Lögberg - 03.07.1958, Blaðsíða 5

Lögberg - 03.07.1958, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. JÚLl 1958 5 AHteAMAL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON FJALLKONA íslendingadagsins í Seattle, 17. júní 1958 Sigríður W. Franks Frú Sigríður Franks er al- íslenzk í báðar ættir, hún er dóttir hinna góðkunnu hjóna Stefáns Sigurðssonar og konu hans Auðbjargar, sem lengi voru búsett að Lundar, Man- Frú Sigríður hefir um mörg ár starfað hér í þjóðræknisdeild- inni Vestri, sem stóð fyrir fjölmennri og virðulegri sam- komu þennan áminsta dag. Avarp Fjallkonunnar Kæru íslendingar og börn mín í Vesturheimi: í dag kem ég fram fyrir ykkur sem táknmynd íslands í Fjallkonubúningi til að sam- gleðjast með ykkur hér 17. júní, sem er frelsisdagur ís- lenzku þjóðarinnar, og um leið frelsisdagur frelsishetj- unnar miklu, Jóns Sigurðsson- ar; honum hefur Island meira að þakka en nokkrum öðrum sona sinna í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Ég veit að ykkur öllum er þetta vel ljóst, en þrátt fyrir það má enginn 17. júní svo hátíðlega haldinn meðal Is- lendinga, hvar sem þeir eru búsettir, austan hafs eða vest- an, að Jóns Sigurðssonar sé ekki minnst með nokkrum orðum á þeim degi. Ég hefi þolað margar þraut- ir með þjóð minni á liðnum öldum, frá landnámstíð og fram á þennan dag, og svo hef ég líka átt margar gleði- og fagnaðarstundir, en sárust varð mér sorgin, þegar íslend- ingar seldu sitt forna frelsi og sjálfstæði og sóru Hákoni Nor- egskonungi trúmennsku og undirgefni árið 1262. Svo liðu 700 ár, og þrautir og hörmung- ar undir einokun konungs- valdsins þrengdu að þjóðinni á öllum sviðum. Náttúran sjálf, oft og tíðum, lagði sitt til: hallæri, ísalög og svarti- dauði geisaði um landið og skildi eftir mörg og blóðug spor. — En svo komu mínar gleðistundir á hverju ári þeg- ar íslenzkt vor og sumar gekk í garð með allri sinni dýrð, því ekkert land í heimi hefir meiri náttúrufegurð að fagna á heiðríkum sumardegi en okkar hjartkæra ættarland, ísland. Miðnætursólin, eins og glóandi hnöttur, líður áfram út við sjóndeildarhring hafs- ins, og smá lýsist og hækkar á lofti, þar til dagur Ijómar um allt land, „Og dalur lyftir blárri brún mót blíðum sólarloga, þá glitrar flötur glóir tún og gyllir sunna voga.“ Kæru íslendingar og börn mín hér í Vesturheimi. Þungt varð mér fyrir brjósti og sorg Hclgar sig kirkj Á þ i n g i Kirkjufélagsins, sunnudaginn 8. júní, var Laufey Olson vígð í Fyrstu lútersku kirkju sem Deaconess og er embættistitill hennar „Systir.“ Systir Laufey Olson er fædd og uppalin í Selkirk, Manitoba. Tók hún virkan þátt í starfsemi lútersku kirkjunnar þar. Hún giftist séra Carl C. Olson, er lengi þjónaði innan vébanda ís- lenzka kirkjufélagsins og síð- ar í Flin Flon og í Nebraska- ríkinu. Var hún honum mjög samhent í starfi hans. Eftir lát manns síns gerðist Systir Laufey sóknarskrifari lút- ersku kirkjunnar í Nebraska. Síðar fór hún til Baltimore og innritaðist í Deaconess-skóla Sameinuðu lútersku kirkjunn- ar og lauk þar þriggja ára námi vorið 1957 með ágætis vitnisburði. 1 umboði Board of American Missions Sameinuðu lútersku kirkjunnar í Ameríku, tók í hjarta, þegar þið, fyrir hundrað árum síðan, yfirgáfuð ísland og fluttuð í hópum vestur um haf. En nú gleðst ég og finn til metnaðar vegna iramkomu ykkar og atorku á öllum sviðum í samkeppninni við aðrar þjóðir hér í álfu. — Þið hafið skarað fram úr á mörgum sviðum, þið hafið út- skrifast með fyrstu einkunn við æ ð r i menntastofnanir þessa lands, og verið skipuð í margar ábyrgðarfullar stöður; en þrátt fyrir allt hafið þið haldið tryggð og sambandi við ættland ykkar, gamla ísland. Fyrir allt þetta er ég ykkur af hjarta þakklát. 