Lögberg - 11.09.1958, Síða 4

Lögberg - 11.09.1958, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. SEPTEMBER 1958 Lögberg GefiB út hvern íimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDT STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram ■‘Lögberg" is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Prlnted by Columbia Prlnters Authorized as Second Class Mail, Post Offlce Department, Ottawa WHitehall 3-9931 /# Feðraslóðir fór að sjó 'n FriBfinnur O. Lyngdal frá Vancouver heimsótti ættjörB slna I sumar, en hann hafSi ekki séS hana I 54 ár. Hann lagBi af staS I byrjun maí; dvaldi tvær vikur hjá dóttur sinni I New York og var kominn til Islands 18. maí. Hann ferBaSist mikiS bá rúma tvo mánuði, sem hann var á Islandi, og á heimleið dvaldi hann I mánuð hjá frændkonu sinni i New York. Mun hann e. t. v. seinna segja lesendum Lögbergs ferSasögu sína. FriSfinnur fiutti erindi yfir útvarpiS á Islandi og hefir hann góSfúslega látiS Lögbergi þaS 1 té. Á blaSiS honum margt og mikiS aS þakka. Hann var umboSsmaSur þess á Ströndinni 1 marga tugi ára. Kæru íslendingar, og hjartkæra föður- og móðurland mitt Það var fögnuður og gleði í huga mínum og hjarta, þegar ég sté fæti mínum á föðurlandið, eftir 54 ár. Þá datt mér hug vísan eftir Stefán Eiríksson, sem hann fékk verðlaun fyrir, en hún er svona: Feðraslóðir fór að sjá, færðist blóð í kinnar. Kappinn rjóður kyssti á kirtil móður sinnar. Ég hugsaði, að ef ég færi að krjúpa á kné og kyssa föður- landið, að nútíminn hefði farið að brosa; samt kom þetta huga minn. Ég er heldur enginn kappi, nema að því leyti að ég hef varðveitt mitt móðurmál og mína kristnu trú í 54 ár því oft verður maður var við veikleika í viðhaldi hvoru' tveggja. Ég var farinn að gera mér litlar vonir um að heilsa mín og utanað komandi kringumstæður leyfðu mér að sjá föður- land mitt. Svo það er algjörlega Honum að þakka, sem öllu stjórnar og ræður, að ég fæ augum litið systkini mín og móðurland eftir öll þessi ár, og það er mér meiri fögnuður og gleði en orð mín geta lýst. Svo nú læt ég huga minn hverfa til æskustöðvanna. Þá vilja blandast saman í huga mínum frá þeim liðnu árum minningar um súrt og sætt, sorgir og gleði; bjartsýni má þó til að halda velli, annars er lífið byrði Ég er uppalinn að mestu leyti á Bakka í Öxnadal í Eyja- fjarðarsýslu. Þar eyddi ég flestum unglingsárunum sem smaladrengur. Þar sat ég yfir fjárhjörðinni minni, sem smalar kölluðu sína þótt enga skepnuna ættu þeir sjálfir. Ég gætti fjársins upp á svokölluðum Bakkahálsi 2—3 vikur eftir fráfærur, daga og nætur. Þessi Bakkaháls er fjallshryggur, að mestu leyti grasivaxinn beggja vegna, og hann aðskilur dalina, Hörgárdal og Öxnadal. Ár renna eftir báðum dölun um og renna þær saman þar sem hálsinn endar. Það er undur- samlega fagurt útsýni þegar komið er upp á efsta hjallann; sjást þaðan sveitinrar fjórar, þótt maður standi í sömu spor- um: báðir dalirnir, Hörgárdalur og Öxnadalur, Möðruvalla- sókn og öll Þelamörk og alla leið út á sjó (Eyjafjörð). Að vera staddur þarna uppi um mánaðarmótin júní og júlí að nóttu til í 'kringum kl. 2—3 og sjá, að það virðist eins og sólin sökkvi í sjóinn, og svo aftur þegar hún kemur til baka með sína dýrðlegu gulllituðu geisla og klæðir alla fjallatinda þessum skrautlega skrúða. Það tekur betri mann en mig að lýsa þeirri dásamlegu fegurð hinnar guðdómlegu náttúru, sem maður verður þarna aðnjótandi, jafnvel fuglar loftsins vekja mann til athugunar. Ennfremur var gaman að sjá skepnurnar standa upp og teygja úr sér eftir hvíld nætur- innar — hross, kýr