Lögberg - 01.01.1959, Page 4

Lögberg - 01.01.1959, Page 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. JANÚAR 1959 Lögberg GeflS út hvern firatudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA utaniÍHkrift ritstjórana: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Wlnnlpeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRO JÖNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram ■'Lögberg" is publlshed by Columbla Press Limlted, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Prtnters Authorized as Second Class Mail, Poet Offlce Department, Ottawa WHItehall 3-0931 Canada-lceland Foundation Frá ýmsum löndum hafa menn flutzt til Kanada og tekið sér þar fasta búsetu. Hvert þjóðbrot mun leggja fram eitt- hvað af fornum menningararfi til uppbyggingar hinni ungu þjóð, sem byggir landið. Hinir fyrstu landnámsmenn í Kanada efndu til félags- skapar, sem sniðinn var eftir andlegum þörfum þeirra og hugðarefnum. Menn lögðu allt kapp á að veita hverjir öðrum lið í lífsbaráttunni, sem háð var við erfiðar kringumstæður, sem gerðu kjör manna oft og tíðum hin óblíðustu. Það var eðlilegt, að landnámsmenn teldu nauðsyn til þess bera að halda uppi sambandi við heimalandið. Skilnaðurinn við það skerpti þjóðerniskenndina. Fjarlægðin stækkar oft hlutina í hugum manna og bregður ljóma yfir fornrar slóðir og gamlar minningar. Á þessi regla ekki síður við innflytjendur frá Bretlandseyjum en aðra þá, sem ekki eru engilsaxnesks uppruna. Frumherjarnir reistu sér kirkjur og byggðu skólahús. Voru þessar stofnanir meðal annarra sniðnar eftir sameigin- legum hugðarefnum þess fólks, sem átti við svipaða örðug- leika að etja í því að semja sig að nýjum venjum í nýju landi. Þetta fólk lagði sig í líma við að varðveita þekkingu sína á sögu, tungu og bókmenntum feðra sinna, en jafnframt efldist skilningur þess á Kanada, þjóðtungunni, hinum ýmsu stofn- unum landsins og löggjöf þjóðarinnar. Meira en áttatíu ár eru nú liðin, síðan fyrstu íslenzku landnámsmennirnir komu til Kanada, og á þeim tíma hafa frumherjarnir ásamt með afkomendum sínum lagað sig eftir kanadískum þjóðfélagsháttum. Vegna margs konar sam- skipta og tengda við hérlent fólk hafa þjóðareinkenni Vestur- Islendinga orðið smám saman óaðskiljanlegur hluti hinnar kanadísku þjóðasamsteypu. Slíkur samruni hefir breytt þjóð- félagslegum, efnahagslegum og menningarlegum viðhorfum vorum. Þannig má segja, að sum þeirra málefna, sem félög hinna fyrstu íslendinga vestur hér létu til sín taka, hafi að nokkru leyti úrelzt. Með hverjum áratug hefir orðið erfiðara um vik að halda uppi virku starfi innan sumra þeirra félaga, sem áður er að vikið.- Slíkt er ekkert undrunarefni. Aðstæðurnar hafa breytzt og þau markmið, sem unnt var að keppa að fyrir fjörutíu, þrjátíu eða jafnvel tuttugu árum, hafa í dag annað- hvort lítið gildi eða eru úrelt orðin. Á hinn bóginn eygjum vér nú nýjar leiðir og ný málefni, sem hægt er að vinna að og til gagnsemdar mega horfa. Ætti slíkt að endurlífga áhuga vorn og virðingu fyrir því, sem verðmætast er í hinum íslenzka arfi vorum. Kanadamenn þeir, sem rekja ættir sínar til Islands, geta lagt fram sinn skerf til kanadískrar menningar. Vér getum teflt fram menningarerfðum og rismiklum bókmenntum, sem skráðar eru á fornri þjóðtungu, er hefir varðveitzt betur en nokkurt það tungumál, sem vér til þekkjum. Þannig vill til, að það tungumál, er vér tignum, er hin norræna tunga, sem lagt hefir fram drjúgan skerf til nútíðarensku. Þekking á þeirri tungu er jafnnauðsynleg þeim, sem