Lögberg - 24.10.1957, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. OKTÓBER 1957
5
rwwwwwwwww
r r
/UiLGAM/iL
IWENNA
Ritstióri: INGIBJÖRG JÓNSSON
BRÉF UM DULARFULL FYRIRBRIGÐI
Poini Roberis, Wash.
Theodore Roosevelt og Emile Walters
Kæra Mrs. E. P. Jónsson:
Nú í dag kom Lögberg fyrir
3. okt., og af því ég sá þar
grein um dularfull fyrirbrigði
þá datt mér í hug að senda
þér frásögn um þrjú atvik,
sem komið hafa fyrir mig.
Það fyrsta var vorið 1900.
Ég var þá nýkomin að Stór-
ólfshvoli í Rangárvallasýslu
austan frá Vík í Mýrdal, og
vorum við fjórar stúlkurnar
að ljúka við að raka eða sem
kallað er að hreinsa brekk-
urnar í fjallinu, og vorum við
búnar nokkru fyrir kaffitíma.
Við vorum örstutt frá bænum
og ætluðum að sitja í laut í
brekkunni þar til kallað væri
í kaffið. Hlupu stúlkurnar
heim að sækja prjónana, en ég
settist 1 lautina, því að ég
hafði enga prjóna til að taka í.
Ég heyrði allt í einu lágt tal
og leit upp í fjallið. Þar var
afar-stór steinn og við hann
voru tvö börn, á að gizka 4 og
6 ára — drengur og stúlka.
Þau voru að dunda við stein-
inn. Bæði höfðu gult hár í
löngum krullum; drengurinn
var í bláum fötum en telpan
í rauðum kjól — Ég horfði á
þau góða stund, svo heyrði ég
að stúlkurnar voru að koma
heiman frá bænum og leit til
þeirra, en þegar ég leit aftur
til barnanna, þá voru þau bæði
horfin. Ég fór upp að steinin-
um og gekk í kringum hann,
en sá þau ekki, og aldrei síðan.
En það sem mér fannst svo
einkennilegt var, að drengur-
inn hafði langar krullur eins
og telpan; ég hafði ekki séð
það fyrr.
Annað atvik kom fyrir hér á
tanganum fyrir mörgum ár-
um. Normans-hjónin, Jóhann
og Ásta sál., voru stödd hér í
húsinu mínu og við vorum í
eldhúsinu að drekka kaffi um
kvöldið og sátum. og vorum að
tala saman við borðið. Allt í
einu heyrðum við háan smell
eins og eitthvað hefði brotnað-
Við þutum upp og leituðum
hvort nokkuð hefði dottið og
brotnað, en fundum ekkert.
Svo settumst við aftur við
borðið, þá tók ég eftir. köku-
disk, sem á borðinu var með
smákökum; hann var klofinn
í tvennt. Enginn hafði hreyft
hann; hann bara lá þar í
tveimur pörtum. Hann var úr
litgleri.
Svo er það síðasta, sem kom
fyrir mig í júlí fyrir tveimur
árum síðan. Það var 2. júlí
1955, að ég skrifaði bréf til
vinkonu minnar í Califomia
og fór með það út í póst-
kassann, sem er við brautina
rétt við hliðið mitt, en þegar
ég kom að kassanum var póst-
urinn búinn að koma þangað
(pósturinn er keyrður í kring
'hér). Ég fór svo inn með bréfið
aftur og lét það á vísan stað í
eldhúsinu, því þetta var laug-
ardagur. Svo kom sunnudag-
urinn og þá kom enginn póst-
ur; svo mánudagurinn 4. júlí,
sem er okkar helgidagur, og
því enginn póstur. Svo á
þriðjudaginn ætla ég að fara
með bréfið út í póstkassann,
en fann það þá hvergi og þótti
mér þetta afarskrítið, svo ég
skrifaði vinkonu minni strax
og bað hana, ef hún fengi ein-
hvern tíma bréf frá mér skrif-
að 2. júlí 1955, að láta mig
vita um það. Eftir 2 til 3 daga
fékk ég bréf frá henni og sagð-
ist hún hafa fengið bréf póst-
að á Point Roberts 2. júlí,
sama daginn og ég skrifaði
það og varð of sein með það í
póstkassann. Enginn gat hafa
tekið það vestur á pósthúsið,
því enginn kom og Jóhann
sonur minn var ekki heima,
svo ég var ein í húsinu.
