Lögberg - 13.02.1958, Síða 1
71. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. FEBRÚAR 1958 NÚMER 7
Landssamband ísl. Grænlands-
áhugamanna stofnað
Vinnur að endurheimi íslenzkra réiiinda á Grænlandi
HEIMURINN OKKAR
— SAGA VERALDAR í MÁLI OG MYNDUM —
HEIMURINN OKKAR — Saga veraldar í máli og myndum.
304 bls- — Hjörlur Halldórsson íslenzkaði. — Tilmenna bóka-
íélagið, Reykjavík, 1957.
Hinn 1. desember síðastlið-;
inn var stofnað í Reykjavík
Landssamband ísl. Grænlands-
áhugamanna, en forgöngu um
það hafði Farmanna- og fiski-
mannasamband Islands. Kaus
það á 18. þingi sínu 5 manna
nefnd til undirbúnings, og
skipuðu hana Henry Hálfdán-
arson loftskeytamaður, Þor-
kell Sigurðsson vélstjóri, Sig-
urjón Einarsson skipstjóri,
Örn Steinsson vélstjóri og
Þorsteinn Stefánsson hafnar-
vörður á Akureyri.
Síðastliðinn máudag kvaddi
Þorsteinn hafnarvörður tíð-
indamenn bæjarblaðanna á
fund sinn og skýrði fyrir þeim
tilgang og takmark þessarar
sambandsstofnunar. — Kvað
hann vaka fyrir samtökunum
að vinna íslenzkri útgerð að-
stöðu á Grænlandi, sem nú
væri mjög aðkallandi vegna
sívaxandi aflatregðu á heima-
miðum. Hér væri ekki um ný-
lendupólitík að ræða, en þó
mundi félagið fylgjast með
því, hvern lagalegan rétt Is-
lendingar ættu til Grænlands,
en þar hefði dr- Jón Dúason
verið betur á verði en nokkur
landa vorra annar.
Þorsteinn kvað Guðmund
Guðmundsson framkvæmda-
stjóra hafa hreyft þessu máli
fyrstan manna á þingi F.F.S.Í.,
og hefir því síðan verið haldið
vakandi. En hið ískyggilega
aflaleysi á heimamiðum hefði
nú fært útgerðarmönnum og
sjómönnum heim sanninn um,
að málið þyldi ekki frekari
bið. Hvernig þessum málum
yrði skipað, skyldi ekkert
sagt um að svo stöddu, en ef
til vill væri bezta lausnin sú,
að við veiddum í salt á Græn-
landsmiðum á vorin, er fisk-
urinn væri að ganga á miðin,
og nauðsynlegt væri, að ís-
lenzkir togarar gætu fengið
olíu og salt í grænlenzkum
höfnum.
I frumdrögum að stofnskrá
og lögum sambandsins er svo
að orði kveðið 1 2. grein;
„Tilgangur sambandsins og
markmið er að kynna fyrir
þjóðinni og umheiminum forn-
an rétt og erfðakröfur íslend-
inga til Grænlands og gera
gangskör að því að fá viður-
kennda og endurheimta með-
ferð eignar- og yfirráðaréttar
íslands yfir Grænlandi, sem
íslendingar hafa aldrei glatað.
Ennfremur að beita sér fyrir
gagnkvæmum skilningi og
samstarfi milli íbúa beggja
landanna og vinna að efnaleg-
um og menningarlegum fram-
förum, er snerta samskipti
þeirra.“
Akureyrardeild stofnuð
innan skamms
Þá gat Þorsteinn Stefánsson
þess, að hér í bænum mundi
síðar í þessum mánuði verða
boðað til stofnfundar Akur-
eyrardeildar í þessu landssam-
bandi. Kvað hann æskilegt, að
áhugamenn, sem vildu verða
með í stofnun deildarinnar,
létu sig vita það sem allra
fyrst, svo að hann gæti boðað
þeim stofnfundinn. Mál þetta
mun nú liggja fyrir Fiskiþingi
til umræðu, og er þess að
vænta, að sem flestir þeir, er
hagsmuna hafa að gæta varð-
andi útgerð og sjómennsku,
gefi málinu gaum. Hinn hrað-
minnkandi afli á íslenzkum
fiskimiðum, er e. t. v. alvarleg-
asta málið í dag, sem getur
haft örlagarík áhrif á afkomu
þjóðarinnar um langa framtíð.