og kindur að leita sér að nýrri fæðu. Einnig var gaman að sjá, á hvaða heimili fyrsti reykurinn kæmi upp; ég þekkti alla bæina með nöfnum. Allt þetta stytti vökunótt unglingsins. Svo var á þessum ofannefnda hálsi dálítill dalur, þar sem mikið óx af alls konar lyngi, sem þakið var af berjum: tveim tegundum af bláberjum, kræki- berjum og einiberjum. Þessi dalur var mér kærari en nokkur annar í umhverfinu. Ég nefndi hann Lyngdal og tók svo nafnið sjálfur, þegar ég kvaddi Island 1904 og heitstrengdi að bera það nafn til æviloka, og mun enda það. Ég býst ekki við að mitt fólk haldi nafninu við, jafnvel þótt það sé fallegt og tekið úr hinni dýrðlegu náttúru og af þessum fagra stað. Ég reyndi með egghvassri steinplötu að greypa nafnið í standberg, en hvort ég finn það, er óvíst; en ég hef hugsað mér að ganga betur frá því þar. Mig langar til að minnast á íslenzku vikublöðin okkar vestan hafs, sem gefin eru út í Winnipeg, Manitoba, Canada Lögberg og Heimskringlu; þau hafa verið lífæð alls íslenzks félagsskapar vestan hafs; þau hafa verið verndarenglar ís lenzkrar tungu. Við og íslenzka þjóðin fáum ritstjórum þeirra aldrei fullþakkað viðhald þeirra á íslenzku máli, þegar þess er gætt, að þeir hafa ekki gert það í gróðaskyni heldur af fræbærri ást á viðhaldi móðurmálsins, og oft hafa blöðin átt við þröng kjör að búa efnalega og eiga enn. Ritstjórarnir hafa fórnað kröftum sínum og gera enn fyrir blöðin og með því hafa þeir byggt sér sinn eiginn minnisvarða, sem lengi mun lifa. Ekki veit ég hversu mikinn stuðning heimaþjóðin hefir veitt blöðunum okkar vestra, en ég vona að þið hafið styrkt þau að mun, því samband okkar slitnar að mestu leyti með fráfalli blaðanna okkar. Islenzkan og þjóðræknisviðleitni okkar leggst niður— og við týndir hver öðrum. Islenzkan má ekki deyja vestan hafs vegna þess að þar er nú búsettur stór hluti af íslenzku þjóðinni. Hugsið um það, að enn er messað á hverjum sunnudegi á íslenzku í Winnipeg í báðum íslenzku kirkjunum þar, jafnhliða ensku, og má þakka það prestunum séra Valdimar J. Eylands og séra Philip M. Péturssyni, og eins gjörir séra Eiríkur S. Brynjólfsson í Vancouver, B.C. Þetta eru sannir vökumenn íslenzku þjóðarinnar. Þá má ekki gleyma Dr. Richard Beck. Það talar enginn kjark úr honum hvað snertir viðhald íslenzkunnar og framhald íslenzku blað- anna vestan hafs, enda skrifar hann í þau margt fróðlegt og skemmtilegt. Þegar hann hverfur af sjónarsviðinu verður íslenzka þjóðin að senda okkur eins góðan vökumann og Dr Beck, því að hann er íslenzku þjóðinni til stór-frama og okkur Vestur-lslendingum til mikils sóma. Ég hef veitt því eftirtekt í blöðunum, að nú virðist vera í uppsiglingu ný hreyfing meðal Islendinga suður um Bandaríkin, meira að segja New York, svo að ég hygg, að áhugi fyrir íslenzku eigi eftir að ná sér á strik. Ég las í Lögbergi 30. janúar síðastliðinn eftirtektarverða grein, Spurningar og svör, viðtal við stórskáldið ykkar Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Svörin eru dásamleg. Til- efni greiriarinnar var 150 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar, Davíð vill að skólar landsins og öll þjóðin kynni sér betur og læri beztu kvæði Jónasar, og er það fallega mælt. Ég hef ekki heyrt talað um kostnaðarminni athöfn eða minningu en þessa aðeins að lesa í ró og næði þessi indælu og fögru ljóð Jónasar Þau ættu að vera lesin og sungin af íslenzku þjóðinni eins lengi og íslenk tunga hrærist. Davíð lýsir vel andstreymi Jónasar, framsýni hans, fyrirhyggju og gáfum. Hann vekur athygli þjóðarinnar á því að hafin sé heimsókn á æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar með vorinu í minningu um 150 ára afmæli náttúru- og listaskáldsins góða. Er það göfug hugsun og samsinni ég það með Davíð. Sökum þess að ég á sömu æskustöðvar og Jónas og er staddur hér, myndi það verða mér ógleymanleg ánægja að fá að vera með ykkur í hópnum. Ef úr þessari heimsókn verður þá skulum við, eins og Davíð segir, skrifa í döggina. En ofan við nafn Jónasar: „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur;“ þar á það heima. — En eitt hefði mér líkað betur, það er að höggva nafn Jónasar í eitt stuðlabergið, sem vísar að fæðingarheimili skáldsins; þar gæti það staðið um aldir fram. Lengi lifi minning Jónasar Haligrímssonar hjá íslenzku þjóðinni. Ykkar einlægur íslandsvinur, F. O. Lyngdal, Vancouver, B.C., Canada íslenzka landhelgismálið Undanfarna daga hefir lítið sem ekkert birzt í dagblöðun um hér um það, hvernig fram vindi með landhelgismálið, annað en það, að mjög lítið fiskist innan 12 mílna svæðis- ins og vilji sumir brezku tog- ararnir, sem þar eru að veið- um fá leyfi frá herskipunum til að sigla út fyrir landhelgis- ínuna og leita þar fiskjar, en eins og áður hefir verið skýrt frá, hafa Bretar á undanförn- um árum tekið að jafnaði 2/3 af afla sínum á íslandsmiðum utan 12 mílna svæðisins. Lögbergi hefir nú með íöndum tvö dagblöð frá Is- landi Vísi og Þjóðviljann, dagsett 2. sept., daginn eftir að hin nýju landhelgislög |gengu í gildi. Blað kommún- ista hvæsir mjög, eins og að venju, svo erfitt er að vinsa úr öllum stóryrðunum hinar raunverulegu fréttir. í frá' sögnum Vísis gætir stillingar en alvöruþunga. Ritstjórnar- grein í Vísi „Davíð og Golíat“ lýkur með þessum orðum: — „Þjóðin er 100% í landhelgis- málinu, eins og hún var í lýðveldismálinu forðum. — Bretar eru hins vegar marg- klofnir, og flestir eru and- vígir þeim litla hópi, sem vill klekkja á íslendingum, af því að hann er ekki að hugsa um hag almennings í Bretlandi heldur aðeins eigin hag. Sá er undirstöðumunurinn á af- stöðu þjóðanna og það gerir gæfumuninn.“ Annars hefir aðal inntak Betel"$205,000.00 Building Campaign Fund —180 —$174,774.81 —160 150 140 120 -100 —80 —60 —40 —20 Make your donations to th« "Betel" Campaign Fund. 123 Prlncess Street, Winnlpeg 2. fréttanna úr þessum blöðum þegar birzt í Lögbergi, en bæði þessi blöð leggja á- herzlu á eitt atriði, sem virð- ist sigurvænlegt fyrir mál- stað íslands. í lok ágústs- mánaðar voru togararflotar ýmissa Evrópuþjóða komnir á íslandsmið, eins og að venju, en á sunnudaginn 31. ágúst sendu Norðmenn, Svíar og Danir togurum sínum skip- anir um að halda sig utan við hina nýju landhelgislínu. — Belgisk skip og þýzk, sem voru á veiðum innan 12 mílna markanna á sunnudag færðu sig og út fyrir 12 mílna línu áður en reglugerðin tók gildi, ennfremur skip Færeyinga. Fréttir höfðu borizt um, að 100 brezkir togarar myndu stunda veiði á landhelgis- svæðinu, en þeir urðu aðeins 11 — níu á svæðinu út af Dýrafirði og tveir út af Horni. Sagt er að freigáturnar eigi fullt í fangi með að halda jeim í landhelginni, því að ieir hafa fiskað lítið og vilja fara út fyrir línuna, þar sem aðrir berzkir togarar eru á veiðum og fiska betur. Á þessu stigi málsins standa Bretar einangraðir í því að brjóta gegn hinni nýju land- lelgislöggjöf Islands. Taugaóstyrk gömul kona úr íópi faraþega nálgast skip- stjóra hikandi. „Skipstjóri, hvað — hvern- ig færi nú ef við rækjumst á stóran ísjaka?" „ísjakinn myndi halda á- fram för sinni eins og ekkert íefði í skorizt."

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.