Lögberg - 16.10.1958, Blaðsíða 3

Lögberg - 16.10.1958, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. OKTÓBER 1958 3 Afmælisbréf til Sæunnar Bjarnason LAG: Ætli ég hörpu (Péiur Sig.) hending skal annar stuðull- inn jafnan vera í næst síðasta bragfæti, en í fimmfættri í þriðja bragfæti, að telja frá vísuorðs enda. Frumstuðlun, eða bundinn stuðull eftir bragfótafjölda samkvæmt því, sem nú hefir verið sagt, er auðlært lögmál og að vísu sjálfnumið af flest- um íslendingum, svo er enn- þá fyrir að þakka. En þeir sem kynnu að hafa tapað glöggleika og næmi eyrans fyrir þessu höfuðboði ís- lenzkrar ljóðlistar, geta alltaf leiðrétt sjálfa sig eftir minni ofanskráðu einföldu reglu. Þess mætti geta að oft er ekki nema einn stuðull í hendingum og er þá í sjálfu sér ekki rétt að nefna stuðul þann höfuðstaf er fylgir í næsta erindi, heldur virðist eiga að líta svo á, sem báðar hendingarnar til samans séu eitt langt vísuorð bundið við stuðlalögmálið. En það er all- títt í íslenzkum skáldskap og víða mjög fagurt, er stuðluð hending stendur ein án eftir- farandi höfuðstafs, og finnst mér sem þessi stuðlun muni eiga að rekja ætt sína til frumstuðlunar, þar sem kraft- ur °g gildi þessa norræna rím- forms kemur máttugast fram og nánast innsta eðli og kjarna norrænu málsbygg- ingarinnar . Er ekki kominn tími til þess að ungmennum íslands sé kennt í skólunum það allra helzta, sem lýtur að brag- fræði? Tungumál vort er svo| dýrt og forn skáldmennt vor svo fræg um allan heim, að ekki virðist fjarri sanni að þetta málefni væri nokkuð at- hugað. Löghlýðnin við frum- reglur rímlistar vorrar er á góðum vegi til glötunar hjá ýmsum íslenzkum mönnum. Er ekki tíminn kominn til þess að taka þar í strenginn? —íslendingur, 8. ágúst ’58 Árni G. Eylands sendi Lög- bergi þessa athyglisverðu rit- gerð. Hafi hann þökk fyrir þá hugulsemi, og svo kvæðið „Við Rangalón“, heiðarbýlið á Austurlandi, sem nú er komið í eyði. —I. J. Sittu heil að hinzta degi, hress í lund með vinum góðum. Grátlegt er að geta eigi, greitt þér skuld með fögrum ljóðum. Gleði þá ég vil þér veita, verið skáld þó geti ekki. Aðeins læt það ágætt heita, að ég nálgist skálda bekki. Til þess ekki vantar vilja, að vera skáld og yrkja kvæði. Láta fögur orð þér ylja, oft þó misjöfn verði gæði. Átta tugi ára að baki, áttu mörgum hér til gleði. Óskum við að ennþá vaki englar guðs hjá þínum beði. Verndi þig í vöku og svefni, vonir þínar láti rætast. Styrki bæði anda og efni, unz þitt hjarta fer að kætast. Ekki verður sögð þín saga, sífellt kleifstu brattan hæsta. Alla þína ævidaga, einatt muntu hlífa því smæsta. Sjúkum hjálp og særðum veittir, svo þú hafðir nóg að starfa. Gráti oft í gleði breyttir, gjöful hönd vann margt til þarfa. Yðju þinnar ávöxt hljóttu, eftir strit og raunir dagsins. Yndis þinnar ævi njóttu, yls og birtu sólarlagsins. Ástarþökk frá okkur heima, elsku vinan trygga og kæra. Þig við biðjum guð að geyma, gjafir beztar þér að færa. Guðrún M. Benónýsdóllir Hvammstanga, Húnavatnssýslu, ísland. Fréttabréf fré Mountain, N. Dak. Mountain, N.D., 13/9 '58 Mér datt allt í einu í hug, að þið kynnuð að hafa gaman að heyra frá okkur hér syðra, þó að raunar sé stutt á milli, og þótt blað ykkar seljist hér allvíða, þá sjást sjaldan frétt- ir héðan í því. Það sannaðist hér á liðnu sumri, að maður sér alltaf eitthvað, sem maður hefur ekki séð áður hversu gamall sem maður verður. Veturinn snjólaus