Lögberg - 16.10.1958, Side 1

Lögberg - 16.10.1958, Side 1
71. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 16. OKTÓBER 1958 NÚMER 41 Forsefi Manitobo Medicai Association 1 vikunni, sem leið, komu saman í Winnipeg á ársþing Manitoba Medical Association yfir 1000 læknar frá bæjum og byggðum í Manitoba og víðsvegar frá í Canada og Bandaríkjunum. Auk hinna venjulegu starfa þingsins, er stóð yfir í fimm daga, var haldið upp á tvenn afmæli. Á þessu ári eru liðin 50 ár síðan Manitoba Medical Association var stofnað, og 75 ár síðan stofnuð var kennsludeild í læknisfræði við Manitoba- háskóla. Þingið kaus Dr. Edward Johnson, frá Selkirk, forseta Manitoba Medical Association fyrir næstkomandi ár. Er það mikill heiður fyrir þennan ís- lenzka lækni að vera kosinn Dr. Edward Johnson forseti þessara læknasamtaka einmitt á þessum merku tíma- mótum í sögu læknastéttar- innar í Manitoba. Páfinn Pius XII. látinn Á fimmtudaginn í fyrri viku andaðist Páfinn Pius XII. Hann var 82 ára og hafði þjónað æ ð s t a embætti Kaþólsku kirkjunnar í 19 ár og var 262. páfinn í hér um bil 2000 ára gamalli sögu þessarar kirkju, er kvað telja milli 4—5 milljónir meðlima víðsvegar um heiminn. Pius XII. var á margan hátt merkilegur maður. Hann var hámenntaður, kunni mörg tungumál og var svo vel að sér í ýmissum fræðigreinum, eins og til dæmis stjörnu- fræði, að sérfræðingar undr- uðust. Minni hans var svo frá- bært, að hann gat þulið löng kvæði eftir að hafa lesið þau tvisvar. En það sem mest var um vert var styrkleiki and- ans; áhrif hans sem æðsta manns hinnar alþjóða ka- þólsku kirkju voru víðtæk. Hann sá þegar hættuna, sem kirkju hans stafaði af nazisma og kommúnisma, þessum stefnum guðlasts og fyrirlitn- ingar, og hann hikaði aldrei við að nota þau varnarvopn, er hann hafði til að beita — bannfæringu og útskúfun — kirkju sinni til varnar. Hann hvatti fylgjendur kirkju sinn- ar til að líða píslarvættis- dauða fremur en að gefa sig þessum illu öflum á vald. Páfavaldið er afarsterkt inn an kaþólsku kirkjunnar. Dag- blöð Winnipegborgar segja, að 7 milljónir íbúa Canada séu kaþólskrar trúar eða um 44 prósent. Það var því lán fyrir okkar land og mörg önn- ur lönd að þetta vald var í höndum eins af mestu ágætis- mönnum þessarar aldar síð- ustu 19 árin. Pius XII. óskaði að sín væri minnst í sögunni sem „Friðar-páfans,“ en hans tímabils verður þó minnzt sem tímabils annarrar al- heimsstyrjaldarinnar og eftir- kasta hennar; það er að vísu ekki hans sök, og hver veit nema að áhrif hans hafi stuðlað að nokkru að sigri lýð- veldisríkjanna. Hinir 55 Kardínálar innan kaþólsku kirkjunnar velja eftirmann Páfans Pius XII. Vonandi er að þeim takist vel valið. Fréttir í stuttu móli Á laugardaginn s k u t u Bandaríkjamenn hnetti í átt- ina til tunglsins með það í huga að hann myndi geta snúist umhverfis tunglið. Gervihnötturinn var nefndur Pioneer og komst hann 79000 mílur í loft upp í stað 221,000 mílur eins og vonast var eftir. En langt er frá að tilraunin hafi algerlega misheppnast. Enginn gervihnöttur hefir áður náð slíkri hæð; hann var og útbúinn ýmsum tækjum, er sendu til jarðar alls konar vísindalegar upplýsingar. ----0---- Á miðvikudaginn í fyrri viku leysti forseti Pakistan, Iskander Mirza, upp þingið og tók völdin í eigin hendur; kvað hann landið í hættu cegna innbyrðis uppreisnar, og stjórnar hann nú landinu með aðstoð hersins. ----0---- Charles de Gaulle hefir nú skipað franska hernum í Algeria að draga sig algerlega út úr stjórnmálunum þar í landi. íslenzka söngkonan komin Guðrún Á Símonar, sem talin er einhver bezta söngkona Islands, kom til borgarinnar á laugardagskvöldið. Hitt um við hana að máli á mánudaginn á heimili Dr. og Mrs. K. J. Back- man, 893 Garfield St., en hjá þeim dvelur hún meðan hún er í Winni- peg. Miss S í m o n a r er glæsileg í sjón og lát- laus og hlý í viðmóti. Hún er fædd í Reykja- vík, dóttir Símonar