Lögberg - 20.03.1958, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. MARZ 1958
Fréttir fró starfsemi S. Þ. marz. 1958
— FLEST UMFERÐARSLYS í JAPAN —
Umíerðarkennsla í skólum dregur úr slysunum
Úr borg og bygð
Listi yfir nöfn þeirra, er
gerðust meðlimir í Skógrækt-
arfélagi Islands á þessu ári,
1958:
Rósmundur Árnason, Elfros,
Sask. $2.00.
Páll Guðmundsson, Leslie,
Sask., $2.00.
Soffía Benjamínsson, 636
Lipton St., Winnipeg, $2.00.
G. Magnússon, Gimli, Man.,
$2.00.
Mrs. H- von Renesse, Gimli,
Man., $2.00.
Mrs. I. Eriksson, Árborg,
Man., $2.00.
Mr. S. Eymundsson, 1854 W.
5th Ave., Vancouver B.C.
$2.00.
Mrs. K. J. Thomas, Morden,
Man. $2 00.
Gísli Gíslason, Lundar,
Man. $2.00.
Ari Magnússon, 595 Lipton
St., Winnipeg, Man. $2.00.
Mrs. E. P. Jónsson, Queens
Apts., Winnipeg $2.00.
Guðmann Levy, 185 Lindsay
St., Winnipeg $2.00.
Haraldur Bessason, Ste. 14,
Ft- Garry Manor $2.00.
Þorsteinn Mýrmari, Oak
Point, Man- $2.00.
Sigríður Jakobsson, 628
Agnes St., Winnipeg $2.00.
Mrs. H. Sigurdson, 526 Ar-
lington St., Winnipeg $2.00.
Árni Sigurðsson, Seven
Sisters Falls, Man. 2.00.
Mrs. Elísabet Paulson, 652
Goulding St. Winnipeg $2.00.
Mrs. Sigríður Árnason, Win-
nipeg $2.00.
Karl Hanson, 636 Home St.,
Winnipeg (fyrir 3 ár) $6.00.
Með innilegu þakklæti-
F. h. Skógræktarnefndar
Marja Björnsson
1080 Dorchester Ave.
Winnipeg, Man.
☆
— DÁNARFREGN —
Sigfús Franklin Peterson frá
Víðir, Man. lézt á föstudaginn
14. þ. m. 73 ára að aldri. Hann
var fæddur í Riverton, en
stundaði búskap í Víðir í 45
ár. Hann lifa kona hans,
Aldís; tveir synir Ragnar og
Peter, báðir í Víðirbyggð;
þrjár dætur, Mrs. Victor Jó-
hannson og Mrs. Valdi Jó-
hannson í Víðribyggð og Mrs.
W. N. Oddleifson í Atikokan,
Ont.; fjögur barnabörn; fjórar
systur, Mrs. Kristján Reykdal
í Transcona, Dóra og Mrs. Ás-
björn Pálsson í Vancouver og
Mrs. J. P. Paulson í Langford,
B. C. Útförin var gerð á þriðju
daginn- Dr. Valdimar J. Ey-
lands og séra J. Larson fluttu
kveðjumál.
☆
— DÁNARFREGN —
Hinn 10. þ. m. andaðist í
Selkirk Benjamín Magnússon,
73 ára að aldri. Hann átti eng-
in náin skyldmenni í Ameríku,
en var fóstursonur Elíasar
Kjernested, sem nam landið
Laufás í Víðinesbyggð í Nýja
íslandi. Benjamín var vand-
aður maður til orða og verka.
Útförin var gerð frá Gilbart’s
í Selkirk 13. þ. m.
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol.
Heimili 686 Banning Street.
Sími SUnset 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Hinu grugguga og nafnlausa
bréfi, er birt var á framsíðu
Heimskringlu síðastliðna viku,
mun svarað við hentugleika.
Veðurfræðingur
lýkur embættisprófi
í læknisfræði
Haustið 1952 innritaðist
Björn L. Jónsson veðurfræð-
ingur í læknadeild Háskóla ís-
lands. — Björn var þá 48 ára
að aldri og vakti það eðlilega
nokkra athygli. Þá hafði Björn
starfað við veðurstofuna um
margra ára skeið. Að vísu var
hann meðal þeirra sem fremst-
ir voru í flokki Náttúrulækn-
ingafélagsins hér í bænum og
áhugi hans mikill á því sviði.
1 gærdag gekk Björn L.
Jónsson upp að prófborðinu í
læknadeildinni og lauk þar
lokaprófi í síðustu grein lækn-
xsfræðinnar í bóklegum fræð-
um. Síðdegis í gær lauk hann
svo síðustu prófrauninni —
„klinik“ í Landsspítalanum.
Björn var ekki til viðtals í
gærdag, en í gærkvöldi hitti
tíðindamaður blaðsins gamlan
bekkjarbróður Björns. Sagði
hann, að Björn myndi örugg-
lega hafa tekið hið þunga
læknisfræðinám mjög föstum
tökum, því hann væri mikill
og góður námsmaður- Kvaðst
þessi gamli skólabróðir Björns
samfagna honum af heilum
hug.
Björn L. Jónsson er Hún-
vetningur að ætt, frá Torfa-
læk í Austur-Húnavatnssýslu,
54 ára að aldri. Hann varð
stúdent 1925 og kandidat í
veðurfræði við við Svarta-
skóla í París 1930.
—Mbl., 31. jan.