leggja stund æðra tungumálanám, og þekking á fornensku, en bæði eru þessi tungumál náskyld. Tunga vor er einstæð að því leyti, að hún er klassískt mál, en þó lifandi, töluð af þjóð, sem að vísu er fámenn, en nýtur þó þeirra réttinda að eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum og Atlantshafsbandalaginu. Hornsteinar íslenzkrar menningar eru í nánum tengslum við virðingu íslenzku þjóðarinnar fyrir frelsi, lýðræðislegu stjórnarfari og friði. Hér má og telja ríka föðurlandsást, ástundun skáldskapar og bóklegra fræða um aldaraðir. Kanadískir niðjar þess fólks, sem virti framar öllu öðru þá hluti, sem nú voru taldir, eiga þess vissulega kost að styðja að nokkru menningu sinnar eigin þjóðar, og þeim ber í rauninni skylda til að hafast nokkuð að í þeim efnum. Með stofnun Canada Council má segja, að kanadísk stjórnarvöld hafi mælt fyrir munn alþjóðar og lýst því yfir, að tími sé til þess kominn að láta til skarar skríða um þau mál, sem helzt mega verða til velfarnaðar kanadískri menn- ingu. Canada Council hefir þegar orðið til stuðnings kanadísku listafólki á sviði myndlistar, hljómlistar og bókmennta. Hin fjölþættu markmið Canada Counci hljóta að vera félagi sem Canada-Iceland Foundation hvatning til að leggja dálítið af mörkum til þess menn ingarstarfs, sem hér er verið að vinna. Oss Kanadamönn um, sem af íslenzku bergi erum brotnir, ber skylda til þess að standa sameinaðir og leita stuðnings annarra um það að gera þær menningar erfðir vorar, sem varanlegast gildi hafa, að sameign kana dísku þjóðarinnar. Fyrir nokkrum árum var gengizt fyrir fjársöfnun, sem nam 220.000 dollurum. Var það fé afhent Manitobahá skóla að gjöf með því skilyrði, að í skólanum yrði komið fót sérstakri deild, sem hefði það með höndum um alla framtíð að veita fræðslu um íslenzka tungu og bókmennt ir. Var hér um að ræða ein- stætt afrek, sem í framtíðinni mun verða eins konar aflgjafi Canada-Icaland Foundation og veita félaginu styrk til þess að keppa einarðlega að kveðnu marki. Markmiðin eru þegar fyrir hendi, og þau eru þess virði að vér sameinaðir stefnum að þeim. Mikið hefir þegar verið unnið, en meira bíður vor á næsta leiti. Víðs vegar höfum vér leitað ráða. Bréf hafa ver- ið send út af örkinni og hvatn ingarorð borizt frá leiðandi mönnum í Kanada, á íslandi og í Bandaríkjunum. Sam þykki varðandi höfuðstefnu skráratriði Canada-Iceland Foundation höfum vér hlotið frá Þjóðræknisfélagi íslend inga í Vesturheimi, the Ice landic Canadian Club, Jóns Sigurðssonar félaginu, for mönnum Hekla-Skuld sjóðs ins og Islendingadagsnefnd Á íslandi hefir verið stofnað félag, sem nefnir sig Island Kanada ráð, og mun það fé- lag starfa á svipuðum grund- velli og Canada-Icelanc Foundation. Höfuðstef nuskráratriði Canada-Iceland Foundation eru sem hér segir samkvæmt stofnskrá félagsins: 1. Að e f 1 a menningarleg tengsl milli Kanada og ís lands og auka gagnkvæm- an skilning þeirra þjóða, sem þessi lönd byggja. 2. Að efla virðingu manna fyrir skyldum menningar- erf ðum áðurnefndra tveggja þjóða, en þær erfðir birtast oss m.a. lýðræðislegu stjórnarfari og virðingu fyrir lögum og rétti. 3. Að koma því til leiðar, að íslenzk tunga verði viður- kennd sem föst námsgrein í sambandi við æðra ensku- nám í kanadískum há- skólum. 4. Að styðja stúdenta, sem stunda íslenzkunám við kanadíska háskóla, og veita þeim námsstyrki. 5. Að efla áhuga Kanada- manna af íslenzkum ætt um á listum, bókmenntum og þjóðfélagsfræðum og styrkja þá til náms og starfs í þessum greinum. 