Lögberg - 03.07.1958, Blaðsíða 1

Lögberg - 03.07.1958, Blaðsíða 1
\ •ui<» "li'jvCl \ÖRY YEA?. . IM 18. tlMS AVAILABLE AT YOUR FAVORITE CROCERS 71. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 3. JÚLI 1958 NÚMER 27 Bréf úr Húnaþirtgi TJÖRN, VATNSNESI. 20. JÚNÍ Kæri Einar og lesendur Lögbergs: Ég þakka ykkur öllum fyrir síðast. Mikið var það ánægju- legt að koma vestur og heilsa upp á ykkur. Því miður hitti ég ekki alla að máli, sem ég vildi í upphafi, en tími vannst bara ekki til þess. Mér þótti það sérstaklega leiðinlegt, að geta ekki komizt til Víðis, en ég vona að þið öll, sem ég hafði svo góð kynni af í Víði, skiljið það, að þótt andinn sé Settur í embætti Séra Donald Olsen Á sunnudaginn 29. júní, kl. 3 e. h., var fjölmenni mikið viðstatt messugjörð að Grund- ar-kirkju í Argylebyggð, en hún er stærsta kirkja presta- kallsins. Við þessa athöfn var hinn nývígði prestur sveitar- innar, séra Donald Olsen, formlega settur í embætti. Forseti kirkjufélagsins, séra Eric H. Sigmar, framkvæmdi innsetninguna með aðstoð séra Valdimars J. Eylands, sem einnig var þar staddur. Ávarp- aði hann prestinn í ræðu, en forseti talaði til safnaðanna. Sameiginlegur söngflokkur gerði guðsþjónustuna hátíð- lega með miklum og fögrum söng. Árni Sveinsson stýrði söngnum og spilaði á hljóð- færið. I messulok töluðu þeir B. S. Johnson, forseti presta- kallsnefndarinnar, O 1 s e n, meðlimur safnaðarráðsins í Glenboro, og svo hinn nýi sóknarprestur. Kaffiveitingar fóru fram í samkomuhúsi skammt frá kirkjunni að guðs- þjónustunni lokinni, og var veitt af mikilli rausn, eins og Argyle-búum er lagið. Presta- kallið fagnar mjög hinum unga presti og fjölskyldu hans, enda er hann vel mennt- aður og prýðilega vel gefinn maður. reiðubúinn, þá er holdið oft veikt. Ferðalagið í Bandaríkjun- var þreytandi. Þótt það sé gaman að koma í hús og á bæi verður það samt þreyt- andi, þegar til lengdar lætur. Ég kom til gamla landsins 2. júní — í kulda. Það var fyrir neðan 50. Síðan hefur hlýnað í Reykjavík, en hérna fyrir norðan er enn mikill kuldi og enginn gróður að ráði. Það voru mikil viðbrigði að fara úr 86 stiga hita í New York- Þar í borginni hitti ég góðan vin íslands og Canada, Frank Henderson að nafni. Ég þarf ekki að geta þess, að hann er af skozkum ættum og getur rakið ætt sína aftur til Ebenezer Hendersons, sem kom til íslands fyrir um 100 árum síðan frá Edinborg á vegum brezks biblíufélags og skrifaði síðan endurminningar frá íslandi. Frank Henderson er viðskiptamaður í Manhat- tan og hefur gert mörgum Is- lendingum — flugmönnum, sjómönnum og öðrum greiða. Nú ætlar hann að gera út í Florida og til þess hefur hann fengið sex unga íslendinga héðan sér til aðstoðar. Ég var búinn að vera í Reykjavík í nokkra daga, þeg- ar ég hitti Steina Jakobs og konu hans á götu. Þeim leið þá vel og létu vel af sér á Fróni. Eftir nokkra daga kemur séra Haraldur Sigmar ásamt fjölskyldu sinni til okkar. Hann ætlar að vera við ferm- ingu hér á Tjörn. Hér á Fróni er því miður ekki gott ástand í efnahags- mólum. Gjaldeyrisskortur er mjög tilfinnanlegur. Margar vörur hafa hæækað verulega í verði, en launahækkun er fimm prósent. Framtíðarhorf- vörur hafa hækkað verulega og er vonandi að verkföll skelli ekki á, en margir eru hræddir um það. En hvað þýðir að “worry” yfir því? Sólin er nú að síga í Ægi langt út á Húnaflóa, það er kyrrt veður en þó kalt. — Lömbin liggja hreyfingarlaus og þeim er alveg sama um efnahag þjóða. Það er björt sumarnótt, og hér langt frá þys og hávaða lífsins situr