Lögberg - 12.09.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1957
5
WV"^V
r
AHIIGAMAL
IWCNNA
* " Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Hvað hefir Þjóðræknisfélagið gert?
MINNING ARORÐ:
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson
skáld og rithöfundur
(Morgunblaðið, 20. júní 1956)
Þann 25. marz í vetur voru
liðin 38 ár frá því að Þjóð-
ræknisfélag íslendinga í
Vesturheimi var stofnað. Is-
lendingar hafa myndað hér
æðimörg félög, en þau hafa
fæst orðið langlíf. Það eitt að
Þjóðræknisfélagið verður
senn fertugt virðist benda á,
að það hafi verið reist á
traustum grundvelli, og að
það hafi átt á að skipa trygg-
um og ötulum forvígis-
mönnum.
Ekki hefir félaginu ávalt
blásið byr í segl né starf þess
verið metið að makleikum
svo sem ofanskráð spurning
gefur til kynna, en henni er
varpað fram í tíma og ótíma.
Sannleikurinn er sá, að það
gengur kraftaverki næst hve
miklu þetta félag hefir áork-
að, svo litlu fé, sem það hefir
átt yfir að ráða, og ekki marg-
mennara en það er.
Það er ekki úr vegi að rifja
hér upp hver tilgangur félags-
ins er og minnast lítillega á
starf þess á liðnum árum.
Síefnuskráin:
1. Að stuðla að því af
fremsta megni, að Islendingar
megi verða sem beztir borgar-
ar í hérlendu þjóðlífi.
2. Að styðja og styrkja ís-
lenzka tungu og bókvísi í
Vesturheimi.
3. Að efla samúð og sam-
vinnu meðal íslendinga aust-
an hafs og vestan.
Þetta er göfugt verkefni og
virðist sem allir Islendingar
ættu að geta sameinast um
það.
Félagið hefir myndað deild-
ir í meginbyggðarlögum Is-
lendinga og á þingi þess 1938
var félagið, sem nú nefnist
Icelandic Canadian Club,
stofnað.
Útgáfa
Tímarit félagsins er talið
með beztu tímaritum, sem
gefin hafa verið út á íslenzku.
Baldursbrá: Barnablað gefið
út í sex ár.
Saga íslendinga í Vestur-
heimi. Hóf útgáfu þessa verks.
Vegna fjárskorts félagsins
hlupu aðrir góðir menn undir
bagga.
History of Iceland eftir próf.
Knut Gjerset. Lagði fram
$1000,000 til prentunar þessa
rits, sem er það ítarlegasta
um þetta efni á enskri tungu.
Iceland Thousand Years
gefið út í samfélagi við Ice-
landic Canadian Club. Lögðu
stjórnarnefndarmenn til mik-
ið af efni bókarinnar.
Félagið hefir síðustu tvö
árin veitt íslenzu vikublöðun-
um $250,000 fjárstyrk.
íslenzkukennsla
Félagði hefir frá upphafi
gengist fyrir því að börnum
yrði kennd íslenzka, þó hefir
dregið mikið úr því starfi á
síðari árum vegna nemenda-
skorts. — Útvegaðar voru
kennslu- og lesbækur frá ís-
landi, og hefir félagið forða af
þeim bókum fyrir þá, sem
vilja notfæra sér þær.
Fyrir atbeina félagsins var
íslenzk tunga um langt skeið
námsgrein á námsskrá mið-
skóla Manitobafylkis. Og frá
upphafi félagsins hélt það
stöðugt vakandi málinu um
íslenzkukennslu við Manitoba
háskólann, og fyrstir til að
leggja fram fé til þeirrar
stofnunar voru meðlimir fé-
lagsins og fyrst komst skriður
á það mál, þegar einn af stofn-
endum félagsins og gjaldkeri
þess í fjölda mörg ár lagði
fram þriðjung þess fjár, sem
áætlað var þá að til þyrfti.
Söngkennsla
Um nokkurra ára skeið
hafði félagið með höndum
söngkennslu; kenndu kunnir
söngstjórar börnum og ungl-
ingum söng; ennfremur var
söngur æfður í sambandi við
laugardagsskólann.
—FRAMHALD
★
Pilsin orðin styttri
Frá fyrsíu sýningu haustsins
í París
Tízkuhús Jean Patou varð
fyrst til að sýna umheiminum,
hvernig vetrartízkan 1957 á
að vera.
Það sem var mest áberandi
á sýningunni var, að pilsin eru
nú orðin stutt, þau skrölta
rétt um hnéskelina, og eru
kjólarnir breiðari um axlirn-
ar en áður, líkt og pýramídar
í laginu.
