Lögberg - 24.10.1957, Síða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. OKTÓBER 1957
7
Um svefn dýranna
Górillan gerir sér undirsæng — Fílinn dreymir, og hann
hrýiur — Kanínan sefur í dúrum — Vainahesturinn
sefur á sundi.
KÓBRA-SLANGAN vaknar
um hádegisbilið, en fer
aftur að sofa klukkan tvö, og
sefur svo til næsta hádegis án
þess að rumska. Kanína tekur
sér blund 16—20 sinnum á
sólarhring, og sefur í dúrum,
sem eru frá 12 mínútum upp
í 1 Vi klukkustund. Sagt er um
söngþröstinn, að hann sé 9
stundir á ferli á daginn á vet-
urna, og sofi þá 15 stundir.
Hins vegar sé hann á ferli á
sumrin frá kl. 2 að morgni til
kl. 9% að kvöldi. Margir fugl-
ar rjúka upp úr fasta svefni,
glaðvakandi, ef hætta er á
ferðum að þeirra áliti, en fugl
sem á heima í Ástralíu, og
nefndur er Froskmunni, sefur
svo fast, að það má lyfta hon-
um af greininni, sem hann
sefur á, án þess að hann vakni.
Sumum unglutegundum, sem
eru í næstu löndum, má ganga
að sofandi, lyfta upp og setja
niður aftur, án þess að þær
vakni.
Af þessu má sjá, á hve
margvíslegan hátt fuglár sofa,
og á það við eins um aðrar
skepnur. Viltar dúfur sofa oft
margar nætur á sama stað, í
sama tré, og á sömu grein.
Mun þetta stafa af því hvað
dúfur eru geysilega vel fleyg-
ar, og munar því ekkert um
að fljúga langt til þeirra
svæða, sem þær hafa nóg að
borða. Þær þurfa því ekki að
skipta svo oft um næturstað-
Öðru máli gegnir um dýr eins
og górilluna, — mannapann
stóra. Velur hann sér nætur-
stað nálega hvert kvöld, þó
hann búi ávallt vel um sig,
og er það flatsæng, búin til úr
greinum og laufi, venjulega
undir lútandi greinum, svo
þéttum, að þær halda regni.
Venjulega sefur fullorðið
karldýr í sæng, sem er við
rætur trés, en kvendýr og
unglingar uppi í trénu. Stund
um gerir kvengórillan yngsta
barni sínu beð við hlið á rúmi
hennar en stálpaðir górillu-
unglingar búa um sig hér og
þar í trénu. Evrópu-kona ein
er ritað hefur endurminningar
sínar frá Afríku, segist hafa
lagt sig í rúm kvengórillu, og
segir að sér hafi þótt það mjög
þægilegt, og að hún myndi
hafa sofið í einum dúr ti!
morguns, ef hún hefði verið
viss um að eigandinn kæmi
ekki aftur.
Górillur liggja á bakinu er
þær sofa og halda höndunum
upp fyrir sig — hafa lófana
undir hnakkanum. Veiðimað-
ur, sem kom að tré, þar sem
tíu eða tuttugu górillur sváfu,
hafði sig þegar í stað á brott,
og tókst það, án þess að dýrin
vöknuðu. Taldi sig hafa verið
heppinn þá, því aldrei yrði
górillan verri en þegar hún
væri snögglega vakin upp um
nótt heima hjá sér.
Aðalfæða górillunnar er
pálmablöð og bambusblöð,
sem eru ennþá hvít, en rétt
komin að því að breiðast út.
Dn af því fullorðinn górillu-
api þarf mikið að borða, þarf
lann að fara yfir stórt svæði
hverjum degi, til þess að
finna nóg af þessum kjarna-
Dlöðum. En hann er að kvöldi
cominn svo langt irá nætur-
staðnum, að haiín vill heldur
gera sér nýtt heimili, en að
snúa aftur þangað sem hann
var kvöldið áður.
Við snúum okkur nú að
öðrum af stóru mannöpunum,
órang-útansins, sem á heima í
Austur-Indíum. (Górillan er í
Afríku). Hann gerir sér legu-
stað hátt uppi í tré, oft í 13 eða
14 stiku hæð. Helzt velur hann
sér stað á greinum, sem eru
rétt undir nokkrum þéttlaufg-
uðum greinum, bæði af því að
þar getur hann verið í friði
fyrir ertni minni apanna, og
verið þar, þótt töluvert rigni.
Legustaðurinn er fram undir
tvær stikur í þvermál, og yfir-
borð lárétt og jafnt. Heim-
kynni órang-útansins eru á
gróðursælli stöðum, en (nú-
verandi) heimkynni górill-
unnar, sem eru hærra yfir
sjávarmál. Órang-útaninn þarf
því ekki að leita fæðunnar
yfir jafn stórt svæði, eins og
frændi hans í Afríku. Hann er
því marga sólarhringa á sama
næturstað; en sagt er, að þeg-
ar laufið skrælni í rúmi hans,
geri hann sér annað, og flytji
sig þá líka til.
