Lögberg - 27.02.1958, Síða 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. FEBRÚAR 1958
Úr borg og bygð
Rausnarleg gjöí
Kvenfélag Fyrsta sambands
safnaðar í Winnipeg, hefir
auðsýnt Betel þá rausn, að
gefa stofnuninni allan hús-
gagnaútbúnað í eina íbúð
byggingarinnar; fyrir gjöf
þessa skal hér með innilega
þakkað.
Fyrir hönd fjársöfnunar-
nefndar Betels,
Grettir Eggertson
☆
BRIDGE-kvöld
Hinn 11. marz næstkomandi
verður Bridge-kvöld í fundar-
sal Fyrstu sambandskirkju, er
hefst kl. 8. Kaffiveitingar
verða á takteinum og spila-
verðlaun gefin.
☆
A Recplion for Mrs. Lester B.
Pearson
in the Georgian Room at the
Hudson Bay Co. on Monday
March 3rd from 3 to 5 p.m.
Everyone is welcome. Come
and bring your friends.
Mr. and Mrs. Pearson are
arriving in Winnipeg with
C.P.R. on Sunday morning^
10.45-
☆
Leiðrétling
Box 678, Blaine, Wash.
Herra ritstjóri:
Viltu gjöra svo vel að birta
þessa leiðrétting við Stafholts
gjafalistann:
Af vangá minni hafa fallið
úr Stafholts gjafalistanum
þessar gjafir:
Hannes Teitsson, í minningu
um Mrs. M. J. Benedictson,
$5.00. Hannes Teitsson, í
minningu um Rex Fossberg,
$5.00.
Á þessari vangá vil ég biðja
hlutaðeiganda velvirðingar.
A. E. Kristjánsson
P. S. 1 prentuninni hefir það
fallið úr, að $50.00 frá Rev. &
Mrs. A. E. Kristjánsson sé
gerð í minningu um elskaðan
son, H. A. Kristjánsson- Þetta
óskum við að verði leiðrétt.
—A. E. K.
Donations to the Sunrise
Lutheran Camp:
For Children’s Trust Fund,
in loving memory of Mrs. S.
O. Bjerring:
Mrs. Valdine Sigvaldason
Prentice, Madison, Wisconsin,
U.S.A. $20.00.
Mrs. B. I. Sigvaldason, Ar-
borg, $5.00.
Mr. & Mrs- H. Austman,
Arborg, $5.00.
Rev. & Mrs. S. Ólafsson,
Winnipeg, $10.00.
Received with thanks,
(Mrs.) Anna Magnússon,
Treas.
☆
— DANARFREGN —
Sveinn Ernest Brynjólfson,
Lombard, Illinois, lézt snögg-
lega á mánudaginn 24. febr.
Hann var fæddur í Winnipeg
12. apríl 1914, sonur hinna
mætu hjóna, Susy (Christo-
pherson) og Inga Brynjólfson.
Foreldrar Susy, móður hans,
voru hin kunnu frumherja-
hjón í Argyle, Sigurður og
Carry Christopherson, en for-
eldrar föður hans voru Mr. og
Mrs. Sveinn byggingameistari
Brynjólfsson í Winnipeg.
Hinn látni lætur eftir sig
konu sína Lillian (dóttur Jón-
asar heitins Anderson og eftir-
lifandi konu hans, er lengi
bjuggu í Cypress River); tvö
börn; foreldra sína, (búsett í
Chicago); einn bróður og fimm
systur. Útförin var gerð frá
Holy Trinity Lutheran Church
í Lombard, 111., á fimmtu-
daginn.
☆
Utanbæjargestir á Fróns-
mótinu voru Guttormur skáld
Guttormsson og frú Hansína;
Árni Sigurdson frá Seven
Sisters; systurnar Helga Árna-
son og Petrína Pétursson frá
Oak Point.
☆
Mrs. Thomasson frá Morden
kom á þjóðræknisþingið á
þriðjudaginn frá deildinni ís-
land.
HIN ÁRLEGA
BETEL-SAMKOMA
verður haldin undir umsjón Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í kirkjunni á Victor St.
mánudaginn 3. Marz, kl. 8.15 síðdegis
PROGRAM
O, CANADA
Chairman’s remarks Dr. V. J. Eylands
Instrumental solos: . Violin, Carlisle Wilson
Piano, Kerrine Wilson
Cello, Eric Wilson
Speech Rev. Earnest Johnston
VOCAL QUARTETTE: —
Ten—Hermann Fjelsted — Cecil Anderson
Bass—Ron Bergman — Thor Fjelsted
Sop—Marion Melnyk — Sylvia Storry
Alto—Heather Sigurdson — Phyllis Johnson
News from Betel Dr. George Johnson
Instumental—Duett and Trio Wilsons Children
— COLLECTION —
VOCAL QUARTETTE
“THE QUEEN”
Mrs. Isfeld accompanist.
