Lögberg


Lögberg - 13.02.1958, Qupperneq 6

Lögberg - 13.02.1958, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. FEBRÚAR 1958 GUÐRÚN FRA LUNDI: DALALÍF „Þú mátt ekki láta föður þinn ofbjóða þér- Hann er svo hraustur sjálfur og getur ekki skilið þá, sem eru veikbyggðir og þreklitlir“. Nú hló hann upphátt og sagði: „Kannske þú ætlir að verða nærgætnari við mig en hann? Það gæti ég hugsað, að þér færist hálfklaufalega. Ég býst ekki við, að þú hafir mikla hæfileika til að hjálpa þeim, sem eru þreklitlir og veikbyggðir, eins og þú álítur að ég sé“. Dísa varð hálfvandræðaleg. Þetta ætluðu ekki að verða þægilegar samræður. Hana hafði lengi grunað það. „Mig langar oft til að tala við þig, en ég hef lítinn tíma, nema þá helzt á kvöldin. Því læsirðu alltaf stofunni?“ sagði hún. „Nóttin er ætluð til svefns, en ekki skrafs og ráðagerða. Ég get ekki skilið, hvað þú þarft að skrafa við mig“, sagði hann og fór að líta í blaðið aftur. Ekki var nú mikill áhuginn fyrir samræð- unum hugsaði hún. Því skyldi hann hafa hætt að brosa? Líklega hafði honum ekki fallið það, að hún talaði um að hann væri þreklítill. Það var víst ekki karlmannlegt. „Er það satt, að þú sért hættur við að læra til prests, eins og þú hefur alltaf ætlað þér að gera?“ spurði hún hikandi. „Ég var víst aldrei ákveðinn í því“, svaraði hann. „Mamma er víst ekki vel ánægð með það.“ Hann anzaði engu. „Hún var búin að hlakka svo mikið til að sjá þig í prestaskrúðanum“, hélt hún áfram. „En sá tilbúningur í þér“, sagði hann. „Var ekki ósköp gaman að vera á Ásólfsstöð- um? Bárður hefur líklega verið stimamjúkur við þig?“ sagði hún. „Stimamýkri voru nú stúlkurnar“, sagði hann, og henni til ánægju fór hann að brosa. Þó gat það svo sem átt sér stað, að Ella ætti þetta bros, en honum þætti ekkert gaman að samtalinu. „Kom ekki Siggi á Hóli fram eftir eitt kvöldið eða kannske oftar?“ „Hann kom ekki nema í þetta eina skipti, þegar þú sást til hans“, sagði hann. „Fellur þér það ekki vel, að hann sé að koma þangað?“ bætti hann við. „Mér? Heldurðu að mér sé ekki sama um Sigga á Hóli. Það er verið að gefa honum Ellu á Ásólfsstöðum og hún er líka vitlaus í honum — og þau hæfa líka hvort öðru“. „Nei, svo er ekki, hann er mikið stærri en hún. Svo hélt ég, að enginn ætti Ellu til að gefa hana, nema foreldrar hennar og svo náttúrlega hún sjálf. Það er líka kvenfólkið hérna og enginn annar, sem segir þetta og annað eins, eruð sjálf- sagt gramar yfir því, að hann veitir ykkur ekki neina eftirtekt“, sagði hann. „Við sjálfsagt kærðum okkur ekki mikið um svoleiðis pilta“. „Þeim er sjálfsagt lítið gefið um okkur hérna í dalnum, eiga líklega vini heima í sinni sveit. Siggi er líka búinn að ákveða sig — það þýðir ekkert að hugsa um hann“, sagði hann og fór enn að lesa í blaðinu. „Eru þau kannske trúlofuð, Ella og hann?“ spurði hún forvitin. „Ella? Nei, dettur þér í hug að hann taki hana frá mér?“ sagði hann hlæjandi. „Við erum nú betri kunningjar en það“. Dísa stóð upp, svo mikið varð henni um það, sem hann sagði. „Þú talar ekki í alvöru, Jakob?“ sagði hún loðmælt. „Nei, það geri ég ekki. Það er aldrei hægt að tala í alvöru við þig, Dísa“. „Segðu mér satt, Jakob“, sagði hún. „Ég hef ekkert að segja“, sagði hann. Lísibet og Borghildur systir hennar komu inn í hjónahúsið, nýgreiddar og þvegnar, og ætluðu að fara að hátta. Þær sváfu saman í rúminu hennar Lísibetar, en litli bróðir þeirra svaf í litlu rúmi hinum megin við hjónarúmið. — Aldrei var friður fyrir þessum krakkaormum hans Sigga, hugsaði Dísa gröm yfir að fá ekki að njóta betur þessarar stuttu stundar. Það yrði sjálfsagt ekki næsta dag, sem hún gæti náð tali af honum. Það eitt að sjá hann brosa og hlæja var henni ótrúlega mikils virði. Bráðum tæki engjaheyskapurinn allan tím- ann og þá yrði allt ennþá erfiðara. „Ég þyrfti svo margt að tala við þig, Jakob, en það er aldrei friður til þess“, sagði Dísa. „Ég get ekki ímyndað mér, að þú hafir neitt sérstakt við mig að tala“, sagði Jakob. „Hvernig lízt þér á það, að ég fari í kvenna- skóla í haust?