Lögberg - 23.01.1958, Page 7

Lögberg - 23.01.1958, Page 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. JANÚAR 1958 7 Guðmundur Daníelsson skrifar um nýju bækurnar Myndirnar, sem margar eru litmyndir og frábærlega vel gerðar, eru prentaðar hjá Halsingborgs Litografiska Aktiebolag í Svíþjóð, en les- málið er sett í prentsmiðjunni Odda h-.f. Reykjavík. Fjölfræðibókin er 220 bls. í gríðarstóru broti. ---0---- STRAKARNIR. SEM STRUKU Böðvar frá Hnífsdal: Strák- arnir, sem struku. Drengja- saga. Útgefandi: Bókaútgáfan Setberg. Reykjavík 1957. Þetta er fjörlega rituð saga um þrjá stráka, sem strjúka að heiman úr þorpinu sínu, til þess að komast hjá því, að Ingólfur, sem er foringi þeirra, verði sendur austur til frænku sinnar, sem hann álít- ur leiðinlegustu manneskju í heimi. Á gömlum árabát kom- ast þeir inn í botn á eyðifirði einum og hafast þar við nokkra daga og lifa á veiðum og sumpart nesti, sem þeim hafði tekizt að hafa með sér heiman að. Drengirnir finnast, en allar tilraunir til að fá þá heim með góðu eða illu, mis- takast, en loks fær Hrólfur, sem gerist milligöngumaður þeirra og foreldra þeirra, strákana til að hætta útileg- unni og með því skilyrði að þeir þurfi ekki að fara heim strax, heldur stunda sjóróðra með manni nokkrum í öðru plássi- Um haustið koma kapp arnir heim með talsverða þén- ustu, og eru nú fúsir til að ganga siðmenningunni á hönd aftur, og hafa allir mannast vel um sumarið. Boðskapur bókarinnar er sá, að tápmiklir drengir þurfi að svala athafnaþrá sinni og ævintýralöngun, vandinn sé aðeins sá að velja þeim hæfi- leg störf, sem reyni hæfilega á þrek þeirra og hafi þjóðnýta þýðingu. Halldór Pétursson hefur myndskreytt bókina. ---0----- ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN Kristján frá Djúpalæk: Það gefur á bátinn. Útgefandi: Heimskringla. Reykjavík 1957. Hér eru samankomin í einni bók þau ljóð, sem fleiri ís- lendingar kunna en nokkur ljóð önnur, að minnsta kosti hrafl í þeim, en ekki er það vini vorum, skáldinu, að þakka, því væru ekki hinir fjörugu mússíkantar, mundi Kristján ekki frægari en önn- ur skáld. Á hinn bóginn má segja, að ef Kristján væri ekki hefðu hinir eldfjörugu mús- síkantar orðið að styðja sig við veikari og ólöglegri stoð og alls ekki auðnast að gefa dansandi æsku þjóðarinnar þá dillandi óma, sem nú láta henni sætast í eyrum. Og um það eru varla skiptar skoðan- ir, að Kristján frá Djúpalæk (ásamt nokkrum fleirum) hafi hækkað mjög gengi íslenzkra dægurljóða, svo að nú er gerð- ur allskarpur munur á óvöld- um bögubósum og skáldum i þessari grein kveðskapar, eins og vera ber, og miklu betur ort, og færra um málspjöll og leirburð í danskvæðunum en fyrr. —VÍSIR, 6. des. Eiffelturninn fekur stakkaskiptum STÓRVIRKI Ólafur Jónsson: Skriðuföll og snjóflóð I.—II. bindi. — Bóka- útgáfan Norðri. 1957. Það er bezt ég játi það hreinskilnislega strax, ég er enn ekki búinn að lesa nema hrafl í þessu geysimikla rit- verki Ólafs Jónssonar, sem er 1141 blaðsíða í stóru broti, tólf ára starf höfundarins, fyrstu árin að vísu tómstundarstarf, en þegar fram í sótti æ rúm- frekara og að lokum raunveru legt aðalstarf hans, því að árið 1954 sagði hann lausu ráðu- nautsstarfi sínu hjá Búnaðar- sambandi Eyjafjarðar og flest- um trúnaðarstörfum öðrum, sem á hann höfðu hlaðist, til þess að geta helgað sig allan náttúrurannsóknum sínum og ritstörfum- Enginn skyldi ætla að bæk- urnar Skriðuföll og Snjóflóð innihaldi aðeins sundurlausa og einangraða þætti um þetta efni. Nei, hér er um miklu stórmannlegri vinnubrögð að ræða, því að jafnframt því sem ritið hefir alþýðlegan búning og flytur fjölmargar læsilegar frásagnir, hlýtur það að verða undirstöðurit heillar vísindagreinar sem hér á landi er enn aðeins barn í reifum. Þetta sjónarmið hefir höfund- urinn aldrei látið sér úr minni líða meðan stórvirki hans var í smíðum, enda tekizt að lyfta því hátt upp yfir venjuleg fróðleiksrit og gætt það vís- indalegu, hagnýtu gildi. Hér eru raktar orsakir skriðufalla