Lögberg - 11.09.1958, Side 2

Lögberg - 11.09.1958, Side 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. SEPTEMBER 1958 MINNINGAR- OG KVEÐJUORÐ: Prófessor Halldór Hermannsson BÓKAVÖRÐUR (1878—1958) Eins og greint hefir verið frá í blaðafréttum, lézt pró- fessor dr. phil. Halldór Her- mannsson, fyrrum bókavörð- ur við Fiske-safnið íslenzka í Cornell-háskóla, Ithaca, New York, á sjúkrahúsi þar í borg að morgni fimmtudagsins 28. ágúst síðastliðinn. Með hon- um er til grafar genginn einn hinn allra mikilvirkasti og víðkunnasti fræðimaður ís- lenzkur á þessari öld. Hann var á áttugasta og fyrsta aldursári, fæddur 6. janúar 1878 að Velli í Rangár- vallasýslu, sonur Hermanníus- ar E. Johnson sýslumanns og Ingunnar Halldórsdóttur konu hans. Stóðu að Halldóri prófessor ágætar ættir á báð- ar hendur, enda bar hann það með sér í sjón og reynd, að han var kjarnakvistur á traustum ættarmeiði. Má hið sama segja um hin mörgu systkini hans, bæði hvað snertir mannvænleik og mannkosti. Ungur var Halldór settur til mennta, og lauk stúdents- prófi í Reykjavík 1898 með ágætiseinkunn. Síðan stund- aði hann um skeið laganám v i ð Kaupmannahafnarhá- skóla, en snemma á árum sín- um þar komst hann í kynni við Willard Fiske, hinn góð- kunna Islandsvin og bóka- safnara og vann með honum að skrásetningu hins mikla íslenzka bókasafns hans og öðrum bókfræðilegum störf- um og útgáfum, fyrst í Flórens á ítalíu en síðar í Ithaca. Að Fiske látnum (1905) varð Halldór bóka- vörður við safnið, sem Fiske hafði gefið Cornell-háskóla, og jafnframt kennari þar í norrænum fræðum. Gegndi hann því tvíþætta starfi sam- fleytt til sjötugsaldurs, að undanskildu árinu 1925—1926, er hann var bókavörður Árna safns í Kaupmannahöfn. Halldór naut að verðleik- um virðingar og vinsælda af hálfu samkennara sinna og nemenda, enda var hann sam- vizkusamur og skemmtilegur kennari, og fór það að vonum um jafn margfróðan mann og hann var og glöggskyggn í bezta lagi. Get ég um það bor- ið »af eigin reynd, því að ég las norrænu undir handleiðslu hans og naut lærdóms hans og hollra leiðbeininga við undir- búning og samningu ritgerða minna til meistara (M.A.) og doktorsprófs. Veit ég, að aðrir nemendur hans, sem margir eru og dreifðir víðs vegar, myndu bera honum sömu sög- una um alúð þá, sem hann lagði við kennsluna, og ó- þreytandi fúsleika hans til þess að verða nemendum sín- um að sem mestu liði, bæði á námsárum þeirra og síðar, er þeir leituðu til hans með fræðileg vandamál sín. Hefi ég annars staðar á það bent, hve ólatur hann var að svara hinum mörgu fyrirspurnum varðandi íslenzk og norræn fræði, sem honum bárust úr öllum áttum. Það eitt sér var víðtækt fræðslu- og kynning- arstarf í Islands þágu. En þó að háskólakennsla Halldórs væri farsæl og áhrif hennar næðu víða með nem- endum hans, urðu bókavarð- arstarf hans og ritstörf hans, sem eru nátengd því, aðal- störf hans um langa og at- hafnaríka ævi hans. Ástin á bókum var honum í blóð borin, og fer hann um það þessum orðum í fróðlegri ritgerð „Bókasöfn skólans" (Minningar úr Menniaskóla, Reykjavík 1946): „Það má lík- lega heimfæra upp á mig tals- háttinn, að snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill. Faðir minn átti allgott bókasafn, eftir því, sem gerð- ist til sveita á þeim tíma, og frá því fyrsta hafði ég gaman af að fást við það og halda því í góðu lagi.