Lögberg - 21.11.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.11.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. NÓVEMBER 1957 Lögberg Oefl8 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDT STKEET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrlft ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg” is published by Columbia Press Llmited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Poet Office Department, Ottawa WHitehall 3-0931 _________ Tvennar aukakosningar Á miðvikudaginn hinn 14. þ. m., fóru fram tvennar auka- kosningar til fylkisþingsins, er sóttar voru af meira kappi en alment gerist nú á dögum, er kjósendur láta sér í léttu rúmi liggja annað eins smáatriði og það, hvernig kosningu til eins þings reiðir af, en í þessu tilfelli er það einmitt slíkt ástand sem ríkir, því frá stjórnskipulegu sjónarmiði séð, verða almennar fylkiskosningar haldnar fyrri part næsta sumars- Kjördæmin, sem kosið var í, voru Emerson og Morden- Manitou, kjörsókn mátti teljast góð, enda umferðin í báðum tilfellum hin ákjósanlegasta. I hinu fyrnefnda kjördæminu gekk frambjóðandi Campbell stjórnarinnar sigrandi af hólmi við þverrandi kjör- fylgi, en kjördæmið hefir jafan verið talið örugt vígi Liberal- stefnunnar; það losnaði í fyrra, er þingmaður þess, Solomon lögfræðingur var skipaður í dómaraembætti; hitt kjördæmið varð þingmannslaust, er fulltrúi þess, Mr. Morrison, féll frá í fyrra vor; það kjördæmi fylgdi alla jafna íhaldsflokknum að málum og gerði það eftirminnilega í þetta sinn með öflugu atkvæðamagni; einungis tveir frambjóðendur voru í kjöri í hvoru kjördæmi um sig, liberali og konservatívi. Við úrslit þessara tveggja kosninga verða engar rúnir ráðnar varðandi niðurstöður almennu kosninganna næsta ár, því þá hagar vafalaust alveg öðruvísi til um framboð; þá ganga C.C.F.-sinnar brynjuklæddir til víga í flestum kjör- dæmum og slíkt hið sama munu Social Credit berserkirnir gera; dreifing atkvæða milli flokkanna verður mikil, og þar af leiðandi mjög undir hælinn lagt hverjir verða sigurvegarar að loknum leik. Tvær merkar bækur frá Bókautgáfu Menningarsjóðs Komnar eru út á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs tvær merkar bækur. Önnur er Fiskarnir, bókin sem Bjarni Sæmundsson, nátt- úrufræðingur skrifaði um alla þá fiska, sem hér eru við land. Þessa bók tileinkaði hann ís- lenzkum fiskimönnum- Hin bókin er safn ritgerða eftir Pálma Hannesson mennta-r skólarektor, sem Menningar- sjóður gefur út í virðingar- skyni við Pálma, en þessi bók hlaut nafnið: Landið okkar. Gils Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Helgi Sæ- mundsson formaður mennta- málaráðs sýndu blaðamönn- um þessar bækur á fundi með þeim. Um „Fiskana," eftir Bjarna Sæmundsson er það að segja, að hún hefir verið ófáanleg í bókabúðum síðan í stríðs- byrjun. Hafi eintak og eintak slæðzt til fornbóksala hefir það jafnóðum verið rifið út og þá fyrir nokkurn pening. Það er því mikill fengur' að þessari merku bók, sem „ . . . sem er tímamót í íslenzkri fiskifræði“ eins og Guðmundur Bárðar- son náttúrufræðingur sagði í ritdómi um hana. Þar er að finna fróðleik um alla þá fiska, sem veiddir hafa verið hér við land. Hverjum ætt- bálki fiskanna fylgir greinar- lykill til leiðbeiningar fyrir þá, sem vilja nafngreina fiska er þeir þekkja ekki. Þessi útgáfa er aukin og hefir Jón Jónsson fiskifræð- ingur annazt útgáfuna og skrifar hann í viðbótarkafla við bókina um þorskinn. Árni Friðriksson fiskifræðingur skrifar um síldina. Jón skrifar svo aftur um nýjar fiskteg- undir, sem veiðzt hafa hér við landland síðan 1926, er fyrsta útgáfan kom út. Segir Jón Jónsson þar frá 17 fisktegund- um, sem veiðzt hafa síðan, og eru myndir af þessum fiskum og loks segir frá aukinni út- breiðslu sjaldgæfra fiska. Þessi útgáfa á „Fiskunuxn", að viðbótarköflunum sleppt- um er ljósprentuð. 1 eftirmála að bókinni segir Jón Jónsson fiskifræðingur m. a.: „Bjarni Sæmundsson var forvígis- maður á sviði fiskirannsókna hér við land. Hann vann á- kafleg^ merkilegt brautryðj- endastarf við hin erfiðustu skilyrði, einangrun, fátækt og skilningsleysi oft á tíðum. Bók hans um íslenzka fiska er þrekvirki á sínu sviði og mega aðrar þjóðir öfunda okkur af slíku riti fyrir almenning. — Þrátt fyrir aukna þekkingu okkar, er bókin enn í fullu gildi og á vonandi enn eftir að veita mörgum fróðleik um fiskana og líf þeirra.