Lögberg - 30.04.1959, Side 1
CDavidAxm^ StudioA,
PHOTOGRAPHERS
Phone GRover 5-4133
106 Osborne Street
WINNIPEG
(DcwiddJjfL. SíudioA,
PHOTOGRAPHERS
Phone GRover 5-4133
106 Osborne Street
WINNIPEG
71. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 30. APRIL 1959
NÚMER 18
Fréftabréf úr Húnaþingi
TJÖRN, 16. APRÍL 1959
Kæri Einar og lesendur
Lögbergs!
Páskarnir eru liðnir og ekki
kom hretið fyrr en nú. Kuldi
er mikill og snjórinn ekki
minni, auk frosts og norðan-
áttar dag eftir dag. Lítið er
um samgöngur um Vatnsnes
á veturna og maður er þess
vegna heidur mikið út úr.
Þess vegna er gott að eiga út-
varp. Upp á síðkastið hefir
verið auðvelt að ná í Montreal
stöðina. Nú heyrði ég sagt um
daginn að stjórnmálakosning-
ar myndu fara fram í Mani-
toba í vor. Það verður eins
hér heima og sennilega aftur
í haust samkvæmt nýrri
reglugerð um breytingu á
kjördæmaskipulaginu. Eftir
þær kosningar munu verða 60
þingmenn á Alþingi að sögn
inanna.
Nú er búið að kjósa nýjan
biskup. Séra Sigurbjörn Ein-
arsson var kjörinn lögmætri
kosningu 2. apríl. Séra Sigur-
björn er einn lærðasti guð-
fræðingur Islands; aflaði hann
sér góðrar menntunar bæði
hér heima, í Svíþjóð og víðar.
Hann er ungur maður, aðeins
47 ára að aldri, og menn
vænta mikils af honum. —
Séra Sveinn Víkingur, sem
verið hefir biskupsritari síðan
á dögum Sigurgeirs biskups
Sigurðssonar hættir störfum
í vor. Hann er mikill fræði-
maður og ágætur útvarpsles-
ari; mun hann helga fræði-
störfum alla krafta sína, þegar
hann lætur af starfi biskups-
ritara. — Það er gert ráð fyrir
því að séra Sigurbjörn, sem er
prófessor við háskólann, verði
vígður á Synodus í júní.
Séra Ásmundur Guðmunds-
son biskup hefur skipað virðu
legan sess í biskupsstólnum og
prestastéttin h é r n a mun
sakna hans. Hann kenndi sem
professor við Háskólann meg-
in þorra presta og þekkti þá
sem lærifaðir og hirðir, sálu-
sorgari og vinur.
Sæluvikunum báðum á
Blönduósi og Sauðárkróki er
lokið. Margt var til skemmt-
unar á báðum stöðum: leikrit,
upplestur, myndasýningar og
dansleikir. — Ég sé að kind-
urnar mínar eru komnar upp
til fjalla. Það er mjög kalt í
veðri og nauðsyn ber til að
sækja þær og hýsa.
Þegar ég var að ljúka við
þetta bréf til ykkar, var drep-
ið á dyrnar, og þegar ég lauk
þeim upp, stóð þar Ari Jóns-
son, sem mörg ykkar kannast
við — hann er til heimilis í
Árborg, en bjó um skeið í
Wynyard. Þess vegna getið
þið ykkur nærri að mikið hafi
verið spjallað um mínar
gömlu slóðir og rifjaðar upp
góðar endurminningar. Ari
var ekki hrifinn af kuldanum,
þótt hann sé ýmsu vanur ag
sagðist ekki mundu geta búið
á Vatnsnesi þótt hann reyndi.
Við töluðum dálítið saman á
vestur-íslenzku, sem virtist
vera „hvíld“ fyrir hann, þótt
hann sé góður íslenzkumaður.
í þrjá tíma var ég horfinn til
ykkar í huganum. Ari varð
hissa þegar ég sagði honum
nýjustu fréttir frá Canada. —
„Færðu bréf svona fljótt að
vestan?“ spurði hann. — „Nei,
nei,“ svaraði ég og leiddi hann
inn í herbergi, þar sem radio
sat á borði. Ég opnaði það og
honum til mikillar undrunar,
var canadískur útvarpsþulur
að tylkynna, að einmitt það
kvöld myndu Winnipeg
Braves og Flin Flon Bombers
keppa í ice-hockey play-off.
Nú skildist honum hvaðan ég
fæ fréttirnar að vestan, og það
á jafn afskekktum stað á
norðurhluta íslands.
Ari ætlar sér að fara héðan
til Danmerkur og Þýzkalands
og kemur vestur einhverntíma
í júní. — Þegar hann kvaddi
börn okkar, þau sem voru í
Árborg, spurði hann þau
hvort þau vildu ekki fara til
Árborgar. “Jú,“ svöruðu þau
og drengirnir báðu hann fyrir
kveðjur til Adda. Þeir gleyma
honum aldrei. — Við hjónin
báðum hann einnig fyrir
kveðjur til allra kunningja og
vina í Árborg og sveitunum
í kring.
Ég óska ykkur öllum gleði-
legs sumars.
Ykkar einl.
