Lögberg - 17.10.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 17.10.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. OKTÓBER 1957[ I HAUSTIÐ 1 hvert skipti, sem við sjá- um haustblæjuna færast yfir náttúruna, finhum við ætíð til einhvers lamandi kvíða og saknaðar í hugum vorum. Við vitum, að þá eigum við að sjá á bak öllu því fagra og dá- samlega, sem sumarið færði okkur í ótal myndum, en að framundan er myrkur og kuldi hins geigvænlega vetrar. Við sjáum í huganum hvernig Vetur konungur teygir ná- kaldan hramminn yfir okkar kæra, afskekkta land, og breytir því í samfellda jökul- auðn, sjáum, hvernig storm- arnir geysa „yfir hjarn og bláa ísa,“ þegar „huldufólkið dansar um stjörnubjarta nótt,“ og allt þetta vekur ugg og kvíða í huga einstaklingsins. Það er einhver leyndardóms- full blæja yfir því öllu, og okkur hættir svo við, að gefa ímyndunaraflinum 1 a u s a n tauminn, og láta það skapa tröll og forynjur í sambandi við þessi geigvænlegu nátt- úruöfl- Þegar rökkrið færist yfir, og vetrarnóttin tekur að. breiða sinn myrka faðm yfir byggðir og bú, þá hugsum við okkur þessa huldu vætti skreiðast úr fylgsnum sínum og fara á kreik. Og þá gríp- ur okkur einhver lamandi hræðsla, hræðsla, sem á rót sína að rekja til okkar eigin, sjúka ímyndunarafls. Batnandi lífsþægindi al- mennings á síðari árum hafa mjög dregið úr þeirri andúð, sem íslenzka þjóðin hefur löngum haft á vetrinum. Gömlu, skuggalegu torfbæ- irnir, sem hér tíðkuðust nær eingöngu til sveita fyrir fáum áratugum, eru nú úr sögunni að kalla. í þeirra stað hafa risið upp fjölmörg ágæt íbúð- arhús í nýtízku stíl. Rafmagn- ið er nú leitt inn á sveita- heimilin hvert af öðru og sími er nálega á hverjum bæ. Út- varpið sendir hljómfagra músík, eftir dularfullum leið- um, um landið þvert og endi- langt. Veigamiklar fréttir, varðandi rás viðburðanna í heiminum, berast daglega til afskekktustu bæja jafnt og fjölmennra borga. Deyfðin og einstæðingsskapurinn, sem á liðnum. öldum hafa einkennt lífið í dreifbýlinu, hafa þannig orðið að þoka fyrir tækni- þróun nútímans. Um einangr- un og öryggisleysi er ekki framar að ræða. En þrát.t fyrir allt þetta er og verður sá söknuður jafan mikill, sem brottför sumarsins vekur hverju sinni. Og hið eina, sem veitir okkur hugg- un í þeirri saknaðarkennd, verðuf vissan fyrir því, að út úr hinum volduga meið hins skapandi máttar munu aftur með komandi sumri vaxa nýj- ar greinar, sem breiða lim sitt út yfir landið. Vissan fyrir því, að fjöll og grundir, sem vetrarbyljirnir hylja köldum hjúp, munu aftur klæðast lit- fögru blómaskrúði. VETURINN „Hver ríður svo geyst á gullin brúvu hávan of hifin hesti snjálitum.“ Skáldið hugsar sér Vetur xonung þeysa á fannhvítum hesti um hið háa himinveldi. Sú hugarsýn er í góðu sam- ræmi við tign og máttaröfl hins íslenzka vetrar. Óblíðiu: er hann og vályndur, og öm- urlegar þykja skammdegis- næturnar löngu og myrku, þegar stríðir stormar fara um freðnar grundir. En eigi að síður býr hann yfir fegurð, sem er svo furðuleg, að hún tekur fram nálega öllu öðru, sem ber fyrir augu dauðlegra manna. Sú fegurð er fólgin í hreinleik mjallar og þeirri uppheimadýrð, sem opnast á íeiðríkum vetrarkvöldum, þeg ar fortjald himinsins dregst til hliðar. í blárri hvelfingunni gefur þá að líta ótölulegan grúa tindrandi stjarna, sem dreifa ljóma sínum víðsvegar um snækrýnda jörðina. Há- marki sínu nær undrafegurð þessi, þegar blikandi norður- ljósin þjóta til og frá um geiminn, leiftrandi í öllum regnbogans litum, en tungl og stjörnur kasta birtu sinni á drifhvíta fannbreiðuna, sem hylur landið frá hafi til hafs- Á slíkum stundum er sem okkur, börnum jarðar, opnist innsýn í „mufteri allrar dýrð- ar,“ og þá fyrst lærum við að meta „vorn þegnrétt í ljóssins ríki.