Lögberg - 13.02.1958, Síða 8

Lögberg - 13.02.1958, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. FEBRÚAR 1958 HEIMURINN OKKAR Framhald af bls. 1 Úr borg og bygð THE ANNUAL CONCERT of the Icelandic Canadian Club will be held in the First Lutheran Church on Tuesday, February 25th, commencing at 8.15 p.m. The main adress of the evening will be given by Björn N. Árnason of Regina, Deputy Minister of Co-Opera- tion and Co-Operative De- velopment for Saskatchewan. Björn was born in Glad- stone, Man. and brought up at Kristnes, Sask., north of Foam Lake. His parents were John and Guðlaug Árnason, pion- eers of that district. He at- tended the University of Saskatchewan from 1924-28, specializing in history and economics. In 1929 he joined the Sask- Department of Agri- culture maintaining that posi- tion until his present appoint- ment in 1944. In 1953 he re- ceived an honorary degree of law (Honoris Causa) from the St. Francis Xavier University of Nova Scotia. The subject of Mr. Árna- son’s address as well as the musical part of the program will be announced next week. ☆ The First Lutheran Young Peoples’ Association will pre- sent their annual “Valentine Varieties” Concert in the lower auditorium of the First Lutheran Church, Sargent and Victor street, an Friday, February 14, 1958 at 8.15 p.m. The programme includes in- strumental Combo, a play, skit and vocal selections. Tickets available at The Electrician, 685 Sargent Ave., or phone SPruce 4-0955. Dennis Eyolfson VEITIÐ ATHYGLI Erlingur K. Eggertson, lög- maður verður í Árborg á fimmtudögum, en ekki á þriðjudögum, eins og áður var auglýst. —Professional spjald hans er á 3. síðu Lögbergs. ☆ Rausnarleg gjöf Frú Guðrún Jóhannsson, Ste. 9 — 755 Ellice Avenue, Winnipeg, ekkja Ásmundar P. Jóhannssonar byggingameist- ara, hefir sýnt Betel þá vel- vild og rausn, að gefa heimil- inu fullkominn húsgagnaút- búnað í eina íbúð þess. Fyrir þessa drengilegu aðstoð er hér með innilega þakkað. Fyrir hönd fjársöfnunar- nefndar, Greliir Eggertson ☆ Mr. Magnús Elíasson út- breiðslustjóri C.C F. flokksins, sem búsettur er í höfuðborg Saskatchewanfylkis, Regina, er nýkominn hingað til borg- arinnar og mun dveljast hér um slóðir fram yfir fylkis- kosningarnar, sem sýnt þykir, að hér verði haldnar í júní- mánuði næstkomandi; mun hann ferðast allvíða um fylk- ið, en verður þess á milli að finna á flokksskrifstofunni 1170 Main Street. Sími JUstice 2-3777. Magnús rekur rætur sínar til Árnessbygðar í Nýja- Islandi; hann er skýrleiks- maður hinn mesti og ágætlega máli farinn. ☆ Séra Ólafur Skúlason getur því miður, ekki komið til Winnipeg um næstu helgi, og messar því ekki í Fyrstu lút- ersku kirkju, eins og áætlað var. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands. Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Mrs. Sarah Goodman og Mrs. Ása Stefánsson frá Van- couver komu til borgarinnar á föstudaginn í heimsókn til vina og vandamanna, sem eru fjölmennir á þessum slóðum. Munu þær dvelja hér í mánuð; hefir Mrs. Stefánsson í hyggju að fara til Selkirk og Hecla, ennfremur að koma við í Moose Jaw, Sask. á vesturleið. BÓKMENNTIR Framhald aí bls. 5 ur.“ Þá er Pétur Hannesson með nokkur falleg kvæði; bezt þeirra þykir mér „Nótt.