“ spurði Dísa. „Þér gekk nú alltaf heldur báglega að læra, minnir mig“, svaraði hann áhugalaust. Anna húsfreyja kom inn með Jakob Sigurðs- son í fanginu og lét hann í rúmið hans. „Aumingja mamma, þú verður dauðþreytt á því að stjana við þessa krakka“, sagði Dísa. „Mér finnst að Siggi og Rósa séu ekki of góð að hugsa um sína krakka sjálf, fyrst þau eru að hrúga þessu niður". „Það þarf ekki mikið fyrir þeim að hafa, þau eru vön að sjá um sig sjálf“, sagði Anna. „Svo hjálpar hún Borghildur mér við það, eins og allt annað“. Sumarið leið án þess Dísa gæti nokkurn tíma talað einslega við Jakob, vegna þess að hann forðaðist að gefa henni tækifæri til þess. Flesta sunnudaga var haldin danssamkoma einhvers stað- ar í sveitinni. Dísa lét sig ekki vanta þar, en vana- lega var hún óánægð yfir því, að sér væri ekki veitt viðeigandi eftirtekt sem fóstursystir Jakobs. Hún var líka með mesta hárið af öllum stúlkun- um í sveitinni og átti fínasta upphlutinn. En það var eins og enginn sæi það, nema þá helzt með öfundaraugum. — Jakob fór alltaf fyrstur út á dansgólfið með Ellu í fanginu, en hann dansaði samt oft við hana sjálfa. Það var rétt fyrir göngurnar að hún trúði samverkakonum sínum fyrir því, að nú væri af- ráðið, að hún færi í hússtjórnarskóla og yrði þar hálfan veturinn. Það hefði verið orðið of seint að sækja um inntöku í kvennaskólann, og svo hafði þeim báðum fundizt það, fóstra hennar og Jakobi, að þetta væri heppilegra fyrir hana, því að þar væri kennt minna bóklegt, en sér hefði alltaf gengið svo illa að læra það bóklega. „Ég kalla að þú segir fréttirnar“, sagði Kristín. „Þú hefur líka verið svo sæl á svipinn og íbyggin núna þessa síðustu daga. Það var mikið að þú gazt nokkurn tíma stunið því upp“. „Ég fór til mömmu og Borghildar“. „Þó það væri nú, að fóstra þín færi eitthvað að hugsa fyrir að hafa laglegt í steinhúsinu nýja. Það verður einhver að taka við af Borghildi — ekki lifir hún alltaf“, rausaði Kristín. „Ég fæ nú sjálfsagt lítið að skipta mér af því, ef ég þekki rétt- Ég er ekki búin að gleyma svipn- um á fólkinu í fyrravetur, þegar ég sagðist geta búið til betri steik en Borghildur. Ég ætlaði mér þá að breyta heimilinu dálítið, en það þýðir víst lítið að reyna slíkt“. „Ég efast nú svo sem ekkert um það, að þú eða hver sem er fái sig fullkeypta, meðan hún er að ná bústjórninni úr höndunum á Borgu gömlu. En það verður heldur enginn óbarinn biskup. Það er til mikils að vinna að ná í allan Nauta- flataauðinn og þennan fallega pilt. Ég hlakka til að sjá, upplitið á þér, þegar þú kemur af skólanum. Náttúrlega kemurðu hingað aftur?“ „Það veit ég nú ekki. Mamma og Borghildur vilja láta mig ráða mig í fínt hús þarna fyrir norðan, en ég veit ekkert, hvað ég geri“. „Mér þykir líklegt, að Jakob verði líka í skóla fyrir norðan í vetur. Ég sé nú ekki, hvernig lífið getur leikið betur við þig, Dísa litla“, sagði Kristín. „Skyldi það verða munur eða ævin okkar Lauf- eyjar. Satt að segja hálfkvíði ég nú fyrir að lynda við Borghildi í vetur. Ég hefi nefnilega hugsað mér að slá undan ,ef í odda kynni að skerast á milli okkar, þó að Gróa segði, að enginn gæti þrifizt, nema hann semdi sig að hennar siðum“. NAÐARVÖKIN Seint á þorra kom Dísa heim aftur. Henni fannst hún vera orðin talsvert mikil manneskja. En það fór eins og fyrri — það var ekki tekið eftir því heima í dalnum. Önnu þótti vænt um að sjá hana, en leiddist þó fljótlega