Lögberg - 24.10.1957, Page 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. OKTÓBER 1957
Úr borg og bygð
VEITIÐ ATHYGLI!
Það verður „Bridge“-kvöld
í Unitara-kirkjusalnum næstk.
mánudagskveld, 28. okt., kl. 8,
í umsjá kvenfélagsins. Heilsið
vetrinum með því að að spila
með konunum. Þær verða
þar með kaffi og gómsæt
brauð á boðstólum og dýrindis
verðlaunamuni fyrir þá sem
hlutskarpastir verða í sam-
keppninni. Allir eru boðnir og
velkomnir að taka þátt í þess-
ari skemtun,
Sambandskvenfélags-
nefndin.
☆
The Icelandic Canadian Club
will hold its first meeting of
the 1957-58 season on Thurs-
day, Oct. 24th at the First
Federated Church, Banning
St., commencing at 8.30 p.m.
Miss Helen Joseþhson will
show her pictures of Iceland.
It is hoped that a large at-
tendance will be on hand to
enjoy these excellent pictures
and to welcome the new club
president Dr. Gestur Krist-
jánsson.
Refreshments will be served.
—L. V.
FRÆG KANADISK
COCKTAIL FORSKRIFT
Gamal-móðins
Hér er smár drykkur, sem nær hylli
fólks sem líkar góSur bragðkeimur
af góðu whiskey, en & sama tíma
drekkur þaS til þess aS auka lyst á
undan máltlSum. Þegar þér búiS til
,,Gamal-mðSins“ setjiS I þaS sykur
og beiskju og hræriS þaS I glasinu
svo aS þaS snerti hiiSar þess og
brúnir.
.s MyljiS hálfan sykurmola,
iT”T| þrjá dropa af beiskju
(bitter) og 1% únsu af
sódavatni I iitlu glasi.
BætiS I 1 % únsu af Seagram’s V.O.
eSa “83” Canadian Rye whiskey.
HræriS vel I látiS svo 2 ísmola, lítiS
eitt af lemon peel og niSursoSiS
oherry.
Höfðingleg gjöf
Svo sem sjá má af Betel
Building Fund listanum í
þessu blaði, gaf starfsmanna-
samband EATONS verzlunar-
innar, The T. Eaton Co. Em-
ployees Benevolent Fund,
$1500 00 nýverið í byggingar-
sjóð elliheimilisins Betel á
Gimli; er hér um svo mikil-
væga og drengilega gjöf að
ræða, að ekki má minna vera
en hún sé sérstaklega þökkuð.
Með endurteknum þökkum,
K. W. JOHANNSON
féhirðir byggingarnefndar
☆
Veiiið athygli auglýsingu
Strandarinnar
Nokkrar konur úr söfnuð-
inum og Sólskin hafa tilkynnt
mér að þær ætli að gefa drætti
á þessa tombólu. Þetta er
fallega gert og skal hér með
þakkað. — Allir sem koma
með „drætti“ í kirkjusalinn 1.
nóv, eftir hádegi, fá gott kaffi
og beztu þakkir fyrir sína
fyrirhöfn og hlýhug.
Að loknu þessu móti mun
Ströndin borga, fljótlega, það
sem eftir stendur af hennar
$1,000.00 loforði í Byggingar-
sjóð kirkjunnar^ og prests-
setursins tilvonandi. C. H. 1.
☆
COLORED SLIDES
shown in the First Lutheran
Church on Friday, Oct. 25th
at 8.15 P.M. under auspices of
Jon Sigurdson Chapter IODE.
Mrs. Kristín Johnson will
show pictures of Iceland. —
Chairman will be Mrs. Eric
Isfeld. — Convenor, Mrs. E.
W. Perry. — Lifrapylsa will
be for sale. — Refreshments
served, and collection taken.
Come, take an imaginary
trip to Iceland with the Jon
Sigurdson Chapter, and sup-
port them in their effort to
help Betel.
KAUPIÐ og LESIÐ
— LÖGBERGI
STRÖNDIN, Vancouver, heldur
TOMBÓLU
í NEÐRI SAL ÍSLENZKU KIRKJUNNAR
41st & Cambie St.
föstudaginn, 1. nóvember, 1957 — Klukkan 8 e.h.
FRlR INNGANGUR — ENGIN SAMSKOT
DRÆTTIR, 25c HVER
Kaffiveitingar og skyr verður til sölu á vanalegu verði
SÍM AR:
CE 2064; CH 6732; EL 4671; CH 9164; KE 6441L.-CH 4118
Mikið af góðum dráttum hefur þegar verið safnað
fyrir þessa TOMBÓLU, þar á meðal “Speedmaster”
rafmagns-vatnskatli af vandaðri gerð; hann má einnig
nota á stó, því hann hefur ekta kopar-botn- Gefinn sem
EINN dráttur af nokkrum félagsmönnum. Er $16.75
virði. Honum fylgir ábyrgð í eitt ár.
Þrjár stórverzlanir í þessum bæ, nefndin, félags-
menn og konur taka saman höndum með að gera þessa
Tombóru með þeim beztu, sem STRÖNDIN hefur
enn haft.
Mætum því öll í neðri sal kirkjunnar 1. nóvember
klukkan 8 e. h. Þangað er ævinlega gott að koma — þar
er hlýtt og bjart!
Verið velkomnir, íslendingar!
NEFNDIN
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol.
Heimili 686 Banning Street.
Sími SUnset 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Allir ævinlega velkomnir
Kirkjur á fsSandi . . .
