Lögberg - 15.08.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.08.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. ÁGÚST 1957 Lögberg GefiB út hvern fimtudag aí THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KEKNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOB^. Utanð.skriít ritstjórans: KOITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Prínters Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa WHitehall 3-9931 Byggjum brú yfir hafið Ræða flull á íslendingadegi á Gimli 5. ágúsi 1957 efiir séra Benjamín Krisljánsson Kæru landar í Vesturheimi. Innilega gleður það mig, að vera staddur á meðal ykkar í dag, og er ég íslendingadagsnefndinni þakklátur fyrir það, að hún hefir gefið mér tækifæri til að heilsa ykkur svo mörgum í einu og ávarpa ykkur svo marga á þessum þjóð- minningardegi. Það eru nú liðin rétt tuttugu og fimm ár síðan ég kom hingað til Gimli síðast, og var ég þá á förum heim til ætt- jarðarinnar, eftir nokkurra ára dvöl vestan hafs. Finnst mér að þessi ár hafi liðið eins og eitt augnablik. En þó sé ég, að margt hefir tekið breytingum hér, meðal annars það, að skarð hefir komið í vina- og kunningjahópinn, svo sem jafnan hlýtur að verða á svo löngu árabili. Margir af þeim, sem ég hefði gjarnan viljað hitta á ný, eru gengnir veg allrar veraldar. Gránað hafa hárin á kollinum á okkur hinum. En það er eitt, sem ekki hefir breytzt: Enn er haldinn íslend- ingadagur. Enn slá hjörtun örara, þegar ættjarðarinnar er mínnzt; enn er hún römm sú taug, sem bindur niðja Íslands, hvar í heimi sem eru, við ættjörðina. Þess vegna er hátíð haldin í dag. Til þess er ég kominn upp í ræðustólinn að flytja ykkur bróðurleg orð frá ætt- ingjum og vinum handan við hafið, en jafnframt langar mig til að hreyfa máli, sem ég hygg að orðið gæti til að treysta ættarböndin milli íslendinga austan hafs og vestan enn um langa framtíð. Kveðjur að heiman. Mér er það þá fyrst og fremst heiður og gleði að flytja ykkur, íslendingar í Vesturheimi, innilegar kveðjur og árn- aðaróskir frá forseta Islands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, sem með lifandi áhuga fylgist með öllu því, sem gerist í þjóð- ræknismálum Vestur-lslendinga. Er mér óhætt að fullyrða að í forseta vorum eiga Vestur-Islendingar einlægan vin, sem styðja vill að nánari samskiptum milli heimaþjóðarinnar og niðja hennar hér í álfu, og lætur sér ekkert óviðkomandi í því efni. Einnig flyt ég ykkur kærar kveðjur og blessunarósjdr frá forsætisráðherra, Hermanni Jónassyni, sem beðið hefir mig að flytja frá sér sérstaka orðsendingu, sem ég kem síðar að, og frá biskupi íslands, herra Ásmundi Guðmundssyni, sem vonandi á eftir, síðar á þessu sumri, að heimsækja ís- lenzkar byggðir hér í Canada. Auk þessa hefi ég verið beðinn að flytja fjöldamargar kveðjur aðrar, bæði til einstakra manna og Vestur-íslendinga í heild. Mér er óhætt að segja: 'öll íslenzka þjóðin biður að heilsa frændum og vinum í Vesturheimi. Öllum finnst okkur vera orðin helzt til mikil vík milli vina, betur þurfi að brúa hafið hér eftir en hingað til hefir verið gert. vestra, er ég virti fyrir mér ungu kynslóðina, sem af ís- lenzku bergi var brotin, þetta fólk, sem yfirleitt var svo þroskamikið, gáfað og gervi- legt, ef það