masið í henni, eins og vanalega. Hún var mjög veikluð á taugum og átti bágt með svefn. Jakob hafði verið vestur á Felli síðan um nýár við barnakennslu í veikinda- forföllum barnakennara sveitarinnar. Einkenni- legt var, hvað heimilið gat breytzt á fáum vikum, fannst Dísu. Borghildur hafði lagzt í fótarmeini í janúarlok. Þess vegna varð mikil breyting á heimilinu- Kristín hafði tekið við hennar verkum. Laufey hafði verið ráðin til nýárs og var því ný- farin, þegar Borghildur lagðist. Ekki var hús- móðirin alls kostar ánægð með það, hvernig mat- reiðslan fórst Kristínu úr hendi, en um það þýddi ekki að tala. Kristín var harðánægð með sjálfa sig og þóttist upp úr því vaxin að láta segja sér fyrir verkum. Það var fengin stúlka neðan af Ós til að hugsa um fjósið og að spinna. Auðvitað var þreyt- andi vankunnáttumót á því öllu. Eftir að Borg- hildur fór að klæðast, fór fyrst að verða erfitt sam- komulagið. Hún gat ekki látið það afskiptalaust, hvernig gengið væri um eldhúsið. Anna hús- freyja var hreint og beint hrædd að koma fram í eldhúsið, nema húsbóndinn væri þar. Hún mátti búast við lítilsvirðandi tilsvörum frá þessum konu- svarki, sem réð þar ríkjum. En hún forðaðist að láta mann sinn heyra það. Kristínu kom vel saman við karlmennina. Borghildur stakk upp á því, að Dísa tæki við eldhúsinu, því að nú var hún búin að læra, hvernig átti að ganga um í eldhúsi og búa til mat, en Kristín sagðist verða við þetta þangað til Borghildur væri orðin svo hress, að hún gæti tekið við aftur. Kristín var ekki að sama skapi dugleg við tóvinnuna eins og útiverkin, og vildi vera laus vð að sitja inni við spuna. Dísu þótti ekkert að því, þó að Kristín svaraði svona, — hana langaði ekkert til að taka við öllum þeim verkum, sem fylgdu því að vera í eldhúsinu. En hún vildi gjaran sýna kunnáttu sína og búa til matinn, þegar eitthvað sérstaklega átti að breyta til, því að náttúrlega kunni hún svo margt, en Kristín sagði henni að geyma sína miklu kunnáttu þangað til stóra sólin væri upprunnin, — ólíklegt væri að hún þyrfti að bíða lengi og vona hér eftir, svona hámenntuð stúlka. Dísa sat því inni í húsi hjá fóstru sinni við útsaum, þangað til stúlkan af Ósnum þurfti endilega að fara heim. Þá var hún beðin að, mjólka með Kristínu, en vinnumaðurinn varð að gefa kúnum, það gat Dísa ekki gert. Svo kom Jakob heim og þá var henni ofaukið í hjóna- húsinu. Heimasætulífinu var þar með lokið. Kristín gaf heimilisfólkinu slæman vitnisburð, þær fóru að mjólka saman, hún og Dísa. Húsbónd- inn var sá eini, sem hún hældi. Hún hafði náttúr- lega komizt af við Þórð, en hann var þó óttalegur bölvaður fýludrumbur. Hallgrímur, en svo hét vinnumaðurinn, var eins og hvert annað flón. Jakob var alveg eins og móðir hans, hégómlegur og eigingjarn. Þetta komst allt fljótlega til eyrna hús- móðurinnar — og ekki varð það til að bæta sam- búðina. Hún taldi vikurnar, þangað til Kristín færi af heimilinu. Svo var það, að Dísu datt allt í einu í hug, að nauðsynlegt væri fyrir fóstru sína að fara yfir að Jarðbrú. Lína var nýbúin að eignast son, sem Helga á Hóli hafði látið mikið yfir að væri svo fallegur og ólíkur stelpunum, systrum sínum. Borghildur hafði oft talað um það við Dísu, að hún ætti að ganga úti með fóstru sinni, þegar gott veður væri, en hún gerði það sjaldan. En að Jarð- brú vildi hún fara með henni. Borghildur sagði, að það væri of langt, betra væri að fara út að Hvammi. A þann bæ vildi Dísa sízt af öllu koma. Hún var nú eins og hún var vön þveröfug við alla aðra. Þær völdu logn dag, þegar húsbóndinn var ekki heima. Jakob vildi fara með móður sína á hesti, en hún vildi heldur ganga — þetta var svo stutt.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.