Lögberg - 09.10.1958, Page 5

Lögberg - 09.10.1958, Page 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. OKTÓBER 1958 5 WWWWW'W'W'W'WWW'W'+W' ÁmjeAMÁL KVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verum á verði Kæru lesendur Lögbergs: Ég byrja með því að þakka Ingibjörgu fyrir að bjóða mér að skrifa nokkrar línur í dálkinn sinn. Ég hefi verið svo önnum kafin við kennsl- una undanfarin ár, að ég hef lítið lagt mig að íslenzkum málum. Mér dettur stundum í hug í hvað mikilli skuld ég er við fólkið í Álftavatnsbyggðinni, sem gaf mér atkvæði sín og stuðning til að verða kosin á þingið í Manitobafylki fyrir meir en tuttugu árum síðan. Ég held að þetta hafi verið það merkilegasta, sem fyrir mig hefur komið á æfinni. Ég vona að ég hafi látið þakklæti mitt til kjósenda minna fylli- lega í ljós á þeim árum, en þó ég hafi gert það, vil ég endur- taka þakkir mínar, því að eins og íslenzki málshátturinn segir: „Aldrei er góð vísa of oft kveðin.“ Á þeim fimm árum, sem ég sat á þingi lærði ég að skilja marga hluti viðvíkjandi stjórnmálum, sem ég hefði annars ef til vill lítinn gaum gefið. Og ég vil láta fyrver- andi stuðningsmenn (og kon- ur) vita, að ég hefi aldrei hætt að hugsa, lesa og læra um þau mál, hvað sem ég átti annríkt við kennsluna. Nú er ég hætt við stöðuga kennslu, og er bú- sett í Winnipeg, að 164 Canora St. Og það er ósk mín að ég geti, þó ekki sé nema á lítinn hátt, haft heilnæm áhrif á sviði stjórnmálanna. Á þessum árum, jafnvel þó mörgum líði vel fjárhagslega, er mjög ískyggilegt útlit í heiminum. Ég hefi nýlega meðtekið smárit frá Englandi eftir George R. Knuppfer, sem heitir “The Plain Spea- ker.” Er ritstjórinn mjög andstæður kommúnistastefn- unni, en líka hræddur um á- hrif, sem viðhald peninga- kerfisins, sem nú er í gildi, hafi í framtíðinni. Ég vil reyna að þýða lauslega brot úr ritstjórnargrein hans: „Öllum er það ljóst, hvort sem þeir eru vinstra- eða hægramegin í pólitíkinni, að yfir þeim hluta heimsins, sem enn er frjáls, vofir sigur kom- múnista, hvort sem það verð- ur með hernaði, pólitískum brögðum eða með öðrum að- ferðum. Hvað gera skal til að afstýra þessari hættu er óljóst, og leiðtogum vesturlandanna ferst alls eigi vel að fást við þau mál. En fáum er það ljóst, að önnur hætta vofir yfir innan vesturlandanna. En þessi haetta er svo veruleg og svo nálæg, að það er mjög nauð- synlegt að þetta vandamál sé vel útskýrt fyrir almenningi. Hættan, sem vofir yfir lönd- unum utan „járntjaldsins“ á rót sína að rekja til þess að peninga-kerfið, sem notað er á sér ekki langa framtíð fyrir höndum. Kapítalisminn sjálf- ur er á völtum fæti. Það er ómögulegt að nota peninga- kerfi til lengdar, sem er undir því komið að nýjar skuld- ir, af hálfu ríkisins eða einstaklinga, fari stöðugt vax- andi. Það mun að því koma, að 100% tekjuskattur mun ekki nægja til að borga vext- ina, og að því að viðskipta- félög munu ekki geta borgað hluthöfum sanngjarnan arð. Samt sem áður eru ábyggi- legir lántakar ómissandi, ef bankafyrirtækin eiga að þríf- ast. Ef enginn þarf að taka lán, þá verður ómögulegt að halda áfram peninga-fram- leiðslunni, hvort heldur sem um er að ræða málm-peninga, seðla eða lánstraust (banka- lán), þareð allir peningar byrja sem lán, með vöxtum. Þegar að því kemur að þetta getur ekki haldið áfram, getur þrennt skeð: 1. ótak- mörkuð verðbólga, eins og átti sér stað í Þózkalandi eftir fyrra veraldarstríðið, 2. afnám greiðslu á flestum skuldum eða vöxtum á skuldum, eða 3. algert fjárhagshrun. Undir öllum kringumstæðum mundi peninga-kerfið líða undir lok. Og nema því aðeins að áreið- anlegir og ábyggilegir menn (og konur) geti skilið málið í tíma og gert ráð fyrir nauð- synlegum breytingum — og þetta er alls ekki ómögulegt— munu spillandi og óguðleg öfl taka við og, ef til vill, leggja undir sig allan heiminn." Ekki vil ég fallast á þá hug- mynd að illu öflin muni vinna sigur um allan heim — jafn- vel þó langt sé komið í þá átt, þar sem að minnsta kosti átta hundruð milljónir manna eru nú þegar undir harðstjórn kommúnista. En ég trúi því, að áður en sá sigur verði unn- inn algjörlega, muni allt gott fólk leggjast á eitt og afstýra hættunni. En víkjum nú aftur að pen- ingamálunum. Smátt og smátt er sú hugmynd að ryðja sér til rúms, að allt sé ekki í lagi á sviði peningamálanna. En hugmynd sú er ekki nauðsyn- lega bundin við neinn sérstak- an pólitískan flokk. Að endingu þakka ég Ingi- björgu aftur fyrir heimboðið og segi „verið sæl“ við les- endur mína. Solome Halldórsson Champollion, maðurinn sem lauk upp dyrum fortíðarinnar Hann var mjög austrænn í útliti og skólafélagar hans kölluðu hann „Egyptann.“ Það reyndist orð að sönnu, því hann varði síðar ævi sinni til þess að þýða hið forna mál Faróanna. Um aldaraðir höfðu grískir og rómverskir ferðasöguhöf- undar t. d. Heródótus, og her- foringjar eins og Alexander mikli, Cæsar og Napoleon, ferðazt um Egyptaland og undrast hina fögru pýramida og hina torráðnu Spfinx. En enginn fékk skilið né skýrt hið undarlega myndletur, sem þakti alla veggi musteranna og grafhýsanna. Margir töldu þessar myndir einungis til skrauts, aðrir héldu að hér væri einungis um letur að ræða. Enginn treysti sér þó til þess að kveða úr um hvað þetta raun- verulega væri. Sagnfræðingar og þeir, sem grundvöll lögðu að fornminja- fræði nútímans höfðu gefið upp alla von að unnt mundi reynast að ráða þessar undar- legu rúnir, — en þá gerðist furðulegur atburður. Árið 1799 voru hermenn Napoleons að ryðja til rústum nálægt þorpinu Rosetta í ós- hólmum Nílar. Þeir fundu þar steinhellu þakta skrif- letri. I her Napóleons voru menn, sem lærðir voru í tungumál- um og sáu að á hellunni voru þrjár leturgerðir: helgiletur, samskonar og víða mátti sjá í Egyptalandi, alþýðuletur og grískt letur. Þarna var loksins fundinn lykillinn að hinu tor- ráðna myndletri. Einn af her- foringjum Napóleons þýddi þegar í stað grísku áletrunina og var þar skráð lofgerð um Ptólemeus Epifanus, höggvin í steininn árið 196 fyrir Krists fæðingu. Það var almennt gert ráð fyrir að hinar áletr- anirnar á steininum væru nokkurn veginn samhljóða hinni grísku. Færustu málfræðingar Ev- rópu hófu þegar í stað til- raunir til þess að ráða í hið forna mál Faróanna, en allt starf þeirra var árangurslaust. Það var ekki fyrr en „Egypt- inn“ hóf starf sitt að árangur náðist. Jean-Francois Champollion fæddist í Figeac í suð-austur hluta Frakklands á Þorláks- messu árið 1790. Tungumála- hæfileikar hans komu snemma í ljós. 1801 tók bróðir hans hann að sér, en hann var velmetinn fornfræðingur í háskólabænum Grenoble. Þar lagði Champollion stund á nám í latínu, grísku og he- brezku. í Grenoble kynntist hann stærðfræðingnum Fourier. — Fourier varð hrifinn af hinni frábæru þekkingu drengsins á tungumálum, og bauð hon- um heim til sín. Þar sá hann fyrst myndir af egypska letr- inu og fylltist strax áhuga. Þegar honum var sagt, að engum hefði tekizt að þýða það sagði strákur: „Ég ætla mér að gera það!