að kalla og vorið kalt og þurrt, hafði varla komið dropi úr lofti í 8 mánuði eða meir; var því útlit fyrir uppskeru orðið æði skuggalegt, en svo féll all- góður skúr í byrjun júní og eftir það skúrir af og til þar til síðast í júlí, og reyndist sú uppskera sem þá var farið að hirða ein með þeim stærri, sem hér hafa verið teknar. Áttu áreiðanlega fáir von á því að svo yrði eftir jafn undarlega gróðrartíð; en 4 mílum norðan við okkur hafa margir aðra sögu að segja — regn féll of seint þar. Þessi bær, eins og aðrir smábæir, er áreiðanlega í afturför, og er það vafalaust hinn öri straumur ungmenna héðan og hinn mikli kostnað- ur við framkvæmdir, sem or- sakar þetta, og mun svo verða þar til straumaldan snýr við, sem hlýtur að verða, þegar fólksfjöldinn eykst nógu mikið. Mountain-bær er vel í sveit settur og náttúran fögur; þið ættuð að vera stödd hér á hæðunum fyrir vestan seint í júlí, rétt áður en kornið er slegið, og horfa yfir dalinn og sjá hin gullnu öx bylgjast sem bárur á sjó fyrir hægum and- vara, eða líta til hæðanna, er blöð trjánna hafa skipt um lit og geislar kvöldsólarinnar leika um þau — það er vart hægt að sjá öllu fegra. Hér er tækifæri á ýmsum sviðum fyrir kjarkmikla og þrautseiga menn. Vegagerð hefur verið mikil hér í sumar, búið er að olíu- bera No. 3, sem er sveitaveg- ur austan frá No. 81 til bæj- arins, og verið er að byggja upp 11 mílur af No. 32, sem er ríkisbraut, verður hún full- Framhald á bls. 8 Endurkjósið MRS. LILLIAN HALLONQUIST BÆJARRÁÐSMANN í 2 KJÖRDEILD • Hefir þjónað dyggilega í undanfarin 6 ár sem bæjarráðsmaður í 2 kjördeild. • Starafar eingöngu fyrir yður og Winnipeg borg. • Hefir reynzt hæf og ráðdeildarsöm í bæjarstjórn. Greiðið aikvæði 22. okióber og MERKIÐ SEÐILINN ÞANNIG HALLONQUIST, Mrs. Lillian Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forsetl: 1)11. RICHARD BIiCK 801 Llncoln Drlve, Grand Forks, North Dakota. Styrkið félagið með því nð gerast meðlimlr. Ársgjald $2.00 — Timarlt íélagsins frítt. Sendist til fjármálaritara: MR. GCÐMANN LEVY, 186 Lindsay Street, Wlnnlpeg 9, Manltoba. Mínnist BETEL í erfðaskrém yðar G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-5227 PARKER. TALLIN, KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallln, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadlan Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHitehall 2-3561 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE. Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: Bes.: SPruee 4-7451 SPruce 2-3917 FRÁ VINI ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A., L.L.B. BARRISTER and SOLICITOR DE GRAVES & EGGERTSON 500 Power Bullding Winnlpeg 1, Manitoba WHitehall 2-3149 Res. GLobe 2-6076 THE MODEL FUR CO. D. MINUK, PROP. Fur Coats Made To Order Repairing, Remodelling, Relining & Storing and Sports Wear Ladies' Sportswear of First Class Quality Tel. WHItehall 2-6619 Res. JUstice 6-1961 304 Kennedy St. Winnipeg, Man. Gleyrn mér ei HÖFN Icelandic Old Folks Home Society 3498 Osler St., Vancouver 9, B.C. Féliirðir, Mrs. Emily Thorson, 3930 Marine Drive West Vancouver, B.C. Sími Walnut 2-5576 Ritari Miss Caroline Christopherson 6455 West Boulevard Slmi Kerrisdale 8872 Hvað kostar að setja trú- lofunartilkynningu í blaðið? Eina krónu og fjörutíu aura millimeterinn. Drottinn minn góður, kær- astinn minn er 2 metrar á hæð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.