Konan: — Ef einhver segir
eitthvað við þig, þá fer það
inn um annað eyrað og út um
hitt.
Maðurinn: — Og ef einhver
segir eitthvað við þig, þá fer
það inn um bæði eyrun og út
um munninn.
Umferðarslysum fækkar til
muna, þar sem tekin hefir
verið upp kennsla í umferðar-
málum í barnaskólunum. Áður
var það algengt víða um lönd,
að mikill meiri hluti þeirra,
sem slösuðust, eða létu lífið í
umferðarslysum væru börn.
En nú hefir þetta breyzt þann-
ig, að það er eldra fólk, sem
orðið er hálfsjötugt, eða meira,
sem hættast er í umferðinni.
Alþ j óðaheilbrigðismálastof n-
un Sameinuðu þjóðanna —
WHO — hefir látið fara fram
ítarlega rannsókn á umferðar-
slysum í 18 löndum. Fara hér
á eftir nokkrar upplýsingar
frá þeim rannsóknum:
Háar hlutfallstölur
Dauðsföll af völdum um-
ferðarslysa eru flest í Japan,
þar sem 2,336 manns fórust
miðað við hverja 1 miljón bif-
reiða- Tímabilið, sem rann-
sóknirnar ná yfir er frá 1953
til 1955. í Bandaríkjunum er
tilsvarandi hlutfallstala 129
svo það er talsverður munur á.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
lét gera samanburð á umferð-
arslysum á árunum 1950 til
1952 og 1953 til 1955. Kom þá
í ljós við þessar rannsóknir,
að tala slysa í aldursflokkum
yfir 65 ár hafi aukizt til muna,
en slysum á börnum fækkað
að sama skapi.
Danskar umferðaslysatöflur
Rannsóknir á umferðarslys-
um í Danmörku virðast gefa
einkar góða heildarmynd af
þróun þessara mála á undan-
förnum árum.
Á árunum 1950—1952 fórust
í Danmörku 41,1 manns í um-
ferðarslysum miðað við hverja
milljón farartækja. Árin 1953
til 1955 eru samsvarandi tölur
48,9. Aukningin fellur svo að
segja öll í aldursflokka frá 65
til 74 ár (úr 112,8 í 135,1).
í Danmörku hafa skólarnir
lagt mikla áherzlu á að kenna
umferðarreglur og hvetja til
varkárni í umferðinni. WHO
dregur þær ályktanir af rann-
sóknum sínum í Danmörku,
að fræðsla um umferðarmál í
skólunum eigi ábyggilega sinn
þátt í að draga úr umferðar-
slysum meðal barna og ungl-
inga.
Þess ber vitanlega að gæta,
að þegar talað er um dauðs-
föll meðal aldraðs fólks af
völdum umferðarslysa, að til-
tölulega smámeiðsli, sem ekki
myndi gera ungum manni
mein, getur auðveldlega orðið
öldruðum manni að aldurtila.
Algengasta dauðaorsök í
umferðarslysum er höfuðkúpu
brot.
Fólk venst umferðinni
Það er langt frá, að flest
umferðarslys verði í þeim
löndum þar sem bílar eru
flestir í hlutfalli við fólks-
fjölda. Hins vegar fjölgar um-
ferðarslysum venjulega til
muna þegar bifreiðum fjölgar
skyndilega. Með öðrum orðum
mætti segja, að fólk venst um-
ferðinni og varar sig á hætt-
unum, þegar það kynnist bíl-
unum betur. Mun það bæði
eiga við um ökumenn og veg-
farendur almennt.
Það eru aðeins tvö lönd í
heiminum, þar sem umferðar-
slysum hefir fækkað á undan-
förnum árum. Þessi tvö lönd
eru Bandaríkin og Irland.
I Bandaríkjunum fækkaði
dauðaslysum af völdum um-
ferðarinnar um 13,4% á árun-
um 1952—1955 og um 5,9% í
Irlandi á sama tíma. Hér er
átt við dauðaslys af völdum
umferðarslysa í hlutfalli við
bílafjölda.
Veit/ingahúsið Naust í Rvík
auglýsir:
ÞORRAMATUR
1 hverju trogi eru:
Súrsuð svið
súrt slátur
súrsaðir hrútspungar
hangikjöt
bringukollar c
hákarl
flatkökur
rúgbrauð
hveitibrauð
smjör.
Óski menn eftir vínföngum
er mælt með ákavíti eða ís-
lenzku brennivíni og Egils-
pilsner.
Verð fyrir manninn: kr. 60.
PROVINCE OF MANITOBA
PUBLIC NOTICE
Public hearing will be held regarding the
distribution of natural gas in the Greater
Winnipeg Area.
Anyone desiring to present their viewpoint
regarding this subject will have an opportunity
to do so. They must first present their views in
the form of a letter or written brief on or before
APRIL 2nd, 1958.
The time and place for public hearings will
be announced at a later date.
Address all communications to the secretary,
The Natural Gas Distribution Enquiry Commis-
sion, 511 Power Bldg., Winnipeg.
The Nalural Gas Distributíon Enquiry
Commission of Greater Winnipeg
Commissioners:
Chairman: J- J. DEUTSCH
E. F. BOLE
STEPHEN JUBA
Vote CCF
RE-ELECT
Stanley
KNOWLES X
in W'innipeg North
Centre
ON MARCH 31
Phone SPruce 2-5795
Authorized by
Howard McKelvey
Official Agent