Lögberg - 03.07.1958, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.07.1958, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. JÚLt 1958 Lögberg OeflQ út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 203 KENNEDT STREET, WINNIPEQ 2, MANITOBA Utanáekrift ritstjórana: EDITOR LÖGBERG, 30S Kennedy Street, Wlnnlpeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofuetjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um áriö — Borgist fyrirfraxn "Lösberg” ls published by Columbia Press Limlted, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Coiumbia Prlnters Authorized as Second Class Mall, Post Oífice Department, Ottawa WHitehall 3-9931 Hin nýja stjórn Manitobafylkis Á mánudaginn tók Dufferin Roblin formlega við forsætis- ráðherraembætti Manitobafylkis, — fyrsti Conservative for- sætisráðherra fylkisins síðan að afi hans Rodmond Roblin lét af því embætti fyrir 43 árum. Mr. Roblin hefir nú útnefnt 9 menn í ráðuneyti sitt, og eru sumir þeirra fyrir tveimur stjórnardeildum. Er talið að hann hafi í hyggju að veita sér þannig olnbogarúm, ef hann skyldi fá hreinan meirihluta í næstu kosningum, myndi hann skipa fleiri ráðherra. Sem stendur er ráðuneytið þannig skipað: Dufferin Robb'n—Premier & Provincial Treasurer. Errick Willis—Deputy Premier, Agriculture Minister, Acting Public Works Minister. Gurney Evans—Minister of Mines and Resources, Acting Minister of Industry and Commerce. Síerling Lyon—Attorney-General. John Thompson—Minister of Labour, Acting Minister of Municipal Affairs. Dr. George Johnson—Minister of Health and Welfare. Jack Carroll—Minister of Public Works. Marcel Boulic—Provincial Secretary. Slewart McLean—Minister of Education. Atkvæðamesti ráðherrann næst forsætisráðherranum er Errick Willis; hann er 62 ára að aldri, var áður formaður fiokksins og Public Works ráðherra í sambræðslustjórninni frá 1940 til 1950. Mr. Evans er hagfræðingur að menntun og einn af þing- mönnum Winnipegborgar. Talinn mjög hæfur maður. John Thompson átti sæti á síðasta þingi, þingmaður fyrir Virden. Hann er fimmtugur að aldri. Yngsti maðurinn í ráðu- neytinu er Sterling Lyon aðeins 31 árs að aldri. Jack Carrol, 37 ára gamall, er harðvörukaupmaður í The Pas. Stewart McLean er bæjarstjóri í Dauphin. Marcel Boulic, franskur að ætterni, þingmaður frá Cypress. Meðalaldur þessara níu manna ráðuneytisins er 44 ár, og er það ekki hár aldur fyrir menn, er skipa slík sæti; ráð- herrana ætti því ekki að skorta starfsorku, og ef þeir eru búnir hæfileikum að sama skapi, má sennilega vænta ýmissa framkvæmda af þeirra hálfu. Þó er það varhugavert, hve sumir þeirra hafa litla reynslu í stjórnmálum. Það mun ósk allra þeirra, er bera hag Manitoba fyrir brjósti, að hinu nýja ráðuneyti auðnist að gefa fylkinu vitur lega og styrka stjórn, — að gifta fylgi starfi þess. Dr. George Johnson Við nýlega afstaðnar fylkiskosningar í Manitoba var Dr. George Johnson spítala- og héraðslæknir á Gimli kosinn á fylkisþingið í Manitoba fyrir Gimli-kjördæmi; hann fylgir íhaldsflokknum að málum og er þar af leiðandi stuðnings- maður hins nýja forsætisráðherra Hon. Dufferin Roblins, sem nú hefir skipað hann heilbrigðis- og velferðarmálaráð- herra. Þetta er vandasamt og virðulegt