Lögberg - 17.10.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.10.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. OKTÓBER 1957 Lögberg Geflð út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáakrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Maii, Post Office Department, Ottawa WHitchall 3-9931 ____________________________________ Merkisyiðburður í sögu Cartada Svo sem áður hafði verið kunngert, kom Hennar Hátign Elizabeth II Bretadrotning, og þá jafnfratnt drotning Canada í opinbera heimsókn til Ottawa síðastliðinn laugardag ásamt manni sínum, hertoganum af Edinburg; einmuna veður- blíða ríkti allan daginn; höfuðborgin tjaldaði sínu bezta, en auk borgarbúa hafði safnast saman langt að kominn mann- fjöldi svo þúsundum skipti til að fagna hinum tignu gestum, er sakir síns ljúfmannlega viðmóts hrifu hugi þeirra allra, sem í návist þeirra komu, eða sáu blikmynd þeirra í fjarsýn. Á sunnudaginn flutti drotningin faguryrta útvarpsræðu þar sem hún dáði mjög hina margháttuðu þróun canadisku þjóðarinnar og árnaði henni framtíðarheilla; en í megin- dráttum var ræðan helguð samveldisþjóðunum í heild. Minnisstæðastur af öllu minnisstæðu í tilefni af heim- sókn drotningarinnar, verður vafalaust mánudagurinn síðast- liðni, því þá gerðist sá söguríki atburður, að Hennar Hátign setti sambandsþingið og las úr hásæti sínu stjórnarboðskapinn á ensku og frönsku; en hún mun nokkurn veginn jafnvíg á bæði málin; og víst er um það, að hún er fyrsti fullvaldur brezku krúnunnar, sem framkvæmt hefir slíka athöfn í þessu landi. í stjórnarboðskapnum, eða hásætisráðunni, er ávalt vikið að þeim meginmálum, er stjórnin hygst að leggja fyrir þing; að þessu sinni verða slík mál ekki mörg, enda naumast gert ráð fyrir langri þingsetu; einkum verða það kosningaloforðin, sem stjórnin verður að leggja áherzlu á að fá hrundið í framkvæmd; lífeyrir hinna öldruðu þjóðfélagsþegna verður eitthvað hækkaður, sennilega upp í fimmtíu og fimm dollara á mánuði; styrkur til fatlaðra og blindra mun einnig hækka; gert er ráð fyrir, að persónulegur tekjuskattur lækki eitthvað, og bændum verði bætt upp fyrir það korn, er þeir geyma óseljanlegt fram að þessu á jörðum sínum. Núverandi stjórnarflokkur lofaði miklu í kosningunum 10. júní, og er þess að vænta, að ekki standi á efndunum. ★ ★ ★ Viturlegt og maklegt val Frá Osló er símað á mánudaginn, að Hon. Lester B. Pearson, fyrrum utanríkisráðherra canadisku þjóðarinnar, hafi verið sæmdur friðarverðlaunum Nobels fyrir árið, sem nú er að líða; í canadiskum dollurum nemur verðlaunaupp- hæð sú, sem hér um ræðir $40,275.00. Mr. Pearson barst þessi frétt fyrst til eyrna við þingsetningu á mánudaginn og kom hún honum alveg að óvörum; það voru blaðamenn, er fyrstir sögðu honum tíðindin, og virtist hann eiga all örðugt með að átta sig á sannleiksgildi þeirra. Mr. Pearson var frábær námsmaður og hlaut Rhodes verðlaunin til framhaldsnáms í Oxford; hann hefir tekið mik- inn og merkilegan þátt í meðferð utanríkismála þjóðar sinnar og haft jafnframt djúpstæð áhrif á gang heimsmálanna í heild;1 hann var forseti Sameinuðu þjóðanna 1955. Hann var einn af aðalhvatamönnum að stofnun Norður-Atlantshafs- bandalagsins, og þegar alt sýndist á leiðinn í grænan sjó austur í löndum, kom hann því til leiðar, að þangað var send alþjóðalögregla undir forustu Burns hins kunna canadiska herforingja. Svo var til ætlast, að