Lögberg - 12.09.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 12.09.1957, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1957 Beiðni um ættfræðilegar upplýsingar Ari Gíslason kennari, áður að Tungu í Tálknafirði, en nú að Kirkjubæjarkoti í Fljóts- hlíð í Rangárvallasýslu, skrif- aði mér fyrir nokkuru síðan og bað mig að leitast við að afla sér upplýsinga í sam- bandi við ættfræðirit, sem hann hefir í smíðum; það er um hina svonefndu Arnar- dalsæit, en það eru niðjar Bárðar Illugasonar, er bjó í Arnardal við Skutulsfjörð fyrir 200 árum og sitja niðjar hans staðinn enn. Margt fólk af þessari ætt fór hingað vestur um haf, og.það er um þau ættmennin, sem Ari er að leita sér upplýsinga til þess að hafa ættarskrána sem full- komnasta. Eftir nokkurar eftirgrennslanir, sem eigi hafa borið árangur vegna ó- kunnugleika míns, hefi ég tekið þann kostinn að biðja vestur-íslenzku vikublöðin að birta beiðni Ara í þeirri mynd, sem hún kom frá honum. Þess skal getið, að tölur þær, sem hver málsgrein byrjar á, eru blaðsíðutal í handritinu, og er nóg að merkja svörin með þeim. Jafnframt vil ég skora á þá, sem hér eiga hlut að máli, að senda upplýsingarnar beint til Ara í flugpósti ekki síðar en í nóvember, því að hann þarf að skila handriti sínu um ára- mót- Þakka ég svo blöðunum fyrirfram birtinguná og vona, að undirtektir hlutaðeigenda verði greiðar og góðar. RICHARD BECK ----0--- 19. Kristján Ottó Kristjáns- son f. 27. okt. 1892, fluttist ungur til Ameríku, er kvænt- ur þar Sigríði Mörtu Borg- fjörð (vantar giftingardag þeirra, og hvaðan hún er). Börn þeirra og barnabörn vantar mig þ. e. a. s. mig vant- ar barnabörnin. Börnin þeirra: Kristján Kristjánsson, f. 6. apríl 1917. Lára Kristjánsd., f. 9. ágúst 1918. Edwin Kristjánsson, f. 13. nóv- 1919. Haraldur Kristjánsson, f. 4. janúar 1921. Selma Kristjánsd./ f. 13. júlí 1922. Grettir Kristjánsson, f. 13. sept. 1923. Skúli Kristjánsson, f. 15. sept. 1927. Foreldrar þessa Kristjáns voru Símonía Þ. Pálsdóttir og Kristján Kristjánsson í Stapa- dal við Arnarfjörð. ----0---- 40. Hjalti Sigurðsson, bróðir Ásgeirs Sigurðssonar konsúls (föður Haraldar Á- Sigurðs- sonar leikara), flutti til Vest- urheims, kvæntist Guðrúnu Bergþórsdóttur frænku sinni, um þau veit ég lítið, reyndar voru þau um tíma hér heima. 40. Sigurður Andrésson, faðir Hjalta og Ásgeirs, flutt- ist einnig vestur, kvæntist þar Jakobínu Bjarnadóttur af Reykjahlíðarætt, þau áttu þar 6 börn, þar af dóu þrjú ung, líklega ekki hægt að fá nöfn þeirra, enda skiptir það ekki svo miklu, en um feril hinna veit ég ekki neitt. Lára f. 29. nóv. 1897. Una f. 5. des. 1901. Karl f. 3. okt. 1904. ----0---- 54. Salome Bjarnadóttir Neðri-Hnífsdal Halldórssonar og önnu Petrínu Guðmunds- dóttur, f. 7. sept. 1869. Salóme fór til Ameríku með móður sinni eftir lát föður síns 3- sept. 1890. Hún átti svo Jón Janussonar prests í Holti Jóns sonar. Mér er sagt að þau hafi átt 8 börn. En hvað varð um þau, er mér hulið. 54. Kristín Bjarnad. systir hennar átti Klemens Þorleifs- son í Mozart, d. 13. jan. 1927. 