Alþýðublaðið - 16.08.1960, Side 1
'mmm
41. árg-. — Þriðjudagur 16. ágúst 1966 — 183. tbl.
t^V'WWSWS/V^'W^.A.l >^W3,W." " *»
Myndin sýnir loftbelg
eins og Bergmál I., sem
nú er orðinn gervitungl
og margir íslendingar sáu
á sunnudagskvöld. Mynd ^
in var tekin í flugskýli. ■*
2 menn sjást við belginn.
Bergmál er gljáandi og
speglast allt £ hinni
þunnu húð hans, svo að
myndin er ógrdinjilegri
af þeim sökum.
sást vel
FJÖLDI manns í Reykjavík og víðar þusli út
úr húsum sínum skömmu fyrir klukkan ellefu á
sulmudagskvöld til þess að skoða hið nýja gervitimgl
Bandaríkjamanna, Bergmál I., sem gekk á hraut
sinni yfir Reykjavík Ríkisútvarpið hafði skömmu
áður tilkynnt að gerviíunglið væri um það bil að
fara yfir höfuðborgina. Fjölmargir Reykvíkingar sáu
Bergmál I., sem var eins og skær stjarna á himninum.
Bandaríkjamenn skutu Berg-
máli I, hinu sérkennilega gervi
tungli sínu, á loft frá Canaveral
höfða í Florida síðastliðinn
föstudag. Var belgurinn þá sam
anbrotinn og honum skotið upp
kl. 5.39 að margni í flugskeyti.
Tveim stundum síðar var til-
kynnt, að skotið hefði tekizt,
hnöturinn komizt á brau um-
hverfis jörðu.
Belgurinn er ætlaður til að
endurvarpa útvarps- og sjón-
varpsgeislum, og þegar á fyrsta
degi var endurvarpað um hann
boðskap tfrá Eisenhower for-
seta. Síðan hafa boð verið send
til hnattarins og aftur til jarðar
yfir þver Bandaríkin.
Bergmál I sést víða á jörð-
inni, allt norður yfir ísland og
suður yfir syðstu odda Suður-
Ameríku. Hefur fólk víða um
lönd skoðað þessa nýju stjörnu,
sem er ein hi'n skærasta á him-
inhvolfinu.
HWWMMMWWWWWWWWW
Hert á eftirliti
á meðferð
aflans
FISKMAT ríkisins hef-
ur sent frá sér tilkynningu
til skipstjóra dragnóta-
bátanna þar sem vakin er
athygli á skilyrðum þeim
■
er sett voru, þegar veiði-
leyfi voru veitt. Segir í til
■ingunni, að veiðileyf
n verði tekin af bátunum,
if skilyrðin eru ekki háld
in. Ástæðan fyrir tilkynn-
'ngu þessari mun sú, að
’ .kur misbrestur varð á
því hiá sumum bátum, í
upphafi, að aflinn fengi
’-étta meðferð.
Eins og fram hefur komið í
fréttum, urðu nokkur brögð að
því að afli sá, er dönsku flutn
ingaskipin fluttu frá Vest-
mannaeyjum á erlendan mark-
ið, væri skemmdur. Ástæðan
var sú, að ekki .hafði verið ís-
að nægilega mikið" í sumum
Framhald á 13. síSu.
HOLMDEL, 15. ágúst.
NTB-Reuter.
Bandaríski endurvarpshnött-
urinn „Bergmál“ var í fyrsta
sinn notaður í dag sem milli-
stöð af venjulegum símnot-
endum, William Jakes, er var
tilraunastjóri við smíði hnatt-
arins í New Jersey, átti sím-
tal við William Victor í Pa-
sadena í Kaliforníu, en hann
var einn af tæknilegu ráðu-
nautunum við smíðina. Töluð-
þeir þannig við yfir þver
Bandarikin. Jaket sagði, að
hann heyrði hátt og greinilega
í Victor og sá kvaðst heyra svo
vel í Jakes, að líkast væri því,
að hann væri aðeins 60 kíló-
metra í burtu.
BERGMAL I er lieitið, sem
Bandaríkjamenn hafa gefið
loftbelgnum, sem þúsundir ís-
lendinga sáu á sunnuáags-
kvöld. Þessi belgur er nýjasta
gervitunglið.
STÆRÐ belgsins er rúœir 33
metrar í þvermál, og vegur
hann með öllurn tækjum 136
ensk pund. Belgurinn er úr
mylar plastefni, að þykkt að-
eins helmingur af cellofani á
sígarettupökkum. Utan á það
hefur verið úðað næfurþmnnri
himnu af alumínum, sem skap
ar gljáa.
TILGANGUR þessa nýja gervi-
tungls er fyrst og fremst en‘d-
urvarp útvarps- og sjónvarps-
geisla, og hafa tilraunir með
það þegar borlð ágætanárang-
ur.
BRAUT loftbelgsins er rúmlega
1600 kílómeium frá yfirborði
jarðar, og fer hann umhvefis
jörðina á tveggja tíma Iresti,
stundum ýfir miðbaug, en allfc
norður yfir ísland, og suður
fyrir Suður-Ameríku.
BELGNUM var skotið á loft í
Thor-Delta eldflaug, og síðan
blásinn út sjálfkrafa, er hann
var kominn á loft. Hraði hans
er 15—16000 enskar mílur á
klukkusund. Búizt er v*ð, að
belgurinn haldist á lofti rúm-
lega ár.
Sigurvegari, ef
hún væri hærri?
Fréttir af Sigríði á bls. 3