“ Bókin er 583 bls- Káputeikn- ing eftir Halldór Pétursson. Er frágangur hennar allur hinn bezti. Um hina bókina, sem út kemur í dag, Landið okkar, Einn ráðherranna, Mr. Robertson landbúnaðarráðherra, bar sig illa yfir því hve stjórnarandstæðingar hefðu viðhaft tvíeggjað orðbragð í Emerson. Einkennilegt hvað sumir menn geta verið hörundssárir. Ekki er ólíklegt, að megin stjórnarandstaðan undir for- ustu Mr. Roblins verði einna samfeldust, er á hólminn kemur. ★ ★ ★ Lokið ekki augum fyrir staðreyndum Að því er Dr. E. L. Ross segist frá, sem er heilbrigðis- ráðunautur Sanatorium Boards of Manitoba, eru nú rétt að verða liðin fimmtíu ár síðan sala jólainnsigla hófst hér í fylkinu, en til hennar var stofnað í því augnamiði að hnekkja framgangi „hvíta dauða“ innan vébanda fylkisins; árangurinn kom brátt í ljós og hefir farið vaxandi með ári hverju. Yegna þess fjár, sem inn kom af sölu jólainnsigla í fyrra, varð kleift nú í ár, að framkvæma yfir 200,000 X-geisla- rannsóknir í Manitobafylki varðandi brjóstheilbrigði eða veiklun; þetta er óneitanlega mikið ánægjuefni, þó það á hinn bóginn megi ekki verða til þess, að slakað sé á klónni að því er óhjákvæmilegar varúðarráðstafanir áhrærir. Heilsugæzla kemur öllum jafnt við, og þetta verða menn að láta sér skiljast, ekki sízt er smitnæmir sjúkdómar eiga í hlut. Þó dánartala af völdum „hvíta dauða“ hafi árlega farið stórlækkandi, verður ekki hlaupið fram hjá þeirri staðreynd, að árið, sem leið, námu dánartilfellin af völdum þessa sjúk- dóms hér í landi 1,200 eða freklega það, auk þess sem 9,000 voru til lækninga á berklavarnarstofnunum, hver sjúklingur að meðaltali árlangt. Engin persóna án tillits til aldurs eða stéttar, er með öllu örugg gegn þessum sjúkdómi og þess vegna ætti hvert og eitt einasta heimili að verða eins konar sjálfstætt öryggis bandalag. Látum ekki undir höfuð leggjast að kaupa jóla- innsiglin. Vilhjálmur og Rannveig Ólafsson, BROWN, MANITOBA (Stutt drápa í tilefni af 25 ára giftingarafmæli þeirra, 1. nóvember, 1957) Það vildu allir verða hjón á vorum bernskudögum. Þó misjafnt gengi biðilsbón, hún breytti sumra högum- í kveld þess lítum ljósan vott, að lánið eltir suma, þótt aðrir hlytu aðeins spott, af engu til að guma. Við fjórðungsaldar eyktamót hér enn í kveld við stöndum, og endurskinsins yndishót því örvar fjör hjá Löndum, að ryfjaj upp hin runnu spor með Runku og Villa í náðum, er jafan sýndu þrek og þor að þræða fram með dáðum. Nú minninganna myndafjöld fær margt úr húmi grafið, því manndómsverka skyggðan skjöld æ skreytt þið jafan hafið, og félagslyndis fjörið glætt að feykja brottu aman; því fátt oss getur frekar kætt en fá hér rabba saman. Og ennþá margra árafjöjd að unað fáum saman, er ósk og von hér allra í kvöld að auðga stundargaman. Sitjið heil! Nú mærðin mín er mjög í þrot að lenda. Þökk fyrir, minn þróttur dvín, í þögn skal drápan enda. Jóhannos H. Húnfjörð eftir Pálma Hannesson rektor, sagði Gils Guðmundsson, að hér væri um að ræða útgáfu Menningarsjóðs á ýmsum rit- gerðum Pálma Hannessonar sem hann skrifaði á árunum 1930—1945. Ritgerðir þessar, sem eins og nafn bókarinnar ber með sér, fjalla um landið okkar nær allar og eru skrif- aðar í alþjóðlegum stíl, og fremur frá sögulegu sjónar- miði en náttúrufræðilegu. Kemur þar vel fram hve sér- lega góður frásögumaður Pólmi rektor var, sagði Gils Guðmundsson. Hann sagði ennfremur frá því að á næsta ári myndi koma út önnur bók eftir Pálma Hannesson. Þar myndu verða feíðasögur eftir hann, dagbókarblöð og sýnis- horn af skólaræðum hans. Hvor þessara bóka væri þó sjálfstætt rit. Hefði Bókaút- gáfa Menningarsjóðs, skömmu eftir lát Pálma, ákveðið að falast eftir því sem eftir hann lægi af ritgerðum hans, til út- gáfu. Væri hér um að ræða útgáfu til minningar um Pálma Hannesson, en hann átti sæti í menntamálaráði um 20 ára skeið. í Landinu okkar er að finna alls 19 ritgerðir. — Formáli er eftir Gils Guðmundsson, en hann ásamt þeim Jóni Eyþórs- syni og Guðmundi Thorodd- sen prófessor, sá um útgáfu bókarinnar, sem er rúmlega 300 blaðsíður, prentuð í Odda. Hún á það sammerkt með „Fiskunum“ að frágangur er mjög góður. —Mbl., 24. okt. "Betel"$205,000.00 Building Campaign Fund —180 —$167.342.36 —160 —150 —140 -120 -100 —80 -60 -40 -20 Make your donatlona to tha "Betel" Campalgn Fund. 123 Princeaa Street, Wlnnlpeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.