“ Og hann bæt- ir við: „Ég kom í Latínuskól- ann haustið 1892, og þá var mér einna mest forvitni á að kynnast bókasafni skólans.“ Varð hann svo handgenginn því, að rektorar skólans á skólaárum hans gerðu hann að aðstoðarmanni sínum við útlán bóka úr skólasafninu. Reyndin varð einnig sú, að Halldór varð, er stundir liðu, hvort tveggja í senn frábær bókfræðingur, eins og rit hans sanna, og fyrirmyndar bóka- vörður. Tókst honum, með ár- vekni sinni og hagsýni, að gera Fiske-safnið að víð- kunnri og mikils metinni menningarstofun, án þess að lítið sé gert úr starfi þeirra manna, sem tóku við af hon- um; sérstaklega hefir núver- andi bókavörður, Jóhann Hannesson, haldið ágætlega í horfinu bæði með bókavörzlu sinni og útgáfu íslandica- safnritsins. Óneitanlega hefði bóka- varðarstarf Halldórs, jafn á- gætt og það var og mikilsvert, nægt til þess að halda nafni hans á lofti, en, eins og kunn- ugt er, lét hann eigi þar við lenda. Hann gerðist óvenju- lega afkastamikill fræðimað- ur og rithöfundur. Með bóka- skrám sínum yfir Fiske-safn- ið, er út komu í þrem stærð- arbindum (1914, 1927 og 1943), vann hann ómetanlegt braut- ryðjendaverk á sviði ís- lenzkrar bókfræði, enda hafa þessar bókaskrár réttilega verið taldar til fræðimann- legra stórvirkja, ekki sízt fyrsta bindið, sem er lang- stærst, og ber fagurt vitni fá- gætri elju höfundarins og vísindalegri nærfærni. En um það fór sá lærði maður dr. Páll Eggert Ólason þessum orðum (Skírnir 1914): „Það er skjótast af að segja, að þetta rit er hið mesta stór- virki, sem innt hefir verið af höndum í íslenzkri bókfræði fram á þennan dag. Það má teljast ærið ævistarf einum manni að hafa leyzt af hönd- um eitt slíkt verk sem þetta. Og er það þó með enn meiri fádæmum, með hvílíkri vand- virkni og vísindalegri ná- kvæmni verkið er unnið og útgefið." — Halldór gaf einn- ig út sérstaka og jafn vand- aða skrá (1917) yfir rúnarit Fiske-safnsins. Eru fyrrnefnd- ar bókaskrár hans yfir safnið með öllu ómissandi hverjum þeim, sem fæst við íslenzk fræði meir en að nafninu til. Steindór Steindórsson yfir- kennari á Akureyri hefir lauk rétt að mæla, er hann kemst svo að orði um bókaskrár Halldórs í grein um hann (í Eddu 1946): „Hygg ég fleirum hafi svo farið en mér, að þeir eigi fátt bóka, sem þeir hand- leika oftar né þykir vænna um.“ Annað stórvirki og þarfa- verk íslenkum fræðum innti Halldór af hendi með útgáfu hins fjölskrúðuga og gagn- merka ritsafns Islandica. er hóf göngu sína 1908 og kom síðan út nærri árlega undir ritstjórn hans og samið af honum sjálfum hátt á fjórða áratug. Kennir þar margra grasa og góðra, því að í rit- safninu eru meðal annars skrár yfir útgáfur og þýðing- ar íslenzkra fornrita, yfir rit um Vínlandsferðirnar, ís- lenzkar bækur á 16. og 17. öld, og yfir íslenzka rithöf- unda vorra daga fram til 1913, er það rit kom út. Enn- fremur eru í safninu vandað- ar útgáfur ýmissa íslenzkra fornsagna og annarra ís- lenzkra rita frá fyrri öldum, merkisrit um íslenzka korta- fræði og jafn merk rit og fróðleg um einstaka menn og ritstörf þeirra, svo sem Eggert Ólafsson, Sir Joseph Banks og