Lögberg - 12.09.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.09.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1957 Lögberg GeflS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED* 303 KENNEDT STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa WHitehall 3-9931 ______ Orðsending fró íslenzkudeild Manitobaháskóla Um 20- sept. n.k. hefst kennsla í íslenzkum fræðum við Manitobaháskóla. Langar mig til að láta fáein orð fylgja þessari auglýsingu, orð, sem margir hafa mælt á undan mér, en eru þó í fullu gildi og verða ekki of oft yfir höfð. Kennarastóll í íslenzkum fræðum er veglegt framlag Vestur-íslendinga til æðstu menntastofnunar Manitoba, þess fylkis, þar sem íslendingar hafa jafnan verið fjölmennastir hérna megin hafsins. Segja má, að vonir um langlífi íslenzkrar tungu í Vesturheimi hafi kynt undir framkvæmdum. Is- lenzkum menningarerfðum var reist vígi. Og vissulega þurftu þeir, sem lögðu fram starfskrafta sína, ekki að ganga í graf- götur um, að hver sú menntastofnun, sem vill leggja alúð við fagrar listir, bókmenntir og málvísindi, getur ekki snið- gengið vort fagra móðurmál og þau hin sígildu verk, sem á því hafa verið rituð. Við Islendingar erum lítil þjóð, en höfum átt því láni að fagna að fá í vöggugjöf máttugt tungumál, ekki mlðað við höfðatölu þeirra, sem á því mæla, heldur fegurð, tign og sköpunarmátt. Heyrt hefi ég fólk mæla eitthvað í þá átt, að til lítils hafi verið unnið, þegar íslenzkudeildin var stofnuð, enda fýsi fáa að nema svo óhagrænt mál sem íslenzku, en glepjist ein- hverjir til slíks, fái þeir enga viðurkenningu, þegar til prófs kemur. Ætla ég að gera örfáar athugasemdir við þetta, ef þær mættu verða einhverjum að liði, sem vill ræða og hugsa þessi mál. Um hagræna hlið íslenzkunáms skal ég vera fáorður. Það er háskalegur hugsunarháttur að meta menntun sífellt til peninga og sníða hana eingöngu í samræmi við arðvænlegar stöður. Nútímamenn vilja fá alla hluti skilgreinda út í æsar og sem gleggst svör við þeirri spurningu, hvað fáist í aðra hönd. En mér er spurn. Getur nokkur sannmenntaður maður gefið greið svör eða skýrt og skilgreint, sé hann inntur eftir því, hvað viðleitni hans hafi gefið í aðra hönd? íslenzk tunga verður seint milliríkjamál eða mál „diplomata“ og erindreka, sem ferðast landa í milli. Við getum ekki vænzt, að íslenzku- nám verði lykill að háum eða hálaunuðum stöðum. En við skulum ekki láta okkur sjást yfir það, að íslenzk tunga eða réttara sagt þekking á íslenzkri tungu er lykill að öðru og meira, lykill, sem einn getur lokið upp mörgum af dýrmæt- ustu listaverkum, sem evrópísk menning hefir nokkru sinni skapað. Frá málfræðilegu eða vísindalegu sjónarmiði er ís- lenzkan eitt merkasta tungumál, sem nú í dag er talað á Vesturlöndum. Því vil ég fullyrða, að unnt verði að halda sæmilegu lífi í íslenzkudeild Manitobaháskóla, ekki eingöngu næstu ár, heldur ávalt meðan menn leggja stund á málvísindi og fagrar listir og meðan andinn gufar ekki upp fyrir efninu. Má í því sambandi ekki gleyma bókasafninu íslenzka hér við háskólann, sem mjög hefir verið hlúð að og verður örugglega vísindastöð, þegar tímar líða. Vil ég nota tækifærið til að biðja menn að minnast fyrst þessa bókasafns, þegar þeir ráð- stafa merkum skjölum og bókum. Er ég þó að sjálfsögðu ekki mótfallinn því, að eftirrit eða filmur af skjölum yrði sent landsbókasafninu