Maður, sem var að útvega
dýrasöfnum órang-útan-ham,
segir að apar þessir sofi með
kreppta hnefa ef þeir sofi á
palli, en stundum sofi þeir
bara á greinum og haldi sér
þá um greinar, sem eru fyrir
ofan þá, til þess að þeir detti
ekki, þó þá fari að dreyma
illa. En þeir sem sofi á palli
þurfi ekki að halda sér, en
kreppi samt hnefana af forn-
um vana- Dr. Hornady, sem
eitt sinn var forstjóri dýra-
garðsins í Lundúnum, náði í
órang-útan-unga, þegar hann
var á dýraveiðum í Austur-
Indíum. Unginn varð fljótt
mjög gæfur, og sótti mikið að
fá að koma upp í rúmið til dr.
Hornadays, og var sýnilega
mjög kátur, þegar honum var
leyft það. Vildi hann þá helzt
halla sér upp að Hornaday, og
halda um hálsinn á honum,
eins og hann var vanur að
halda sér þegar mamma hans
bar hann um greinar trjánna
og leitaði sér og ungunum
fæðu.
í dýragörðum er reynt að
láta dýrin njóta eins vel
svefns og hægt er, og víða
höfð tjöld fyrir framan búr
þeirra, svo þau geti verið í
dimmu jafn lengi og dimmt er
í heimkynnum þeirra. En flest
dýr úr hitabeltinu, eru vön 12
stunda nótt (og tólf stunda
degi). En þau dýr, sem eru
félagslynd, eins og t.d. fíllinn,
eru látin hvílast hlið við hlið;
þeim virðist þá að þau séu
öruggari, en þegar þau eru
hvort út af fyrir sig. Margir
fílar sofa standandi, en það
eru fá spendýr sem geta það.
Fílar sem sofa standandi,
hvíla oft tennurnar miklu í
greinóttu tré. Sagt er að fílar
taki sér 2—3 stunda blnud í
einu.
Horn umferðasali, (sem svo
hefur verið nefndur), segir að
þegar fílar sofi, haldi þeir með
rananum um trjágrein, eða
eitthvað annað, og álítur hann
að það sé til þess að verjast
því, að skordýr eða eitthvað
annað smákvikindi skríði inn
í hann. En af því að raninn sé
sá hluti líkamans, sem hann
eigi mest undir, verði hann að
gæta hans eins vel og fiðlari
fingra sinna.
Maður sem gætti fíla við
umferða-leikhús, hefur ritað
ýmislegt um svefn fíla, er
kennt hafði verið að leika
ýmsar listir. Segir hann að
þeir liggi alltaf á hliðinni,
þegar þeir sofa, og algengt sé,
að þeir hrjóti mikið. Oft megi
sjá að þá dreymi illa, og öskri
þeir þá stundum ógurlega upp
úr svefninum. Oft hafi hann
séð fíl, sem hafi gripið með
rananum um úlnlið á mann-
inum, sem gaf þeim, og leitt
hann þangað sem heyið var
geymt, hafi hann ekki þótzt
fá nóg. Tveir aðrir þeirra fíla,
sem hér var um að ræða,
höfðu hins vegar þann sið, ef
þeim fannst þeir ekki fá nóg,
að þeir tóku upp tætlur af
heyi og réttu manninum, sem
gaf þeim, og ráku um leið upp
hljóð, sem auðvelt var að
skilja, að þýddi að þeir báðu
hann að aumkvast yfir sára
löngun þeirra.
En það eru víst flest æðri
spendýrin sem bæði hrjóta og
dreymir, svo sem ljón, hund-
ar, apar, kettir og hestar. Gera
þau þá ýmsar hreyfingar, og
gefa frá sér ýms hljóð, sem
sjá má á að þau dreymir, og
má þá oft líka sjá, hvort þau
dreymir vel eða illa.
Prófessor einn í Vestur-
heimi segir að svefninn sé
gjald, sem þau spendýr sem
hafa þroskaðastan heila þurfi
að greiða fyrir hann, en ekki
virðist það koma heim við
það að kóbra-slangan sefur 22
stundir á sólarhringnum- —
Vöntun á svefni drepur flest
spendýr löngu fyrr en vöntun
á fæði. Sagt er, að hundur,
sem ekki fær að sofa í fimm
sólarhringa, cjetti dauður
niður.