væri íslandi að fullu tapað. Framtíð Islands hefir að vísu orðið miklu meiri en nokkurn mann gat órað fyrir á seinni hluta 19. aldar. En of fámenn er þjóðin ennþá, og liðstyrkur hefði það óneitanlega orðið, ef ættjörðin hefði fengið að njóta starfs- krafta og hæfileika þessara ágætu niðja sinna. Veglegl hlutverk. Ekkert þýðir þó að sakast um orðinn hlut og rekja harmatölur um þetta- Þjóð- flutningar eins og þeessir eiga sér eðlilegar orsakir, sem erfitt er að sporna við og ekki rétt að gera, meðan viðurkenndur er réttur manna til sjálfs- ákvörðunar og frjálst framtak þykir æskilegt. Þannig byggð- ist líka Island, þegar þröngt varð fyrir dyrum í Noregi, en upp af þessu spratt einmitt ný menning á Norðurlöndum. Sagan hefir sín innri rök, sem tíminn leiðir í ljós, og hverju hrakfalli má snúa í sigur. Þannig geta líka vestur- ferðirnar, og það stóraukna landnám íslenzkra manna, sem af þeim leiddi, orðið þjóðinni allri til blessunar. Og hér er það hlutverk vort, allra, sem Islandi og íslenzkri menn- ingu unna, að gera þessa þjóðflutninga að ávinningi bæði fyrir ættjörðina og fósturlandið nýja. Þetta er veglegt hlutverk, sem vinna þarf, og sérhver Vestur-íslendingur ætti að finna sig kallaðan til. Íslenzkí landnám. I voldugu kvæði um Vest- urheim kemst Einar Bene- diktsson þannig að orði: Vínland, þér dvelur í minni vor sæfarasaga, hvar sóttu menn fastar og og djarfar að ríkari ströndum, hvar inntu fáliðar voldugra hlutverk af höndum? Á hveli vestra til stórræða örlög vor draga. V estur f erðirnar Það var með þungum hug, sem margir horfðu á eftir þeirri vösku sveit, sem á erfiðum árum fór af íslandi vestur um hafið til að byggja þetta mikla meginland. Enginn gat þó með réttu ásakað þá, sem þannig leituðu sér nýrrar staðfestu, þegar að litlu var að hverfa heima, og óáran bannaði allar bjargir. En blóðtakan var mikil fyrir sumar sveitir. Ef blaðað er í kirkjubókum frá þessum árum verða fyrir augum heilar opnur, þar sem skrifuð eru nöfn vesturfaranna. Margir bæir aleyddust. Heilir ættbálkar fóru. Einn dró annan, og þeir sem eftir sátu höfðu það á tilfinningunni að vera enn fátækari og umkomulausari, þegar frændur og vinir hurfu í fjarskann. Auðvelt er því að skilja dapran hug þeirra, sem þannig sáu sína litlu þjóð minnka enn meir, og fannst lífsbaráttan heima verða enn vonlausari en áður. Margur spurði þá eins og Guðmundur Friðjónsson skáld gerði í bréfi til vinar síns: hver á að signa þína móður, þegar hennar son og sjóður sokkinn er í þjóðarhafið? Oft blæddi mér það í augu þau ár, sem ég dvaldi hér Sá hrausti kynstofn, sem fór til að byggja Island, lét sér ekki nægja að stofna þar menningarríki, sem allar nor- rænar þjóðir komu síðar til að standa í þakkarskuld við vegna brautryðjendastarfs í. sagnavísindum, skáldskap og lýðræðishugmyndum, heldur unnu þeir einnig það afrek að hefja fyrstir hvítra manna landnám á Grænlandi og meginlandi Ameríku. Þessi lönd máttu því með npkkrum rétti kallast íslenzk lönd á miðöldum, og var það engu öðru en mannfæð íslendinga að kenna á þeim tímum, að þessi landnámstilráun mis- tókst. En með tilliti til þessa er það engin fjarstæða að ætlast til og búast við, að íslend- ingar séu öðrum þjóðum betur fallnir til að gegna forystu- hlutverki í