Lögberg - 15.08.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.08.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. ÁGÚST 1957 5 'V'WW AIHJfcAHAI. KVCNNA * ■* Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Ávarp Fjallkonunnar, írú Margréiar Helgu Scribner á íslendingadeginum á Gimli 5. ágúsi 1957. Kæru börnin mín: 1 árdaga var mér aldur skapaður, þar sem eldur og ís kváðust löngum á: þar sem ár- lengd er skipt milli skamm- degisskugga vetrarins og nátt- leysu vorsins. örlög mín eru örlög íslenzku þjóðarinnar, • einstaklings jafnt sem heildar. Meðan íslenzk tunga tjáir líslenzkar hugsanir: já, meðan einhvers staðar bærist ís- lenzkt hjarta, mun elli ei að mér sækja. Margt ber við á langri ævi, og sagt gæti ég tíðindi, forn og ný, góð og ill. Saga mín er saga hinnar stoltu móður, sem aldrei glatar trúnni á framtíð niðjanna. Þó að stundum hafi syrt að, hefir ávalt rofað til á ný. Djörfustu vonir mínar hafa rætzt. Um allangt skeið hefi ég fylgzt með vexti og viðgangi barna minna í tveimur heims- álfum, og séð íslenzkt land- Framhald af bls. 4 mætar gulltöflur mikilla menningarerfða hafa þeir gehgið til samstarfs við marg- ar framandi þjóðir í merki- legri tilraun að byggja upp mikil menningarríki í þessari álfu með sameinaðri reynslu margra kynstofna, og það er vitanlega sæmd og sjálfsögð skylda Vestur-ÍSlendinga að reynast sem bezt í því sam- starfi. Sambandið við æitjörðina. En enginn haldi, að til þess að verða góðir borgarar þessa lands sé nauðsynlegt að varpa menningararfinum fyrir borð. Sá gengur alltaf auðugri til samstarfsins, sem gulltöflurn- ar geymir. Enginn efi er á því, að það voru einmitt hinar ís- lenzku menningarerfðir, sem gáfu fyrstu Vestur-íslending- unum andlegan dug og metn- að til að geta sér góðan orð- stír bæði á andlegum og verk- legum sviðum og til að kom- ast til áhrifa í þessari álfu, og vona ég að svo muni verða enn um hríð. En nú er að verða stór hætta á, að gulltöflurnar glat- ist, sambandið við ættjörðina fyrnist og rofni jafnvel að fullu, ef ekki verða gerðar róttækar ráðstafanir til að hálda því við. Fyrstu áratug- ina, meðan fólksflutningar voru miklir vestur héldust frændsemis- og vinarböndin við af sjálfu sér. Bréfaskipti nám vaxa óðfluga. Og vita megið þið, áheyrendur mínir, að hlýtt er mér um hjarta- ræturnar, þegar ég stíg fæti á vestur-íslenzka grund. Gagnvegir vina á milli gróa upp, ef sjaldfarnir eru. Koma mín hér í dag er fyrst og fremst tákn þess, að Vestur- og Austur-íslendingar séu óaðskiljanlegir og sín á milli tengdir traustum böndum. Ég þakka ykkur, Vestur- íslendingar fyrir alúð við ís- lenzkar erfðir. Ég þakka störf ykkar fyrr og síðar, sem miða að varðveizlu þeirra hluta, sem ég eitt sinn gaf í vöggu- gjöf. Ræktarsemi fyrnist ei móð- urinni, sem af alhug æskir þess að me'ga fylgjast með ykkur enn um langan aldur- Ég flyt kveðjur frá íslandi og íslendingum og árna ykkur allra heilla um ókomin ár. Gleðilega hátíð! voru tíð og Vesturheimsblöðin voru mikið lesin 'heima. Á sama hátt lögðu Vestur-ls- lendingar stund á að fylgjast með öllu, sem heima gerðist með lestri blaða og bóka. Nú er orðið öðruvísi ástatt. Enda þótt samgöngum hafi fleygt fram, og nú sé ekki orðin nema dagleið yfir hafið, er sem Islendingar beggja megin hafsins hafi fjarlægzt hverir aðra meir og meir. Til þess liggja að sjálfsögðu eðli- legar ástæður. Hópur land- nemanna er tekinn að þynn- ast, og þriðja kynslóðin, sem lítið þekkir til gamla landsins nema af afspurn, og alin er upp í engil-saxnesku and- rúmslofti, er tekin við. Tung- an gleymist fyrst. íslenzk blöð og bækur fá færri og færri lesendur, unz enginn skilur framar tungu feðra sinna og spor þeirra hverfa að fullu í sand gleymskunnar- Ef ættarböndin eiga nú ekki að rofna og þjóðarbrotið vest- an hafs að slitna að