Lögberg - 16.07.1959, Síða 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. JÚLl 1959
Úr borg og byggð
Ársfundur Icelandic Cana-
dian Club fór fram í Unitara
kirkjunni, Sargent og Ban-
ning. Voru þessi kosin í em-
bætti: — Forseti, Caroline
Gunnarsson; vara-forseti, H. J.
Stefánsson; ritari, Mrs. Lára
B. Sigurdson; vara-ritari, Mrs.
H. F. Danielson; féhirðir, L.
H. Olson.
☆
Mr. Verne Benedictson, for-
maður veðurstofunnar í
Comax, B.C., kona hans og
börn dvöldu í nokkra daga
hjá foreldrum Mrs. Benedict-
son, Dr. og Mrs S. E. Björns-
son, Dorchester Ave., Winni-
peg. Ennfremur dvaldi hjá
þeim sonur þeirra, Dr. Svein-
björn Bjornson, State Medical
Examiner í Wilmington, Dela-
ware, ásamt fjölskyldu sinni.
Þau hjónin heimsóttu og for-
eldra Mrs. Bjornson, Mr. og
Mrs. S. V. Sigurdson í River-
ton, Man.
☆
Mr. og Mrs. S. Benjaminson
frá Little River, California,
eru nýkomin til tveggja mán-
aða dvalar að heimili sínu í
Kirkfield Park, Man.
☆
VEITIÐ ATHYGLI!
Ekkja með þrjú börn, er
stundar atvinnu utan heimilis,
óskar eftir aldraðri konu á
heimili sitt. — Einkaherbergi,
fæði og önnur hlunnindi.
Upplýsingar á skrifstofu
Lögbergs.
☆
— DÁNARFREGNIR —
Frederick Christian Barry
Julius, 691 Jessie Ave., Win-
nipeg, andaðist á föstudaginn
3. júlí í Winnipeg General
Hospital, aðeins 27 ára að
aldri. Hann var hraðskeyta-
ritari — telegraphist — hjá
Canadian National Telegraphs
í síðastliðin 7 ár. Hann lætur
eftir sig föður sinn Clarence
A. Julius í Fort Churchill og
tvo bræður, Norman og
Gordon. Þessi ungi maður var
sonar-sonur hinna mætu
hjóna, Bjarna Julius og Sigur-
bjargar Swanson Julius.
Útförin var gerð frá Bardals
útfararstofunni; Rev. E. P.
Johnston jarðsöng.
☆
Mrs. Helga Sveinbjornson,
er lengi átti heima í Eelfros,
Sask., lézt 30. júní í Wadena
Union spítalanum. Hún var
fædd á íslandi og giftist Jóni
Sveinbjornson í Winnipeg
1901. Þau settust að í Elfros
1908 og andaðist hann 1939.
Hin látna var í lúterska söfn-
uðinum og starfaði mikið í
íslenzka kvenfélaginu, var um
skeið forseti þess. Hún lætur
eftir sig tvo sonu, Helga og
Harold í Elfros; eina dóttur,
Mrs. Sam Austman í Calgary;
níu barnabörn og fjögur
barna-barnabörn. Ennfremur
þrjár systur: Mrs. S. J. Jó-
hannesson og Mrs. H. Jóhann-
esson í Winnipeg og Mrs. F. J.
Craddock í Saskatoon, og einn
bróður, Guðmund Fjeldsted
að GimlL
☆
Kjartan Stefánsson, 72 ára
að aldri, andaðist 22. júní á
Elliheimilinu Betel á Gimli.
Hann var fæddur 12. júlí 1886
í Argylebyggð. — Foreldrar
hans voru þau Sigtryggur og
Guðrún Stefánsson, sem voru
ein af frumbyggjum þeirrar
byggðar. Fékkst hann við bú-
skap í mörg ár eða þar til
hann flutti til Morden. En
vegna vanheilsu varð hann að
breyta til og flutti þá til Win-
nipeg og var til heimilis hjá
systur sinni og' tengdabróður,
Mr. og Mrs. J. Anderson,
Layton Apts., í nokkur ár. —
Jóhanna kona hans dó 1947.