í Reykjavík, en við skulum fyrst og fremst efla okkar eigið safn hér í Manitoba. Sumir virðast halda, að bókasafnið hér sé og verði gagnslaust vegna þess, að enginn vilji nota það- Ég vil minna þá hina sömu menn á Fiske- safnið í Bandaríkjunum, og myndu víst fáir vilja tala um gagnsleysi í því sambandi. Þá kem ég að síðasta atriði þessa máls, þ. e. a. s. hvort stúdentar, sem lesa íslenzku, fái viðurkenningu við próf. Nú er ekkert fjær mér en að verja það, að íslenzkunni beri lægri sess en latínu og grísku eða öðrum tungumálum. En ég vil geta þess, að í langflestum tilvikum fæst sama viður- kenning fyrir íslenzkunám hér við háskólann og aðrar greinir. Vísasta leiðin til þess að fá stöðu íslenzkunnar bætta er sú, að sem flestir innritist við islenzkudeildina og taki námið föstum tökum. Annað og betra ráð get ég ekki komið auga á. Ég vil vara fólk við því, að slá föstu að órannsökuðu máli, að einstakir stúdentar geti ekki innritast við deildina vegna ##Og frændsemin skal brúa saman löndin" Eftir prófessor RICHARD BECK Ávarp flutt í Winnipeg 29. ágúst í kvöldveizlu til heiðurs biskupinum yffr íslandi, herra Ásmundi Guðmundssyni. I einu kvæða sinna mælir séra Matthías Jochumsson þessi fleygu orð: „Og frænd- semin skal brúa saman lönd- in “ Það er í þeim anda, sem þessi mannfagnaður er hald- inn til heiðurs biskupinum yfir Islandi, herra Asmundi Guðmundssyni. Mér þykir sérstaklega vænt um það, að Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi á hér sinn hlut að máli, og tel mér mikla sæmd að því að flytja heiðursgest- inum og heiðursfélaga Þjóð- ræknisfélagsins kveðjur þess félagsskapar, er vinnur ein- mitt að því marki, sem skáld- ið skilgreinir fagurlega í fyrr- nefndfi ljóðlínu sinni; að því göfuga markmiði: að byggja sem haldbezta brú frændsem- innar — lifandi ræktarsemi — milli Islendinga yfir hið breiða haf. En virðulegir biskupar Is- lands í liðinni tíð fóru eigi einir saman í yfirreiðar sínar um landið eða aðrar embætt- isferðir; þeim fylgdi löngum hópur biskupssveina og ann- arra virðingarmanna. Þannig er því einnig farið um heiðurs gest okkar að þessu sinni. Hann er hingað kominn af ný- afstöðnu voldugu allsherjar- þingi lúterskra manna, með fríðu föruneyti, þrem merkis- klerkum, þeim séra Friðrik A. Friðrikssyni prófasti, séra Benjamín Kristjánssyni og séra Pétri Sigurgeirssyni; ágætar frúr hins fyrst- og síðastnefda eru einnig með í hópnum. I nafni Þjóðræknis- félagsins fagna ég þeim öll- um hjartanlega. Eins og Ás- mundur biskup, eru klerk- arnir þrír okkur að gömlu og góðu kunnir, hafa dvalið vor á meðal um lengri eða skemmri tíma, og tveir þeirra, þeir séra Friðrik og séra Benjamín, eru fyrrv. embætt- ismenn Þjóðræknisfélagsins. Allir hafa þessir prýðismenn íslenzkrar prestastéttar heim- an um haf ennfremur reynzt okkur íslendingum vestan hafs drengilegir málsvarar í ræðu og riti heima á ættjörð- inni, túlkað sögu okkar, líf og starf, af þekkingu og ríkri samúð, og með þeim hætti lagt drjúgan skerf til brúar- byggingarinnar yfir hafið. Og mörg erum við orðin vestan um haf, sem notið höfum ör- látrar gestrisni á heimilum þeirra og annarrar fyrir- greiðslu af þeirra hálfu. Það eru nú nærri því 40 ár síðan leiðir okkar dr. Ás- mundar lágu fyrst saman, en þá var hann skólastjóri á Eiðum austur á Fljótsdals- héraði. Síðan hefur fundum okkar alloft borið saman beggja megin