(Veiiingar veitiar öllum á efilr í neðri salnum)
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol.
Heimili 686 Banning Street.
Sími SUnset 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
íslenzk guðsþjónusta
í Selkirk
Messað verður á íslenzku í
lútersku kirkjunni í Selkirk
á sunnudaginn kemur, 2. marz
kl. 3 e. h- Séra Valdimar J.
Eylands prédikar.
VEITIÐ ATHYGLI
hinni árlegu Betelsamkomu,
sem efnt er til á mánudaginn
3. marz. Ber auglýsingin með
sér að þar er um góða skemmt-
un að ræða, en það sem meir
er um vert; með því að sækja
samkomuna styrkið þér Betel,
þetta óskabarn Vestur- íslend-
inga.
Hafa konur . . .
Framhald af bls. 5
mótar nýja kynslóð, sem á að
erfa landið. Svo veigamikið
sem húsmóðurstarfið er, ætti
að skrá það efst á blað, þegar
rætt er um virðingarstöður
þjóðfélaganna. Velheppnað og
rétt barnauppeldi er hverju
foreldri háleitt og heilagt hlut
verk. Einstaka konum hefur
auðnazt að rækja störf sín
utan heimilisins og vera jafn-
framt fyrirmyndar mæður.
Þær halda því fram, að starfið
út á við gefi þeim nýja lífs-
orku og aukið þrek, og að það
hafi eflt hamingju þeirra og
ánægju, vegna þess að þær
hafi fundið að starf þeirra var
mikils metið. Hins vegar eru
það ekki allar húsmæður, sem
líta þannig á. Margar vildu
fremur mega helga sig heimil-
inu, ef það væri ekki af fjár-
hagsþrengingum að þær eru
neyddar til þess að vinna úti.
Það hlýtur því að vera verk-
efni hverrar konu, að gera það
upp við sig, hvort hún hefur
„efni“ á því að vinna utan
heimilisins eða ekki, en þegar
hún tekur ákvörðun sína, ætti
hún að minnast þess, að það
eru margvísleg önnur verð-
mæti, sem ber að hafa í huga,
en peningarnir einir saman.
(Þýtt og endursagt)
—Sunnudagsblaðið
Ræöa forseta, Dr. Richards Beck,
Framhald af bls. 4
en aðallega unnið að stofnun
félagsskaparins “The Canada
Iceland Foundation,” er getið
verður nánar í sambandi við
samvinnumál við Island.
Féhirðir, Grettir L. Jóhann-
son ræðismaður, hefir átt sæti
í ýmsum nefndum af hálfu
stjórnarnefndar, svo sem til
undirbúnings komu biskups
íslands og föruneytis, og einn-
ig flutt, í embættisnafni, á-
vörp á íslendingadeginum að
Gimli, Lýðveldishátíðinni í
Winnipeg, í veizlunni til heið-
urs biskupi, og víðar, er öll
hafa fjallað um þjóðræknis-
mál vor, og þá einkum um
sambandið og samskiptin við
heimaþjóðina.
Vara-féhirðir, frú Hólm-
fríður Danielson, hefir flutt
erindi um ísland á ensku og
ritað greinar um íslenzk mál;
hún las einnig upp úr kvæð-
um Jónasar Hallgrímssonar á
minningarsamkomunni um
skáldið, er síðar verður getið,
og tók, eins og fyrr segir, þátt
í sjónvarpinu frá Winnipeg
um Island og íslendinga, með
samtalsþætti um íslenzka
landnema vestan hafs. Vakti
sjónvarp þetta í heild sinni
athygli og mæltist vel fyrir.
Þá hefir frú Hólmfríður ann-
ast útgáfu nýútkominna
minninga landnámsmannsins
Magnúsar G. Guðlaugson, en
þakkarverð er öll sú viðleitni,
sem miðar að verndun slíks
sögulegs fróðleiks vor á meðal.
