Lögberg


Lögberg - 20.03.1958, Qupperneq 2

Lögberg - 20.03.1958, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. MARZ 1958 Raforka RAFMAGN? Jú, satt var orðið. Vísindamaðurinn Crile hefur sýnt fram á það í bók sinni The Phenomena of Life (Undur lífsins), að „geyma- rafmagn sé í eðli sínu hið sama og orka líffrymisins. Vöðvarnir „vita“ ekki hvílíkri raforku þeir hafa yfir að ráða“. Þess vegna er stundum hægt að fá hjarta til að starfa á ný, enda þótt það hafi hætt að slá meðan á skurðaðgerð hefur staðið, meðal annars vegna deyfilyfjanotkunar, — með því að nota rafstraum til þess. hjartans Nokkrum öldum fyrir Krists burð komst grískur líffæra- fræðingur að þeirri niðurstöðu með athugunum sínum, að hjartað slægi af sjálfu sér. Uppgötvun hans var enginn gaumur gefinn um meira en tvö þúsund ára skeið- Það var ekki fyrr en á síðustu öld, að menn tóku að hallast að þessu aftur, en upp frá því má segja að læknavísindin hafi stöðugt verið að leita þess, hvernig hjartað framleiðir sína eigin orku. Ekki hefur tekizt að varpa skýru ljósi yfir þennan leyndardóm enn, þó hafa menn lært mikið á seinni ár- um, og er það rakið í Scien- tific American, maí hefti 1957. Til þess að skilja hvernig hjartað framleiðir orku sína, er rétt að gera sér ljóst, hvernig það er byggt og hvernig það starfar. — Segja má, að hvert hjarta sé í raun og veru tvö hjörtu, hægra og vinstra. Milli þeirra er vegg- ur, sem verður stinnur, þegar bæði vinstra og hægra hjarta slá, en það gera þau samtímis. Hverju hjarta er skipt í fram- hólf og afturhólf. Milli þeirra er blaðka eða loki og önnur til neðst í afturhólfinu. Þessir hjartalokar hindra blóðið frá að renna til baka, eftir að það hefur sogazt út úr hólfinu. Hvort hjarta annast sína sér stöku hringrás, hið hægra til lungnanna en það vinstra blóðrásina um líkamann að öðru leyti. Þegar blóðið kem- ur inn í framhólf hægra hjart- ans, úr hringferðinni um lík- amann, er það fullt af kolsýru. Þá er hólfið er fullt, opnast loki og blóðið streymir niður í afturhólfið. Þegar það er fullt lokast hólfið og nú sogast blóð- ið út í lungun, eftir lungna- slagæðunum, þar sem það hreinsast af kolsýrunni, og tekur í sig súrefni. Samtímis þessu fyllist framhólfið á ný. Þegar blóðið hefur tekið í sig súrefnið, hverfur það frá lungunum og streymir inn í vinstra helming hjartans, en þaðan út um líkamann. Ann- ars má öllu fremur líkja hjartaslögunum við vindingu en slátt. Hvað kemur svo hjartaslætt inum af stað? í stuttu máli sagt, eru það raföldur sem myndast í sérstökum vef, eða mnút í hægra framhólfinu. Við keðjuverkun breiðast þær út frá hólfi til hólfs, yfir bæði afturhólf, á broti úr sekúndu. Aukahnútur er í hólfinu til Framhald á bls. 3 Til Minna Canadisku samborjjara, lesenda Lögbergs Ég flyt yður hér með alúðarþakkir fyrir það fylgi, er þér hafið veitt mér á liðnum árum, og óska yður góðrar heilsu, lífsánægju og velmegunar. THE PROGRESSIVE CONSERVATIVE PARTY OF CANADA.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.