Lögberg - 21.11.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 21.11.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. NÓVEMBER 1957 5 ÁHUGAMÁL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON H L í N — Ársrit- íslenzkra kvenna Úlgefandi og ritstjóri: HALLDÓRA BJARNADÓTTIR Þetta vinsæla rit á um þess- ar mundir fertugsafmæli; var stofnað 1917 og hefir komið út á hverju ári síðan utan 1937, árið sem frk. Halldóra heim- sótti okkur Vestur-lslendinga, og 1948, árið sem Norræna heimilisþingið var háð á ís- landi; var hún þá ritstjóri Tímarits þingsins. í þetta hefti ritar hún um hlutverk kvenna blaðs „Málið og málefnin — andinn“: „Ekki má það vera þurt, en hlýlegt. — Ekki áróðurskent. — Skrifað á sæmilega góðu máli-“ „Fá sem flesta til að skrifa. — Það verður af einhliða ef sá sami skrifar allt, þó dágott sé. Það kostar mikla fyrirhöfn að hafa bréfasambönd við margt fólk, en það er tilvinn- andi. — Það er lífsskilyrði að komast í lífrænt samband við kaupendur og afgreiðslumenn. Að fá fréttir af störfum kvenna víðsvegar um landið. Það útheimtir skriftir." Margt fleira segir frk. Hall- dóra um starfið í sambandi við útgáfu kvennarits, og munu allir vera á einu máli um, að hún hafi afkastað því verki með mikilli prýði. — „Þess vegna heldur „HL1N“ velli og nær til allra íslenzkra kvenna, bæði austanhafs og vestan. — Og upplagið hefir haldið stærðinni og útbreiðsl- unni nú um mörg ár.“ — Kvennasíða Lögbergs þakkar kvennaritinu H L 1 N fyrir merkilegt menningarafrek um 40 ára skeið og óskar því heilla á komandi árum. Sýnishorn úr ritinu 1957 fer hér á eftir: Hvað veldur? (Kona á níræðisaldri ræðir um lííið og tilveruna) Hvernig fer þú að því að halda svo góðri heilsu og vera svo létt á fæti, þrátt fyrir háan aldur? „Að nokkru leyti er það ef til vill arfur í ættir fram, seigar rætur. — Foreldrar mínir náðu háum aldri, og voru t. d. aldrei gigtveik. Voru alla ævi heilsuhraust, ekki feitlagin. Ættirnar hafa alla tíð verið líkamaléttar. Ég þakka það líka mikið, að að ég hef haldið líkamalétt- leik mínum, að ég iðkaði mik- ið leikfimi á unga aldri og fram eftir aldri, líka skauta- og skíðahlaup, útiveru og göngur fram á elliár, og nokkra áreynslu eftir ástæð- um. En þess ber að geta síðast, en ekki sízt, að andinn og lík- aminn eru í órjúfandi sam- bandi. —Það hefur því mikla þýðingu að andinn hafi einnig nokkra áreynslu. — Eigi, þó árin fjölgi, eilihvert áhuga- mál- — Það er lífsskilyrði, ef líkaminn á að vera í lagi. — Ferðalög, með hæfilegum hraða, eru hressandi fyrir lík- ama og sál, og hollur, andlegur fróðleikur. En margs er að gæta, einnig í því smáa. — Lífið er samsett af ótal smámunum, sem allir hafa þýðingu í því stóra sam- spili: Daglegu lífi til heilbrigði og vellíðunar, án þess að vera með sérvizku til leiðinda með- bræðrum. Þó menn eigi áhugamál, og þau brennandi, sem heldur við andlegri hressingu og ver hrörnun, þá mega þau ekki yfirtaka allan iímann, en leyfa upplyftingu og skemmtun öðrum til ánægju. Sérstaklega ætti að athuga það, vegna andlegrar og lík- amlegrar velliðanar, að halda hvíldardaginn heilagan. — Það hlýtur að teljast mikils um vert, til þess hefur verið ætl- ast frá upphafi vega. — Það er áreiðanlega til mikils skaða, bæði fyrir líkama og sál og heilsu manna, hve menn hér á landi á seinni tímum gera alla daga jafna. Það mætti nefna ýms smá- atriði, sem hafa þýðingu um heilsufar og vellíðan: Það er nú af sem áður var, að híbýli manna séu svo köld, að ekki sé viðunandi, en nú er svo komið, að íbúðarhús eru víða of heil. Það er áreiðanlega ekki holt að lifa við of mikinn húshita. Það er engin hollusta í því. Þó hitinn sé góður, má af öllu of mikið gera. Allra sízt ættu menn að hafa heitt á nóttum. — Þó ættu menn að varast að vera kaldir á fótum. Það er satt, gamla máltækið: „Heitir fætur gera læknana fátæka.