En daginn áður eða 4. júlí
var drengurinn minn heima
svo hann tók mig út í bíl sín-
um í kring á tanganum. Þegar
við komum heim og vorum að
aka inn um hliðið kom maður
fram með húshliðinni að vest-
an og gekk hratt fram hjá
okkur og leit ekki á okkur;
horfði beint fram. Ég hélt að
það væri maður, sem Joe
hefði stuttu áður selt flutnings
bíl — Truck, og að hann vant-
aði að fá stykki úr gömlum
Ford-bíl, sem við áttum. Svo
ég sagði við Joe: „Hann hefir
þá farið að hjálpa sér sjálfur,
þegar þú varst ekki heima.“
„Hver?“ sagði Joe.
„Sástu ekki manninn, sem
gekk fram hjá bílnum?“
spurði ég.
„Nei, ég sá engan,“ svaraði
hann.
Þetta fannst mér dularfult.
Og þessi maður hafði ekki
komið meðan við vorum í
burtu, því að hann kom seinna
til að sækja stykki úr Ford-
bílnum fyrir flutningsbílinn
sinn.
Hvað finnst þér um þetta?
Ég hef alltaf trúað því, að
huldufólk væri til og þess
vegna held ég að þetta sé
huldufólk, sem ég hefi séð við
og við, en ég ætla ekki að
setja fleira niður af þessu, ég
fer ekki lengra út í þgssa
sálma.
Ég vil að síðustu óska ykkur
alls hins bezta og einnig Lög-
bergi; vil ég óska að það komi
Þann 27. október 1958 verða
liðin hundrað ár frá fæðingu
Theodore Roosevelt, hins
mikilhæfa Bandaríkjaforseta.
Hefir þegar verið hafinn
undirbúningur til þess að
minnast hans á margvíslegan
og virðulegan hátt strax og
afmælisárið hefst, n.k. sunnu-
dag. Lögbergi barst nýlega
Dæklingur um ráðagerðir
nefndarinnar. Verður meðal
annars lokið við listigarðinn,
Theodore Roosevelt Memorial
Park, í Norður-Dakota, en
hann er á svæðinu þar sem
Roosevelt fékkst við gripa-
rækt á yngri árum og varð
foringi í því að koma á lögum
og reglu í þessum nýbyggðum
North Dakota Badlands.
Emile Walters listmálari
hefir gert málverk af þessum
fornu bækistöðvum Roose-
velts og prýðir mynd af því
málverlci þennan bækling. —
Emile Walters var frá barn-
æsku mikill aðdáandi Theo-
dores Roosevelts. Árið 1917
var hann eystra að læra hjá
Louis C. Tiffany; hafði fengið
námsstyrk til þess. Þá fór
hann að mála umhverfi Saga-
more Hill, en þar var þá
heimili Roosevelts fjölskyld-
unnar. Einn daginn komu
Roosevelts hjónin til hans þar
sem hann var að mála. Hinn
ungi málari, sem var fremur
feiminn í þá daga, féll næstum
í stafi við óvænta návist þessa
átrúnaðargoðs síns.
„Hvaðan ert þú, drengur
minn?“ spurði Mr. Roosevelt.
„Norður Dakota.“
„Norður Dakota, þetta land
afskaplegra sumarhita og níst-
andi vetrarkulda — kjark-
mikils fólks, sem aldrei lætur
bugast. Hverir voru foreldrar
þínir?“
„Þau voru innflytjendur frá
Islandi. Ég var fæddur í Win-
nipeg, en fluttist til Norður
Dakota barn að aldri eftir að
faðir minn dó.“
„Island! ísland! Land forn-
sagnanna. Hefir þú lesið þær?“
„Já, ég er sérstaklega hrif-
inn af Grettis sögu.“
„Það er ég nú líka, en mér
þykir þó sérstaklega vænt um
hinn frækna, óstýriláta mann,
Gísla Súrsson, ég held ég sé
-eitthvað í ætt við hann.“
Emili Walters málaði mikið
umhverfis Sagamore Hill þetta
haust; Mrs. Roosevelt settist
oft hjá honum með prjóna
sína, þar sem hann var að
mála; lagði honum mörg góð
sem lengst til mín. Ég bíð eftir
því með óþreyju og verð fyrir
miklum vonbrigðum, þegar
það kemur ekki heilu vikuna,
sem stundum kemur fyrir.
Mér líkar sagan afarvel; hún
er svo hjartanleg, íslenzk og
eðlileg. Fyrirgefðu nú allt
masið og verið í guðs friði,
kæru hjón.
Með vinsemd,
Solveig Jóhannsson
ráð og talaði í hann kjark að
ryðja sér veg á listasviðinu.
Eitt kunnasta málverk hans er
frá þessu tímabili, “Roose-
velt’s Haunt—Early Autumn,”
sem nú hangir í National Fine
Arts Collection, Smithsonian
Institution, Washington, D.C.
Tuttugu árum síðar 1937 mál-
aði hann fyrrgreinda mynd,
sem nú prýðir bæklinginn um
aldarafmæli Theodore Roose-
velts.
