Lögberg - 24.10.1957, Side 1
70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 24. OKTÓBER 1957 NÚMER 43
Kirkjur á íslandi
Þegar eftir að kristni var
lögtekin á landi hér, tóku
höfðingjar og efnaðir bændur
að reisa kirkjur á bæjum sín-
um, en minni bændur reistu
bænhús.
Þrjár ástæður einkum urðu
þess valdandi, að hraðað var
byggingum þessara guðshúsa.
Sú fyrsta, að heitið var hverj-
um manni vist í himnaríki
fyrir svo marga menn, er stað-
ið gætu í kirkju þeirri, er
hann léti gjöra. Önnur sú, að*
guðshúsið var griðastaður, s.vo
að þar mátti eigi taka seka
menn, og var þetta mikið hag-
ræði á þeim róstutímum, er
yfir landið gengu á fyrstu
öldum kristninnar.
Þriðja ástæðan var sú, að
samkvæmt kristnum lögum
skyldi hvern mann grafa í
vígðum reit. Fyrir kristitöku
hafa menn verið dysjaðir í
nánd við bæjina og sennilega
til þess ætlaður sérstakur
reitur- Hafa menn eðlilega
kosið, eftir kristnitökuna, að
mega jarða menn svo sem
þangað til hjá feðrum sínum
og mæðrum, enda erfiðleikum
bundið að flytja menn um
langan veg til greftrunar,
bæði vegna vegleysu og þess
að hentugan umbúnað skorti
um líkin.
Að vísu mun greftrun að
hálfkirkjum og bænhúsum
ekki hafa verið heimil sam-
kvæmt ströngustu kirkjulög-
um. Eigi að síður bendir
margt til þess, að menn hafi
verið greftraðir við bænhúsin,
enda umhverfis þau venjulega
girtur reitur. Hafa á síðari ár-
um fundizt mannabein í jörðu
á þeim bæjum, þar sem bæn-
húsin stóðu til forna.
Til dæmis um það, hve
kirkjubyggingum hér miðaði
ört áfram, má geta þess, að
um 1200 telur Páll biskup
Jónsson upp 220 kirkjur í Skál
holtsbiskupsdæmi, og nefnir
hann þó þær kirkjur einar, er
presta þurfti til að fá, þ. e. a. s.
kirkjur, þar sem jafnframt
var prestssetur á kirkjustaðn-
um eða í sókninni. Þess utan
voru allar útkirkjur, hálf-
kirkjur, er sungið var á annan
hvern dag helgan, fjórðunga-
kirkjur og bænhús.
Eftir 1200 fjölgaði kirkjum
enn nokkuð í landinu. Gísli
biskup Jónsson telur um 1570
um það bil 340 kirkjur í Skál-
holtsbiskupsdæmi, en af þeim
voru ríflega 100 aðeins hálf-
kirkjur eða fjórðungakirkjur,
svo höfuðkirkjum hefir eigi
fjölgað nema um ca. 20 á tíma-
að fornu og nýju
bilinu frá 1200—1570. í Hóla-
biskupsdæmi eru 1461 taldar
110 grafkirkjur. En hálfkirkj-
ur og fjórðungskirkjur hafa
þar verið ríflega 90.
Um siðaskiptin má ætla, að
hér á landi hafi því verið um
350 alkirkjur, en hálfkirkjur
og fjórðungakirkjur sem næst
195, eða kirkjur alls um 545.
Bænhús voru miklu fleiri en
kirkjurnar.
Eftir siðaskiptin var þegar
tekið að leggja áherzlu á það
af konungavaldinu danska, að
fækka kirkjunum í landinu og
þá einkum hálfkirkjum og
bænhúsum. Lýsir konungur
yfir því sem vilja sínum í
bréfi 16. apríl 1556, að hætta
skuli með öllu að hafa guðs-
þjónustur um hönd í hinum
smærri kirkjum (kapellum)
þ. e- hálfkirkjum og fjórðunga
kirkjum.
Eftir þetta taka hálfkirkjur
og bænhús að hverfa úr sög-
unni. Sumar eru niður lagðar
með konungsbréfum, en flest-
ar hverfa þegjandi og hljóða-
laust. I jarðarbók Árna Magn-
ússonar í byrjun 18. aldar er
að vísu getið hálfkirkna ' og
bænhúsa á mörgum jörðum,
en flest eru þessi hús þá úr
sögunni fyrir löngu, og minn-
ing þeirra lifir aðeins eftir í
hugum fólksins.