Ein dóttir, Margrét, Mrs. Les
Bogarie, Oakland, Cal., syrgir
föður sinn; einnig þrjár syst-
ur, Mrs. G. Björnson, Mrs. J.
Anderson og Mrs. O. Stefáns-
son. — Rev. E. P. Johnston
jarðsöng hinn látna frá Bar-
dals Funeral Home.
BRÉF:
Um drauma
Ég hefi lengi reynt að ráða
í ýmislegt af því sem mig hef-
ir dreymt. Þess vegna tók ég
upp á því fyrir all-löngu að
skrifa sumt um leið og ég
vaknaði, meðan allt var skýr-
ast fyrir mér til þess að glata
því ekki er frá liði. Mér finnst
endilega að ég hafi fengið að
vita margt fyrirfram í draumi,
en eins og gerist hefir verið
mislangt að bíða þess, að þeir
rættist. Ég trúi þessu, en bið
engan um að gera það fremur
en honum sýnist. En tilefni
þess að ég rita þessar línur er
það, að mig dreymdi eitt sinn
svipaðan draum og draum
Sig. J. Árness, sem birtur var
í Lesbók 25. marz s.l. Sá
draumur var þannig:
Að morgni 22. des. 1950, kl.
7—8, dreymdi mig að ég
væri staddur hér úti á túni,
ásamt móður minni, og sá þá
allt í einu að eitthvað kom
svífandi úr loftinu. Ég kallaði
aðvörun til móður minnar, að
For Prompt, Clean and Courteous Service —
C ALL
ALLIED CHIMNEY SWEEPS
"VACUUM SERVICE"
Phone SPruce 2-7741
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol
Heimili 686 Banning Street.
Sími SUnset 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Allir ævinlega velkomnir
verða ekki fyrir þessu, enda
kom það niður rétt að baki
henni. Þetta var allstór gljá-
svartur kassi, sem minnti á
einhvers konar ferðaskrínu,
en mjög einkennileg, jafnvel
skreytt. Sérstaklega man ég
eftir allmörgum gullnum
krossum á henni. Sá draumur
var ekki lengri.
Þegar ég vaknaði, fór ég að
hugsa um þetta, og fannst mér
þá þegar að þetta mundi vera
feigðarboði. Réði ég það af lit
kistunnar, sem var nákvæm-
lega eins og á líkkistu á með-
an þær voru svartmálaðar, og
svo krossmörkunum gullnu,
sem ég kom þó ekki tölu á.
Datt mér fyrst í hug, að þetta
mundi vera fyrir skammlífi
móður minnar, en hún er enn
við góða heilsu, nærri níræð.
En svo var það um mánaða-
mótin jan.-febr. 1951 að flug-
vélin „Glitfaxi“ fórst með öll-
um mönnum, sem á voru. Þá
fannst mér endilega að draum
urinn væri forboði um það
slys. Flugvélin er á vissan
hátt nokkurs konar ferða-
skrín. Flugvélin fannst ekki
og má því segja að hún hafi
orðið líkkista áhafnar og far-
þega. —
Ef til vill eru draumar vís-
bending til mannskepnunnar
um að einhverjir viti og ráði
meira, heldur en þeir, sem
byggja þessa jörð. Það skyldi
þó ekki vera, að draumarnir
séu nokkurs konar skjágluggi,
sem önnur tilverustig halda
opnum á milli, til þess að fá
okkur til að hugsa upp og út
fyrir það, sem við sjáum og
skiljum?
Lýtingur Jónsson
Lýtingsstöðum.
—Lesb. Mbl.
Mannsheilinn er undursam-
legt líffæri. Hann tekur til
starfa strax og maður fæðist,
og hættir ekki fyrr en maður
stendur upp til að halda ræðu.
KAUPIÐ OG LESIÐ
—LÖGBERG!
Afmælis islenzka lýðveldisins minnst
í Norður-Dakota
Fimmtán ára afmælis ís-
lenzka lýðveldisins v a r
minnst með sérstakri hátíðar-
guðsþjónustu í Víkurkirkju
að Mountain, N. Dak., kl. 2 e.h.
sunnudaginn þ. 21. júní.