og snjóflóða, einkenni þeirra og þeim skipað í flokka, bent á Nvarnir gegn þeim, og skráðar nákvæmar frásagnir af slík- um atburðum hér á landi svo langt aftur sem heimildir ná. Til samanburðar við skriðu- föll og snjóflóð hérlendis birt- ir Ólafur all-langan kafla í, fyrra bindi verks síns með lýs- ingum af nokkrum erlendum stórskriðum. Mjög áhrifa- miklar frásagnir eru þar um stórskriður í Sviss, Noregi og fleiri löndum, í seinna bind- inu er hliðstæð lýsing á hrika- legustu snjóflóðum erlendis. Annars er efnisskrá ritsins í stórum dráttum þessi í fyrra bindi: 1. Yfirlit um ofanföll, 2. Orsakir, einkenni og flokk- un skriðufalla, 3. Forn fram- hlaup hér á landi, 4. Nokkrar erlendar stórskriður, 5. Annáll um skriðuföll á íslandi. Sérhverjum þessara aðal- kafla er svo skipt í marga undirkafla. I síðara bindinu er aðalefnisskráin þessi: 1. Snjó- flóðasvæði. Tildrög, einkenni, vinnubrögð, 2. Nokkur snjó- flóð í ölpunum og víðar, 3. Annáll um snjóflóð á íslandi. Aftast í síðara bindinu er heimildarskrá, og nafnaskrá bæði á íslenzku og ensku og skrá yfir myndir og höfunda þeirra. Eru þessar skrár svo ítarlegar sem verða má og taka yfir nærri 50 blaðsíður. Um myndaefni þessa al- þýðlega vísindarits er það að segja, að það er afar vandað og yfirgripsmikið, bæði að ljósmyndum og teikningum- Margar töflur og skrár eru felldar inn í textann honum til fyllri skýringa, og þjóna þær að sjálfsögðu fyrst og fremst vísindalegum tilgangi höfund- arins. Skriðuföllum og snjóflóðum fylgir því miður oftast eigna- tjón og líftjón, stundum hvort tveggja í senn. Ólafur Jóns- son kemst því ekki hjá því, að bók hans fjallar mjög um hræðilegar slysfarir. Slíkt efni getur að vísu ekki taliz skemmtiefni, en það er hroll- vekjandi og dramatískt og þess vegna eftirsótt lestrar- efni. Mestur hluti slysfaralýs- inganna er tekinn hér orðrétt upp úr prentuðu máli í hand- ritum, bókum og blöðum. „Þessi tvö bindi segja hrika- lega sögu, sem er snar þáttur í mótun landsins og baráttu íslenzku þjóðarinnar fyrir lífi sínu í harðbýlu og verðra- þungu landi“, segir útgefandi bókarinnar, og skulu þau orð undirstrikuð af mér. Búnaður bókanna frá hendi Norðra er afburða vandaður. ----0---- FJÖLBREYTT „SKRUDDA" Skrudda. eftir Ragnar Ásgeirs- son. Úigefandi: Búnaðarfélag íslands, 1957. Hvernig sem á því stendur hef ég lengi haft þá órök- studdu hugmynd um Búnaðar félag íslands, að það væri nokkuð hátíðleg stofnun að sjálfsögðu og hlutverki sínu vaxin, að efla landbúnað á ís- landi, en heldur leiðinleg. Ég vissi og að þessi stofnun hafði um árabil gefið út Búnðaarrit og Frey, og jafnvel einhverjar fleiri bækur, en að hún legði nokkru sinni nafn sitt við sögur um írafellsmóra, Jón Apa, Tindstaðaflyksuna og skrattann í borðinu, það hefði ég svarið fyrir. Engu að síður, þetta er staðreynd: Búnaðar- félag Islands hefir gefið út bókina Skruddu eftir Ragnar Ásgeirsson garðyrkjuráðu- naut, sögur, sagnir og kveð- skap, og Steingrímur Stein- þórsson búnaðarmálastjóri rit- ar formálann. Sjálfur hefur Ragnar ritað annan formála, svo að það eru tveir formálar fyrir Skruddu, sem er 336 blað síður að stærð og hefðu mátt vera fleiri, því að þetta er ein sú allra fjörugasta og læsileg- asta þjóðsagnarskræða, sem ég hef komizt í, og hefir búnað- arfélagið gerbreytzt í mínum augum með hennar tilkomu og gerzt eitt skemmtilegasta forlag landsins í stað þess að hafa hingað til verið hið leið- inlegasta. Skrudda flytur hið fjöl- breyttasta efni, og hefur það allt rekið á fjörur höfundar- ins, Ragnars Ásgeirssonar, á ferðalögum hans um lands- byggðina, segist hann hafa skráð það að mestu eftir minni heim kominn að loknu ferða- lagi í fyrravetur. Færði hann sagnir sínar inn í skruddu eina gamla, sem hann átti í fórum sínum, en formaður Búnaðarfélags Islands, Þor- steinn Sigurðsson bóndi á Vatnsleysu, komst í skrudd- una eitt sinn er hann gisti í Hveragerði hjá Ragnari og falaðist umsvifalaust eftir út- gáfu á henni fyrir hönd Búnaðarfélagsins. Efni Skruddu