Lögberg - 09.10.1958, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. OKTÓBER 1958
3
GUNNAR HALL:
Fyrsti íslenzki óperusöngvarinn
— ARI M. JÓNSSON —
Þann 17. júní 1927 er þess
getið í Berlingske Tidende í
Kaupmannahöfn, að nýlátinn
sé þar í borginni Ari Johnsen,
óperusöngvari, og fór blaðið
um hann svofelldum orðum:
Hann hafði fyrrum sungið
hér í Kaupmannahöfn á mörg-
um skemmtunum til hjálpar
fátækum listamönnum, en
frægðartíð sína átti hann í
Berlín og Leipzig, þar sem
hann söng í ríkisóperunum og
hlaut margvíslega sæmd. En
vegna styrjaldarinnar missti
hann allar eigur sínar þegar
markið féll, og jafnframt
hvarf honum allur vinahópur-
inn. Eftir það fluttist hann til
Kaupmannahafnar og bjó hér
afar einmana og gramur for-
lögunum og hafði ofan af fyrir
sér með söngkennslu. Böndin
af hinum mörgu frægðar-
sveigum hans voru lögð í
kistu hans, og eitt þeirra af
sveig frá drottningu Vil-
hjálms keisara.
Það eru ekki margir hér á
landi, sem hafa hugmynd um
það, hvaða maður það var,
sem þessi eftirmæli birtust
um, þrátt fyrir það að hann
var fyrsti óperusöngvari ís-
lendinga og mjög frægur á
sinni tíð. Maður þessi hét
fullu nafni Ari Maurus Jóns-
son. Ritaði hann föðurnafn
sitt Johnsen í stað Jónsson.
Ætla ég í fáum orðum að
segja frá uppruna og nokkr-
um æviatriðum þessa fræga
einsöngvara okkar.
Á árunum 1856—1867 rak
P. H. E. Hygom, kaupmaður
verzlun í Hafnarfirði. Við
verzlun hans starfaði sem
faktor Ari Jónsson, yngri
Gamalielssonar bónda á
Stokkseyri, en móðurætt Ara
kaupmanns var komin af
prestunum í Kaldaðarnesi,
séra Álfi Jónssyni <di 1671),
séra Gísla syni hans (dó 1725)
og séra Álfi yngra Gíslasyni
(d. 1733). Er þeirra feðga Jóns
Gamalielssonar og Ara sonar
hans getið lofsamlega í
Kambsránssögu. 1 karllegg
var Ari kominn af bændum á
Stokkseyri. Við Ara er kennt
Arahús í Hafnarfirði, sem í
sálnaregistrum er nefnt
„Götuprýði.“ Til Ara réðist
Þuríður formaður sem búða-
maður og gegndi einkum utan
búðarstörfum hjá honum. Ari
andaðist í Hafnarfirði 19. júní
1863 — 67 ára að aldri.
Sonur Ara var Daníel Ara-
son Johnsen, stórkaupmaður,
sem byrjaði kaupmannsferil
sinn sem faktor í Neðstakaup-
stað á ísafirði. Hann var
fæddur og uppalinn í Hafnar-
firði. Kona hans var Anna
Guðrún Duus dóttir Peter
Duus, kaupmanns í Keflavík
og konu hans íslenzkrar Ástu
Tómasdóttur Bech (söðlasmiðs
í Reykjavík) hálfbróður Þórð-
ar kanselliráðs Björnssonar í
Garði, en alsystir Hans P.
Duus, kaupmanns.
Dætur Ara voru Anna Sig-
ríður kona Torfa Thorgrím-
sen, verzlunarstjóra í Ólafs-
vík, móðir Maríu konu séra
Helga Árnasonar í Reykjavík,
og Þóru Elísabetar er átti
Þórð Jónsson verzlunarmann
er var í Hafnarfirði og víðar.
Árið 1865 flytzt Daníel og
kona hans alfari til Kaup-
mannahafnar til þess að reka
þar heildverzlun. Um 1872
setur hann verzlun á fót á
Eskifirði, en býr sjálfur áfram
í Kaupmannahöfn.
Þau hjónin Daníel og Anna
eignuðust tvö börn, bæði
fædd á Isafirði, Ástu og Ara.
Ásta bjó í Kaupmannahöfn
ógift og veitti lengi forstöðu
barnaheimili og andaðist í
Kaupmannahöfn 1923. Ari
fæddist 30. maí 1860.
Upphaflega gerðist A r i
verzlunarmaður, en snéri sér
síðar að sönglistinni. Hann
mun fyrst hafa lært söng í
Kaupmannahöfn. Til Þýzka-
lands fór hann ungur að aldri
og lærði þar hjá Iffert bezta
söngvara þeirrar tíðar. Að
námi loknu söng hann í ó-
peru í Berlín, Hamborg og
London og gat sér hvarvetna
hið mesta lof sem söngvari.
