Lögberg - 09.10.1958, Side 7

Lögberg - 09.10.1958, Side 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. OKTÓBER 1958 7 Ég hygg að Bretar bili fyrr á taugum en við! Samlal við EIRÍK KRISTÓFERSSON skipherra á Þór — Ég held að Bretarnir bili fyrr á taugum heldur en við, sagði Eiríkur Kristófersson skipherra á Þór, er Mbl. átti tal við hann á Seyðisfirði í gærmorgun, en þangað kom Þór til að sækja vatn. Þetta er fyrst og fremst taugastríð, sem við heyjum. Það er erfitt að segja hvað það tekur langan tíma að þreyta Bretana og sýna þeim fram á að fásinna er fyrir þá að ætla sér að stunda veiðar í framtíðinni í íslenzkri land- helgi. Ég hygg að þetta þóf geti dregizt 1—2 mánuði. Landhelgisbr j ót arnir komnir norðar í fyrri nótt kom hreyfing á brezku herskipin og togarna, þá fáu sem á miðunum fyrir Austurlandi eru, og leituðu þeir norðar, líklega norður á Bakkaflóa eða Þistilfjörð, að því er Eiríkur taldi. Notaði ég því tækifærið til þess að halda inn á Seyðisfjörð til þess að taka vatn, sagði hann, er blaðamaður Mbl. átti símtal við hann þar. — Þið eruð alltaf að hrella brezku togaraskipstjórana og herskipin? — Já, ofurlítið. í gær gekk óvenjumikið á. Svartaþoka var á miðunum og við notuðum tækifærið til þess að stríða þeim dálítið. Við sigldum í þokunni upp að tveimur togurum og létum svo sem við hygðum á upp- göngu á skipin. Togaramenn höfðu ekki fyrr komið auga á okkur en allt var á tjá og tundri um borð og þeir þyrpt- ust út að lunningunni með krókstjaka og annan útbúnað til þess að taka á móti okkur. Eftir að við höfðum siglt góða stund fast upp með þeim beygðum við frá út í þokuna og skildum þá eftir með krók- stjakana á lofti. Með mannaðar byssur I þriðju atlögunni í gær reyndum við nýtt herbragð. Við kölluðum til Seyðisfjarð- ar, og af tilviljun á sömu bylgjulengd og brezku togar- arnir og herskipin talast við á. Bretarnir tóku það sem svo, að nú væri loks alvara á ferð- um, nú værum við ákveðnir í því að taka togara. Það ætlaði allt vitlaust að verða, skipun- unum linnti ekki í talstöðina frá herskipunum og fyrr en varði sáum við Eastborne koma brunandi með allar fall- byssur mannaðar og meira að s e g j a loftvarnabyssurnar líka! En við beygðum frá án frekari aðgjörða. — Þið hafið ekki í hyggju að ráðast um borð í annan togara eftir tilraunina við „Northern Foam“? — Nei, ég tel að það myndi verða hæpið að reyna það. Bretinn virðist ætla að sýna þá hörku að til alvarlegra at- burða gæti þá dregið. Nei, okkar aðferð er að þreyta þá. Og við heyrum alltaf fleiri og fleiri togaraskipstjóra kvarta undan svefnleysi og þreytu. — Hvað heldurðu að þeir endist lengi? — Ómögulegt er um það að segja. Kannske 1—2 mánuði. Fangarnir sígareiiulausir — Hvernig hafa fangarnir 9 um borð í H.M.S Eastbourne það? — Ágætt eftir því sem við bezt vitum. Við sáum til þeirra í gær. En nú fá þeir ekki lengur að tala við okkur um stuttbylgjutæki sitt. Bret- arnir bera allt á milli. í gær fékk ég skilaboð um það frá Barry Anderson skip- herranum á Eastbourne að þeir væru orðnir tóbakslausir, strákarnir. Hann sagðist mundu geta lánað þeim pen- inga svo þeir gætu keypt sér sígarrettur í skipsbúðinni, ef ég ábyrgðist að íslenzka ríkið greiddi þá með skilum aftur. Ég lét senda honum þau skilaboð að á íslandi væri fram með Biblíuna í annarri hendinni og sverðið í hinni. Það sýnist svo sem Anderson hafi farið að blaða í