17. júní er hinn nýi frelsis- dagur íslendinga, og þann dag erum við að halda hátíðlegan hér í kvöld, og svo mun vera um alla íslendinga út um víða veröld. Það var á þessum degi árið 1944, að sólin reis úr austri, björt og fögur, yfir alfrjálsri þjóð, og hinu nýja íslenzka lýð veldi. Þar með var öllum mín- um sorgum liðinna alda létt af mínu hjarta. Nú vil ég enda þetta stutta ávarp með þeirri ósk og bæn til ykkar, að þið haldið sam- bandinu við mig og ísland svo lengi sem norrænt blóð renn- ur um æðar ykkar yngri kyn- slóðar- Munið erindið fagra, eftir Jónas Hallgrímsson: „Þið þekkið fold með blíðri og bláum tindi fjalla, og svanahljómi, silungsá og sælu blómi valla, og bröttum fossi, björtum sjá og breiðum jökulskalla. — Drjúpi hana blessun Drottins á um daga heimsins alla.“ Að svo mæltu bið ég Guð að blessa ykkur öll í nútíð og framtíð. H. E. M. ulegri starfscmi Systir Laufey Olson hún til starfa í Árborg-River- ton prestakallinu í júní 1957, en starfstímabili hennar þar lýkur 1 september á þessu ári. Hefir Systir Laufey getið sér hinn bezta orðstýr í starfi sínu og leitt í ljós að fleiri kvenna er þörf innan lútersku kirkjunnar, er helga sig sams konar starfi. Lofsamleg ummæli Eftirfarandi ritstjórnar- grein, ásamt mynd dr. Rich- ards Beck, birtist á framsíðu mánaðarblaðsins American- Scandinavian í San Francisco 15. maí í tilefni af fyrirlestrar ferð hans til Norður-Kali- forníu í byrjun þess mánaðar. En ræða sú, sem hér er vitnað til, nefndist “From the Viking- ships to Kon-Tiki,” og fjallaði um landnámsferðir og fram- sóknarhug norrænna manna að fornu og nýju, var flutt í fjölmennu og virðulegu sam- sæti, sem íslendingafélagið í N. Kaliforníu hélt dr. Beck til heiðurs í San Francisco laugardagskvöldið 3. maí. Distinguished Scholar Visits San Francisco Dr- Richard Beck, dean of the Department of Scandi- navian at the University of North Dakota, was a profes- sional visitor in the Bay Area last week. The learned Ice- landic professor is teacher, supervisor, writer, poet and diplomat and exhibits highly developed strains in all of them. His rich training and varied experience qualifies him for the very important leadership that he is pursuing and which gives buoyancy to his rise to the summit of ap- plied learning. In the preced- ing issue of the American- Scandinavian, it was announ- ced that Dr. Beck would be at the University of California in Berkeley to preside over the meetings of The Society for the Advancement of Scandinavian Study, a na- tional organization of which he is president. While we have an outline of his main address which we could give our readers, we discovered that the discourse was so rich in information, profound in hu- man interest and colorful in interpretation that we could not afford to give our readers anything but the full context of his speech. And this gem will be in the next issue. Suf- fice now, therefore, a mere shell of his biography — the kernel next time. Editor, American-Scandinavian VITIÐ ÞÉR ,..? að talið er að alls séu um 1,200,000 læknar starfandi í veröldinni og að um 77,000 nýir læknar útskrifast árlega. að Norðmenn drekka til jafnaðar 23 lítra af öli á mann árlega, en Belgíumenn eru þó þorstlátari og drekka 140 lítra yfir árið. að á fyrsta starfsári SAS í pólarfluginu ferðuðust um 6000 farþegar með flugvélum félagsins á þeirri leið. að nokkur ensk klaustur hafa tekið upp á því að hýsa sumarleyfisgesti, sem eyða vilja orlofi sínu í kyrrð og næði. Einu sinni var ég svo svöng, að ég varð að éta páfagaukinn minn. Miss Manitoba Heather Sigurdson 1 sambandi við hina miklu Red River sýningu er fór fram í Winnipeg síðastliðna viku og talið er að yfir 150 þúsund manns hafi sótt, var efnt til fegurðarsamkeppni, er tuttugu ungar stúlkur víðsvegar frá í fylkinu tóku þátt í. Á laugar- dagskveldið var dæmt um hver þeirra ‘ hefði mestan yndisþokka til að bera og varð Heather Sigurdson hlutskörp- ust. Önnur íslenzk stúlka Dolores Magnússon hlaut fjórðu verðlaun. Fyrstu verðlaun er meðal annars ferð til Minneapolis, og mun Heather taka þátt í há- tíðahöldum þar, og koma fram í útvarpi og sjónvarpi. Heather er 18 ára að aldri; foreldrar hennar eru Mr. og Mrs. Jóhannes Sigurdson, 944 Garfield St. í vor lauk hún prófi í 12. bekk og gerir ráð fyrir að innritast í Manitoba- háskólann í haust.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.