Meðal annars söng Ari fyrir
keisarahirðina þýzku og hlaut
mikið lof fyrir söng sinn.
Slíkur frami féll fáum í skaut,
og á þeim tíma þótti það ein-
hver mesti frami sem hugsast
gat.
Til Islands kom Ari aðeins
einu sinni. Kom hann hingað
til að leita sér hvíldar og
hressingar og dvaldi hér að-
eins í 5 daga. Var hann þá á
bezta skeiði, kátur og fjörug-
ur í anda og hinn skemmtileg-
asti í umgengni. Fyrir tilmæli
nokkurra manna söng Ari í
Góðtemplarahúsinu í Reykja-
vík 24. júlí 1901, til ágóða
fyrir minnisvarða Jónasar
Hallgrímssonar, sem nú stend
ur í Hljómskálagarðinum. —
Hann söng hér aðeins í þetta
eina skipti. í ritdómi um söng
Ara sagði Hannes Þorsteins-
son, ritstjóri m. a.:
Þeir voru margir, er ekki
þóttust fegurri söng heyrt
hafa, en þetta kvöld. Mig
skortir algjörlega söngfræði-
lega þekkingu og næmt söng-
eyra, til að dæma söng Ara,
frá sjónarmiði listarinnar, en
eftir þeim áhrifum sem hann
hafði á mig, þá er ég illa svik-
inn ef slíkur söngur hefur
ekki verið sönn list, og það
mun einróma álit allra, sem á
hann hlýddu. Sérstaklega er
mér minnisstæðust mýkt og
hreimfegurð tónanna og
minnti það mig einna helst á
söng Geirs Sæmundssonar, þá
er honum tókst bezt upp, en
rödd Ara var hærri og þrótt-
meiri og vitanlega æfðari, svo
að hljómfyllingin og hljóm-
fegurðin héldust þar í hendur.
Ég man enn vel, með hve mik-
illi tilfinningu og innileik
Ari söng „Liten fogel,“ en
hann söng einnig með hinum
sömu yfirburðum kafla úr
nokkrum óperum, sem ég
kann nú ekki að nefna, og þar
lýsti sér til fulls hinn mikli
styrkleiki og þróttur raddar-
innar samfara þýðleikanum
og einkar skýrum textafram-
burði, sem ég hefi ekki heyrt
betri hjá nokkrum öðrum
söngmanni og hefi ég þó hlust
að á allmarga bæði hér og
erlendis.
Eftir lát Ara ritaði Frk.
Guðmunda Nielsen frá Eyrar-
bakka endurminningar um
þessa söngskemmtun hans, og
segir þar m.a.;
Síðan ég sá Ara Jónsson eru
liðin 26 ár. Mér er fyrir löngu
úr minni liðið hvernig maður-
inn var í sjón, en söngnum
hans gleymi ég aldrei meðan
ég lifi. Það er þó sérstaklega
meðferð hans á einu litlu
sænsku lagi, sem mér er
minnisstæðust. Ég á þetta lag
í gamalli nótnabók, og aldrei
hefi ég svo í þessi 26 ár blað-
að í bókinni, að ég hafi ekki
munað eftir Ara Johnsen þeg-
ar ég kem að laginu, sem
heitir „Liten fogel“ eftir ó-
þekktan höfund, en kvæðið er
eftir Matthías Langlet. Mér
er nær að halda að meðferð á
lagi og texta hafi verið snild-
arleg. Mig tekur sárt að heyra
um örlög hans að hann hafi
endað ævina einmana og ef til
vill í örbirgð. En hafi hann
oft haft slík áhrif og hlýjað
mörgum jafnvel og mér um
hjartaræturnar, í þetta eina
skipti, sem ég heyrði hann
syngja, þá hefur hann vissu-
lega ekki til einskis lifað.
Eftir að Ari hætti að syngja,
settist hann að sem söng-
kennari í Hamborg og var þá
talinn einn bezti söngkennari
þar um slóðir. Efnaðist hann
því vel, en missti allar eigur
sínar í verðhruninu eftir
fyrra stríðið. Þá fluttist hann
til Kaupmannahafnar og hóf
þar söngkennslu. Af þekktum
íslenzkum söngvurum sem
nutu kennslu hans voru Óskar
Norðmann, kaupmaður, Sig-
urður Skagfield, óperusöngv-
ari og Viggó Björnsson, síðar
bankastjóri í Vestmannaeyj-
um. Sigurður og Viggó eru
báðir látnir.