Fjármálaritari, Guðmann
Levy, hefir eins og áður í
kyrrþey unnið að útbreiðslu-
málunum með bréflegu sam-
bandi við gamla og nýja fé-
lagsmenn, og einnig átt sæti í
nefndum af hálfu stjórnar-
nefndar. Ólafur Hallsson, vara
fjármálaritari, hefir, jafnframt
því og hann skipar forsetasess
í deildinni að Lundar, lagt lið
útbreiðslumálunum með ýms-
um hætti- Ragnar Stefánsson,
skjalavörður, skemmti með
upplestri íslenzkra Ijóða á
Lestrarfélagssamkomunni að
Gimli og „Fróns“-fundi í
Winnipeg.
Þrátt fyrir andvígar aðstæð-
ur mikinn hluta sumarsins, er
hindruðu það, að hann gæti
heimsótt eins margar deildir
félagsins og hann hafði ætlað
sér, hefir forseti eftir föngum
unnið að útbreiðslumalunum.
Hann flutti kveðjur félagsins
og ávörp á eftirfarandi sam-
komum: Lýðveldishátíðunum
í Winnipeg og á Mountain, ís-
lendingadeginum að Gimli og
í 15 ára afmælisfagnaði Viking
Club í Winnipeg; ennfremur
við guðsþjónustu Ásmundar
biskups að Mountain og í
veizlunni í Winnipeg honum
til heiðurs. Erindi um Jónas
Hallgrímsson flutti forseti á
minningarsamkomu um hann
í Winnipeg og á fundi þjóð-
ræknisdeildarinnar að Gimli;
einnig heimsótti hann félags-
fólk í deildínni í Árborg, er
hann dvaldi daglangt á þeim
slóðum. Eins og að undan-
förnu hélt hann á árinu ræð-
ur um íslenzk efni á ensku á
ýmsum stöðum í Bandaríkj-
unum, meðal annars í útvarp
frá ríkisháskólanum í Grand
Forks, og hefir með blaða-
greinum og bréfum til þjóð-
ræknisdeilda og annarra ís-
lendingafélaga vestan hafs,
leitast við að efla samheldni
þeirra á meðal og glæða á-
hugann á sameiginlegum
menningarmálum.
Margar af ofannefndum
ræðum stjórnarnefndarmanna
hafa verið birtar í vestur-ís-
lenzku vikublöðunum og með
þeim hætti náð til Islendinga
víðsvegar, og væntanlega orð-
ið málstaðnum að því skapi að
auknu gagni.
Um kvikmyndina af íslandi,
sem vara-forseti sýndi á
Vesturströndinni og víðar, og
enn er í umferð, skal þess
getið, að hún fékkst til afnota
fyrir milligöngu ritara og á-
gæta samvinnu sendiráðs ís-
lands í Washington, og sé
þeim öllum þökk, sem þar eiga
hlut að máli; má jafnframt á
það minna, hvern hauk félagið
hefir lengi átt í horni þar sem
er heiðursfélagi þess, Ambas-
sador Thor Thors í Wash-
ington.
í sambandi við útbreiðslu-
málin skal þess að lokum get-
ið, að forseti hefir í félagsins
nafni minnst með símkveðj-
um eða bréfum merkistíma-
móta í ævi þriggja heiðurs-
félaga vorra, þeirra próf. Hall-
dórs Hermannssonar og séra
Alberts Kristjánssonar, fyrrv.
forseta félags vors, er þeir
urðu áttræðir, og dr. Stefáns
Einarssonar, er hann varð
sextugur; einnig Walters J.
Lindals dómara á sjötugs-
afmæli hans. Ennfremur hefir
forseti af félagsins hálfu sent
heillaóskir ýmsum þeim, er
standa nærri félaginu og hafa
unnið sér sérstakan frama á
árinu, svo sem frú Björgu V.
ísfeld, er hún var endurkosin
forseti Bandalags Hljómlistar-
kennarafélaganna í Canada,
G. S. Thorvaldson lögfræðingi,
er hann var af forsætisráð-
herra skipaður fyrstur Senator
af íslenzkri ætt í Canada.
Margir úr vorum hópi hafa
með ýmsum öðrum hætti unn-
ið sér frama og frægðarorð, er
allt eykur á hróður þjóðstofns
vors hér í álfu, en þeirra er
getið í skrá þeirri yfir helztu
viðburði ársins vor á meðal,
sem birt er í Tímarili félags
vors. —Niðurlag í næsta blaði.
— Ég tek aðeins við stað-
greiðslu. Jafnvel þótt bróðir
minn komi með ávísun, myndi
ég ekki taka á móti henni,
sagði kaupmaðurinn.
Viðskiptavinurinn: — Já,
þú þekkir bróðir þinn náttúr-
lega manna bezt.