Framhald af bls. 4
safnaðarkirkjur, örfáar eru
enn lénskirkjur, en bænda-
kirkjurnar, þær sem enn eru
ekki komnar í hendur safnað-
anna, eru nú ýmist bænda-
kirkjur eða ríkiskirkjur, eftir
því hvort eigandi jarðarinnar,
þar sem slík kirkja stendur, er
einstaklingur eða ríkið. Við-
hald og endurbygging kirkna
landsins nú hvílir því aðallega
á söfnuðunum sjálfum. Þær,
sem ríkið eða einstakir menn
reka, eru orðnar sárafáar og
fer stöðugt fækkandi.
En hvaða aðstæður hafa þá
söfnuðum landsins verið skap-
aðar til þess, að endurreisa
hinar hrörlegu kirkjur, en
halda hinum, sem þegar hafa
reistar verið, sómasamlega
við?
Því miður hafa þær aðstæð-
ur verið allt annað en góðar.
Með lögum um sóknargjöld
árið 1909 voru hverri sóknar-
kirkju tryggðar tekjur, er
námu kr. 0,75 á hvern sóknar-
mann 15 ára og eldri, er hækk-
að var árið 1921 í kr. 1.25. Má
öllum vera ljóst, að slíkar
tekjur hrukku naumast fyrir
árlegum rekstrarútgjöldum,
hvað þá að fé yrði afgangs til
endurbóta eða endurbygging-
ar kirkjunnar. Úr þessu er að
vísu nokkuð bætt með lögum
um sóknargjöld 1948 og síðari
breytingu á þeim lögum. Þó
hygg ég, að kostnaður við
rekstur kirknanna hafi farið
svo ört vaxandi hin síðustu ár,
að ekki sé um það að ræða, að
að af lögskipuðum sóknar-
gjöldum sé hægt að leggja
nokkurt teljandi fé fyrir til
endurbóta kirknanna eða end-
urbyggingar. ,
Þar verður því að koma til
frjálst framlag safnaðanna
sjálfra með því að leggja á
aukagjöld eða safna gjöfum,
og þarf þó enn meira til.
Lán í lánastofunum er yfir-
leitt ekki unnt að fá til kirkju-
bygginga. Hinn almenni
kirkjusjóður er hin eina stofn-
un, sem á síðustu áratugum
hefir veitt söfnuðum sæmi-
lega hagstæð lán til kirkju-
bygginga, en hann hefir yfir
svo litlu fé að ráða, að hann
getur sjaldan lánað meira en
sem svarar 1/10 hluta bygg-
ingarkostnaðar. Til þess að
bæta hér úr hinni brýnustu
þörf var með lögum 1955 stofn
aður Kirkjubyggingarsjóður,
er ríkið leggur árlega til kr.
500 þús. um næstu 20 ár. Skal
úr sjóði þessum veita lán til
endurbóta eldri kirkjubygg-
inga, er endurgreiðast á 50
árum. En lán til endurbóta
eldri kirkna greiðist á 20 ár-
um. Þó mega lán þessi aldrei
nema meira en sem svarar 2/5
hlutum kostnaðar við endur-
bætur kirkna og ekki nema
sem svarar kr- 1000.00 á hvern
fermetra gólfflatar, ef um ný-
byggingu er að ræða.
Þetta er að vísu mikilsverð
bót frá því, sem áður var, enda
hefir, síðan lögin voru sett,
vaknað mikill áhugi á kirkju-
byggingum og endurbótum
eldri kirkna. En sá er hér galli
á gjöf Njarðar, að reynslan
hefir þegar sýnt, að fjárfram-
lagið til sjóðsins er allsendis
ófullnægjandi. Hefir ekki ver-
ið unnt að sinna þeim lán-
beiðnum, sem borizt hafa,
nema að litlu leyti, og kemur
það sér afarilla.
Hlýtur því að vera næsta
sporið, ef ekki á að kæfa í
fæðingunni þann áhuga, sem
nú er vaknaður um kirkju-
byggingarmálin, að vinna ötul
lega að því, að framlag til
sjóðsins verði þegar hækkað
að minnsta kosti í 1 milljón
króna á ári. Fyrir þeirri um-
bót verða prestar, héraðsfund-
ir og söfnuður nú þegar að
beita sér undir forustu bisk-
ups. Og jafnhliða verður, eins
og ég hefi áður drepið á, að
vinna að því, að hinar nýju
kirkjur geti orðið hentugar,
smekklegar og í þjóðlegum
stíl. Sennilegt tel ég, að hag-
kvæmara mundi reynast að
reisa hinar minni kirkjur í
fámennum sóknum úr timbri,
en ekki litla steinkumbalda,
sem yfirleitt reynast illa, eins
og á hefir verið bent, og eru
auk þess ósmekklegir.
Kirkjur eru nú víða í sókn-
um landsins hrörlegustu hús-
in, svo að jafnvel gripahús
bændanna taka þeim fram.
Þetta má ekki svo til ganga.
Guðshúsin eiga að verða veg-
legustu húsin í hverri sveit,
ekki endilega þau stærstu, en
yfir þeim á að vera tign og
reisn.
Að þessu þarf, og að þessu á
að vinna. Og til þess þarf
kirkjustjórn, Alþingi og söfn-
uðir landsins að taka höndum
saman og tryggja á þann
veg skynsamlega framkvæmd
þessara mála.
Sveinn Víkingur
—KIRKJURITIÐ
Rivival of the Gay Nnielies
The twó choirs of the First
Lutheran Church will give a
concert on Wednesday Oct 30,
at 8.15 p.m. in the lower
auditorium of the church. The
programme will consist of
old favorite songs depicted
by tableaux in costumes. —
Collection taken in aid of
Betel Building Fund.
GIVE YOUR FAIR SHARE