Ef til vill má það kallast
undarleg tilviljun að Ari Jóns
son skyldi halda sína einu
söngskemmtun á Islandi í á-
góðaskyni fyrir minnisvarða
Jónasar Hallgrímssonar, þess
skálds ,sem orti kvæðið:
Enginn grætur íslending
einan sér og dáinn.
Þegar allt er komið í kring
kyssir torfan náinn.
En það er einmitt þetta sem
átt hefur sér stað um minn-
ingu Ara Maurus Jónssonar á
Islandi. —Sunnudagsblaðið
Business and Professional Cards
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI
Forseti: DB. RICHABD BECK
801 Llncoln Drive, Grand Forks, North Dakota.
Styrkið félagið með því að gerast meðlimir.
Ársgjald $2.00 — Tímarit félagsins frítt.
Sendist til fjármálaritara:
MR. GUÐMANN LEVY,
186 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba.
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar
G. F. Jonasson. Pres. & Man. Dlr.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
60 Louise St. WHitehall 2-5227
PARKER. TALLIN, KRIST-
JANSSON, PARKER AND
MARTIN
BARRISTERS — SOLICITORS
Ben C. Parker, Q.C.
(1910-1951)
B. Stuart Parker, Clive K. Tallln,
Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B.
Parker, W. Steward Martin
5th fl. Canadian Bank ot Commerce
Building, 389 Main Street
Winnipeg 2, Man. WHitehall 2-3561
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Office: Res.:
SPruce 4-7451 SPruce 2-3917
FRÁ VINI
ERLINGUR K. EGGERTSON,
B.A., L.L.B.
BARRISTER anb SOLICITOR
DE GRAVES & EGGERTSON
500 Power Buildlng
Winnipeg 1, Manitoba
WHitehall 2-3149 Res. GLobe 2-6076
THE MODEL FUR CO.
D. MINUK, PROP.
Fur Coats Made To Order
Repairing, Remodelling, t
Relining & Storing
and Sports Wear
Ladies' Sportswear of First Class
Quality
Tel. WHitehall 2-6619
Res. JUstice 6-1961
304 Kennedy St. Winnipeg, Mon.
Gleym mér ei
HÖFN
Icelandlc Old Folks Home
Socieiy
3498 Osler St., Vancouver 9, B.C.
Féhirðir, Mrs. Einlly Thorson,
3930 Marine Drive
West Vancouver, B.C.
Sfmi Walnut 2-5576
Ritari
Mlss Carollne Christoiilierson
6455 West Boulevard
Slmi Kerrisdale 88 72
Mamma, segðu mér sögu
áður en ég sofna.
Móðirin, afundin: Ég kann
enga sögu, en ef þú getur
haldið þér vakandi til klukk-
an hálfeitt, þá kemur pabbi
þinn og þá hefur hann tilbúna
sögu handa mér.
SELKIRK NETAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeinlngar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi.-
vlð, heldur hita frá að rjúka út
meö reyknum.—Skrlfið, slmlö U1
KELLY SVEINSSON
625 WaU St. Winnipeg
Just North of Portage Ave.
SPruce 4-1634 — SPruce 4-1634
" 1 i . —
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER &
METAL STAMPS
NOTARY & CORPÖRATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh St. Winnipeg
WHltehall 2-4624
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur ltkklstur og annast um út-
farir. Allur útbúnaöur sá beztl.
Stofnaö 1894
SPruce 4-7474
P. T. Guttormsson
BARRISTER, SOLICITOR,
NOTARY PUBLIC
474 Graln Exchonge Bldg.
167 Lombord Street
Offlce WHitehall 2-4829
Resldence 43-3864
SPruce 4-7855
ESTIMATES
FREE
J. M. Ingimundson
Reroof Aphalt Shingles. Roof
repaire, install vents, aluminum
wdndows, doors. J. Ingimundson.
SPruce 4-7855
632 Siineoe St. Wlnnipeg 3, Man.
Thorvaldson. Eggertson,
Bastin & Stringer
Barristera and Solicitors
209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg
Portage and Garry St.
Wllitehall 2-8291
S. A. Thorarinson
Barrister and Bolicitor
2nd Floor Crown Trust Bldg.
364 MAIN ST.
Office WHitehall 2-7051
Res.: 40-6488
Dunwoody Saul Smith
& Company
Chartered Accountants
WHilehall 2-2468
100 Princess St.
Wlnnipeg, Man
And offlces at:
FORT WILLIAM - KENORA
FORT FRANCES - ATIKOKAN
The Business Clinic
Anna Larusson
Office at 207 Atlantic Ave.
Phone JU 2-3548
Bookkeeplng — Ineome Tax
Insuranee
Dr. ROBERT BLACK
Sérfræðingur i augna, eyrna, nef
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Office WHitehall 2-3851
Res.: 40-3794