Lögberg - 16.10.1958, Side 8

Lögberg - 16.10.1958, Side 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. OKTÓBER 1958 ! 1 Við munum berjast fyrir alþjóðareglu um 12 mílna fiskveiðitakmörk — segir Guðmundur Ó. Guðmundsson, utanríkisráðherra, sem í kvöld fer til New York á allsherjarþing S. Þ. Úr borg og byggð 7. oklóber, 1958 Mr. Einar P. Jónsson, Winnipeg, Man. Kæri ritstjóri: Aðeins fáar línur frá suður sólskinshafinu California. Ég flutti hingað fyrir mánuði síðan til að eiga heima ná- lægt syni mínum, Dr. George konu hans og 4 börnum þeirra. Ég bý í Apts. og hef það þægilegt; geng í lúterska kirkju á sunnudögum. Hér fást allir skapaðir hlutir, sem peningar geta keypt. Nú ætla ég að biðja þig að gera svo vel að senda Lögberg til 3161 Clairmont Dr. San Diego 17, California. — Þakka inni- lega fyrir þennan greiða og gott blað. Beztu óskir til allra lesenda Lögbergs. Með vinsemd, M. Goodman ☆ The Rev. Eric H. Sigmar, President of the Icelandic Synod, will preach at an Ice- landic service next Sunday afternoon, October 19th, at 3 p.m. at Selkirk Lutheran Church, Selkirk. The Rev. Edward A. Day, pastor of the church, will conduct the ser- vice. At 4:30 p.m. President Sigmar will dedicate the con- gregation’s new parsonage at 303 Sutherland Ave., Selkirk. An open house will follow, to which all members and friends of the congregation are invited. ☆ BÍLL TIL SÖLU — Hér um bil splunkunýr 1957 “English Ford Consul.” Hefir aðeins farið 12 þúsund mílur, útbúinn öllum nýjustu þæg- indum; fer 30 mílur á galloni; fæst fyrir $1600.00. Niður- borgun $600.00. Nánari upp- lýsingar á skrifstofu blaðsins. ☆ TI LEIGU Eftir 1. nóvember, íbúð í húsi á Dominion St., skammt frá Sargent Ave. — Nánari upplýsingar í síma SU. 3-8631. ☆ — DÁNARFREGNIR — Jóhanna Björg Arngríms- dóttir andaðist 12. október í Port Arthur, Ontario. Hún átti fyrrum heima í Selkirk, og verður lögð til hvíldar í lúterska grafreitnum þar. ☆ Richard William Goodman, Selkirk, Man. lézt á mánudag- inn 78 ára að aldri. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir Slys á Winnipegvaini í dagblöðunum á þriðju- dagskvöldið birtist lausleg frétt um að Sigurður Sigurðs- son fiskimaður frá Árnesi hefði drukknað í Winnipeg- vatni. Hafði hann farið út á vatn að vitja um net sín og veittu aðrir fiskimenn því eftirtekt að bátur hans var mannlaus, en vélin í gangi, og er talið að hann hafi fallið útbyrðis. Ekki hafði líkið fundizt er síðast fréttist. Sig- urður var 64 ára að aldri. Frét-tabréf . . . Framhald af bls. 3 gjörð næsta ár; þá fáum við allra veðra braut í allar áttir. Skemmtanir hafa verið fáar og fremur léttvægar fundnar, sérstaklega fyrir hina eldri kynslóð ,en sú yngri unir sér vel í bílum og á dansleikjum. Heilsufar er yfirleitt gott, og fáir hafa dáið, nema helzt þeir, sem þegar voru farnir að þrá hið hinzta kvöld. Ég gleymdi að geta þess að hirðing uppskeru var ágæt. Þegar þið fáið þessar línur verð ég kominn þangað sem jafnvægi milli hita og kulda nýtur sín bezt. Vera má, ef eitthvað sér- stakt ber til tíðinda, að þið heyrið frá mér síðar. Vona að gæfa og friður ríki hjá ykkur. Kær kveðja. í friði, ykkar einlægur, Við munum berjast fyrir því á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna, sem hefst í New York eftir helgina, að þingið setji ótvíræðar reglur fyrir allar þjóðir um 12 mílna fiskveiðitakmörk, sagði Guð- mundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, í viðtali við Alþýðublaðið í gær. Ráð- herrann heldur væntanlega vestur um haf í kvöld. Landhelgismál íslendinga er ekki sem slíkt á dagskrá allsherjarþingsins og því hef- ur ekki verið vísað til Sam- einuðu þjóðanna