Sókna'rpresturinn, sr. Ólaf-
ur Skúlason, þjónaði fyrir alt-
ari og stjórnaði messugjörð-
inni, er hófst með því, að
Guðmundur J. Jónasson, for-
seti þjóðræknisdeildarinnar
„Bárunnar," las bæn í kór-
dyrum.
Blandaður kór, er saman-
stóð af fólki víðsvegar úr ís-
lenzku byggðinni söng ís-
lenzka sálma undir stjórn
Theodores Thorleifson frá
Garðar.
Ræðuna við guðsþjónustuna
flutti dr. Richard Beck, ræðis-
maður Islands í Norður-
Dakota, er hóf mál sitt með
því að flytja kveðjur og heilla
óskir Forseta Islands. Annars
var ræðuefnið „Þá hugsjónir
rætast,“ og lýsti ræðumaður
stofnun lýðveldisins að Lög-
bergi þ. 17. júní 1944; lagði
hann áherzlu á það, hver
virðuleiki og söguleg helgi
hefði hvílt yfir þeirri athöfn
og hve sterklega forráðamenn
þjóðarinnar hefðu í ræðum
sínum á þeim miklu tímamót-
um í sögu hennar slegið á
trúarlega strenginn. Dr. Beck
minnti einnig á það, að lýð-
veldisstofnunin hefði á áhrifa-
mikinn hátt dregið athygli Is-
lendinga hvarvetna og um-
heimsins almennt að sögu
hinnar íslenzku þjóðar og
menningarlegum afrekum
hennar.
I guðsþjónustulok sungu
blandaði kórinn og kirkju-
gestir þjóðsönginn „Ó, Guð
vors lands.“
Hátíðarguðsþjónusta þessi
var prýðilega sótt, nálega
hvert sæti skipað í kirkjunni,
eða um 150 manns, hvaðanæfa
úr byggðinni. Þótti guðs-
þjónustan, sem einstæð mun
hafa verið vestan hafs, um
allt hin virðulegasta og mun
lengi geymast í minni manna.
Þar sem hún fór fram sam-
dægurs biskupsvígslunni á
Islandi, minntist séra Ólafur
Skúlason hins nýja biskups,
herra Sigurbjarnar Einars-
sonar, íslenzku kirkjunnar og
heimaþjóðarinnar í ávarps-
orðum sínum og bænum, bæði
við umrædda hátíðarguðs-
þjónustu og annars staðar í
kirkjum sínum þann dag.
Geta má þess ennfremur, að
í ræðu á ensku, sem hann
flutti við guðsþjónustu í Vída-
línskirkju í Akra-Hensel sókn-
um fyrir hádegið þá um dag-
inn, vék dr. Beck einnig sér-
staklega að lýðveldisstofun-
inni og fimmtán ára afmæli
hennar.
K..
TEACHERS
WANTED
Manitoba will need many new teachers each year as
long as the increase in school population continues at
present rates and present conditions prevail.
WHAT TEACHING OFFERS:
• Training at low cost
• Bursaries and Loans to those who need them
• Variety of positions in a11 parts of the Province
• Highest basic salaries ever offered for fully
qualified teachers
• Excellent opportunities for advancement
• Opportunities for service
Grade XII students and others looking to the elementary
field are invited to apply for admission to the 1959-60
session of the Teachers College beginning September 8th,
1959. Application forms and other information may !•>
obtained from School Inspectors, High School Principals,
The Registrar, Department of Education, 140 Legislative
Building, Winnipeg 1, or The Principal, Teachers Col-
lege, Tuxedo, Manitoba.
University graduates who are interested in the second-
ary field should apply to The Dean, Faculty of Educa-
tion, University of Manitoba, Fort Garry, Manitoba,
or The Director, Faculty of Education, Brandon College,
Brandon, Manitoba.
For further general information, please write Mr. H. P.
Moffat, Supervisor of Teacher Supply. Room 42, Legis-
lative Building, Telephone Number, WHitehall 6-7467.
MANITOBA DEPARTMENT
OF EDUCATION
AUTHORIZED BY HON. STEWART E. MclEAN,
Mini»t«r Educatien, Provinco of Manitoba*