Patou lætur mittislínuna
verða „eðlilega“ og undir-
strikar hana ekki á nokkurn
hátt.
Skinnhúfur með slaufu
undir hökunni, sem litu út
eins og geimfarshjálmar, voru
mjög áberandi. Mikið var um
kápur, sem fóðraðar voru með
skinni, m. a. var kvöldkápa
úr svörtu tafti fóðruð með
apaskinni.
Kvöldhattarnir voru kassa-
lagaðir alsettir slaufum.
„Lína“ Patou er látlaus og
slétt á dagkjólunum, en kvöld-
kjólarnir eru aftur á móti í-
burðarmiklir og með víðum
pilsum. Klukkulaga, mjög víð,
en fislétt pils voru mest áber-
27. maí fór fram að Völlum ,
í Svarfaðardal útför Þorsteins
Þ. Þorsteinssonar eða Þ. Þ. Þ.,
eins og hann var allajafna
nefndur meðal Vestur-Islend-
inga, en hann andaðist að
Gimli, Man., Canada, á Þor-
láksmessu s.l-; þess hafði ég
séð getið í vestanblöðunum ú
sínum tíma.
Að skrifa um skáldskap Þ.
Þ. Þ. í stuttu máli er vanda-
samt verk, þó hér skuli gerð
dálítil tilraun til þess og verð-
ur það því skáldið en ekki
maðurinn Þ. Þ. Þ., sem grein
þessi fjallar um. Þess má þó
geta að Þorsteinn og Zophon-
ías Þorkelsson verksmiðju-
eigandi í Winnipeg voru
bræðrasynir, báðir úr Svarf-
aðardal, en Zophonías er
mörgum að góðu kunnur hér
austan hafs, síðan hann dvaldi
hér fyrir fáum árum og ritaði
ferðasögu sína, er hann nefnir
Ferðahugleiðingar, og út var
gefin í tveim bindum í Win-
nipeg 1944.
Eitt af fyrstu kvæðum Þor-
steins, sem ég hefi fundið í
blöðum og tímaritum, er
kvæðið Austurþrá, í Óðni
1907, þar segir m.a.:
Ó, Island, mín sál á þér heima
hjá!
Þótt hyrfi ég til Guðs,
þér ættjörð frá,
þér aldrei að eilífu ég
gleymdi.
Ég finn ég er hold þínu
holdi af,
og hjarta mitt slær því
blóði af,
sem að því frá æðum þér
streymdi.
Segja má að þarna komi
fram sá grunntónn, sem ein-
kennir rifverk Þorsteins í
bundnu sem óbundnu máli,
en það er ættjarðarástin, hún
gengur eins og rauður þráður
andi í stuttu kvöldkjólunum,
sem voru slaufum stráðir.
Yfirleitt má segja, að slaufun-
um hafi verið komið fyrir á
öllum ómögulegum og mögu-
legum stöðum — niðri við fald
inn, í mittinu — aftan á bak-
inu og alls staðar, bæði á dag-
og kvöldkjólunum.
Patou virðist reyna að gera
allt, sem í hans valdi stendur
til að draga athyglina að
stuttu pilsunum og hnjám
kvenfólksins. — Slaufurnar
eru látnar vera eins konar
vegvísir til hnjánna.
Einn af kvöldkjólunum, úr
svörtum knipplingum, var svo
alsettur slaufum, að úr fjar-
lægð var engu líkara en að
hann væri úr f jöðrum og dún.
Síðu kvöldkjólarnir voru úr
lamé, brókaðe eða mynstruðu
silki, voru flestir öklasíðir, —
nokkrir voru síðari að aftan.
í gegnum verk hans. Hann var
skáld í þjóðlegum stíl.
Rit Þorsteins Þ. Þorsteins-
sonar prentuð í bókarformi
eru þessi:
Ljóðaþæt.tir, Winnipeg 1918.
Heimhugi (ljóð), Reykjavík
1921.
Kossar, Sögustíll, Reykja-
vík 1934.
Vestmenn, Reykjavík 1935.
Ævintýrið frá íslandi til
Brazilíu, Rvík 1937—’38.
Saga Islendinga í Vestur-
heimi I.—III., Rvík og
Winnipeg 1940—’45.
Björninn úr Bjarmalandi,
Winnipeg 1945.
Kapparíma, Akureyri 1947.
Lilja Skálholt, Akureyri
1947.
Vorinngöngudaguf, (Sér-
f prentað úr Tímariti Þjóð-
ræknisfélagsins),
Winnipeg 1950.
(Ekki til á Landsbóka-
safninu).
Saga, Misserisrit I.—VI. árg.
Winnipeg 1925—’31.