“ Góðar eru „Vorvísur,“ eftir Pétur Jónasson, og „Bærinn lokast,“ eftir Sigríði Björns- dóttur. „Mitt líf,“ eftir Sigríði Rögnvaldsdóttur, vekur at- hygli; einnig „Vor,“ eftir Sig- rúnu Fannland. Allgott skáld er Sigurður Sigurðsson frá Vigur, og Sigurður H. Guð- mundsson efnilegt skáldefni. Viðkunnanlegt kvæði er „Góa,“ eftir Sigurjón Jónas- son, og Una Sigtryggsdóttir á tvö vel gerð ljóð: „Á sextugs- afmæli mínu“ og „Játning.“ Þá er Þorsteinn Jónsson (Þórir Bergsson); fallegasta kvæðið hans er „Afmælis- rósir.“ „Sama sagan,“ eftir Þorstein Magnússon, er snið- ugt og heimspekilegt ljóð, og loks er ágæt vísa, eftir Stefán Stefánsson, sem vekur les- andann til umhugsunar: „Oft er gott, sem gamlir kveða, gráhærðir af andans krafti. En hvort er betra að yrkja — eða algjörlega halda kjafti “ —Mbl., 22. des. Apótekarinn: — Þessi hósta- saft læknar hósta á einni viku. !Ég get borið um það sjálfur, vegna þess að ég er búinn að nota það í þrjár vikur. ☆ \ — Ég skildi guðspjallið, sagði Stína- En ég skildi ekki útskýringu prestsins á því. meira en lítið „blaséraður,“ sem ekki hrífst af þeim undr- um náttúrunnar, er við hon- um blasa á hverri síðu bókar- innar. Við sjáum heiminn og okkar eigið líf í nýju ljósi eftir lestur hennar. Maðurinn sjálf- ur kemur að vísu ekki við sögu hér, og er það nokkur skaði, en furður heimsins og geimsins eru gerðar þeim mun áþreifanlegri, þannig að mað- ur stendur allt að því högg- dofa andspænis þeirri auðlegð frjómagns og fegurðar, sem heimurinn okkar býr yfir — heimurinn, sem nú hefur skugga gereyðingar hangandi yfir sér. Þetta er lofsöngur til lífsins og þá um leið fordæm- ing á þeirri öfundshneigð mannkindarinnar, sem er að reka hana út á yztu nöf tor- tímingar. Skyldi nokkurt skáld hafa flutt okkur mælsk- ari friðaróð en aðstandendur þessarar bókar? Sumum þeim, sem ekki hafa handfjatlað þessa bók, kann að finnast örlæti mitt á sterk lýsingarorð nokkuð gegndar- laust. Ég býst ekki við, að ég sé miklu hrifnæmari en land- ar mínir yfirleitt, og þó kann ég ekki að mæla með bókinni nógu sterkum orðum. Hún hlýtur að verða kærkominn gestur á hvert heimili, þar sem fróðleiksfýsn og forvitni á um heiminum á sér formælendur. „Heimurinn okkar“ er ekki einungis frábært vísindaafrek, heldur og sannkallað lista- verk, bæði að því er snertir myndir og texta. Það eru víða skáldleg tilþrif í textanum, og ekki er mér grunlaust um, að þýðandinn eigi nokkurn þátt í því- Málið er kjarnyrt og lif- andi og sjaldan tyrfið, enda þótt vrða sé fjallað um flókin vísindaleg efni. Bókin skiptist í 13 megin- kafla, sem bera þessi heiti: — Fæðing jarðar, Undur og gát- ur hafsins, Yfirbragð þurr- lendisins, Lofthafið, Fram- vinda lífsins, Öld spendýr- anna, Lífið í sjónum, Kóralrif, Land sólar, Auðnir norður- hjarans, Regnskógar hitabelt- is, Sumargrænir skógar og Stjörnugeimurinn. Má nokk- uð af þessum heitum ráða, um hvað bókin fjallar. Þá er í bókinni skrá yfir merkustu vísinda- og fræðslurit, sem fjalla um efni hvers kafla. Ennfremur er skrá yfir höf- unda myndanna og yfir vís- indamenn og stofnanir, sem unnu að frumútgáfunni. Og loks er þar nafna- og atriða- skrá. Gunnar Gunnarsson skáld hefur skrifað formála fyrir íslenzku útgáfunni, en bókin hefur þegar komið út víða á Vesturlöndum og hvar- vetna hlotið fádæma góðar viðtökur. „Heimurinn okkar“ verður óbrotgjarn minnisvarði um