6. Að veita íslenzkum stú- dentum fjárstyrki til náms við kanadíska háskóla og greiða götu þeirra hér vestra á einn eða annan hátt. Að styðja á sama hátt kanadíska stúdenta, sem hafa í hyggju að stunda nám við Háskóla íslands. 7. Að stuðla að því, að ís lenzkar bókmenntir verði þýddar á ensku og kana dískar bókmenntir á ís lenzku. 8. Að koma á gagnkvæmum heimsóknum kanadískra og íslenzkra listamanna og stuðla að gagnkvæmri kynningu í list þeirra. Koma hér til greina sýn- ingar á listaverkum, leik- sýningar, hljómleikar og útgáfustörf. 9. Að stuðla að söfnun og varðveizlu listaverka, list muna, bóka, tímarita, handrita og skjala, sem á einhvern hátt varða Is- land eða íslendinga og fólk af íslenzkum uppruna. I fyrr greindri stofnskrá hefir Canada-Iceland Founda- tion áskilið sér rétt til þess að styrkja félög, útgáfufyrirtæki og annars konar stofnanir, sem stefna að svipuðum markmiðum og greind eru hér á undan í stefnuskrá fé- lagsins. Félagið getur aflað fjár með því að veita móttöku peninga- gjöfum, peningatryggingum, ánöfnun fjár eða eftir öðrum leiðum, sem kunna að opnast. Þessum fjármunum mun ráð- stafað í samræmi við þau fyrirmæli, ef fyrir hendi eru, sem fylgja, þegar áðurnefndir fjármunir renna í sjóð fé- lagsins. Þegar til þess kom að leggja drög að stofnun Canada- Iceland Foundation, voru menn á einu máli um, að fé- lagið yrði að hafa innan vé- banda sinna fulltrúa ríkis- stjórna, æðri menntastofnana og annarra þjóðkunnra fyrir- tækja. Óbreyttir liðsmenn fé- lagsins munu að mestu leyti verða úr röðum þeirra Kanadamanna, sem komnir eru af íslenzkum ættum, og aðrir þeir, sem af einhverjum ástæðum vilja styðja þau mál efni, sem Canada-Iceland Toundation lætur sig varða. Eftirtaldir menn eru heið ursfélagar og skráðir stofn- endur félagsins: A. Heiðursverndarar: His Excellency, Rt. Hon. Vincent Massey, C.H., landstjóri Kanada. Herra Ásgeir Ásgeirsson, forseti Islands. B. Heiðursráðgefendur: Hon. Sidney E. Smith, utanríkisráðherra Kanada. Herra Guðmundur I. Guð- mundsson, utanríkisráð- herra Islands. Dr. Andrew Stewart, for- seti félags háskólakennara í Kanada og rektor há- skólans í Alberta. Dr. phil. Þorkell Jó- hannesson prófessor, rek- tor Háskóla íslands. Dr. C. J. Mackenzie, for- seti “Canadian Clubs,” Ottawa. Herra Ásmundur Guð- mundsson, biskup yfir Is- landi. C. Fulllrúaráð: Málefnum Canada-Iceland Foundation er stjórnað af fulltrúaráði. Fulltrúum má fjölga, eftir því sem þörf þykir hverju sinni. D. Heiðursfullarúar: Herra Thor Thors, am- bassador Islands í Kanada og Bandaríkjunum, Ot- tawa og Washington, D.C. Msgr. Alphonse-M a r i e Parent, P.A., rektor Laval háskólans, Quebec, P.Q. Dr. H. H. Saunderson, rektor háskólans í Mani- toba, Winnipeg. Dr. Watson Kirkconnell, rektor Acadia háskólans, Wolfville, N.S. Hon. J. T. Thorson, forseti fjármunaréttarins í Kan- ada, Ottawa. Dr. T. Thorvaldson, Saskatoon. Fred R. Emerson, Q.C., St. Johns, Nfld. E. Embæltismenn fulltrúa- ráðs: Forseti: W. J. Lindal dóm- ari 788 Wolseley Avenue, Winnipeg. Varaforseti: Dr. P. H. T. Thorlakson, M.D., LLD., yfirlæknir, W i n n i p e g Clinic. Ritari: Stefan Hansen, F.S.A., deildarstjóri, Great- West Life, Winnipeg. Féhirðir: Grettir Eggert- son, B.Sc., E.E., rafmagns- verkfræðingur, 78 Ash St., Winnipeg. Bréfritari: Kristján Thor- steinson, fulltrúi, Manitoba Framhald á bls. 5 BETELCAMPAICN $250,000.00 223.015 26.985 17,415 219,166 Make your donationa to the "Betel" Campaign Fund, 123 Prlncess Street. Winnipeg 2.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.