hafsins, en þó oftar austan hafs, og þá sér í lagi á hinum miklu tímamót- um í sögu ættlandsins, Al- þingishátíðarsumarið 1930 og Lýðveldishátíðarsumarið 1944. Séi%taklega minnisstæð verð- ur mér þó hin hátíðlega bisk- upsvígsla hans í Dómkirkj- unni í Reykjavík sumarið 1954 og önnur samkomuhöld í sambandi við þann sögulega viðburð. Var það hið góða hlutskipti mitt að koma fram við þau hátíðahöld sem full- trúi Þjóðræknisfélagsins, jafn framt því og ég fór með kveðjur Sambandskirkjufé- lagsins. Margar fegurstu minning- arnar úr þeirri ógleymanlegu heimferð okkar hjónanna eru einnig tengdar samvistum við Ásmund biskup og ánægju- stundum á hinu fagra heimili þeirra biskupshjónanna, þar sem höfðingsskapur og hjarta- hlýja ráða ríkjum. Alltaf verður bjart í hugum okkar hjónanna um ferð, sem við fórum í boði biskupsins, ásamt nokkrum öðrum gest- um hans, til Geysis, Gullfoss og Þingvalla á yndislegum sumardegi, þegar íslenzkt náttúrufegurð hló við sjónum í mikilleik sínum og litskrúði. Dýrðlegt var kvöldið það á Þingvöllum, og þá fann ég það betur en nokkuru sinni áður, hve Jakob J. Smári skáld hitti meistaralega í mark, er honum fórust þannig orð um hinn söguríka helgi- stað þjóðar vorrar við Öxará: Nú heyri ég minnar þjóðar þúsund ár sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu. Jafn minnisstætt varð okk- ur hjónunum það að hlýða á 'Ásmund biskup flytja fagur- yrta og áhrifamikla prédikun úr prédikunarstóli Jóns bisk- ups Vídalíns á Skálholtshátíð- inni 1954; minningarnar sóttu fast á hugann þá hátíðar- stund, þó að guðshúsið væri lítið og óásjálegt. En að sama skapi er það öllum góðum ís- þess, að gildandi einkunnir fáist ekki við vetrar- eða vor- próf. Þannig getur landið að vísu legið í einstökum tilvikum. En hver og einn ætti að hafa það fyrir reglu að ná tali af undirrituðum, áður en frá er horfið. Innritun stúdenta hefst um 20. september. Ég vænti þess, að sem flestir komi þá við hér í íslenzkudeildinni og kynni sér með eigin augum og eyrum, hvort eitthvað nýtilegt sé á boðstólum. Haraldur Bessason % lendingum fagnaðarefni, að vegleg kirkja og önnur sam- bærileg staðarhús eru að rísa af grunni á þessu sögufræga menntasetri ættjarðarinnar. Og vitanlega á biskupinn sinn mikla þátt í því. Ég gæti flutt langt mál um fræðimanninn ágæta, og um rithöfundinn mikilvirka, en góðvirka og málhaga, dr. Ás- mund Guðmundsson pró- fessor; en ég hefi vikið að hin- um persónulegu kynnum við hann og samvistum við hann á söguríkum stundum og stöð- um, af því að þar lýsa sér svo ljóst meginhliðar á allri starf- semi hans og hugðarefnum: Annars vegar, djúpstæð þekk- ing hans og ást á sögu og dýr- mætum menningarerfðum hinnar íslenzku þjóðar, og á tiginni tungu hennar, sem hann handleikur í ræðu og riti með virðingu og frábærri smekkvísi; og hins vegar, ein- Framhald á bls. 5 ADDITIONS to Betel Building Fund Mr. & Mrs. Th. Anderson, 1040 Sherburn Street, Winnipeg 3, Man. $10.00 In lowing memory of Ingibjörg Johnson who passed away in Vancouver August 18, 1957. ----0--- Mrs. Emma Johnson, Langruth, Manitoba $2 00 Mr. O. Harding, Langruth, Manitoba $2 00 Mrs. L. Marteinson, Langruth, Manitoba $2 00 "Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund —180 Make your donalions io th« "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Street, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.