Roberl Jack
Syngur í Town Holl#
New York
Hin víðkunna íslenzka söng-
kona, Miss Guðrún Á. Símon-
ar, er gat sér svo frábæran
orðstír hér um slóðir í haust,
mun syngja í Town Hall, New
York á miðvikudaginn 29.
apríl. American-Scandinavian
Foundation stendur að þess-
ari fyrstu opinberu söngsam-
komu hennar í New York.
Allt tónlistarfólk sækir eftir
að koma fram í Town Hall.
Lögberg mun síðar birta frá-
sagnir um söng Miss Símonar
í þessari sönghöll New York
borgar.
íslendingar í kjöri
í síðasta Lögbergi var getið
þriggja íslendinga, er verða í
kjöri í Manitoba kosningun-
um 14. maí. Síðan hafa tveir
aðrir verið útnefndir:
Mr. Elíasson er útbreiðslu-
málastjóri fyrir C.C.F. flokk-
inn í Saskatchewan og Mani-
toba. Hann er frambjóðandi
fyrir C.C.F. í River Heights
kjördæmi í Winnipeg.
Oscar Bjornson
Mr. Bjornson er frambjóð-
andi Progressive Conservative
flokksins í Lac du Bonnet
kjördæminu.
Hlýtur maklegan heiður
Fyrir skömmu var þess get-
ið í blöðum víðsvegar í
Canada, að Dr. Tryggvi J.
Oleson, prófessor í miðalda-
sagnfræði við Manitoba-há-
skóla hefði verið kjörinn
“Fellow of the Royal Society
of Canada.” Er hér um að
ræða hinn mesta heiður, er
canadískur háskólamaður get-
ur hlotið.
Fyrir rúmlega tveimur ár-
um hlaut próf. Tryggvi “The
Guggenheim Fellowship” til
ársdvalar við Harvard-há-
skólann í Bandaríkjunum. —
Síðastliðið ár var hann skip-
aður “Full” Professor við
Manitobaáháskólann. Er í öllu
þessu fólginn hin mesta viður-
kenning á vísindastarfi dr.
Tryggva, en hann hefir, meðal
annars, samið grundvallarrit
um fornsögu Engil-Saxa. Á
síðustu tveimur árum hefir
hann ritað skarplegar greinar
varðandi íslenzka miðalda-
sögu í tímaritin „Nordisk Tid-
skript för Bok och Biblio-
teksvasem og í Steculum, rit
miðaldasangfræðinga í Ame-
ríku. Hann mun verða einn af
höfundum Studia Islandica,
ársrits Háskóla íslands árið
1960.
Dr. Tryggvi hefir og verið
kjörinn til að skrifa fyrsta
bindi hins mikla verks, Saga
Canada.
Lögberg óskar Dr. Tryggva
innilega til hamingju með
þennan maklega heiður.
Hlýtur nómsstyrk
Miss Phyllis Thordís John-
son hefir enn á ný hlotið
námsstyrk vegna hæfileika
sinna og ástundunar, en það
er The Ionic Lodge Bursary
$200.00 veittur til framhalds-
náms í Science við Manitoba
háskólann. Miss Johnson er
dóttir Mr og Mrs. Walter G.
Johnson hér í borg.
Dr. Tryggvi J. Oleson
Útvarpserindi um
Þjóðræknisfelogið
Þ. 24. marz síðastliðinn
fiutti Ríkisútvarpið íslenzka í
Reykjavík 25 mínútna erindi
um Þjóðræknisfélag Islend-
inga í Vesturheimi, sem dr.
Richard Beck, forseti félags-
ins, hafði talað á segulband
sérstaklega fyrir Útvarpið.
I erindi þessu rakti ræðu-
maður í megindráttum stofn-
unar- og starfssögu félagsins,
gat margra þeirra, sem þar
hafa mest komið við sögu, og
vék einnig að nýlega afstöðnu
fertugasta afmælisþingi fé-
lagsins.
Hefir erindið mælzt vel fyr-
ir hjá útvarpshlustendum
heima á ættjörðinni, að dæma
af þakkarbréfum, sem dr.
Beck hafa borizt fyrir það.
Þorsteinn Jónsson rithöfund-
ur fór einnig einkar vinsam-
legum orðum um erindið og
höfund þess í útvarpsþáttum
sínum í Morgunblaðinu.
Úr ruslakistunni
Að hlægja með glöðum og
gráta með hryggum
er guðdómnum þóknanlegt
sagt.
En hjartað skyldi þó hverju
sinni
í hlátrana og grátana lagt.
THE TEAR
By KRISTJÁN JÓNSSON
Translated by Rev. Runólfur Fjeldsled
O sacred spring where healing flows,
Thou shining silvery tear,
That bringest balm in weary woes
And soothest pang and fear.
O visit still these orbs, I pray.
That tender grace I need.
Thou takes mortals’ griefs away,
Though sore the heart may bleed.
I Rómaborg heiðrar þú háttu
Rómar
og hjalar þér þvert um geð.
Þú hlustar og grundar og
hefur að engu
þótt hjartað sé ekki með.
Heima er bezt
Heima er bezt í hlaði og varpa,
heima er bezt á túni og engi.
Altaf á vor heima harpa
hinum öllum mýkri strengi.
—P. G.
A light from heaven within appears,
When dews fall sorrow-born,
Because my God will tell my tears;
I trust and cease to mourn.