Lögberg - 17.10.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 17.10.1957, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. OKTÓBER 1957 Úr borg og bygð Á skrifborði ritstjórans Mr. Jón Ólafsson eldsneytis- sali frá Ekkjufellsseli í Fell- um, skildi þessa vísu nýlega eftir á skrifborði ritstjóra Lögbergs: ' Ef þú stendur storðu á er stormar lífs mín dvína, láttu detta lítið þá ljóð á kistu mína. ☆ í fyrri viku kom hingað til borgarinnar Mr. Elías Elíasson trésmíðameistari frá Van- couver, B.C., en hann dvaldi á Islandi hálfan fimta mánuð í sumar; mestan þann tíma var hann hjá skyldfólki sínu í Reykjavík, þótt hann brygði sér austur til átthaga sinna í Vestur-Skaftafellssýslu; ein- muna veðurblíða ríkti á ís- landi allan þann tíma, er Mr. Elíasson dvaldi þar og varð heimsóknin honum með öllu ógeymanleg; hann skrap norður til Nýja-lslands í heim- sókn til gamalla og nýrra vina, en nú er hann lagður af stað vestur til heimilis síns j Vancouver. ☆ Á miðvikudaginn í fyrri viku leit inn á skrifstofu Lög- bergs hr. Þorgrímur Þor- grímsson stórkaupmaður í Reykjavík, en hann kom vestur um haf hinn 29. sept- ember síðastliðinn í erindum fyrir firma sitt; hann skrapp austur til Kewatin, Ont., en þar er hann frændmargur; faðir hans var Þorgrímur bróðir þeirra Sigurðar og Magnúsar Sigurðsson, sem bú- settir voru í Kewatin; þar eystra á Þorgrímur stórkaup- maður aldurhnigna frænku, frú Ingibjörgu Johnson, og margt annara ættmenna; bað hann Lögberg að flytja frænd- fólki sínu í Kewatin innilegar kveðjur fyrir ástúðlegar við- tökur. ☆ — DÁNARFREGNIR — Hinn 7. þ.m. lézt eftir stutta legu á sjúkrahúsinu í Eriks- dale, Mrs. Sigurbjörg Johnson, kona Einars B. Johnson bónda og kaupmanns að Oak Point; hún var 59 ára að aldri, góð kona og vinsæl; auk manns síns lætur hún eftir sig stóran hóp mannvænlegra barna, einn bróðir John Einarsson, og eina systur, Magnýju Hannes- son, bæði í Winnipeg. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. ☆ Mrs- Jórunn Johnson River- ton, Man. lézt á föstudaginn 94 ára að aldri. Hún minnsti mann sinn Magnús 1915. Hana lifa þrír synir: Jóhannes, Ólafur og Stefán; fimm dætur, Mrs. Matthildur Thorsteinson, Mrs. Maggie Needham, Miss Stefanía Johnson, Mrs. Guð- rún Eyjólfson og Mrs. Jóhanna Smith; 34 barnabörn og 57 barna-barnabörn; ennfremur eina systir Mrs. Matthildi Sveinsson. Útförin var gerð frá lútersku kirkjunni á þriðju daginn. Séra Sigurður Ólafs- MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir son flutti kveðjumál; séra LarSon aðstoðaði. ☆ VEITIÐ ATHYGLI! Stjórnarnefnd Sumarheim- ilisins á Hnausum hefir ákveð- ið að efna til mikillar sam- komu, sem fer fram í sal Uni- tara-kirkjunnar þ. 19. þ.m-, frá 6.30—11 p.m. Þess má geta, að meðal annars verður þar tombóla, þar sem dregið verð- ur um marga fallega og nyt- sama muni. Er fólk beðið að hafa þessa samkomu í huga og gleyma ekki stund né stað. / ☆ ■ Jon Sigurdson I. O. D. E. félagið heldur samkomu í Fyrstu lútersku kirkjunni á föstudagskveldið 25. október. Mrs. Kristín Johnson sýnir þar íslands-myndir sínar, sem eru mjög fagrar. — Auglýst nánar síðar. Frétíir . . . Framhald af bls. 5 KAKÓ-NEYZLAN VAXANDI Kakó-framleiðsla, dreifing vörunnar og neyzla hennar var aðalefni fundar, sem ný- lega var haldinn í Nigeríu. Á fundinum voru samankomnir helztu kaóbauna-framleiðend- ur heimsins. En það var FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem fyrir fundinum gekkst. Það hefir þótt heldur dauft yfir sölumöguleikum á koó á heimsmarkaðinum undanfarin tvö ár, en nú er að sjá sem neyzlan sé að glæðast