fullu úr tengslum við heimaþjóðina, má sá vegur, sem milli þeirra liggur, ekki vaxa hrísi og hávu grasi heldur verða fjöl- farinn. Nú verður að gera mikið átak og stofna til stór- aukinna kynna milli Vestur- Islendinga og heimaþjóðar- innar, báðum til ómetanlegs ávinnings. Gagnkvæmar heimsóknir. Hópferðir aldraðs fólks héð- an að vestan, eins og tíðkaðar hafa verið undanfarandi ár, eru mjög ánægjulegar. Is- lendingar hafa hlakkað til þess á hverju sumri að mega eiga von á ættingjum og vin- um, sem komið hafa heim til gamla landsins eftir langa úti- vist. En þetta er ekki nóg. Unga fólkið þarf líka að koma. ' Það'gladdi mig mikið, er til mín komu nú í sumar tvær ungar stúlkur frá Winnipeg. Þær voru af þriðju kynslóð- inni og gátu því lítt bjargað sér í íslenzkri tungu. En samt voru þær á pílagrímsferð til ættjarðarinnar til að heim- sækja stöðvar, þar sem forfeð- ur þeirra höfðu búið. Og þær voru himinlifandi glaðar yfir þessari för, sögðu, að ísland væri fegursta landið, sem þær hefðu augum litið. Unga fólkið þarf líka að koma. En til þess að tryggja verulega kynningu og koma því í kring, að það hafi gagn af ferðinni, þarf að skipu- leggja þessi ferðalög betur en gert hefir verið. Æskilegt er, að árlega kæmu til íslands ekki færri en 20—30 vestur-íslenzkir æskumenn eða meyjar til náms eða dvalar um lengri eða skemmri tíma. Að sumrinu gætu þeir dvalið á góðum ís- lenzkum sveitaheimilum og unnið þar að venjulegum framleiðslustörfum, en verið í skóla veturinn eftir. I skiptum mætti svo senda íslenzka unglinga hingað vestur til sams konar dvalar. Þeir skólar, sem um væri að ræða í þessu sambandi væru einkum gagnfræðaskól- ar- bænda- og húsmæðraskól- ar, auk háskólans og ýmissa annarra menntastofnana. Er ég viss um að auðvelt væri að útvega vestur-íslenzku æskuíólki ókeypis skólavistir við marga íslenzka skóla, enda tíðkast nú mjög slík mannaskipti milli Norður- landanna og fleiri þjóða. Stundum mætti líka koma því svo fyrir, að unglingar þeir, sem færu í þessar gagn- kvæmu kynnisferðir, byggju á heimilum hvors annars, svo að kostnaður yrði ekki til- finnanlegur við námsdvölina. Ferðakostnaður yrði vitanlega alltaf einhver, en hugsanlegt er þó, að íslenzk flugfélög mundu veita einhvern afslátt á fargjöldum, er um slíkar ferðir væri að ræða, og að ein- hver styrkur fengist til þess- ara kynningarferða af opin- berri hálfu. Orðsending Hermanns Jónassonar. Ég átti viðtal um þetta mál við forsætisráðherra Islands skömmu áður en ég lagði af stað hingað vestur og var hann þessu máli mjög hlynnt- ur- Leyfði hann mér að flytja þá orðsendingu til Vestur- Islendinga, að litið yrði á það með velvild af ríkisstjórninni, ef athugað yrði um grundvöll fyrir slíkum námsferðum. Taldi hann eðlilegast, að Þjóð- ræknisfélagið hér leitaðist fyrir um væntanlega þátttöku í slíkum kynnisferðum, og mundi þá ríkisstjórn Islands athuga, hvað hægt væri að gera til fyrirgreiðslu í þessu efni, ef áhugi væri fyrir hendi. En það er auðsætt, að eigi ættarböndin ekki að álitna, og íslenzk tunga, saga og bók- menntir að eiga sér eitthvert óðal í hugum og hjörtum Vestur-ÍSlendinga, verður unga fólkið hér, sem af ís- lenzku bergi er brotið, að fá tækifæri til að kynnast Is- landi af eigin sjón og raun. Um dvalir heima mætti haga svo til, að unglingarnir sem héðan kæmu, dveldu einkum, ef því yrði við komið, hjá ættingjum eða í átthögum foreldra sinna heima á íslandi, og mundu slík heimboð geta orðið sterkur þáttur í því að skapa sílifandi samband milli íslendinga beggja vegna hafs- ins, og traust og varanleg vin- áttubönd, sem báðum yrðu til ávinnings og gleði. Hluíur íslands. Ég hefi bent á það, hvílíkur ávinningur það er fyrir sér- hvern mann af íslenzku bergi brotinn að grafast sem- bezt eftir menningararfi kynstofns síns. En jafnauðsætt er