54. Halldóra f. 15. júní 1867 átti Kristján Gabríelsson frá Skaga vestra,, veit ekki um þetta fólk, áttu mörg börn. ----0---- 55. Jónína Margrét Halldórs- dóttir, föðursystir þessarara hér fyr taldra, gift 19. sept. 1867 Bergþór f. 26. maí 1843 Jónssonar silfursmiðs á Eyri Þórðarsonar á Kjarna Páls- sonar. Bergþór var smiður á ísafirði til 1876, fór þá til Vesturheims- Þeirra börn: Guðrún, f. 8. ág. 1869, átti Hjalta Sigurðsson. Jón Halldór f. 1. des. 1870. Þóra f. 6. sept. 1874. Eyjólfa Margrét f. 6. maí 1876. Eyjólfur Janus f. 29. jan. 1873. ----0---- 63. Halldór Halldórsson og Kristín Pálsdóttir fóru vestur um haf 1886, um þau fæ ég upplýsingar hjá ættingjum hér heima, en meðal barna þeirra er Salóme Halldórsson kennari og þingmaður. 68- Guðrún Halldórsdóttir (systir Halldórs hér að ofan) f. 1. maí 1851; fór vestur um haf með móður sinni, sem varð tvígift vestra. Hún dó 25. apríl 1935. I. Jón Norðmann Jónsson þ. b. Kristín. II. 21. des. 1916 (??) Magnús Davíðsson þ. b. Jón Hallgrímur. ----0---- 90. Rannveig Bárðardóttir (Guðmundssonar) f. 12. sept 1851, var fyrst gift Jóhannesi Guðmundssyni hákarlafor- manni, alþekktum dugnaðar- manni, hann drukknaði 1. marz 1883, svo giftist hún í annað sinn Magnúsi Jónssyni, sem nefndur var „þaufari.“ Þau fóru svo saman til Vest- urheims, um þau og börn hennar veit ég lítið, um þau hef ég heyrt, að þau hafi skilið skömmu eftir að þau komu út- Henríetta Sigríður Jóhann- esdóttir f. 6. nóv. 1871, fermd hér á ísafirði. Málfríður Ástríður Jóhann- esdóttir f. 3. jan. 1874. Magnús Jóhannesson f. 27. okt. 1875, fór í siglingar rétt eftir fermingu (var fermdur með Magnúsi Ólafssyni prent- ara á Isafirði). Ásgeir Jens f. 25. júlí 1878. Jónína Gróa Magnúsdóttir f. 6. júní 1885. Gísli Gunnar Magnússon f. 28. ágúst 1886- ----0---- 97. Kristján Hinrik Jó- hannesson (Pálssonar) f. 10. febr. 1890, hann var gefinn nýfæddur Guðríði ívarsdótt- ur og Sæmundi Árnasyni, þau fóru strax þá vestur um haf, sagt er að hann hafi dáið um 1920, en allt annað um hann er hulið. ----0---- 105. Rannveig f. 14. maí 1885 Jónsdóttir formanns í Bolungavík Ebenesers, fór ung vestur um haf, mun hafa farjð til Los Angeles og verið þar tvígift. ----0---- 112. Þórður Guðmundsson f. 11. apríl 1899 sjóm., kvæntur 15. okt. 1921 Klöru Fanney f. 25. febr. 1902 Magnúsdóttur Hannibalssonar; þau fluttu 1924 til Vancouver og svo 1929 til Points Roberts, Wash., og eru þar nú, þau eiga 4 börn: Sigríður gift (hvenær?) Valtýr Vopnfjörð (hvaðan er hann?), vantar fæðingardag barna þeirra- Magnús f. 2. jan. 1924 skóla- kennari, kvæntur, vantar hve- nær, hverri og hvaðan. Matthías kvæntur f. 25. ág. 1925, stúdent frá University of Washington, kvæntur og á eitt barn. Guðríður Elínora f. 26. sept. 1926, gift Tom Cammidge sjó- manni, búa í Ladnes, B.C., Canada. ----0---- 132. Bergljót Jónína f. 1850 Helgadóttir á Sandeyri Guð- mundssonar, gift Jóni Jóns- syni, þau munu gift í Kaup- mannahöfn, eða í það minnsta þau koma þaðan gift 1878 að Skaga í Dýrafirði, en flytja þaðan og eru á ísafirði 1880 til 1887 að þau fara til Vestur- heims. * Börn þeirra, sem þau fara með, eru: Aðalheiður Valgerður f. 24. okt. 1878. Guðmundur f. 20. maí 1881. Ásgeir f. 3. júní 1883. Halldóra Ólöf f. 13. febrúar 1885. ----0---- 161. Rannveig Magnúsdóttir f. 1. jan. 1883, dó í Norður- Dakota f. 16. nóv. 1903, fór vestur um haf eftir að hún var skilin við mann sinn 1892; gift 16. maí 1857 Friðfinnur trésm. f. um 1830, dó að Látrum í Aðalvík 28. sept. 19010. Af börnum þeirra fóru nokkur til Vesturheims: Jón Friðfinnsson Kærne- sted f. 20. maí 1860, fór vestur um haf og var alþýðuskóla- kennari í Manitoba, hag- mæltur og listfengur, dó 7- apríl 1941, var hann ekki kvæntur? Elín Sesselja f. 4. júlí 1870, gift vestra. Kristín G. Friðfinnsd. f. 10.