Stríðstímar eru yfirleitt reynsluríkir, en ekki hentugir til ályktana. 1945 var það almenn. skoðun, að af- nema bæri styrjaldir sem tæki til að ná stjórnmálalegum markmiðum. — Evangeliska kirkjan í Þýzkalandi játaði, að hún hefði ekki gætt ábyrgð ar sinnar gagnvart þjóðinni, og sú spurning var hafin, hvort nokkurn tíma yrði nokkuð unnið með valdi. Fá- um árum síðar varð það al- menn skoðun, „að ofbeldið. hefði aldrei neina blessun í för með sér.“ Þetta var fyrst kirkjuleg kenning, sem síðar var viðurkennd á stjórnmála- sviðinu. Nú rak að því, að Vestur-rÞýzkaland yrði endur- hervætt. Hvetnig átti kirkjan að snúast við því? Þá var það sem ég gat raunar ekki varizt þess lengur að taka ákveðna afstöðu. Menn rifjuðu að nýju upp kenningu lúthersku kirkj- unnar. Hún er á þá leið, að einstaklingum sé ekki leyfi- legt að beita valdi eða ofbeldi í sínum einkamálum, en að- staða og hlutverk ríkisvalds- ins sé með öðrum hætti. Það hafi ekki einvörðungu rétt til að nota valdbeitingu og kúg- un, heldur sé beinlínis skylt til að gera það til þess að halda uppi lögum og rétti. Af þessu var ennfremur dregin eftirfarandi ályktun: Ríkis- valdið hefir rétt til að nota valdbeitingu og kúgun gagn- vart öðrum þjóðum, og þess er ekki aðeins krafj^t af kristnum mönnum, að þeir inni af hendi skyldu sína í Dessu efni, sem almennir borgarar, heldur gegni útboði og taki þátt í herþjónustu. Þessi skylda borgarans hafði ekki verið dregin í efa í meira en heila öld, en nú vaknaði oessi spurning, sem vér kom- umst ekki undan að svara: Er það í raun og veru rétt af kristnum manni að hlýðnast oessu kalli? Af vana og til- hneigingu reyndi ég að bjarga mér með svari Lúthers sjálfs, sem var í fullu samræmi við kenningu Ágústínusar: Krist- inn maður má ekki taka þátt í ranglátu stríði, en sé það réttlátt, er honum skylt að Derjast á ábyrgð stjórnarvald- anna. I samræmi við þetta sjónarmið lýsti ég mig sam- þykkan yfirlýsingunni í To-. ronto 1950, þar sem Alkirkju- ráðið mælti með þeirri á- kvörðun Bandaríkjastjórnar að framkvæma lögregluað- gerðir í Kóreu. Þessar aðgerð- ir snerust síðar upp í styrjöld. Var það „réttlátt stríð?“ Þegar ég las um loftárásirnar, sem gerðar voru á þorp og borgir, þar sem borgararnir vildu hvorki þetta stríð né neitt annað, got ég ekki trúað því, að svo væri. Og svo kom sú spuring, hvort þinda ætti endi á þessa styrjöld með atom- vopnum. Hvað merkti að heyja „réttlátt stríð“ með vetnissprengju? Sannfæring mín, sem virtist áður alveg bjargföst, riðaði til falls. Er stríð sama og að einhver stjórnarvöld noti valdbeitingu til að tryggja öryggi og frið? Er unnt að koma nokkru góðu til leiðar með því að eyða þúsundum manna, — mann- vera, — sem ekkert eru við málið riðnar og þrá það eitt að vera látnar í friði og fá að lifa sínu kyrláta og óáreitna lífi án afskipta annarra? Kóreudeilan markaði tíma- mót varðandi skilning minn og afstöðu. Þótt ég hefði ekki fundið fullnaðarsvarið, gat ég ekki lengur komizt hjá því að taka raunverulega og skýra ákvörðun. Ég braut um þetta heilann í nokkur ár og velti fyrir mér alls konar kenni- setningum. Ég verð að játa, að enn hefi ég ekert fullnað- arsvar á reiðum höndum. En eitt var það, sem mér varð al- veg dagljóst: Ekkert í Nýja- testamentinu, né lýsingunni á Jesú Kristi örfar til valdbeit- ingar né kúgunar, þvert á móti erum vér vöruð við að beita ofbeldi. Andstætt því er oss hvað eftir annað ráðið ti að sigra illt með góðu. Raun- verulega er þetta eina kristna aðferðin við að berjast gegn illu. Hins vegar er sagt, að það að gjalda illt með góðu leiði aðeins til enn meira ills, meiri fjandskapar og haturs. Þetta var mér, sem alinn var upp á kristnu heimili ekk- ert nýtt, en ég hafði ekki gert mér það nægilega ljóst fyrr en nú. Ég sá, að þessi afstaða er hluti af boðskap guðspjall- anna, sem verður ekki að- greindur frá sjálfu fagnaðar- erindinu, því að sáluhjálpin, mín og annarra, hvílir á þeirri staðreynd, að Guð háði ekki sitt „réttláta“ stríð gegn and- stæðingum sínum, hvort held- ur mér eða öðrum, heldur sigraði hann hið illa með því að gera óvinum sínum gott. Fórn hins eingetna, elskaða sonar er sönnun þessa. Með pví að elska óvini sína, með pví að elska mig, leiðir Guð sáluhjálpina til sigurs. I vitund þessa get ég ekki comizt hjá að hafna þvingun og kúgun, valdbeitingu og af- 3eldi í því skyni að greiða fyrir einhverju, sem sé í sam- ræmi við ætlun Guðs með mennina. Kristur gekk Guðs veginn, og afneitaði öllum pvingunum, og oss er boðið að feta í fótspor hans. Þetta ráð er oss gefið í Fjallræðunni og með öllum öðrum fyrir- mælum hans. Höfuðspurning- in er því þessi: Trúi ég þeim sannleika, sem Kristur opin- oerar? Trúi ég því, að hann sé Drottinn, sá Drottinn, sem allur mátturinn tilheyrir, ekki aðeins á himni og á komandi tímum, heldur hér og nú. Munu hinir hógværu erfa landið, eða er sú fullyrðing einhver villa, sem oss ber að forðast og súna baki við? Eða get ég treyst því sakir þess, „að himinn og jörð munu líða undir lok, en orð hans munu ekki undir'lok líða?