hitt, að íslandi gæti orðið að því ómetanlegur stuðningur að eiga sér öflugan frændstyrk meðal þeirra voldugu þjóða, sem byggja þetta mikla meginland. Það standa ef til vill litlar vonir til, að annar Stephan G. komi nokkru sinni fram vest- an hafs,-en stórskáld, vísinda- menn og snillingar munu þó efalaust eiga eftir að fæðast hér af íslenzkum ættum, enda þótt þeir kunni að mæla á enska tungu. Menningar- og vináttusam- band getur haldist jafnvel þó tungan glatist, og á sviði efna- hags- og viðskiptamála er smáþjóð það alltaf nauðsyn- legt að eiga sér hollvini og formælendur sem víðast. — Vestur-fslendingar hafa oft sýnt það í verki, að þeir eru yel færir um að styðja ís- lenzkan málstað og vilja gera það. Upp úr nánari kynnum Austur- og Vestur-lslendinga mundu efalaust í framtíðinni spretta margs konar viðskipti og fleiri en nokkurn dreymir enn um bæði andleg og hag- ræn, sem báðum gætu orðið til stórrar gleði og ávinnings. Orðsending frá Landsbókaverði. Það eru mörg og aðkallandi verkefni, sem bíða nánari samvinnu milli Islendinga vestan hafs og austan. Fyrir fám árum síðan voru allar kirkjubækur Þjóðskjala- safnsins og fleiri mannfræði- legar heimildir mikro-filmað- ar fyrir tilhlutun manna af íslenzkum ættum í Utah. Þótti þeim svo mikils um vert að vita einhver skil á ætt sinni og uppruna, að þeir sendu menn heim til íslands til að vinna þetta verk. Síðan var ýmsum kaupstöðum út um land á íslandi gefinn kostur á að fá eitt eintak af íílmunum, og hefir þetta orðið til hins mesta hagræðis fyrir alla þá, sem fræðimennsku stunda úti á landsbyggðinni, enda ómet- an’leg trygging í því að eiga þessar dýrmætu heimildir geymdar á mörgum stöðum. - Það er mál þessu skylt, sem ég hef verið að hugsa um und- anfarandi ár: Vinda þarf bráðan bug að því að mikro- filma kirkjubækur, sem ís- lenzkir prestar hafa haldið hér vestan hafs og önnur skjöl og skrár, er íslendinga varða, þær sem ekki fengist sam- komulag um að senda heim. Hér kunna enn að geymast gömul handrit með íslenzkum fróðleik, og síðast en ekki sízt gömul bréf frá íslenzkum mönnum, sem ekki mættu glatast, en á því er alltaf mikil hætta í dreifingunni, þegar gamla fólkið, sem geymið var á þessa hluti, fellur frá. Ég tala um þetta vegna þess að ég veit, að hér í landi hefir v^rið brennt miklu af dýr- mætum bréfum frá merkum mönnum á íslandi, sem kunna að hafa geymt upplýsingar, sem hvergi var annars staðar að finna. Bað landsbókavörð- ur, Finnur Sigmundsson, mig fyrir þá orðsendingu til Vest- ur-íslendinga, að hann mælist til, að þið farið varlega í að brenna gömlum bréfum og handritum, jafnvel þó ómerki- leg virðist, heldur sendið það, sem þannig fellst til, og eng- inn hirðir framar um að eiga, Landsbókasafninu í Reykja- vík til varðveizlu og athugun- ar, og mundi það þiggja allar slíkar sendingar með þökkum. Skyldi -ég gjarnan vera milligöngumaður um þetta, meðan ég dvel hér vestan hafs, ef einhver vildi þannig ráð- stafa gömlum bréfum, mynd- um eða rituðum heimildum- I þessu sambandi vil ég einnig benda á ræðusöfn íslenzkra presta, sem starfað hafa meðal Vestur-íálendinga, ekki sízt útfararræðurnar, sem margar kunna að geyma dýrmætar heimildir um landnemana, sem hvergi éru annars staðar til. Þær þarf að varðveita. Ég vil því skora á alla, sem orð mín heyra, að brenna ekki né eyðileggja gömul bréf, skrifaðar heimildir af nokkru tagi, sem fróðleik hafa að geyma um landnám íslend- inga í Vesturheimi eða sögu heimaþjóðarinnar, heldur ráð- stafa þessu annað hvort til Landsbókasafnsins í Reykja- vík eða íslenzku deildarinnar við Manitobaháskóla. En það sem ekki fengizt flutt heim, ætti Þjóðræknisfélagið að sjá um að mikro-filmað yrði til afnota fyrir fræðimenn heima. Framhald á bls. 8 Byggjum brú yfir hafið

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.