á ný. Gert er ráð fyrir að kakófram- leiðslan í öllum heiminum (1956—1957) muni nema 925,- 000 smálestum á móti 848,000 smálestum árið sem leið. Aðalframleiðsluaukningin hefir átt sér stað í Nígeríu, Ghana og Brazilíu. Áætlað er að neyzluþörfin í heiminum muni á þessu ári nema 880,000 smálestum, en það er 20% meira en í fyrra. VISSA FYRIR GÓÐUM FULLTRÚA í bæjarstjórn, er að KJÓSA í WARD 2 Stefanik • óhaðvr — farsæll vlðskiftamaður • RAÐIÐ TILi LYKTA byggingu bæjarráðshallar • IÆRKI N SKATTA • I/ÆGRI RAFORKU • BIIjAANING yfir nóttlna MKRKIÐ ATKVÆÐASKÐ II.INN S1 E Fi m ÍIK, William 1 l William B. Fréttir frá Gimli, n. október, 1957 Tólfti september var gleði- dagur á Elliheimilinu Betel, þá komu í heimsókn þangað Dr. V. J- Eylands og eldra kvenfélagið frá Fyrstu lút- ersku kirkjunni í Winnipeg. Eftir að konurnar höfðu borið fram rausnarlegar veitingar, og allir neytt góðgætis eftir getu og lyst, ávarpaði séra John Fullmer gestina og bauð þá velkomna; að því búnu bað hann Dr. Eylands að taka við stjórn. — Dr. Eylands byrjaði með Guðsþjónustu. Mrs. Sigurbjörn Sigurdson, forseti kvenfélagsins, var við hljóðfærið. Eftir hina hugum- kæru íslenzku messugerð, flutti Dr. Eylands skemmti- legt ávarp, kryddað spaugi; næst var íslenzkur söngur, svo fhenti Mrs. Jakobína Nordal eimilinu fallegt prjónað ull- ar-rúmteppi, gjöf frá Jóns Sigurðssonar félaginu. Að endingu þakkaði Miss S. Hjartarson, forstöðukonan, gestunum fyrir komuna og Jóns' Sigurðssonar félgainu fyrir gjöfina. -----0----- Sjöunda þ. m. komu Mr. og Mrs. G. J. Johnson til Gimli með litmyndir, sem Mrs. Johnson hafði tekið á íslandi í sumar, og sýndi hún þær í neðri sal lútersku kirkjunnar- Myndirnar voru ágætar og Mrs. Johnson útlistaði þær greinilega. Samkoman var vel sótt,,þrátt fyrir erfiðar brautir sökum undanfarandi regn- viðra. Gimli Þjóðræknisdeild- in og djáknanefnd lútersku kirkjunnar, þakka Mrs. John- son innilega fyrir að koma með þessar fallegu myndir og þeim hjónum kærlega fyrir komuna. ----0---- Mrs. Steinunn Inge frá Foam Lake, Sask. og dóttir hennar Mrs. Ingibjörg Scyrup frá Winnipeg komu til Gimli 4. þ.m., að heilsa gömlum sveitungum og vinum. ----0---- Ég get ekki sent þessa frétta grein án þess að geta þess um leið, hvað ég er óumræðilega þakklát fyrir að mér var gert mögulegt að fara skemmtiferð til íslands í sumar. Ég þakka Próf. Finnboga Guðmunds- syni, sem einnig ferðaðist með mig að Þingvöllum og margar ferðir um Reykja- víkurborg. Ég þakka öllum, sem ég heimsótti fyrir gest- risni og alúð. Ég þakka Is- landi fyrir fegurðina, veður- blíðuna og sólskinið unaðs- lega. Guð blessi þjóðina og landið um aldir fram. Mrs. Krislín Thorsteinsson Kosin forseti á kennaraþingi Miss Sella Johnson, skóla- stjóri í Árborg (Árdal Col- legiate), var kosin forseti fyrir næsta ár á þingi skólakennara, sem stóð yfir s.l. fimtudag og föstudag í Winnipeg. — 300 kennarar úr tveim umdæm- um (Inspectorates), sóttu þing- ið, en umdæmin ná frá West Kildonan norður fyrir Nýja- Island- ☆ Hefi til sölu nokkur eintök af ljóðasafninu „Kertaljós." Verð $3.50. Jakobína Johnson, 3208 — W. 59th St. Seattle 7, Washington Endurkjósið Paul W. Goodman f BÆJARRAÐ fyrir aðra kjördkild ViSskiptafrömuSur og nágranni i meir en 30 ár. IIAI.DIÐ VIÐ IjIÐI — stjórnarfari heilbrigðrar skj’nsemi. MerkiS kjörseðilinn þannig: Greiðið C. C. F. atkvæði vegna lýðræðislegs bæjorstjórnar fyrirkomulags ENDURKJÓSIÐ í 2. KJÖRDEILD Æfður og ábyggilegur bæjarfulltrúi C. C. F. kosninganefnd 2. kjördeildar Sími SPruce 2-5795

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.