“ Ég játa, að þessi afstaða virðist vera fremur einfaldleg og er það líka, en ég get ekki skilið né treyst fagnaðarerind- inu án þess að draga þessa á- lykun, að Jesús hafi á réttu að standa, og ég hafi rangt fyrir mér, hvenær sem og hvar sem ég reyni að leita annarrar lausnar. Mér er ljóst, að þessi afstaða mun ekki leysa vandamál framtímans og mannkynsins á komandi dögum, en eitt er ég samt al-. gjörlega sannfærður um: að sannur „friðarsinni“ er nær því að feta í fótspor Krists heldur en hinn, sem reynir að réttlæta stríðið á þeirri for- sendu, að það geti verið rétt- látar aðfarir, er manni beri að eiga hlut að. Ég hefi orðið friðarsinni vegna þessa, að ég aðhyllist þá meginreglu að hafna valdbeitingu og ofbeldi, af því að Guð ætlast til að ég rísi gegn slíku, því að Kristur talaði, lifði og dó samkvæmt þessu boði og fyrirheiti: — „Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs synir kallaðir verða.“ Martin Niemöller (G. Á. þýddi) —KIRKJURITIÐ Kaupíð Lögberg VIÐLESNASTA ÍSLENZKA BLAÐIÐ Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forsetl: DR. RICHARD BECK 801 Llncoln Drlve, Grand Forks, North Dakota. Styrklð félaglð með því að gerast meðlimir. Arsgjald $2.00 — Tímarit félagsins frítt. Sendist til fjármálaritara: MR. GUÐMANN LEVY, 185 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba. Minnist BETEL í erfðaskróm yðar SELKiRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaelningar- rör, ný uppíynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—Skrifið, stmið U1 KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Winnlpeg Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 3-4431 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-5227 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOID buttons 324 Smilh Si. Winnipeg WÐitehall 2-4624 Van's Electric Ltd. 636 S&rgenl Ave. Authorized Home Appliance Dealert GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnMt 3-4890 A. S. BARDAL LTD. funeral home 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Stofnað 1894 SPruce 4-7474 FRÁ VINI P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY public 474 Groln Exchange Bldg. 167 Lombard Stroet Offico WHlteliall 2-4829 Kesidence 43-3864 Oífice Res. WHitehall 2-4762 SPruce 2-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—8 p.m. and by appointment. SPruce 4-7855 J. M. Ingimundson Re-Rooflng — Asphalt Shlnglei Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Slmcoe St. Winnlpeg. Man. PARKER. TALLIN. KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker. Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker. Clive K. Tallln, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHitehall 2-3561 Muir's Drug Slore Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOK 27 YEARS SPruce 4-4422 Elllce St Home Thorvaldson. Eggertson. Bastin & Stringer Barritters and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. WHitehalI 2-8291 * Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osborne Medical BldK. SPruce 4-0222 Weston Office: Logan & Quelch SPruce 4-5818 Re*.: SPruce 4-0118 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiBaábyrgð o.s. frv. WHiiehall 2-7538 S. A. Thorarinson Barrister and Bollcttor 2nd Floor Crovvn Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-7051 Res.: 40-6488 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing 'Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Res.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants WHiiehall 2-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN Dr. ROBERT BLACK Séríræðingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdömum. 401 MiiDICAIj ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Office WHitehall 2-3861 Res.: 40-3794 The Business Clinic Anna Larusson — Florence KeUett 1410 Erin Street Phone SPruce 5-6676 Bookkeeplng - Income Taz 0 Insurance

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.