Árið 1748 eru prestaköll
landsins aðeins talin 190 og
kirkjur alls um 320. Árið 1880
eru prestaköllin með lögum
ákveðin 141, og kirkjur eru þá
samtals 291. Með lögum 1907
um skipun prestakalla er
prestum fækkað í 105, en
kirkjur eru þá 277. Með lög-
um 1952 er tala presta 116 en
sóknir 285. Síðan hefir prest-
um verið fjölgað um 1, heimild
veitt til þess að ráða auka-
prest, sóknum fjölgað um 1,
en tvær lagzt í auðn, svo að
nú eru kirkjusóknir í landinu
284. Kirkjur eru nú alls 275 og
að auki tvær kapellur við
skólahús, fjórar kapellur aðrar
og fjögur bænhús, eða samtals
285. Þar af eru kirkjur í bygg-
ingu, en ennþá óvígðar sex.
Flestar íslenzku kirkjurnar
voru torfkirkjur. Þó voru
timburkirkjur á hinum stærri
og ríkari stöðum, og hafa
sennilega verið fleiri en al-
menn hefir talið verið. Torf-
kirkjurnar voru upphaflega
tjaldaðar innan með dúkum,
en seinna varð algengast, að
að þær voru þiljaðar innan og
með fjalagólfi. Nú eru aðeins
Framhald á bls. 4
Atvika vísur
Eftir PÁLMA
Úr bréfi
Styx ef finst þér voði vað,
veldu hald á taumnum:
Trúin finnur ferjustað
fyrir þig, úr straumnum.
Ekki öllu lokið
Hafirðu tapað hörku og þrótt,
horfinn marki gefnu;
það er ekki ennþá nótt, —
enn má halda stefnu.
Öll eru lífsins einka ljóð,
ölduföll og lyfting,
þar er líka fjara og flóð,
flæðarmála skifting.
í March
Oft í March er dvölin dauf,
— dagar skugga-vaka,
samt eru að spretta lítil lauf
lyngs, í gegnum klaka.
Listgildi
Margt er bogið saman sett,
svo má rökum snúa:
öfgarnar sér eiga rétt
ef — menn kunna að ljúga.
%
Sannleikann oft tæpan tel,
trúa þó ég skyldi:
Þeim sem ljúga lista vel
lygin hefir gildi!
íslenzkan
Tungan mín er spakmálsspök,
spaugs, og dýrra fræða:
Því eru hennar tölla-tök
töfrar beztu kvæða.
----0----
Æskuvinur minn, Gísli frá
Eiríksstöðum, skáld, sendi mér
tvær eftirfarandi vísur:
Brátt mun haldið hinsta skeið,
heims frá kalda blaki.
Gegnum aldir lýsir leið
ljós, að tjalda baki.
Ytri gögnin eyðast flest,
almenn sögn ei dylur.
Innri fögnuð myndar mest
margt, sem þögnin hylur.
Ég svaraði:
Endur-kynda atvik ný,
oft sem hindrun brjálar,
fornar myndir máðar í
minnis-lindum sálar.
Margt að gagni gleymskan á
geymt, í sagna hjúpi:
Lífið fagnar litum frá
ljósi í þagnar djúpi.
----0----
Úr brófi iil Valdimars
Björnson
Alt þér lýsi auðnu skraut,
andans vísdóms sjóða;
heilla dísir bendi braut
Baldri Islands góða.
Sæmdur norsku*
heiðursmerki
Blöð í Grand Forks fluttu ný-
lega þá frétt, samkvæmt til-
kynningu frá norska ræðis-
manninum í Fargo, N. Dak.,
að dr. Richard Beck hafi
verið sæmdur heiðursmerki
(“Medal of Merrit”) Allsherar-
Sambands Norðmanna (Nord-
manns-Forbundet) í Osló, sem
hefir deildir og félagsfólk víða
um lönd. '
Heiðursmerkið, sem er silf-
urpeningur, var gert í tilefni
af 50 ára' afAæli Sambandsins
í júní, og segir í meðfylgjandi
útnefningarskjali, að Sa'm-
bandið vilji með þeim hætti
votta móttakanda þökk fyrir
virkan áhuga á málefnum þess
og störf í þágu þess.
