Lögberg - 21.11.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 21.11.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. NÓVEMBER 1957 I beinbrot voru með ágætum og oftar en einu sinni fékk hann bréf frá læknum, sem tóku við sjúklingum hans, sem sendir voru á spítala, til að láta hann vita, að hann hefði búið þannig um beinbrot að engra umbóta þurfti með. Er það sannfæring mín að hann hefði orðið ágætur læknir, ef hann hefði lagt fyrir sig lækn- isfræði. Forstjórar félagsins, sem hann vann síðast fyrir höfðu hið mesta dálæti á honum, og þó það kæmi fyrir að þeir yrðu að segja fjölda verka- manna sinna upp vinnu fyrir nokkurn tíma, svo þeir höfðu lítið sem ekkert fyrir hann að gjöra, héldu þeir honum áfram í þjónustu sinni með fullum launum. Hjálmar hafði frá æsku verið mjög hneigður fyrir veiðiskap, einkum dýraveiðar. Fór hann á hverju hausti, þegar því varð við komið, í tveggja vikna veiðitúr út um skóga og upp um fjöll. Vissi ég ekki til að hann kæmi nokkurn tíma heim án þess að hafa náð dýri. Enda var hann orðlögð skytta. Eftir það að hann settist að hér við hafið keypti hann sér lítinn bát með utanborðsvél og veiðarfæri og „fór í róður“ í frístundum sínum. Varð hann brátt heppinn fiskimaður og kom stundum í land með allt upp að 20 væna laxa úr róðr- inum. Naut fólkið hans í Van- couver og Blaine oft góðs af veiðum hans. En það voru ekki veiðiföngin ein, sem hann miðlaði öðrum, heldur einnig allmikill hluti af laun- um hans. Hann kvæntist ekki og þess vegna var heimili for- eldranna eina heimilið hans. Því heimili og foreldrunum til uppbyggingar og þæginda lagði hann mikið fé síðustu árin, og þar dvaldi hann flest- ixm stundum, sem hann gat við komið, þreyttum og aldur- hnignum foreldrum til gagns og gleði. Hann var mjög barn- góður og lét hann systrabörn sín koma í eigin barna stað. Hafði hann hið mesta yndi af að gleðja þau með dýrum gjöfum og gjöra þau sér hand- gengin. Þau setti líka hljóð við fregnina um lát hans og ég veit, að hvenær sem eitt- hvað verður til að minna þau á “Uncle Hjálmar” sækir að þeim angurblíð saknaðar- kend. Hjálmar hafði ágætar náms gáfur og meðan hann var í skóla kom það fyrir, að hann vann námsafrek sem flestum hefði orðið afraun. En svo hafði hann einnig þann hæfi- leika, sem sjaldgæfari er- — Hann var sjálfstæður hugsuð- ur (independent thinker). Úr skólanámi sínu og lestri góðra bóka, úr samveru sinni við fjölda fólks of ýmsum stétt- um, þjóðerni og hörundslit, úr starfi og striti, úr sviknum vonum um betri heim að stríðinu loknu, úr löngum ein- verustundum á spítölum, þar sem baráttan stóð um líf hans eða dauða, úr því andlega at- gervi, sem hann hafði að arfi tekið frá ætt sinni og þjóð, — úr öllu þessu hafði hann unnið sér dýpra innsæi í mannlegt eðli og víðtækari skilning á stefnum og straum- um samtíðar sinnar en al- ment gerist. Á þessum grunni reisti hann svo sína eigin lífs- skoðun; lífsskoðun, sem var hvort tveggja í senn, fullkom- lega raunsæ, en þó vonbjört; lífsskoðun, sem sætti hann við lífið þrátt fyrir allt. En þessa verður hver hugsandi maður að leita þar til hann finnur. Það gat verið hverj- um manni gróði að geta átt viðræður við hann um nauð- synjamál mannanna. Hvers konar örlög ollu því að um þennan mann var svo hljótt? Hvað bægði honum frá því að skipa þá stöðu í mann- félaginu, sem meira bar á og hann hafði hæfileika til? Or- sakirnar hafa sjálfsagt