embætti, sem aðeins úrvalsmenn eru færið um að gegna. Hinn nýi ráðherra, íslenzkur í báðar ættir, er fæddur í Winnipeg, sonur Johns heitins Johnson, deildarstjóra hjá T. Eaton félaginu, og ekkju hans frú Laufeyjar Johnson, sem tekið hefir mikinn þátt í málefnum Fyrsta lúterska safnaðar. Dr. Johnson er ágætur félagsmaður og vafalaust fullbúinn þeirri miklu ábyrgð, sem samferðasveit hans hefir falið hon- um á hendur. Hann er kvæntur Dorise dóttur Dr. Ágústs heitins Blöndals og eftirlifandi konu hans frú Guðrúnar Blöndal; þau eiga fimm börn — þrjár stúlkur og tvo drengi. Lögberg árnar hinum nýja ráðherra og fjölskyldu hans gæfu og gengis í framtíðinni. Bréf fró Los Angeles — 17. júní í Las Angeles — Af vissum ástæðum voru hátíðahöldin, 17. júní í Los Angeles, haldin föstudags- kveldið 20. þ. m., lengsta dag ársins. Mannfagnaður þessi fór fram í “Old Dixie” matsölu húsinu á Western Ave. Kl. 8 um kvöldið var sest að góðum kvöldmat í hinum stóra og veg lega sal, skreyttum flöggum o. s. frv. Örn Harðarson setti samkomuna í fjarveru for- setans Hreiðars Haraldssonar, sem hafði skroppið til Japan- Kynnir kvöldsins var Halldóra Sigurdson; leysti hún hlutverk sitt af hendi með mestu prýði, enda ágætlega máli farin og myndarstúlka. Þar næst voru sungnir þjóðsöngvar Islands og Bandaríkjanna undir stjórn Sigurðar H. Helgasonar frá Morro Bay með undirleik frú Hildar Lindgren konu hans. Þá söng Emily Sigurdson nokkra söngva, sem nutu sín vel í hinum stóra sal — söng hún bæði á íslenzku og ensku. Jónas Kristinsson mælti fyrir minni Islands; var gerður góð- ur rómur al ræðu hans. Al- mennur söngur fór fram undir stjórn Gunnars Matthíassonar Fjögra manna hljómsveit lék fyrir dansinum, en stjórnandi hljómsveitarinnar var Charles Armond; hann er kvæntur konu frá Islandi. — Um 160 manns sóttu samkomuna. Hér stunda nú nám, einkum í verklegum fræðum, 16 ungir menn frá íslandi. Án efa eru hér eins margar ungar stúlkur, að frátöldum hinum mörgu giftu konum hér frá íslandi. Dansað var af miklu fjöri til kl. eitt um nóttina. Á meðan Islendingar í austri og vestri eiga samleið eins og svo greini lega kom þarna í ljós, er allt i lagi, svo að ég noti orð hins unga Islands. Á öllum okkar samkomum eru ætíð góðir gestir, bæði frá íslandi og Canada. í þetta sinn voru til dæmis mættar fimm konur úr Reykjavík, sem hér eru í heimsókn hjá börnum sínum. Nöfn þeirra eru: Rósa Þorsteinsdóttir og Mínerva Jósteinsdóttir, þær eru mæður Þorsteins Guðmundssonar og konu hans Margrétar, þau eru búsett á Hermosa Beach. Með þessu fólki voru ung hjón frá Englandi, Mr. og Mrs. Norman Taylor, þau hafa dvalið á Islandi all-lengi; Mr. Taylor talar sæmilega ís- lenzku- Hafði hann séð í blöð- um samtal við konur þessar og leitaði uppi Guðmundsson fjölskylduna. Móðir Jónasar Kristinssonar, Jóhanna Guð- laugsdóttir er hér stödd; hún er systir Jónasar Guðlaugs- sonar skálds og rithöfundar, sem lézt í Danmörku 1916. Sú fjórða er Anna Thorsteinsson, dvelur hún hér hjá dóttur sinni, Sonju Tryggvadóttur. Hin fimmta er frú Eyleifs- dóttir, er hún hér hjá dóttur sinni, Ástu Bæringsdóttur Purches; hugsar hún sér að eyða sumrinu í Ameríku með dætrum sínum, sem allar eru giftar, ein í Alaska, og önnur í Georgia. — Þá var