er þannig rað- að niður, að fyrst koma sögur úr Gullbringu- og Kjósarsýslu, þá sögur úr Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, þar næst sögur úr Snæfells- og Dalasýslu, sögur af Vesturlandi, sögur af Norðurlandi, sögur af Austur- landi, sögur úr Austur-Skafta- fellssýslu, sögur úr Vestur- Skaftafellssýslu, sögur úr Rangárvallasýslu og að lokum sögur úr Árnessýslu. Finnst mér þetta miklu skemmtilegri niðurstöður en sú sem venju- legust er, að flokka eftir efni. Höskuldur Björnsson hefur teiknað Skruddu verðuga kápu. ----0---- FJÖLFRÆÐI BÓKIN Freysteinn Gunnarsson þýddi og staðfærði í ýmsum aíriðum. Bókaúlgáfan Setberg gaí út. Erfitt er að hugsa sér skemmtilegri og gagnlegri jólagjöf til handa greindum og námfúsum unglingi en þessa bók, Fjölfræði bókina. Á forsíðu hennar segir, að í henni séu 1800 myndir, og að frumútgáfunni hafi unnið 40 fræðimenn og 30 listamenn- Hér mun átt við ensku útgáf- una, því að bókin var upphaf- lega samin á ensku og gefin út af Odhams Press Ltd. í London. Þessi íslenzka útgáfa er gerð eftir norrænni útgáfu á bókinni, sem er að myndum til sameiginleg fyrir Danmörk, Noreg, Svíþjóð og Finnland, en fullum þriðjungi styttri en frumútgáfan enska. Lesmálið er að mestu hið sama á öllum Norðurlandamálunum, — en Freysteinn hefur hér allvíða breytt því eftir íslenzkum að- stæðum, svo sem í náttúru- fræðiköflunum. Greinin um ísland í landafræðikaflanum er frumsamin af Freysteini. í niðurlagi formála síns fyrir bókinni segir Freysteinn Gunnarsson svo: „Bókin er upphaflega samin og gerð handa unglingum, en sann- leikurinn er sá, að hún er engu síður fyrir fullorðið fólk. Auk yfirlits um landa- fræði og náttúrufræði er í bók- inni vikið að flestum helztu viðfangsefnum mannlegs fram taks og hyggjuvits. Hér er því óþrjótandi umhugsunarefni hverjum manni, öldnum jafnt sem ungum, er forvitni hefur á því, sem gerzt hefur og er að gerast í þeirri furðulegu veröld, sem við lifum í.“. Eiffelturninn í París er ekki sjálfum sér líkur um þessar mundir. Ofan af honum hefir verið rifið sem svarar 80 feta hæð. Gerðist það nauðsynlegt vegna brunans í janúarmán- uði s.l. Þá kom eldur upp í sjónvarpsstöðinni, sem var í 1000 feta hæð, og skemmdist við það efsti hluti járngrind- anna. Nú er verið að byggja ofan á turninn aftur og á hann að verða um 25 fetum hærri, en hann áður var. Eftir þessa hækkun verður ekki hægt að draga upp fána á turnspír- unni, því að átök hans mundu verða svo mikil er hann berst í hvössum vindi, að turninn mundi riða við, en það mundi aftur trufla sjónvarpstækin, sem komið verður fyrir efst í turninum. Þar verða líka loft- skeytatæki og ýmsir mælar veðurathuganastöðvarinnar, og titringur á turninum gæti haft óheppileg áhrif á þau tæki. Oft hafa komið fram tillög- ur um að rífa turninn, og sein- asta harða hríðin, sem að hon- um var gerð, var um alda- mótin- Þar voru listamenn fremstir í flokki, því að þeim þótti turninn óprýða borgina. En það sem bjargaði turninum þá var uppgötvun loftskeyt- anna. Árið 1901 var loftskeyta- stöð sett í turninn og dró hún 380 km. En í stríðinu hafði hún verið endurbætt svo, að hún dró 6,000 km. Árið 1907 voru þar gerðar ýmsar til- raunir til að athuga móstöðu- afl loftsins á fallandi hluti og komu þær að miklu gagni á bernskuárum fluglistarinnar. Síðan hefir verið hljótt um þá kröfu að turninn væri rif- inn, og nú mælir enginn því í mót, að hann sé hækkaður. Allir ferðamenn, sem til Parísar koma, vilja fá að skoða turninn, og hefir ferða- mannastraumurinn farið vax- andi ár frá ári. Nú er talið að þangað komi um 1% milljón ferðamanna árlega. Þessir ferðamenn ferðast í lyftum í turninum og hafa lítið fyrir því. En tveir menn verða að ganga efst upp í turninn á hverjum degi. Það eru menn, sem starfa við sjónvarpið, og þeir koma svo snemma morg- uns, að lyfturnar eru ekki í gangi. Þeir verða að ganga upp stiga, sem í eru 1710 þrep, og eru 40 mínútur á leiðinni. —Lesb. Mbl.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.