Vísindamenn við háskóla
einn í Bandaríkjunum, gerðu
tilraunir með dýr, sem voru
látin dvelja í myrkri, til þess
að sjá hvort það væri einhver
innri stjórn, sem réði því hve-
nær þau færu að sofa, þegar
ekki skiptust á ljós og myrk-
ur. Þóttust þeir komast að
vissu um sum dýr, að svo
væri. Hins vegar er vitað um
ýms minniháttar dýr og smá-
fugla, sem heima eiga í heim-
skautalöndum Norður-Amer-
íku, þar sem bjart er sam-
fleytt í marga mánuði á sumr-
in, að þau sofa eða vaka al-
gerlega af handahófi, pieðan
veður er gott, og er þá alltaf
verið á ferli, þó sumir fugl-
arnir (eða dýrin) sofni.
Eins og kunnugt er, er það
eðli margra fugla og dýra að
vera á ferli á nóttunni, en sofa
á daginn, svo sem rottur og
uglur, þó stundum bregði þær
vananum. í heitu löndunum
eru stærri rándýrin aðallega á
ferli á nóttunni. Nefna má hér
Kíví-fuglinn, sem heima á í
Nýja-Sjálandi, sem vantar
vængina, og getur ekki flogið.
Hann er á ferðinni á nóttinni,
en sefur á daginn í dimmum
skútum, eða holum í jörðinni.
Ekki eru það allir fuglar,
sem sitja uppréttir, þegar þeir
sofa. Fuglinn Lóríkúlus, sem
dálítið líkist leðurblökum
(sem reyndar eru spendýr),
hangir á öðrum fætinum neð-
an í trjágrein þegar hann
sefur. Sumar spætutegundir
reka höfuðið inn í holu á trjá-
stofni, og halda sér utan á
honum með löppunum, þegar
þær sofa. Til eru líka smá-
fuglategundir, þar sem margir
fuglar þrengja sér saman í
stóra bendu (eða hrúgu) til
þess að sofa.
Bæði spendýrum og fuglum
er illa við að sofa í vindi, og
leita skjóls ef kostur er. Eink
um á þetta við um fuglana,
því að þeir verða að snúa sér á
móti vindinum, ef ekki er
skjól. En þá geta þeir ekki ýft
fiðrið nema lítið, og verður þá
kaldari vistin. En þar sem logn
er, reisa þeir fiðrið, (blása sig
út, sem margir kalla það) og
eru þar með búnir að gera
þykkari einangrunarvegginn
milli sín og kalda loftsins
kringum þá. Hundar og kettir
hringa sig þegar þeir sofa, og
gera þar með yfirborðið
minna gegn kalda loftinu. En
báðar þessar dýrategundir
teygja sig eins og þær geta,
ef þeim þykir hitinn nógur.
Sundfuglar, hvort sem þeir
hafast við á sjónum eða á fljót-
um og stöðuvötnum, sofa á
lagarfletinum, ef veður er
kyrrt, og um suma fugla er
álitið, að þeir geti jafnvel fest
sér blund, er þeir svífa yfir
sjónum. Oft má sjá að endur,
sem í góðviðri sofa á lagar-_
fletinum, fara ósjálfrátt að
synda, til þess að halda sér á
sama stað, ef kul kemur, og
virðast þær gera þetta án þess
að vakna; stundum synda þær
þá bara með öðrum fætinum-
Sagt er, að þar sem vatna-
hestar eru í algerðum friði,
sofi þeir oft á landi, en þeim
gengur ágætlega að sofa út í
vatninu, og stundum þá fljót-
andi með nasir einar upp úr
jví, en stundum rétt undir
yfirborðinu, og rétta þá nasir
við og við upp úr vatninu, að
því er virðist, án þess að
vakna.
Rithöfundurinn Lockley
segir frá selum, er hann sá í
dýragarði í Þýzkalandi, og
voru hafðir þar í tveggja
stikna djúpu glerkeri. Sá hann
hvernig þeir sigu frá vatn-
borðinu og niður undir botn
eða alveg niður. En eftir 5—6
mínútur fóru þeir að stíga
aftur og notuðu til þess hreyf-
ana, sem þeir hrærðu svo
hægt, að varla sást. Þegar
höfuðið var komið tæplega
upp úr vatninu, byrjaði selur-
inn að anda og heyrðist andar-
drátturinn greinilega. Þegar
hann var búinn að draga and-
ann 16 sinnum (að meðaltali),
lokaði hann nösunum og fór
aftur að sökkva. Það tók hann
um eina mínútu að taka þessi
andartök og augun höfðu allt-
af verið lokuð meðan á þessu
stóð. Sá Lockley selshjónin
leika þennan leik í hálfa
klukkustund, en þá varð allt
í einu geysi-hávaði í dýra-
garðinum og vöknuðu þau við
hann.
(Tekið eftir grein Frank W.
Lanes).
— Heimilisblaðið
Kaupið Lögberg
VÍÐLESNASTA
ISLENZKA BLAÐIÐ