—íslendingur, 6. des.
Framboð í öllum
kjördæmum
Stjórnmálaflokkarnir þrír,
Liberalar, C.C.F. og Konserva-
tívar, hafa ákveðið að bjóða
fram þingmannsefni í öllum
kjördæmum við fylkiskosn-
ingarnar í Manitoba, sem að
líkindum verða haldnar fyrri-
part júnímánaðar næstkom-
andi, svo ekki þarf að efa að
úr nógu verði ða velja. Um
afstöðu Social Credit-sinna, er
enn eigi að fullu vitað, þótt
flogið hafi það fyrir, að þeir
muni lítt hafa sig í frammi í
kosningunum vegna fjár-
skorts.
ískyggilegar horfur
Nýjustu fregnir, sem borizt
hafa frá Indónesíu á öldum
Ijósvakans vítt um heim, telja
ástandið þar í landi svo við-
sjárvert um þessar mundir, að
til byltingar og gagnbyltingar
geti þá og þegar komið í land-
inu, er leitt geti til hinna ægi-
legustu blóðsúthellinga; fylgir
það sögu, að rússnesk stjórn-
arvöld séu að reyna að ná
pólitískum yfirráðum yfir
landinu.
Mrs. Elma Gíslason
Þessi kunna söngkona hefir
æft sönginn fyrir miðsvetrar-
mót Fróns, og gefur söngskrá-
in, sem birt er á öðrum stað í
blaðinu, til kynna að þar
verður um góða skemmtun að
ræða.
Úr borg og bygð
— DÁNARFREGNIR —
Mrs. Lára Johnson Burns
lézt á fimmtudaginn 6. febrú-
ar. Hún var fædd í Selkirk
1883; foreldrar hennar voru
Jón Sigurjónsson frá Einars-
stöðum í N.-Þingeyjarsýslu og
kona hans Sigurveig Gísla-
dóttir. Ólst hún upp hjá for-
eldrum sínum í Winnipeg.
Hún giftist William John
Burns frá North Dakota, en
misti hann eftir eins árs sam-
búð; flutti hún þá til Winni-
peg og gekk í þjónustu Mani-
toba Telephone System og
starfaði hjá því félagi í 36 ár
þar til henni voru veitt eftir-
laun 1949. Hún lætur eftir sig
systir, Jennie Johnson. Önnur
systir hennar, Inga Johnson,
forstöðukona á Betel, lézt fyr-
ir nokkrum árum. Útförin var
gerð frá Bardals á mánudag-
inn að viðstöddu' fjölmenni.
Dr. Valdimar J. Eylands flutti
kveðjumál.
☆
Hinn 7. þ. m-, lézt á St.
Boniface sjúkrahúsinu Mr.
Clifford Paul Hjaltalín raf-
magnsverkfræðingur, s e m
lengi var í þjónustu Winnipeg
Electric Railway félagsins,
góður drengur og vinsæll.
Hann var sonur Guðjóns
Hjaltalín skósmíðameistara.
Hinn látni lætur eftir sig
konu sína og systur, Mrs. Lax-
dal. Útförin var gerð á mánu-
daginn frá Clark Leatherdale
að viðstöddu fjölmenni.
I upphafi var undrið, og það
hefur haldið áfram að heilla
mannshugann allt til þessa
dags. Að sama skapi sem
þekkingin á heimi okkar og
náttúru hans allri eykst og
margfaldast, magnast einnig
furðan yfir fjölbreytni og
óendanleik alheimsins. Skyldi
frummaðurinn, þegar hann
stóð gagntekinn og flemtraður
gagnyart óskiljanlegum nátt-
úruöflunum umhverfis sig,
hafa verið öllu meiri furðu
sleginn en vísindamaður nú-
tímans, þegar hann kannar
leyndardóma heims og geims?