maður og nýtur kvöldkyrrðar- innar. Mér verður hugsað til Guðmanns Levy og frú Mar- grétar og allra þeirra samtala Framhald á bls. 8 Mynd þessi sýnir vígslu þeirra guðfræðikandidatanna, Donald Olsen og Wallace Bergman, er fór fram á nýafstöðnu kirkjuþingi í Winnipeg. Séra Eric H. Sigmar, forseti félagsins, framkvæmir vígsluathöfnina, en vígsluþegar krjúpa við altarið. Á myndinni má einnig sjá Dr. Valdimar J. Eylands, en hann flutti vígsluræðuna. Myndin að ofan sýnir athöfnina, er systir Laufey Olson hlaut djáknavígslu í Fyrstu lútersku kirkju á kirkjuþingi því sem fór fram 8.—11. júní s.l. Þeir sem myndin sýnir eru frá vinstri til hægri: Séra Ólafur Skúlason, skrifari Kirkjufélagsins, Dr. Alvin Bell, fulltrúi Djáknadeildar Sameinuðu lút. kirkjunnar í Ameríku, séra Eric H. Sgmar, forseti Kirkjufélagsins, og Dr. V. J. Eylands, vara-forseti þess, og prestur Fyrstu lútersku kirkju. Þeir embættismenn Kirkjufélagsins, sem að ofan greinir, voru allir endurkosnir í embætti sín í lok þingsins. DR. GEORGE JOHNSON Hinn nýi heilbrigðismálaráð- herra Manitobafylkis. (Sjá ritstjórnargrein) Hlýtur "Fullbrighr námssfyrkinn Senatorarnir frá Wash- ington ríkinu hafa nýlega til- kynnt að séra Harold S. Sig- mar, fyrrum presti í Kelso þar í ríkinu, hafi verið veittur „Fullbright“ námsstyrkurinn fyrir skólaárið 1958—’59. — Gerir þessi styrkveiting hon- um mögulegt að stunda fram- haldsnám við Háskóla íslands, en hann stundar nú guðfærði- kennslu við þá stofnun. — Er það mikill heiður að hljóta námsstyrk þenna, og er hann aðeins veittur þeim, sem hafa hlotið viðurkenningu fyrir hæfileika og dugnað. Séra Harald fór til Islands fyrir ári síðan, samkvæmt til- mælum guðfræðideildar há- skólans þar, og kennir þar guðfræði. Mannarán í Cuba Uppreisnarmenn í Cuba, sem fylgja Fidel Castro að málum gegn Batista forseta, hafa nýlega rænt 40 Banda- ríkjamönnum og þrem Canada mönnum, sem stunda atvinnu þar í landi. Gera þeir þetta til að draga athygli heimsins að uppreisninni. Ekki er þó talið að þeir muni gera þess- um föngum sínum mein, og eru amerísk stjórnarvöld að reyna að semja við uppreisn- armennina að fá fangana lausa. — Einn þeirra er ís- lendingur, Harold G. Kristjan- son; foreldrar hans eru Mr. og Mrs. Otto Kristjanson í Geralton, Ont. Harold Krist- janson lauk prófi í verkfræði við Queens-háskólann 1944, og hefir lengi verið í þjónustu amerísks námufélags í Cuba. Hann er kvæntur konu af amerískum ættum. íslenzkur rokkur sýndur 1 dagblaðinu Saskatoon Phoenix, 7. júní, birtist mynd af íslenzkum spunarokk. Talið er að rokkurinn hafi verið smíðaður á Islandi árið 1856 og var hann eign Ingibjargar, móður Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðs. Ingibjörg hafði rokkinn með sér þegar fjöl- skyldan fluttist vestur um haf árið 1877, og gaf hann seinna náinni vinkonu sinni, Mrs. Kristínu Johnson að Wynyard ,Sask. Johnson syst- kinin voru ellefu og búa 4 þeirra í Saskatoon- Mr. Fred Davidson, er kvæntur einni systurinni og búa þau í Saskatoon. Hann færði forn- minjasafninu — Western De- velopment Museum of Saska- toon — rokkinn, og verður hann sýndur og á hann spunn- ið dagana sem frumherjanna verður minnst — Pion-Era vikuna. Slysfarir Á þriðjudaginn fagnaði þjóðin 91. afmælisdegi Canada, en sá fögnuður var sorgum blandinn, því að frá kl. 6 e. h. á föstudaginn til miðnættis á þriðjudaginn týndu yfir 100 manns lífi sínu vegna slys- fara; 48 fórust í bílslysum, 45 drukknuðu og 7 létu lífið af öðrum slysum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.