Mr. Pearson yrði fyrsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna, en Rússar útilokuðu slíkt, en fylktu í þess stað liði um Tryggva Lie. Nú þegar vitað er að Rt. Hon. Louis St. Laurent er stað- ráðinn í að láta af forustu Liberalflokksins, er talið nokkurn veginn víst að Mr. Pearson verði eftirmaður hans, og víst er um það, að vel yrði hann drápunnar verður sakir marg- háttaðrar reynslu sinnar á vettvangi stjórnmálanna og fá- gætrar mælsku. Verði það að ráði, að Mr. Pearson veiti verðlaununum persónulega viðtöku fer þar að lútandi athöfn fram hinn 10 desember, þar sem honum verða afhent verðlaunin ásamt heiðurspeningi úr gulli. Hin örsmáu frækorn EKKERT af því, sem grær á jörðinni, er jafntilkomu- mikið og tignarlegt og rauðu trén (sequoias) í Kaliforníu- Hæstu trén þar eru 360 fet á hæð, hærri en nokkur önnur tré. Það er þó ef til vill ekki furðulegast hve stór þau eru, heldur hitt, að þau skuli vera komin upp af svo smáum fræ- kornum, að 122 þúsund þeirra þarf til þess að fylla eitt pund. Þó eru mörg frækorn minni og langt um minni. Þar má t. d. geta um frækorn bómull- ar-víðisins, því að þau eru svo smá og létt, að 3—7 mill- jónir þeirra þarf til þess að vega eitt pund. Það er býsna mikill munur á þessu fræi og fræi kokos- pálmans, — kokushnetunum, sem eru svo þungar að þær mundu geta dauðrotað menn, er þær detta úr tré. Kókos- hnetan er vatnsheld og flýtur, og getur því borizt yfir höf milli fjarlægra landa. Fleyti sjórinn henni svo upp á strönd, þar sem lífsskilyrði eru góð, nemur hún þar land og upp af henni vex nýr pálmi. Mörg frækorn, einkum hin léttu, berast langar leiðir með vindum. önnur, sem þó eru þyngri, eru þannig útbúin af náttúrunnar hendi, að þau geta borizt í loftinu, annað hvort vegna þess að þau eru þunn og flöt, eða þá með nokkurs konar vængjum. Þannig er um fræ af almi og ösp, og geta þau borizt óra- leiðir með vindum. (Skyldi ekki öspin á Austurlandi hafa flutzt þannig til landsins?) Einkennileg eru fræ hezli- viðarins. Þau falla ekki til jarðar líkt og önnur fræ. Meðan þau eru á viðnum, er harður belgur utan um þau, en þegar þau eru fullþroskuð, springur þessi belgur og um leið þeytast fræin langar leið- ir eins og þeim væri skotið. Mörg fræ vaxa innan'í æt- um ávöxtum sem fuglar sækj- ast eftir. Þessum fræum gerir það ekkert til þótt þau fari í gegnum meltingarfæri fugl- anna, en fuglarnir bera þau út um allt og hjálpa þannig teg- undinni til að breiðast út. Þanni ger t. d. með kirsiberin. Innan í þeim er fræ, sem er hart eins og steinn, og vinna meltingarfæri fugla ekkert á því. Sum tré bera fræ innan í ávöxtum, sem eru óætir bæði mönnum og skepnum fyrr en þeir eru fullþroska- Sumir slíkir ávextir verða meira að segja að frjósa, áður en þeir séu ætir. önnur tré bera fræ sín í ávöxtum, sem eru með broddum þannig að ekki er fýsilegt að lesa þá. En þegar þessir ávextir eru fullþroska, eru þeir hið mesta sælgæti. Fræ víðitegundanna eru mjög smá og létt, svo að allt að 5 milljónum þeirra fer í pundið. Þau eru loðin og ber- ast því langar leiðir með vindum. Sumar bjarkartegundir bera mjög lítil og létt fræ, svo að 1—2 milljónir þeirra fara í pundið. Svo er um hvítbirkið í Evrópu og grábirkið í Ameríku. Mikill munur er á stærð fræa á trjám af sama kyn- stofni, og má þar nefna greni og furu. Af rauðfuru fara um 6000 fræ í pundið, en af bal- samfurunni í Asíu fara 60,000 fræ í pundið. Af