til úrskurð- ar, sagði utanríkisráðherra ennfremur. Hins vegar er Genfarfundurinn, sem hald- inn var s.l. vor á vegum Sam- einuðu þjóðanna, á dagskrá allsherjarþingsins. Þar með er það sjálfgert, að landhelg- ismál íslands komi til um- ræðu. Höfum við búið okkur undir það og þegar skýrt frá þeirri stefnu okkar, að alls- herjarþingið eigi nú að setja almennar reglur fyrir allar þjóðir um fiskveiðilandhelgi og önnur atriði, sem Genfar- fundurinn ekki gat afgreitt, en fresta þess ekki enn að vísa til nýrrar ráðstefnu. — Hvað er að segja um kröfu Þjóðviljans um að við vísum deilu okkar við Breta til Sameinuðu þjóðanna? — Sú tillaga Þjóðviljans er vanhugsuð, enda hafa ráð- herrar þeir, sem blaðið styðja, enga tillögu gert um það í ríkisstjórninni. Ef þetta væri gert, mundi málið fara til ör- yggisráðsins. Þar sem stór- veldin, — þar á meðal Bretar, hafa neitunarvald. Hins vegar liggur Genfarfundurinn fyrir allsherjarþinginu og virðist, eins og nú standa sakir, greini lega skynsamlegast fyrir Is- lendinga að vinna á þeim vett- vangi. Þar eru einnig full- trúar þeirra mörgu þjóða, sem vænta má helzt að styðji 12 mílna fiskveiðitakmörkin. Að sjálfsögðu er það tilgang- ur íslendinga að fá viðurkenn ingu á 12 mílna landhelginni, en ekki að nota þetta alvar- Xega mál til að vekja óþarfar deilur og úlfúð á alþjóða vett- vangi. Við getum búizt við langri og harðri baráttu í New York, sagði utanríkisráðherra. Fyrst verður sennilega um það deilt, hvort allsherjarþingið eigi að setja einhverjar reglur um fiskveiðitakmörkin fyrir öll lönd nú eða slá því á frest með nýrri Genfar-ráðstefnu. Þar munu sennilega margir verða á annarri skoðun en við. Verði ákvörðun tekin nú þarf að vinna sem mest fylgi fyrir 12 mílurnar. Búast má við að þangið taki 1—2 mán- uði. — Hverjir verða fulltrúar íslands á þinginu? Auk mín verður þar Thor Thors, sem er fastafulltrúi Is- lands hjá Sameinuðu þjóðun- um, Pétur Thorsteinsson, am- bassador í Moskvu, Hans G. Anderson, ambassador hjá NATO og Þórarinn Þórarins- son, ritstjóri. —Alþbl., 13 sept. Þó við, að sjálfsögðu tölum vel um þá látnu, þurfum við ekki endilega að tala illa um þá, sem eru lifandi. Kaupið Lögberg VIÐLESNASTA ISLENZKA BLAÐIÐ F0R MAY0R 0F WINNIPEG VOTE for a nian pledjfed to íi'i ve constructivc clvlc Kovernnient. Mr. Carrlek — wbo, as a former alderman and scliool trustee, lui.s altvays championcd the eause of labor and the small taxpayer — if eleeted will press for: — • The purcliase of the old Pt>st Offiee huildins to he used for a Public Ijibrary, with spaee desianetl for the eomfort and eon- venience of our senior citizens, providing- such amenities as newspaiters. tnaaazines. T.V., etc. • An artlfieial lake at Old Exhibition site, acetvssilile to jtedes- trians and hus riders, as well as ínotorists. • A reduced bus t'are for senior eitizens durinjí off i>eak hours, 10 A.M. to 4 P.M. • A bridge over the C.P.R. tracks. eonnectins: McGregor and Slierbrook Sts. VOTE CARRICK Stan I 1 Carrick Eiection Conunittee KAUPIÐ OG LESIÐ LÖGBERG RECITALS Gudrue A. Simonar Iceland's Foremosl Soprano SNJOLAUG SIGURDSON at the piano ARBORG COMMUNITY HALL. ARBORG. MAN. Thursday. October 23. at 8.15 P.M. Sponsored by Esjan GIMLI LUTHERAN CHURCH. GIMLI. MAN. Friday, October 24, at 8.15 P.M. Sponsored by deildin Gimli and Board of Deacons of Gimli Congregaiion PLAYHOUSE THEATRE, WINNIPEG. MAN. Wednesday, Nov. 5, at 8.30 P.M. H. Ólafsson ALLIR HAGNAST — ALLIR GEFA * * COMMUNITY CHEST *> * MARGAR FJARGJAFIR í EINNI Vote C.C.F. i For Democratic Municipal Covernment Eleci Ward 2 C.C.F. Elecfion Committee

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.