Fíflar I.—II. (tímarit),
Winnipeg 1914—1919.
I ljóðabókinni Heimhugi,
sem Þorsteinn Gíslason gaf út
og fyrr er nefnd, eru mörg
ágætiskvæði, en lítinn hljóm-
grunn fékk höfundur þeirra
meðal lesenda, og svo var ætíð
með Þ. Þ. Þ., að hann naut
aldrei þeirrar viðurkenningar
í lifenda lífi, sem honum bar
með réttu. Hann fór sínar
eigin • leiðir eins og fleiri.
Tímarit hans Saga, er hann
gaf út í Winnipeg og fyrr er
getið, er eitt þjóðlegasta tíma-
rit íslenzkt, er vér eigum og
dýrmæt eign bókamanna-
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson
var mesti hagleiksmaður í
dráttlist og er mér sérstak-
lega minnisstæð mynd hans af
Vilhjálmi Stefánssyni. Það er
auðséð að þar hefur lista-
maður haldið á penna, svo
mér kemur Gröndal ósjálfrátt
í hug.
Tvívegis kom Þ. Þ. Þ. hing-
að til lands. 1 fyrra skiptið
árið 1920, eftir 19 ára dvöl
vestan hafs, og í síðara skiptið
árið 1933 og dvaldi þá hér í
nokkur ár, unz hann hvarf
aftur alfarinn vestur um haf.
Við brottför hans frá Win-
nipeg 1933 orti Sigurður
Júlíus Jóhannesson, skáld, til
hans nokkrar vísur, þar segir
m. a.:
Farðu sæll til heimahaga,
heila þökk fyrir liðna daga:
ljóðadís og listagyðja
lífi þínu frægðar biðja.
Þó að flest sé þoku vafið
þeim, sem leggur út á hafið!
Heim af fleytu ferðatraustri
fagni móðir þér í austri.
Og nú er Þorsteinn kominn
í þriðja sinn til gamla Fróns,
og 1 þetta skipti fyrir fullt og
allt. Lífið var honum að
mörgu leyti andstætt, og er
það að vísu gömul saga, sem
er ávallt ný. Ónefndur maður
orti eftirfarandi vísu:
Að lifa er bál að bæla
í brjósti og tál í sál.
Að yrkja’ er að meta og mæla
muna síns gull og stál.
(Lögberg er góðfúslega
beðið um að endurprenta
þessa grein).
Stefán Rafn.
„Og frændsemin
skal brúa saman
löndin"
Framhald af bls. 4
læg, heit og fangvíð guðstrú
hans og trúnaður við allt hið
bezta og fegursta í kirkjusögu
og kristnihaldi þjóðarinnar. 1
fáum orðum sagt, hjá honum,
eins og í lífi og starfi annarra
hinna fremstu íslenzkra
kirkjulegra leiðtoga beggja
megin hafsins, renna þjóð-
ræknin og trúræknin í sama
farveg. Hann slær kröftuglega
á þann streng í snjallri og
andríkri kveðju, „Heilindi og
hugsjónarlíf“, sem hann sendi
Ungmennafélögum íslands á
50 ára afmælishátíð þeirra 30.
júní síðastliðinn, og prentuð
er í nýútkomnu júlíhefti
Kirkjuritsins. Þar farast hon-
um meðal annars þannig orð,
og þau eiga einmitt erindi til
okkar Islendinga utan ætt-
jarðarstranda:
„Heilindi í starfi og hug-
sjónarlíf eiga að vera blessun
og styrkur æsku íslands og
Ungmennafélögum. Hver sem
vinnur af alhug til gagnsemd-
ar landi sínu, verður snortinn
af heilögum anda kærleikans.
Það er rétt og satt er skáldið
kveður:
En sá, sem heitast ættjörð
sinni ann
mun einnig leita Guðs og
nálgast hann.“
Ég veit að þessi orð eru
töluð beint út úr hjarta heið-
ursgestsins okkar, biskupsins;
því vil ég gera þau að loka-
orðum mínum, og mælist til
þess, að við hugfestum þau og
hugleiðum.
1 nafni Þjóðræknisfélagsins
þakka ég herra biskupinum og
föruneyti hans hjartanlega
komuna og óska honum og
fylgdarliði hans heilla og
blessunar. Af hálfu Þjóð-
ræknisfélagsins bið ég hann
ennfremur fyrir kærar kveðj-
ur heim um haf til Forseta ís-
lands, heiðursverndara fé-
lagsins, til ríkisstjórnarinnar
og þjóðarinnar allrar. Þær
óskir og kveðjur ber ég fram
í anda orða skáldsins: „Og
frændsemin skal brúa saman
löndin.“