norsku greni fara að meðaltali 47,000 fræ í pundið, en af svartgreninu (jólatrjánum) fara um 510,000 Um Stephan G. Fyrir rétt þrjátíu árum komst ég þannig að orði (Heimskr., Okt. 1927) um Stephan G., þá nýlega dáinn: ". . . This was his great gift, that words obeyed him. He could flog the dullest word into action and wild music, squeezing it to say that which it WOULD not say, and freighting it with a meaning of which it seemed incapable. AncL because he could do this, he could bring out the proportions and inner meaning of whatever he touched, whether he chose to use a feather duster or lancet; and he could use either with equal deft- ness. Wherefore he is a mine of ins.piration and a hefty tone of learning to whomsoever will sit at his feet, if only the heart be humble.” • Á þeim þrjátíu árum síðan þetta var ritað hefi ég kynnst verkum Stephans nokkuð betur, lesið mest ef ekki allt, sem hann lét eftir sig á prenti. Hefur sú frekari kynning alls ekki dregið úr þeirri aðdáun á honum sem ríkti hjá mér þá. En eins og með öðrum skáld- um bera sum kvæði Stephans af öðrum, bæði að efni og orða vali, og eins og skáldum er títt, kvað hann of mikið. Nokkur stórverk>í Andvökum mættú vel missa sig án þess að rýra gildi skáldsins, þótt í öll- um sé mælikvarðinn á háu stigi. Svo þýður og viðkvæmur sem hann gat verið, þegar skap hans snerist á þá sveifina, eins og í „Við verkalok,“ er hann einna hreifastur í heims- ádeilu-kvæðum sínum. í þeim er orðaval hans á stundum svo napurt og skerandi, kald- hæðnin svo bitur, að það er sem hörkufrosts norðanvindur standi á efnið, sem hann deilir á. Aðeins stórskáldi er heimilt að vera svo stuttorður en segja þó svo mikið. í einu þessu heimsádeilu kvæði hans, „Kölski í skán- inni,“ segir hann frá einni viðureign þeirra Sæmundar (fróða) og Kölska, en þeir áttu oft í brösum saman, Kölski að leitast við að ná Sæmundi á sitt vald, en Sæmundur herkkjóttur og hafði jafnan betur í þeim leik, með hjálp Grallarans. í þessu kvæði er skýrt frá viðureign þeirra, þegar Kölski Framhald á bls. 5 fræ í pundið. En af Pinvon- pine, sem skylt er furu og greni, og ber hina löstætustu ávexti, fara ekki nema um 1200 þur fræ í pundið. Annað afbrigði, sem nefnist Torrey- pine og vex í sunnanverðri Kaliforníu, ber fræ sem eru svo þung, að ekki fara nema 400 í pundið. Til samanburðar má svo nefna Jack-pine, sem vex aðallega við vötnin miklu í Bandaríkjunum, en fræ þess eru svo létt að 125,000—250,000 fara í pundið. Af hvítgreninu ameríska fara 27,000 fræ i pundið, en af rauðgreninu sem einnig er nefnt norskt greni þar í landi og mest er notað til gróðursetningar) fara 52,000 fræ í pundið. Langflest tré eru vaxin upp af fræum. Það er því eðli- legt að skógræktarmenn leggi mikið kapp á, að auka sem mest þekkingu sína á fræjun- um og meðferð þeirra. — Þroskuðustu og stærstu fræ hverrar tegundar eru bezt til sáningar, því að upp af þeim vaxa stærstu trén. Það er því vandasamt starf að velja úr beztu fræin. —Lesb. Mbl- ADDITIONS lo Betel Building Fund Miss Bergljót Johnson, Arborg, Manitoba $50.00 -----------0--- Baldur Lutheran Ladies Aid, Baldur Manitoba / $75.00 -----------0--- Mr- & Mrs. I. Björnsson, 1077 Spruce Street, Winnipeg, Man. $10.00 "Betel"$205,000.00 Building Campaign Fund —180 Make your donatlous to the "Betel" Campalgn Fund. 123 Prlnceas Street, Wlnnlpeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.