“ Þá er það mataræðið. — Um það mætti margt segja. — Það er líklega nokkuð til í því, að fleiri deyja nú af ofeldi en vaneldi- — Einkennilegt er það, að á stríðsárunum var sagt, að heilsufar hefði verið óvenju gott, og vilja sumir að skömmtuninni sé haldið áfram. — Eitt er víst, að menn ættu a. m. k. ekki ða venja sig á að borða mikið á kvöld- in. — Margir álíta að fitan, sem altof margir safna á sig, eigi rót sína að rekja til þess. Og þá er það klæðnaðurinn, hann er eitt atriðið í heilsu- samlegu lífi manna og ekki sá sízti. — Þar getur líka verið of sem van: Óþarfi að dúða sig hvernig sem veður er, en lofa sólinni og loftinu að leika um sig. — Þó skinnúlpurnar séu góðar, eru þær óþarfar í mildu vorveðri eða inni í húsi. Ann- ars eru menn nú farnir að klæða sig vel og skynsamlega í ferðalögum, þó fáir hafi enn ferðateppin góðu. — Alltaf þarf að muna gamla málshátt- inn: „Fáir kunna sig í góðu veðri heiman að búa.“ Um vín og tóbak talar ekki gamla konan. Þá hluti hefur hún ekki notað sér til sjcaða á lífsleiðinni, þó ekki bindindis- maður.“ Hitt og þetta Metsölubók Metsölubókin í Bandaríkj- unum um þessar mundir heitir: „Hvað ungir menn þurfa að vita“, og var hún gefin út í 300 þúsunda upp- lagi. Höfundur bókarinnar er 17 ára stúlka. ----0--- Lífshællulegt Það hefur komið fram við rannsókn eina í Bandaríkjun- um, að dauðsföll manna á aldrinum 20—44 ára eru um helmingi tíðari meðal ógiftra en giftra- Hjónabandsmiðlun- arskrifstofa ein hefir notfært sér þessar upplýsingar og auglýsir eftirfandi: „Giftið yður — og bjargið með því lífinu!“ ----0--- Vissi ekki um hestinn sinn Eigandi veðhlaupahestsins, sem sigraði á veðreiðunum í Överevoll nýlega — og þar með 100,000 kr. í verðlaun — var Alv Khan. En sjálfur hafði hann ekki hugmynd um að hesturinn var með í hlaup- inu. ----0--- Gildar ástæður Þegar Mark Twain var eitt sinn í heimsókn hjá vini sínum um helgi eina, var hann um það spurður að sunnudagsmorgni, hvort bjóða mætti honum drykk fyrir morgunverðinn. Twain viður- kenndi að sig langaði að sönnu í einn gráan, en yrði þó að af- þakka boðið af þremur ástæð- um: í fyrsta lagi væri hann bindindismaður, í öðru lagi drykki hann aldrei fyrir morgunverð og í þriðja lagi væri hann þegar búinn að fá sér drjúgan sopa! ----0--- Vegir ástarinnar Seytján ára telpa, Janu Hakman að nafni, sem vann á hænsnabúi einu í Vormshoop í Hollandi, fann einu sinni upp á því af fáti að skrifa nafn sitt og heimilisfang á eitt eggið. — Nokkru seinna fékk hún bónorðsbréf frá herra Emilo Manieri í Róm ásamt ljósmynd af honum. Kvaðst hann hafa keypt eggið í torgsölu einni í Róm og hrifizt af nafni hennar. Þau eru nú gift. —Sunnudagsblaðið mæje LÆGSTU FLUGGJÖLD TIL ÍSLANDS • Á einni nóttu til Reykjavíkur. RúnigóÖir og þægilegir farþega- klefar, 6 flugliSar, eem þjálfaSir I hafa veriS I Bandaríkjunum, bjóSa | ySur velkomin um borS. • Fastar áætlunarflugferSir. Tvær j Sgætar máltíöir, koníak, náttverSur, allt án aukagreiðslu með IAB. Prá New York meS viSkomu á ISIiANDI til NOREGS, DANMERKUR, SVÍIM6Ð VR, STÓRA- BRETIiANDS, ÞÝZKALANDS. Upplýsingar í öllum ferSaskrifstofum n /m n ICELAHDICj ÁimiNES 15 West 47th Street, New York 36 PL 7-8585 New York . Chicago . San Francisco Æskan og áfengissölustöðvar Manitobalöggjöf BANNAR sölu áfengis til UNGMENNA. Það má ekki veita þeim áfenga drykki í gildaskálum, matstofum eða cabarets, og þau mega heldur ekki HEIMSÆKJA ölstofur eða cocktail sali. Þessar viturlegu ráðstafanir njóta fylgis almennings. Ábyrgðin, sem því er samfara, að fullnægja þessum reglugerðum, hvílir að mestu á þeim, sem veitingaleyfi hafa. En án samyinnu almennings, yrði slíkt harla torvelt. Til þess að útiloka það, að unglingum sé veitt áfengi, verður leyfishafi stundum að krefjast þess að mjög unglegar persónur leggi fram aldursskírteirfi- Þetta er réttur hans og skylda samkvæmt fyrirmælum laganna. SÉUÐ ÞÉR SPURÐUR UM ALDUR YÐAR, er það skylda yðar, að auðsýna KURTEISI OG SAMVINNULIPURÐ við þann, sem spyr. (Hafið þér náð 21 árs aldri, en lítið afar unglega út, kemur það sér vel að hafa á sér spjald frá Vital Statistics deildinni, Room 327 Legislative Building, er sýni fæðingarvottorð yðar. Æska vor er framtíð landsins. Ljáið lögum og leyfishafa lið henni til verndar. Þetta er ein hinna mörgu grein, sem birtar eru 1 þágu almennings af MANITOBA COMMITTEE on ALCOHOL EDUCATION Department of Education, Room 48, L«siil*tiv« Buiidins, Winnip«s 1. 3-2-57

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.