“ ★ Norðurljósin eru það himna skraut, sem mest hefur heillað mig. Oft hefur fegurð þeirra og regintign verið mér undr- unarefni, en þó eigi annan tíma svo mjög, sem eitt skipti fyrir mörgum árum. Ég var þá staddur hér heima við bæinn — Helgastaði í Biskups tungum — var að virða fyrir mér stjörnuskrýddan stjörnuhimininn. Sá ég þá hvar dauf norðurljósarák teygðist skyndilega upp á austurhluta himinsins. Hún fór ört stækkandi og varð innan lítillar stundar að breiðu belti, sem náði þvert yfir geiminn, frá austri til vesturs, svo að endar þess virtust nema við sjónarrönd beggja vegna. Sveiflaðist belti þetta stöðugt til og frá, eins og fyrir sterkum rafstraum, og leiftrandi litskrúð lék um það allt. Brátt myndaðist ann- að belti sams konar, en var þó talsvert minna. Þessi tvö norð- urljósabelti tóku síðan að þenjast út, unz þau féllu sam- an í eitt ólgandi, litaugugt haf, sem bylgjaðist fram og aftur um himinhvelið á afar miklu svæði. En jafnframt skaut upp rauðleitum logatungum utan þessa svæðis, sem breiddust einnig óðfluga út og samein- uðust brátt meginnorðurlj ósa- breiðunni, svo að úr varð ein allsherjar víðátta dásamlegra litbrigða. Var þá nálega allur himininn — á tímabili — eitt ólgandi norðurljósaskraut, sem flæddi í litfögrum, æð- andi bylgjum um hásali him- invíðáttunnar. Fór þessu fram dálitla stund. En brátt tók að draga úr orku norðurljósanna, sterkustu litir þeirra dofnuðu og þannig hvarf þessi óvið- jafnanlega fegurð smám sam- an og umbreyttist í litdaufar slæður, sem hurfu loks með öllu. ★ Hin æðsta fegurð, sem mannleg augu fá litið, til- heyrir þannig vetrinum og er honum bundin. — En því miður er þessi fegurð svo skammvinn og sjaldgæf, og oft er land og byggðir um- vafið niðamyrkri að nóttu til, en kólguþrungnir byljir geysa yfir víðáttumikil svæði. Þýð- viðri eiga sér þó eigi sjaldan stað á veturna, en þau koma þá oft^r fram í stórviðrum, fossandi regni og miklum stormi, svo að þau eru litlu skemmtilegri en frostið og snjókoman. Sem betur fer, er þó vetrar- veðráttan ekki alltaf í þessum ham. Logn og bjartviðri eru einnig algeng. Geta slík hæg- viðri stundum haldizt dögum og jafnvel vikum saman. Þannig líður veturinn smám saman. í fyrstu verður skamm degismyrkrið stöðugt svartara og svartara. Það er eins og landið sé að klæðast í ein- hvern álagaham, sem óþekkt- ar nornir hafi tileinkað því- Dauðaþögn ríkir yfir öllu. Hér og þar standa bæirnir upp úr jökulkrýndri mörk- inni, eins og þeir hafa gert vetur eftir vetur í þúsund ár. Dagarnir eru hver öðrum líkir, pg hin þunglyndislega blæja, sem yfir öllu hvílir, nær stöðugt sterkari tökum á landi og lýð. Mitt í þessum ömurleika lífs og náttúru koma jólin. Þá er eins og skammdegismyrkrið sé skyndilega rofið af him- neskum ljóma. Kveikt er á jólakertum og hvert fátækt hreysi verður að dýrðlegri höll, því sjálfur Guð er þar gestur. — Litlu síðar byrjar nýtt ár og nýir tímar færast yfir mannlífið. Um þessi tímamót fer birt- an aftur að færast í vöxt, und- ur hægt að vísu, en markvíst og örugglega. Dag frá degi hækkar leið sólarinnar upp í himinhvelið, og ylríkir geislar hennar verma kalda jörðina í sívaxandi mæli. En auðnardrungi vetrarins þokar treglega, þótt sólin skíni. Landið er jöklum