legið bæði í ytri kringumstæðum og í hans eigin innréeti. En er það ekki heimska ein að hreyfa slíkri spurningu? Er ekki gildi hvers manns, í aug- um þeirrar veru sem alla hluti sér, fólgið í því sem hann er, en síður í því sem hann sýn- ist? Þessar ljóðlínur úr kvæði, sem James Russell Lowell orti um vin sinn látinn, finnst mér að eigi svo vel við um Hjálm- ar, að ég get ekki stillt mig um að setja þær hér: “The wisest man could ask no more of fate Than to be simple, modest, manly, true, Safe from the many, honored by the few; To count as naught in world or. Church or State, But inwardly in secret to be great.” Við, foreldrar hans, þökkum Guði kærleikans fyrir, að hafa gefið okkur góðjin son og fel- um hann aftur því föður- skauti, sem hann er frá kom- inn. „Góða nótt, Hjálmar minn.“ Albert E. Kristjánsson íslenzk-rússnesk orðabók í vændum — íslenzkur aðall á rússnesku — í gær ræddu blaðamenn við rússneskan fiskifræðing — Vikenti Zaitzev — og blaða- konuna Ninu Krymova, en þau eru komin hingað í boði MIR, ásamt vísindamanninum Nikolaj Volkov. Zaitzev veitir fiskirannsóknarstofnuninni í Moskvu forstöðu, en undir hana heyra allar aðrar fiski- rannsóknarstofnanir í Rúss- landi. Krymova, sem er túlkur nefndarinnar, hefir þýtt ís- lenzkar bækur á rússnesku og á kunningja hér á landi, því að hún hefir verið túlkur ís- lenzkra sendinefnda, sem til Rússlands hafa farið. í gær gekk Zaitzev fyrir Lúðvík Jósepsson, sjávarút- vegsmálaráðherra, og færði honum albúm að 'gjöf með myndum af öllum fiskum, bæði í fersku vatni og sjó, sem fiskirannsóknarstofunin í Moskvu hefir haft með hönd- um og er að finna í rússnesk- um vötnum og sjó. Fiskaheitin munu vera um eitt þúsund. Samvinna um fiskirannsóknir Á blaðamannafundinum sagði Zaitzev, að það væri æskilegt fyrir báða aðila, að íslenzkir og rússneskir fiski- fræðingar hefðu með sér sam- vinnu um rannsóknir. Rann- sókhir hjá báðum aðilum féllu nokkuð saman og það myndi draga úr kostnaði og fyrir- höfn, ef slík samvinná kæmist á laggirnar. Eins og nú standa sakir er samvinna með Rúss- um, íslendingum og Norð- mönnum á vegum Alþjóða hafrannsóknarráðsins h v a ð snertir síldarrannsóknir í Norðurhöfum. Brekkukotsannáll í handriti Nina Krymova vinnur við ríkisútvarpið í Moskvu. Hún talar dönsku reiprennandi og skilur íslenzku, en segist ekki tala hana. Þó sagði hún: — „Verið þér sælir,“ þegar staðið var upp frá borðum í blaða- viðtalinu. Hún þýddi Sjálf- stætt fólk eftir Laxness í fé- lagi með öðrum. Þá hefir hún þýtt Atómstöðina og kafla úr Gerplu, þar sem segir frá Grænlandi- Nú hefir hún lokið við að þýða Brekkukotsannál á rússnesku og er hann til í handriti. fslenzk-rússnesk orðabók Nina Krymova sagði, að yngra fólk í Rússlandi vissi almennt mikið um ísland. Þá væru starfandi menn við menntastofnanir í landinu, sem hefðu mikla þekkingu á fornsögum okkar. Hún taldi upp nokkra höfunda íslenzka, sem hefðu komið út á rúss- nesku og sýndi sig í þeirri upptalningu, að engir vafa- gemlingar eru „fluttir inn“ í landið. Hún sagði, að verið væri að þýða „íslenzkan aðal“ eftir Þórberg, og í undirbún- ingi væri íslenzk-rússnesk orðabók. Nina Krymova kem- ur mjög vel fyrir og mikið líf og fjör í kringum hana. Líklega verður hún farin að tala íslenzku áður en þau þrjú fara héðan níunda nóvember. Þau komu til landsins s.l. föstudag. —TIMINN, 29. okt. „Þetta veldur mér íneiri sársauka en þér,“ sagði