viðleitni mannsíns á miðri tuttugustu öld við að gera sér grein fyrir umheiminum og stöðu sinni í náttúrunni. Bók- in er kannski fyrst og síðast lofsöngur um hugvit og yfir- burði mannsins, þrátt fyrir allar hans takmarkanir. Ein- um kafla hennar lýkur með þessum orðum: „Þótt maður- inn megi kallast byrjandi og nýgræðingur á þessari plán- etu, hefur hann eigi að síður sérstöðu í hinu víðáttumikla veldi náttúrunnar, hann ræð- ur örlögum sínum og er eigin gæfu smiður. Fyrir meir en 2000 árum komst Plató svo að orði: „Hugurinn verður ávallt herra heimsins“.“ Sigurður A. Magnússon —Mbl., 8. des. Aldraður maður hverfur Veslmannaeyjum, 2. jan. — Fjöldi Vestmannaeyinga hefir í dag leitað um allar eyjarnar að öldruðum manni, sem hvarf hér í bænum á gamlársdag. Tíðindin um hvarf hans spurð- ust ekki út meðal bæjarbúa fyrr en á nýársdag og var þá þegar hafin leit. Síðdegis í dag fannst húfa mannsins á floti í höfninni. Maður sá, sem hér um ræðir, hét Eyjólfur Sigurðsson, frá Laugardal hér í bænum, kom- inn á áttræðisaldur. Hann hefur um fjölda mörg ár feng- izt við trésmíðar. Eyjólfur fór að hfeiman frá sér um kl. 8 á gamlársdags- morgun til vinnu sinnar í smíðastofu niðri við höfnina. Þangað hefur hann komið, þótt ekki kæmi hann heim til sín í morgunkaffið eða um há- degisbilið. Það var ekki beint talin ástæða til þess heima hjá honum að undrast um hann, fyrr en síðari hluta dagsins. Tóku þá nánustu ættingjar að grennslast fyrir um ferðir gamla mannsins meðal vina og kunningja í bænum. Leitin bar ekki árangur. Seint á gamlárskvöld var leitað til lögreglunnar, sem þegar hóf eftirgrennslan. Rannsókn hennar leiddi brátt í ljós, að maður nokkur hafði hitt Eyjólf um kl. 2 á gamlársdag inn við Friðar- höfn. Ræddi maður þessi litla stund við Eyjólf. Kvöddust þeir með áramótaóskum. Síð- an hefur enginn orðið Eyjólfs var. Á nýársdag lét lögreglan kafa við bryggjur hér en ár- angurslaust. í dag hófu skátar og sjálfboðaliðar skipulagða leit um allar eyjar. Seinnipart dags fundu drengir húfu Eyj- álfs á reki í höfninni inni í svonefndum Botni, skammt frá olíubryggju Skeljungs. Þykir mönnum sýnt hver orð- ið hafi örlög þessa aldraða manns, sem lætur eftir sig konu og uppkomin börn- Hann var ern vel og vann að smíð- um alla daga frá morgni til kvölds. —Mbl., 3. Jan. ÞRÍTUGASTA OG NÍUNDA MIÐSVETRARMÓT ÞJÓÐRÆKNISDEILDARINNAR FRÓN verður haldið í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU mánudaginn 24. febrúar 1958, klukkan 8 e. h. SKEMMTISKRÁ: O, CANADA — ó, GUÐ VORS LANDS ÁVARP FORSETA Jón Johnson SÖNGUR (double quartette) undir stjórn Elmu Gíslason Undirspil: JÓNA KRISTJANSON 1- Áróra .........HELGI S. HELGASON (Kvæðið eftir Guttorm J. Guttormsson, sunRÍð í fyrsta sinn í Winnipeg. 2. Litla Stina ........C. P. WALLIN 3. Vel er mætt til vinafunda .H. WETTERLING KVÆÐI Dr. Sveinn Björnsson EINSÖNGUR Joy Gíslason UPPLESTUR William Pálsson EINSÖNGUR Janet Reykdal RÆÐA Próf. Haraldur Bessason EINSÖNGUR Heather Sigurdson EINLEIKUR Á PÍANÓ Sigrid Bardal TVÍSÖNGUR Elma Gíslason, Gústaf Kristjánsson ELDGAMLA ÍSAFOLD — GOD SAVE THE QUEEN Inngangur $1.00. — Byrjar stundvíslega. — íslenzkar veitingar til sölu í fundarsal kirkjunnar. — Aðgöngu- miðar fást við dyrnar. ALLUR ÁGÓÐI GENGUR TIL BETEL

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.