| des. 1877, fór strax með móður sinni (hin fóru síðar), hún átti J. W. Thorgeirsson, áttu 8 börn. Kristján Friðfinnsson f. 30. júlí 1864, tvíkvæntur bl. 161. Kristján Hinrik Krist- jánsson f. 24. febr. 1891, sonur Mikkelínu Friðfinnsdóttur, — hann fór til Ameríku. 161. Vilhelm Gunnarsson f. 1886, fór til Ameríku- ----0---- 181. Ólafía f. 7. júní 1895 Gísla dóttir Kristjánssonar, giftist smið? ----0---- 183. Guðjón f. 24. sept. 1853 Jónssonar á Laugabóli við ísafjarðardjúp Árnasonar í Æðey Jónssonar, kvæntur 19. júní 1887 Steinunni f. 15. nóv. 1867 Eiríksdóttur, þau fluttu til Ameríku, þau áttu 6 börn, sem ég veit ekki um nema nöfn: Jóna Guðjónsd. Þórarinn Guðjónsson. Kambinus Guðjónsson. Sigurlína Guðjónsd. Sveinbjörg Guðjónsd. Solveig Guðjónsd. ----0---- 204. Halldór f. 2. sept- 1862, d. 26. nóv. 1939, Torfasonar skipstjóra Flateyri Halldórs- sonar, fór til Ameríku og var þar læknir, kvæntur, áttu tvö börn. ----0---- 282. Guðjón Jónsson, bjó í Arnardal 1885—’92, kona hans Hildur Jakobsdóttir, fór til Ameríku sem ekkja með börn sín: Jón Guðmundur Guðjóns- son, f. 1875. Jakob Guðmundur Guðjóns son, f. 1877. Jakobína Guðrún Guðjónsd. f. 12. júní 1878. Jóhann Kristján Guðjóns- son, f. 17. febr. 1880. Þorsteinn Guðjónsson f. 27- nóv. 1883. Marías Ásgeir Guðjónsson f. 16. júlí 1885. Jens Guðmundur Guðjóns- son f. 10. júní 1887. 282. Kristjana Jónsdóttir f. 8. sept. 1856 (systir Guðjóns), gift 15. sept. 1882 Guðmundi Péturssyni, hún dó vestra, þau fóru 1888. Um börn þeirra (ef einhver hafa verið) er mér ókunnugt. ----0---- 312. María Einarsdóttir f. 29. ág. 1888 frá Hríshóli, Reyk- hólasveit, gift Magnúsi'Jóns- syni, eru í Ameríku. 313. Jóhanna Einarsdóttir f- 22. apríl 1898 Hríshóli, gift Skota í Ameríku. ----0---- 313. Salmann Jóhannesson f. 10. okt. 1857 fór til Ameríku, kona hans Þingeyingur, fór til Ameríku, áttu 6 syni, alla mjög hávaxna, og urðu minnst 2 þeirra lögreglu- þjónar. ----0---- 139. Þorgeir Jónsson f. 18. marz 1876, sonur Jóns Kol- beinssonar og Matthildar Guð mundsdóttur að Berjadalsá á Snæfjallaströnd, fór til Amer- íku, kvæntist þar Rannveigu, hún var dáin fyrir 1905, en síðan hefur ekki um hann heyrst. Sægarpur var að segja hetjusögur af sér eins og þeim er títt, er lengi hafa verið í siglingum. — Ég skal segja ykkur, piltar, að einu sinni komst ég í hann krappan. Þá brotnaði skipið, sem ég var á, í spón undan Spánarströndum. Ég, skipstjórinn og tveir hásetar komumst í einn björgunarbát- inn og þá var nú tekið á, maður. — Áratogin sáust í sjónum 10 árum seinna. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS: » Aukafundur Aukafundur í hlutafélaginu Eimskipafélag Islands, verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 9- nóvember 1957 og hefst kl. iy2 e. h. DAGSKRA: I. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa, dagana 6.—8. nóvember næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn í aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrásetningar 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar en 30. okt. 1957. Reykjavík, 11. júní 1957, STJÓRNIN

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.