Til gamans má geta þess, að
K.N. gaf Emile Walters
Grettis sögu þegar hann var
barn í Garðar. Var K.N.,
sem kunnugt er, mjög barn-
góður. Minnist listmálarinn
hans jafnan með miklu þakk-
læti og virðingu. Þetta var
fyrsta bókin, sem hann eign-
aðist og lærði hann af henni
íslenzku, las hana spjaldana á
milli þar til hann kunni sög-
una næstum utanbókar. Var
því engin furða þótt hann
fengi mikið uppáhald á sögu-
hetjunni Gretti, og væri oft
að leika hann sem barn, eins
Dánarfregn
Mrs. Karítas Skafel, 93 ára
að aldri, lézt á sjúkrahúsinu í
Foam Lake, Sask. 29. nóv.
1956 eftir langa legu. — Hún
hafði misst mann sinn, Jón J.
Skafel í október 1955.
Karítas sál. var fædd á
Meðallandi í Vestur-Skafta-
fellssýslu 17. ágúst 1863. Árið
1901 flutti hún með manni
sínum og þrem sonum til
Vesturheims. Settust þau að í
West-Selkirk, en fluttu al-
farin þaðan til Vatnabyggða
í Saskatchewan 1906. Reistu
þau bú á heimilisréttarlandi
nálægt Mozart og bjuggu þar
í fjölda mörg ár. Móður sína
syrgja þrír synir og eih dóttir,
(yngri dóttur sína hafði hún
misst á æskuárum), Dr. Einar,
Brandon, Man., Guðlaugur,
Foam Lake, Sask., Magnús,
Mozart, Sask-, og Jónína,
Victoria, B.C.. — Útförin var
gerð frá Mozart og var hin
látna lögð til hvíldar í Mozart
grafreit við hlið manns síns,
sem fyr var látinn.
Blessuð sé minning hennar.
Reykjavíkurblöð beðin að
birta. —E. J. S.
og svo margir íslenzkir dreng-
ir hafa gert síðan þetta lista-
verk var fært í letur. Hafði
kynning hans af þessum
tveimur hetjum, Gretti Ás-
mundarsyni og Theodore
Roosevelt, heillarík áhrif á
listaferil hans.
Skuggsjá
KUMKUM kallast lítiíl,
rauður eða jafnvel svartur
blettur, sem indverskar konur
bera oft á miðju enninu- Hann
er ekki, eins og margir halda,
merki um þjóðfélagsstétt kon-
unnar, heldur er hann ætlaður
til að auka á fegurð hennar og
yndisþokka. Upphaflega var
hann aðeins notaður í veizl-
um eða við hátíðleg tækifæri,
en nú á tímum bera margar
konur hann deglega.
* * *
Koutoubia-byggingin í Mar-
rakesh í Norður-Afríku er
einn þeirra staða, þar sem
prestar Múhameðstrúarmanna
kalla menn til bæna á hinum
fastákveðnu bænastundum, en
frá turni þeirrar byggingar fá
samt ekki aðrir en blindir
prestar að kalla til bæna.
Ástæðan til þess er sú, að
byggingin er miklu hærri en
öll önnur hús í borginni, svo
að sjáandi prestur mundi auð-
veldlega sjá þaðan inn í fjöl-
mörg kvennabúr.
* * *
Samkvæmt óskum kvenfé-
laga í Englandi hefur enska
þingið numið úr gildi 200 ára
gömul lög, sem bönnuðu eigin
mönnum að berja konur sínar
frá kl. 9 að kvöldi til kl. 6 að
morgni. Sé rökrétt á málið
litið, virðist því eiginmönnum
þar vera heimilt að leggja
líkamlegar refsingar á konur
sínar hvenær sem er á sólar-
hringnum!
* * *
Fyrir dómstólana ' koma
margar furðulegar skaðabóta-
kröfur. Maður einn í Birming-
ham fékk 130,000 króna skaða-
bætur vegna varanlegra af-
leiðinga af meiðslum, sem
hann hlaut í umferðaslysi.
Kröfu sína byggði hann á því,
að hann hefði misst alla til-
finningu í efri vörinni við
slysið, svo að hann hefði ekki
lengur fulla unun af því, að
kona hans byði honum góðan
daginn með kossi.
What is the
COMMUNITY CHEST
It is an organizalion founded in 1921 by
the citizens of Winnipeg in order to ef-
ficiently finance charitable organizations
or agencies and to reduce these organiza-
tion's regular appeal for funds.
This year the COMMUNITY CHEST is
making one appeal to you on behalf of 37
such community and charilable agencies,
which otherwise would make 37 individual
appeals. Now is the time lo
GIVE YOUR FAIR SHARE
when the volunleer calls on you.