faðir einn í Árósum nýlega við son sinn, er hann tók hann á hné sér til hýðingar. Hann hafði rétt fyrir sér. Þegar hann lyfti Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA 1 VESTURHEIMI ForseU: DR KICHAHD BECK 801 Lincoln Drlve, Qrand Forks, North Dakota. StjrkiC félagið með þvi að gemst meClimir. Ársgjald $2.00 — Tímarit félagsins frítt. Sendist til fjárm&laritara: MK. GUÐMANN LEVY, 185 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba. Minnist BETEL í erfðaskróm yðar G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distrlbutors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-5227 Van's Electric Ltd. 636 S&rgeni Ave. Authorized. Home Appllance Dealert GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnsei 3-4860 PARKER TALLIN. KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, CUve K. Tallin, Q.C., A. F. Krlstjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadlan Bank of Commerce Bullding, 389 Maln Street Winnipeg 2, Man. WHitehaU 2-3561 Thorvaldson, Eggerlson, Baslin & Siringer Barristert and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. WHitehaU 2-8201 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE. Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: nes.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 FRÁ VINI THE MODEL FUR CO. D. MINUK, PROP. Fur Coats Made To Order. Repairing, Remodelling, Relining & Storing, and Sports Wear. Tel. WHitehaU 2-6619 Res. JUstice 6-1961 304 Kennedy St. Wlnnipeg, Man. JAMES CROFT & SON Phone WH 2-5012 321 Garry St. — Winnipeg 2 Icelandic Reoords Pianos & Organs Educational Mnsic Musical Instruments hendinni til athafna, gekk hann nefnilega úr axlarliðn- um. Þegar kröfur vorar minnka, minnkar einnig smekkur vor. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykh&far, öruggasta eldsvörn, og &valt hreinir. Hltaelnlngar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vi8, heldur hita fr& aC rjðka flt meC reyknum.—SkriflB, slmiB U1 KEIXT SVEINSSON 625 WaU St. Winnipe* Just North of Portage Ave. SPruce 4-1634 — SPruce 4-1634 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPðRATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smllh Sl. Wlnnipeg WHltehall 2-4624 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur Hkkistur og annaat um öt- farlr. Allur útbúnaBur a& beztl. StofnaB 1894 SPruce 4-7474 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Groln Exchonga Bldg. 147 Lombord Stroot Offlce WHltchaU 2-4829 Resldenoe 43-3864 SPruco 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Anphalt Shlngleo Insul-Brlc Sldlng Vents Installed to Help EUmlnate Condensation 632 Slmcoe St. Winnipeg, Man. Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS SPrnce 4-4422 EUlce St Homo S. A. Thorarinson Barrlster and Solicitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN 8T. Office WHitehall 2-7051 Res.: 40-6488 Dunwoody Saul Smiih & Company Chartered Accountants WHitehall 2-2468 100 Prlncess St. Winnlpeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENQRA FORT FRANCES - ATIKOKAN The Business Clinic Anna Larusson Office at 207 Atlantic Ave. Phone JU 2-3548 Bookkeeping — Income Tax Insurance Dr. ROBERT BLACK SérfræBingur 1 augna, eyrna, nef og h&lssjúkdömum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy SL Office WHitehall 2-3851 Res.: 40-3794

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.