Johnsen Þórðarsonar og konu hans Ágústu Pálsdóttur. Þetta er fyrsta ferð hennar til Vesturheims, en hún kvaðst eiga ættingja hér í álfu, því systkini föðurömmu h e n n a r Sigríðar Hansdóttur Bierring frá Húsavík, hefðu flutzt vestur um haf. Þætti henni vænt um ef einhver gæti veitt henni upplýsingar um hvar afkomendur þessa fólks væru niður- komnir. Fimmtán ára að aldri hóf Miss Símonar söng- nám hjá Sigurði Birkis söngmálastjóra; fór síð- an utan og stundaði GUÐRÚN Á. SÍMONAR í hlutverki Rosalinde í "Die Fledermaus" tón- og leiklistarnám í London í sex ár og samtímis söngnám hjá ítölskum söngkennara Lorenzo Medes. Þaðan hélt hún til ítalíu og var þar við nám í þrjú ár hjá Carmen Melis hinni heimskunnu söngkonu. Síðan hún lauk námi hefir Miss Símonar sungið í flestum stórborgum Evrópu, yfir útvarp og sjónvarp og hlotið hvar- vetna frábærlega góða dóma, svo sem þessar umsagnir sanna: London: „Guðrún Á. Símonar hefur fagra rödd og mikil dramatísk tilþrif." Osló: „Tónar hennar eru fágaðir og öruggir eins og þeir séu meitlaðir í berg. Þeir ná yfir vítt svið, því að hún hefur mezzo-dýptina og sópran-hæðina.“ Kaupmannahöfn: „Hún er ein af þeim söngkonum, sem maður mun ávallt minnast og fylgjast með af áhuga.“ Moskva: „Hún er hámenntuð söngkona. Söngur hennar einkennist af djúpri innlífun og skýrri, hárfínni túlkun.“ — „Hrein tónmeðferð, algjört áreynsluleysi og næm tilfinning fyrir listrænni hófsemi eru þættir, sem mjög eru einkennandi fyrir listgáfu söngkonunnar.“ Reykjavík: „Fullyrða má, að aldrei hafi íslenzk óperu- söngkona notið sín jafnvel og Guðrún Á. Símonar í hlutverki hinnar ástríðufullu, skapmiklu og afbrýðisömu Toscu.“ — „Og bænina víðfrægu í öðrum þætti söng hún af slíkum inni- leik og glæsibrag, að það atriði snart mig dýpst og hreif mig mest í öllum leiknum. Það er okkur mikils virði að eiga svo stórbrotna óperusöngkonu.“ Veitið athygli auglýsingunni á öðrum stað í blaðinu um söngsamkomur Miss Símonar. Sleppið ekki tækifærinu til að hlusta á söng þessarar víðfrægu íslenzku söngkonu. Frú Gerða Ólafsson - lótin Hinum mörgu vinum frú Gerðu Ólafsson kom mjög á óvart, þegar þeim barst fréttin um að hún hefði and- ast á Almenna spítalanum í Winnipeg á fimmtudaginn í fyrri viku. Hún var þrekkona mikil og lét lítt á því bera þótt hún gengi ekki heil til skógar. Frú Gerða var fædd 1881, ættuð frá Þórustöðum í Ön- undarfirði. Til Winnipeg kom hún 1908 og rak um all-langt skeið greiðasölu, lengst af Wevil Cafe á Sargent Ave., og var þar oft gestkvæmt af ís- lendingum, því að þeim féll vel hið íslenzka og glaðværa andrúmsloft er þar ríkti, undir farsælli stjórn húsráð- anda og varð Wevil Cafe nokkurs konar miðstöð þeirra á þeim árum, þar sem þeir hittust og ræddu um menn og málefni yfir kaffibollunum. Árið 1920 giftist Gerða Hall- dórsson Kristjáni Ólafssyni, kunnum og velmetnum lífs- ábyrgðarumboðsmanni. Þau stofnuðu heimili í Winnipeg. Frú Gerða var jafnan virkur meðlimur í Fyrstu lútersku kirkju; starfaði bæði í djákna- nefnd og kvenfélagi kirkjunn- ar; ennfremur fyrir Sunrise Lutheran Camp. Hún missti mann sinn 1943, en börn þeirra tvö syrgja hana, — Harold búsettur í Edmonton og Theodora, Mrs. W. A. Lippman í Oregon. Barna- börnin eru fimm; ennfremur lifa hana tvær systur, Mrs. Anna Olson, Bremerton, Wash., og Miss Dosia Hall- dórsson, Victoria, B.C. Útförin var gerð á þriðju- daginn frá Fyrstu lútersku lútersku kirkju að fjölmenni viðstöddu. Dr. Valdimar J. Eylands flutti kveðjumál. Með frú Gerðu Ólafsson er gengin til grafar framúrskar- andi trygglynd kona og góður vinur vina sinna. Fylkisþing sett 23. október Duff Roblin, forsætisráð- herra Manitoba-stjórnar, hef- ir tilkynnt að aukaþing verði boðað til fundar á fimmtu- daginn 23. október til þess að hrinda í framkvæmd ýmiss- um málum, er flokkurinn hafði lofað að beita sér fyrir.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.