Maðurinn var að sönnu
smár og aumkvunarverður í
árdaga, þar sem hann stóð
uppi fákunnandi og varnar-
litill í heimi, sem var honum
bæði fjandsamlegur og ó-
skiljanlegur. En hann hefir
ekki bætt spönn við hæð sína
síðan. Hann stendur enn mátt-
lítill og ráðvilltur gagnvart
heimi sínum.
En maðurinn hefir aldrei
hætt til langframa að reyna
að gera sér grein fyrir um-
heiminum og rökum tilveru
sinnar. Hann hefir verið síleit-
andi og síspyrjandi, og þekk-
ingu hans hefir fleygt fram
með ótrúlegum hraða, ekki
sízt á síðustu fimmtíu árum.
En hver ný lausn ól af sér
nýjar og erfiðari gátur..
Mannkynið er enn í sporum
Heraklesar í hinni fornu goð-
sögn, þegar hann reyndi að
vinna á Hýdru, hinu marg-
höfða skrímsli. Fyrir hvert
höfuð, sem hann hjó af, uxu
tvö ný í staðinn. Með tilstyrk
frænda síns vann Herakles að
lokum á þeim öllum, nema því
sem ódauðlegt var. Vera má,
að manninum takizt um síðir
að finna svör við flestum gát-
unum í sambandi við lífið og
alheiminn, en hætt er við, að
ein þeirra verði lífseigust —
gátan mikla, undrið sem við
köllum líf.
En þekkingarþorstinn verð-
ur ekki kæfður, og vilji manns
ins til að kryfja öll vandamál
býr að líkindum með honum
jafnlengi og hann er mennsk-
ur. Okkur íslendingum hefur
þessa dagana borizt glæsilegur
vottur um óbugandi þekking-
arviðleitni mannsins. Er hér
um að ræða eitthvert merki-
legasta rit sinnar tegundar,
sem gert hefur verið fyrr og
síðar. Þetta rit er „Heimurinn
okkar,“ sem Almenna bóka-
félagið hefur nú sent á bóka-
markaðinn.
„Heimurinn okkar“ er tví-
mælalaust veigamesta verk,
sem nokkurt íslenzkt útgáfu-
fyrirtæki hefur lagt í að gefa
út. Ekki einasta er það yfir-
gripsmesta vísindarit, sem
birzt hefur á íslenzku, heldur
er allur búnaður bókarinnar
með þeim hætti, að undrun
sætir. Bókin er 304 síður í
geysistóru broti (26x35 cm.)
og prýdd rúmlega 360 mynd-
um, sem sumar eru nálega
metri á lengd, og svo frábær-
lega góðar myndir hafa ekki
sézt á íslenzkum bókum fyrr-
Um 300 myndanna eru í lit-
um. Textinn er ýtarlegur og
mundi fylla um 500 blaðsíður
í Skírnisbroti. Bókin er öll
prentuð á einstaklega fallegan
myndapappír.
I þessu riti er að finna
kjarna þeirrar þekkingar, sem
við eigum nú um jörðina og
sögu hennar frá upphafi vega.
Heil hersing færustu vísinda-
manna vann árum saman að
undirbúningi verksins, og er
það út af fyrir sig trygging
fyrir sannleiksgildi þess og
vísindalegri nákvæmni. Bókin
er stærsti skerfurinn, sem
lagður hefur verið fram til al-
mennrar vísindáfræðslu hing-
að til, eins og danskur gagn-
rýnandi benti á.
Hjörtur Halldórsson mennta
skólakennari hefur þýtt text-
ann með sérstökum ágætum
og víða staðfært hann. Hefur
hann í því efni notið hjálpar
ýmissa íslenzkra fræðimanna.
Ýmis nöfn á fyrirbærum nátt-
úrunnar hefur hann íslenzkað
af mikilli smekkvísi og þannig
auðgað tunguna að nauðsyn-
legum orðum. Sem dæmi má
taka fisktegund eina, sem lifir
í hitabeltissjó og nefnist á
ensku “grouper.” Hjörtur
kallar hana „groppu“ á ís-
lenzku. Orðið beygist eins og
„loppa“ og er ágætt nýyrði.
I heild sinni er „Heimurinn
okkar“ óviðjafanlegur lof-
söngur um jörðina og þróun
lífsins á henni. Sá maður er
Framhald á bls. 8