þessu seinna land- námi sínu, er þeir hafa að nýju ráðist í það með sér stór- um fjölmennari þjóðum að stofna voldugt menningarríki, enda hefir reynslan sýnt, að undramargir menn af íslenzk- um ættum hafa komizt hér til mikils þroska og verið kjörnir til að gegna hinum ábyrgðar- mestu störfum. Þroskaskilyrðin. Höfum það hugfast, að hið bezta, sem á grundu hverri grær er göfug þjóð með andans fjársjóð nógan. Hafi förin vestur um haf yfirleitt orðið þeim íslending- um, sem fluttu, til aukins þroska og menningar fram yfir það, sem þeir hefðu á þeim tíma getað öðlazt heima, þá var það gott að þeir fóru. Og í mörgum tilfellum var þetta efalaust svo. Stephan G. Stephansson, eitt hið mesta skáld í nýlendum Breta um sína daga, var einmitt gleggst dæmið um það, hvernig ný landnám og ný útsýni blása nýjum þrótti í andlegt at- gervi einstaklinga og þjóða. M e s t u menningartímabil mannkynssögunnar hafa iðu- lega runnið upp, þegar gáfað- ar þjóðir hafa fært út kvíam- ar og blandað blóði við aðrar bæði í bókstaflegum og and- legum skilningi. Þannig hófst hellenska menningin, og á sama hátt breyttist víkinga- þjóð í bókmenntaþjóð, er Norðmenn blönduðust Skot- um og írum og tóku sér ból- festu á Islandi. Hví skyldi þá ekki eitthvað svipað geta gerzt, þegar ís- lenzki kynstofninn eykur landnám sitt til vesturs og fer til að byggja þetta mikla meginland, sem jafnframt er heimaland sérhverrar þjóðar og tungu? Gulliöflurnar. Þegar norskir höfðingjar flýðu til íslands undan áþján og ófrelsi fannst þeim, er heima sátu, þessir mann- flutningar horfa til land- auðnar. Það varð þó þetta brot norsku þjóðarinnar, sem varð- veitti og skapaði hinn mikla hugsjónaauð og sagnasjóð, sem varð öllum Norðurlönd- unum og jafnvel öllum ger- mönskum þjóðum dýrmæt, andleg forðanæring um marg- ar aldir- Þannig urðu Islend- ingar velgerðarmenn sinna gömlu forfeðra, með því að yern^a menningarerfðir sínar sem bezt og endurmeta þær í nýju ljósi. Einmitt þessi sama aðstaða gaf skáldagáfu Stephans G. Stephanssonar byr í seglin, og var hann að þessu leyti arftaki fornskáldanna. Dýrmætastar af öllu og drýgstar til andlegs ávinnings urðu honum hinar íslenzku endurminningar. Þær voru gulltöflurnar hans: Þú manst hvernig fór, þegar fornöld var runnin og fallinn var Surtur og goðheimur brunninn og jörð okkar hrunin og himnarnir níu, svo heimur og sól varð að gróa upp að nýju: Það geymdist þó nokkuð, sem varð ei unnið af eldinum, gulltöflur, þær höfðu ei brunnið. Við sitjum hér Canada í sumars þíns hlynning í sólvermdu grasi að álíka vinning: hver gulltafla er íslenzk endurminning. Engin kynslóð af íslenzku bergi brotin hefir notið betri þroskaskilyrða en þeirra, sem íslendingar í Vesturheimi búa nú við. Jafnframt því, að þeir hafa hlotið í vöggugjöf dýr- Framhald á bls. 5 ADDITIONS to Betel Building Fund Mrs. Sesselja Oddson, 624 Agnes Street, Winnipeg 3, Man. $20.00 I minningu um Miss (Valla) Magnússon, Miss Bertha Jones, Mrs. M. Jónasson (Vancouver). ----0--- Betel button sale at Gimli, Icel. Celebration $187.75. "Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund —180 Make your donations to th« "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Street, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.