“ 13 ára að aldri hóf Cham- pollion að læra arabisku, sýr- lenzku, kaldversku og kop- tisku og fleiri fjarlæg mál. Hann lauk lokaprófi í Gren- oble 17 ára og vakti prófrit- gerð hans geysimikla athygli. Fjallaði hún um tímabil Faróanna í Egyptalandi. Frá Grenoble hélt hann til París- ar. Þar sá hann myndir af Rosetasteininum og ákvað þegar að ráða rúnir hans. Hann sökti sér niður í sans- krít og persnesku. Arabisku talaði hann svo vel, að Arabar héldu að hann væri einn af þeim, og dagbók sína skrifaði hann á koptísku. í París lifði Champollion sultarlífi og missti heilsuna. Á þessum árum velti hann fyrir sér vandamálunum í sambandi við Rosetta stein- inn. — Hann reyndi að gera sér grein fyrir hvernig text- inn yrði þýddur og hvaða kerfi gæti þar komið að not- um. 1814 slapp Napoleon frá Elbu. Champollion var um þær mundir háskólakennari í sagnfræði í Grenoble. Þar kynntist hann Napóleon, sem hann bar mikla virðingu fyrir. Vegna aðdáunar sinnar á Napóleon var Champollion vikið frá háskólanum þegar Bourbónar komu aftur til valda. 1821 barst honum til eyrna, að höfða átti mál gegn honum og flýði hann borgina í ofboði. Árið eftir gaf Champollion út hina frægu bók sína um egypzka helgiletrið og hvern- ig það mætti þýða: „Bréf til herra Dacier um stafróf hins hljóðfræðilega helgileturs.“ Rit þetta vakti þegar í stað athygli málfræðinga. Áður höfðu menn yfirleitt reist rannsóknir sínar á helgiletr- inu egypzka á röngum for- sendum. — Þeir höfðu álitið, að hér væri um myndaletur að ræða, — þ. e. hvert tákn stæði fyrir eitt orð. En helgiletrið er miklu þroskaðra en venjulegt mynd- letur. Öldulína táknar ekki sjó eða vatn, mynd af uglu táknar ekki uglu eða fugl o. s. frv. Champollion hafnaði þeirri hugmynd að um mynd- letur væri að ræða. Hann gerði ráð fyrir að hvert tákn stæði fyrir einum staf eða samstöfu, og sannaði á endan- um að bogalína væri „u,“ ugla táknaði „m,“ hönd væri „d." Þegar hann hafði komizt að þessari niðurstöðu hófst starf- ið við að þýða áletrunina á Rosetta steininum. Champol- lion taldi víst að þar sem minnst var á Ptólemens í gríska textanum komu fyrír nokkrum sinnum tákn, sem hringur var dreginn utan um. Hann sló því nú föstu að þar væri um nafn Ptólemeusar að ræða. Þegar hér var komið las hann letur steinsins í samráði við þessar tilgátu og reyndist hún rétt. Skömmu síðar fór Cham- pollion til Egyptalands og las hverja áletrunina á fætur annarri. — 1826 var hann skipaður yfirmaður fornfræði deildar Lovre-safnsins og 1831 var stofnaður kennarastóll í egypzkum fræðum við Col- lége de France og var Cham- pollion settur í það embætti. Fáum árum síðar lézt hann. Kenningar hans ollu mikl- um deilum fyrst í stað, en 1896 fann þýzkur fornfræðingur, Lepsius að nafni, annan Ros- ette-stein“ nálægt Canopus og sannaðist þá að Champollion hafði rétt fyrir sér í öllum ati'ðium. Síðan byggist öll sú fræðigrein, sem fæst við ráðn- ingu forns leturs á uppgötv- unum Champollions, og hon- um ber að þakka þá þekkingu sem nútímamenn hafa á bók- menntum elztu og merkileg- ustu menningarþjóðar heims. —Alþbl., 4. júlí Það var á hernámsárunum í Noregi. Þjóðverjar höfðu tekið „hernámi" kúna hans Óla í Vesteraas, og gamli maðurinn keypti sér aðra. Þegar Óli kom heim með kúna, spurði nágranni hans hvar hann hefði keypt belj- una. — Hjá honum Andrési í Austurgarði, svaraði Óli. — Veiztu ekki að Andrés er nazisti? Óla gamla varð orðfall, en eftir stundarkorn birti yfir honum. — Það getur þó engin áhrif haft ef ég sýð mjólkina. ☆ Það er dýrt að vera maður, en jafnvel dýrara að vera ómenni. ☆ Við erum öll dauðadæmd. Lífið er reynslutími okkar. Subscription Blank COLUMBIA PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2 I enclose $ for subscr.ption to the Icelandic weekly, Lögberg. NAME ..................................... ADDRESS .................................. City Zone

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.