Hefir dr. Beck í meir en
áratug verið fulltrúi þess í
Grand Forks og unnið önnur
S'þrf í þarfir þess. Hann hefir
eihnig ritað ýmsár greinar í
mánaðarrit þess, meðal annars
um ísland og íslenzk efrji. For-
maður Sambandsins ui*langt
skeið var hinn kunni stjórn-
málaskörungur Norðmanna,
dr- C. J. Hambro, en núver-
andi formaður er dr. phil.
Jacob S. Worm-Muller, pró-
fessor í sagnfræði við háskól-
ann í Osló og þekktur fræði-
maður.
57 ára
hjúskaparafmæli
Þann 15. september s.l. áttu
þau mætu hjón Benedikt og
Rögnvaldína Kristjánsson að
Winnipegosis, Man., 57 ára
hjúskaparafmæli. í tilefni þess
safnaðist fjölskyldulið og vin-
ir saman til að samfagna þeim.
Þau fluttust til þessa lands
sumarið 1893 og urðu þá sam-
skipa; gengu í hjónaband sjö
árum síðar. Þau stofnuðu fyrst
bú að Árnesi í Nýja-lslandi;
fluttust síðan'til Bay End í
Ashern-héraði, en síðan 1930
hafa þau átt heima að Win-
nipegosis. Þeim varð tólf
barna auðið og dó eitt í æsku,
en hin eru: Ólöf (Mrs. Ander-
son) 1 Chicago; Matthías bú-
settur 'í Winnipeg; Kristján;
Thorarinn, Victor, Björn,
Walter, Haroldur og Árni,
allir til heimilis í Winnipeg-
osis; Thorgerður (Mrs. Brown)
og Guðrún, báðar í Winnipeg-
osis. Barnabörnin eru orðin 13.
Lögberg árnar Mr. og Mrs.
Kristjánsson heilla.
AUGLÝSING
um kvöldnámskeið
í íslenzku
Kvöldnámskeið í íslenzku
hófust s.l. mánud., 21. okt-
Kennslu verður þannig hag-
að, að nemendum verður
skipt í tvo flokka. í öðrum
flokknum verða þeir, sem eru
algjörir byrjendur í málinu,
en í hinum flokknum þeir,
sem þegar hafa nokkra undir-
stöðu. Kennsla fer fram í
fundarherbergi stjórnarnefnd-
ar Þjóðræknisfélagsins í Jóns
Bjarnasonar skóla.
Þeir, sefh hafa hug á að taka
þátt í námskeiðinu, eru beðnir
að hringja til undirritaðs eftir
kl. 7 á kvöldin.
Haraldur Bessason,
1430 Pembina Hwy,
Sími 42-7712.
Ótryggur
næturstaður
Sölumaður nokkur héðan úr
Reykjavík lenti fyrir nokkr-
um dögum í ævintýri, er hann
kom til Patreksfjarðar. Sölu-
maðurinri var ferðlúinn er
hann kom í fjörðinn og ætlaði
að láta fyrirberast í bíl sínum
um nóttina, en í honum hafði
hann legubekk, sem hann
hugðist sofa á- Sölumaðurinn
vildi hafa svefnfrið og ók þess
vegna út af veginum eftir
sandfláka, unz honum fannst
hann vera kominn nógu langt
til þess að geta sofið óáreittur.
Segir nú ekki frekar af sölu-
manninum, fyrr en hann hafði
sofið værum blundi í nokkra
klukkutíma og vaknaði upp
við vondan draum.
Var þá legubekkurinn á
floti, og er sölumaðurinn leit
í kringum sig, sá hann að hann
var kominn langt út á sjó!!
Rann þá upp ljós fyrir mann-
inum — hann hafði valið sér
náttstað í fjörunni, en nú var
komið háflæði. Ekki gat hann
ekið bifreiðinni til lands og
afklæddist því og lagðist til
sunds.
Er til lands kom, hitti hann
brátt menn, sem vísuðu hon-
um til bæjar þar sem hann
fékk aðhlynningu eftir volkið.
Bíl sölumannsins var síðan
náð í land á fjörunni.
Maðurinn seldi kaffi, sykur
og fleira, sem eyðilagðist allt.
—Mbl., 22. ágúst