ísland og Sæmund Sigfússon og Oddaverja. Útgáfunum og mörgum bókaskránum fylgir höfundur úr hlaði með ítar- legum og merkilegum inn- gangsritgerðum, en öll svip- merkjast þessi rit hans af víð- tækum lærdómi og frábærri vandvirkni. Auk Islandica- safnsins annaðist Halldór einnig útgáfu annarra ís- lenzkra merkisrita, af Fríss- bók (1932), að ógleymdu hinu mikla og fagra riti hans um skrautlist íslenzkra handrita, Icelandic Uluminated Manu- scripis of ihe Middle Ages (1935); en báðar komu bækur þessar, með merkum inn- gangsritgerðum, út í hinu víð- fræga safni Ejnars Munks- gaards bókaútgefanda af ljós- prentuðum útgáfum íslenzkra skinnbóka. En um hið mikla Islandica-ritsafn Halldórs má hið sama segja og um bóka- skrár hans, að það er ómiss- andi öllum þeim, sem leggja stund á íslenzk og norræn fræði, og hefir borið hróður íslands um allan hinn ensku- mælandi heim, og enn víðar um lönd. Hér hefir verið farið fljótt yfir sögu, en auk fyrrnefndra rita og annarra ótalinna, hefir Halldór skrifað margar rit- gerðir og ritdóma um íslenzk efni í íslenzk og erlend blöð og tímarit og í alfræðibækur. Kemur það fyrst til fullnustu á daginn, hversu afkastamikill rithöfundur hann var, þegar samin verður tæmandi skrá yfir ritverk hans. Fjarri fór því, að hann gengi heill til skógar hin síð- ari ár, eftir að hann lét af háskólakennara- og bókavarð- arstarfi sínu í Cornell; hann átti við langvarandi gigtsýki að stríða, svo að hann varð að sitja í hjólastól; en hann bar það andstreymi með því æðruleysi, sem einkenndi hann alla daga, því að hann var gæddur karlmennskulund í ríkum mæli. Hann hélt á- fram fræði-iðkunum sínum og ritstörfum, og sendi frá sér á síðustu árum bæði at- hyglisverða ritdóma og merk- ar ritgerðir. Hann gekk einn- ig frá næsta bindi af Islandica, sem nú er í prentun, og kem- ur út bæði í tilefni af átt- ræðisafmæli hans og fimm- tugsafmæli ritsafnsins. Var það mjög að verðleikum, og hafi Jóhann Hannesson bóka- vörður þökk fyrir þá ráðstöf- Æskan og Manitobalöggjöf BANNAR sölu áfengis til UNGMENNA. Það má ekki veita þeim áfenga drykki í gildaskálum, matstofum eða cabarets, og þau mega heldur ekki HEIMSÆKJA ölstofur eða cocktail sali. Þessar viturlegu ráðstafanir njóta fylgis almennings. Ábyrgðin, sem því er samfara, að fullnægja þessum reglugerðum, hvílir að mestu á þeim, sm veitingaleyfi hafa. En á samvinnu almennings, yrði slíkt harla torvelt. Til þess að útiloka það, að unglingum sé veitt áfengi, verður leyfishafi stundum að krefjast þess að mjög unglegar persónur leggi fram aldursskírteini. Þetta er réttur hans og skylda samkvæmt fyrirmælum laganna. SÉUÐ ÞÉR SPURÐUR UM ALDUR YÐAR, er það skylda yðar, að auðsýna KURTEISI OG SAMVINNULIPURÐ við þann, sem spyr. (Hafið þér náð 21 árs aldri, en lítið afar unglega út, kemur það sér vel að hafa á sér spjald frá Vital Statistics deildinni, Room 327 Legislative Building, er sýni fæðingarvottorð yðar. Æska vor er framtíð landsins. Ljáið lögum og leyfishafa lið henni til verndar. Þetta er ein hinna mörgu greina, sem birtar eru í þágu almennings af MANITOBA COMMITTEE on ALCOHOL EDUCATION Depariment of Educaiion. Room 42, Legislalive Building. Winnipeg 1.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.