hulið. Og yfir þessari dauðablæju ríkir svo mikil kyrrð og frið- arhöfgi, að undrun sætir. Ekkert hljóð rýfur þögnina. Enginn söngur lífsglaðra fugla lífgar upp þessa auðn. Engir fjallalækir senda frá sér hljómþýða tóna yfir um- hverfið, því að þeir eru bundnir klakaböndum. Þessi órofakyrrð hefur annarleg á- hrif á allt líf. Það er eins og Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forsetl: DK. RICHARD BECK 801 Lincoln Drive, Grand Forks, North Dakota. Styrkið félagið með því að gerast meðlimir. Ársgjald $2.00 — Tímarit félagsins írítt. Sendist til fjármálaritara: MR. GCÐMANN IÆVY, 18B Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba. Minnist BETEL í erfðaskróm yðar SELKIRK METAL PRODUCTS - Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hrelnlr. Hitaelnlngar- rör, ný uppfynding. Sparar eldl- viíS, heldur hita frá aö rjáka flt meö reyknum.—Skrifiö, stmlö tll KELLY SVEINSSON 625 Wall St. Winnlpe* Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset Í-44S1 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Dlstributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-5227 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & MET£Í,a51.A£3?^ ct NOTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOID buttons 324 SmUh St. Winnipefl VVHitehall 2-4624 Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnset 3-4890 A. S. BARDAL LTD. funeral home 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um öt- farir. Allur útbönaöur sá beztl. Stofnaö 1894 SPruce 4-7474 PARKER. TALLIN. KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker. Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHitehaU 2-3561 P. T. Guttormsson barrister, solicitor, NOTARY PUBLIC 474 Groin Exehongo Bldg. 167 Lombard Strsot Office WHitchaU 2-4829 Residence 43-3864 Thorvaldson, Eggerison. Bastin & Siringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg Portage and Garry St. WHitehall 2-8291 SPruce 4-7855 J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Brlc Sidlng Vents Installed to Help Ellminate Condensation 632 Slmcoe St. Wlnnlpeg, Man. CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: Res.: SPrnce 4-7451 SPruce 2-3917 Muir's Drug Slore Lid. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FO* 27 YEARS SPruce 4-4422 EUice & Home S. A. Thorarinson Barrister and Solicitor 2nd Floor Crown Trust Hldg. 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-70B1 Res.: 40-6488 FRÁ VINI THE MODEL FUR CO. D. MINUK, PROP. Fur Coats Made To Ordet. Repairing, Remodelling, Relining & Storing, and Sports Wear. Tel. WHitehall 2-6619 Res. JUstice 6-1961 304 Kennedy St. Winnlpeg, Man. Dunwoody Saul Smiih & Company Chartered Accountants WHiiehall 2-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KEJJORA FORT FRANCES - ATIKOKAN The Business Clinic Anna Larusson Office at 207 Atlantic Ave. Phone JU 2-3548 Bookkeeping — Income Tax Insurance dauðinn sé hvarvetna nálæg- ur, hljóður og máttugur. Og alda tímans þokast á- fram á sinni eilífu rás. Við þraukum Þorrann og Góuna, og dagarnir lengjast og birtan eykst. Og þar kemur um síðir, að drottnunarvaldi vetrarins er lokið til fulls. Loksins er veturinn á enda, en blessað vorið heilsar okkur með unaðs legu brosi, álftakvaki og vor- fuglaklið. —Heimilisblaðið Dr. ROBERT BLACK SérfrseÖingur i augna, eyrna, nef og hálssjflkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Office WHitehall 2-S8B1 Res.: 40-3794

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.