þarna Stanley Ólafsson ræðismaður Islands með frú sinni. Stanley var nýlega sæmdur orðu frá Þýzkalandi, og fyrir nokkrum árum var hann sæmdur orðu frá Hollandi fyrir prýðilegar móttökur Júlíönu Hollands- drottningar þegar hún heim- sótti Los Angeles, en Stanley var formaður móttökunefnd- arinnar. Má með sanni segja að hann komi ætíð Islandi fram til sóma og það er oft! — Þarna var skáldkonan okkar í “Sunland” frú Ingibjörg Guð- mundsson ásamt fjórum son- um sínum og konum þeirra. Frá Hollywood var mættur Halldór Halldorson, áður Win- nipeg; ber hann sýnilega aðals merki Hjarðarfellsættarinnar frá Miklaholtshreppi. Frá San Diego Björgvin Guðmundsson frú hans, sonur þeirra og tengdadóttir. Frá Morro Bay Eileen og Jón Thorbergsson. Frá La Mesa Edward og María Þorvaldsdóttir Bradwell, eru þau alkomin hingað frá Toronto, Canada. Frá New York Axel Axelsson Ketils- sonar og systir hans Beta Thomas, Fred og Helga Frið- geirsson, nýkomin úr ferða- lagi til Canada. Á sunnudaginn var bauð frú Guðný Thorwaldson um 20 manns til þess að kynnast þessum góðu gestum frá Is- landi; en til hennar er ætíð hressandi og gott að koma. í næsta mánuði fara alfarin til íslands Rögnvaldur John- sen frá Vestmannaeyjum á- samt konu sinni Stellu Valdi- marsdóttur og þremur börn- At-vikavísur Hnignun Lífsins hjöllum Elli á, enginn völlinn skeiðar; jafnvel tröllin tapa þá trú á fjöll og heiðar. Dagsbrún Líða dætur drauma hjá, dagsins mæta trafi, — austur glætan guðar á glugga, úr nætur hafi. Til vinar míns Þó við heimsins sturluð stig, stöðu hátt þú náir: Bardagann við sjálfan sig sigrað hafa fáir! Bjarisýni Bjarma á fjallið fagra slær, fönn þess skalla heiðir. Alt er fallegt, fjær og nær, færar allar leiðir! —PÁLMI Á eynni Kuwait í Persneska flóanum eru embættismenn landsins látnir hafa mikla pen- inga-upphæð til eigin afnota til þess að þeir freistist síður til að auðga sig á kostnað ríkisins. um sínum, en í Ameríku hafa þau dvalið í mörg ár. í næsta mánuði er von á blómarós frá Islandi til Long Beach til þess að taka þátt í hinni árlegu fegurðarsam- keppni — eru Islendingar hér farnir að undirbúa móttöku hennar með Olive Swanson í fararbroddi. Skúli G. Bjarnason Fögur minningargjöf Frú Aldís Pétursson, sem nú er tli heimilis á Betel hefir gefið húsgögn í eina íbúð heimilisins í minningu um mann sinn Sigfús Franklin S. Péttursson, er andaðist 14. marz 1958. „Flestir þeir, er þekktu Franklin vel, myndu kjósa að líkjast honum sem mest, ættu þeir kost á slíku. Þar er til grafar genginn góður drengur, trúr sjálfum sér og trúr öðrum til æviloka.“ T. B. ☆ ADDITIONS to Betel Building Fund Helen M. Lloyd, 1708 — 48th Avenue S. W. Calgary, Alberta, $10.00 ------------0--- Concordia Congregation, Bredenbury Sask. $500.00 This donation by the con- gregation is primarily made for the porpose of assisting in a very worthy effort, and also in appreciation of the love and care received by former mem- bers of our congregation who were at one time or other residents in the Home. Gísli J. Markússon, Pres. Concordia Congregation "Betel"$205,000.00 Building Campaign Fund —180 Make your donatlons to tha "Belel" Campaign FundL 123 PrlncaM Street, Wlnnipeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.