Biblíunni eftir þetta, því svo sendi hann tilvitnunina í orðskviði Salo- mons í gær. Mér þykir hann eiginlega hafa sannað sjálfur með því máltækið, sem ég sagði honum frá. Blaðamennirnir gera þá vitlausa! — Hafið þið nokkur sam- skipti haft við brezku sjó- mennina? — Við þekkjum þá og þegar við siglum framhjá brosa sumir þeirra vingjarnlega til okkar en aðrir bíta á jaxlinn. En mér sýnist svo sem þeim sé mörgum ekkert um allt þetta gefið. Það eru fulltrúar togaraeigendanna, sem um borð í skipunum eru, sem stappa í þá stálinu og herða þá í baráttunni. Og svo eru þarna um borð líka allmargir blaðamenn, og ekki eru þeir betri. Þeir gera þá alveg vit- lausa! Um það sögðumst við ekki efast, þökkuðum Eiríki Kristó ferssyni skipherra fyrir sam- talið og óskuðum honum og skipshöfn hans allra heilla í því „kalda“ stríði, er þeir nú heyja fyrir Austfjörðum. Mbl., 7. sept. Eins og getið var í Lögbergi fyrir nokkru síðan hefir nú hinum íslenzku varðskips- mönnum verið skilað á land í Keflavík. Filmstjörnurnar í Holly- wood hafa nýlega tekið upp þann sið að gifta sig á morgn- ana. Ástæðan kvað vera sú, að~ ef hjónabandið er misheppn- að, þá er þó ekki allur dagur- inn eyðilagður. það ekki venja að selja föng um sígarettur. Ef hann skilur það ekki, þá verða þeir að þrauka sígarettulausir þar til þeir losna úr haldinu. — Hvað heldur þú að Bret- ar geri við fangana? — Hver veit það? Ég hygg þó helzt að þeir fari með þá til Englands á H.M.S. East- bourne og láti þá þar í land. Með sverðið og Biblíuna — Brezku herskipin fylgja ykkur eins og skugginn? — Já, það má nú segja. í gærkvöldi fór ég upp undir land til þess að gera skýrslur, sem ég þurfti að senda til Reykjavíkur. Eastbourne kom í humátt á eftir alla leið upp að 4 mílunum og beið þar all- an tímann sem við lágum í vari. Og hér fyrir nokkrum dögum fórum við inn á Loð- mundarfjörð og þá var það sama sagan. Þeir eru alltaf í kjölfarinu. Við hreyfum okk- ur aldrei neitt án þess að a. m. k. eitt brezka herskipið fyigi- — Biblíuvitnanir ykkar skipherrana hafa vakið mikla athygli og farið um heim allan, Eiríkur. — Já, það var eiginlega þannig til komið, að þegar við höfðum sett menn um borð í Northern Foam á þriðjudag- inn kom Barry Anderson yfir í Þór til þess að ræða við mig, en erindi hans var reyndar það eitt að lokka mig til þess að taka mennina aftur um borð í Þór. Ég neitaði því auð- vitað harðlega. Þá fór hann að tala um „of- beldi íslendinga.“ Ég svaraði honum því til að það væri gamalt máltæki á ís- landi að Bretar sæktu jafnan Fyrir miljónir Canadamanna . bezta aðferðin til að spara! 0 Tilkynning um nýju CANADA SPARNABAR VESBIEFIN fáanleg NÚNA! Góðir vexiir: 7>xk% fyrir fyrsta árið og 4%% fyrir næstu fjórtán árin. Að jafnaði 4.19% á ári þar til þau falla í gjalddaga. Má skipta fyrir peninga: Ef þörf gerist, má skipta veð- bréfum yðar í peninga hve- nær sem er, fyrir fullt verð og vexti. (MDA jSAATNGS BOND •Tsoo*, Takmörk: Upp að $10,000 fyr- ir hvern einstakling. Hver meðlimur fjölskyldunnar get- ur keypt upp að þessari upp- hæð. Hvar má kaupa: Hvar sem þér starfið, eða hjá banka yðar, fésýslumanni, ábyrgðar- og lánfélögum, fyrir peninga út í hönd eða með afborg- unum. Verjið fé í bjarla framtíð fyrir yður sjálfan . . . og fyrir Canada. Gerið ráðstafanir til að kaupa hin nýju Canada Spari Veðbréf yðar núna!

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.