Alþýðublaðið - 16.08.1960, Side 2

Alþýðublaðið - 16.08.1960, Side 2
JRltstjórar: GIsli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar rit- •tjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. f»orsteinsson. —Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — PrentsmiSj a Alþýðublaðsins. Hverfis- #ata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi; Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson Tvískipt álfa Mi. : rtl * *EIN höfuðástæða fyrir hinum góðu lífskjörum x Bandankjunum og öðrum framförum Sovétríkj- anína er stærð þessara ríkisheilda. Aðstaða er ólíkt betri til að hagnýta tækni og gera stór átök, þegar sameinaðir eru kraftar 150—200 milljóna manna, og framleitt fyrir svo stóra markaði án nokkurra tolijnúra eða hindrana. Þetta eru höfuðrök fyrir þeirri hreyfingu að gera Vestur-Evrópu einnig að slíkri efnahagslegri heild. Því miður hafa myndazt þar tvö efnahags banflalög, sem kennd eru við tölurnar 6 og 7, fjölda ríkja í hvoru um sig. Það mál er þó ekki út- rætt, og einmitt þessa dagana er fylgzt af athygli með viðræðum Macmillans, forsætisráðherra Breta, við Adenauer kanzlara Þýzkalands. Eru tald ar ýaxandi líkur á sameiginlegri lausn, enda þótt veigamikil vandamál, er snerta valdahlutföll og aðstöðu stórvelda, tefji fyrir sameiningu tolla- bandalaganna. íslendingar hafa frá öndverðu gert sér ljóst, að þró(m tollabandalagsmálanna muni hafa stórkost lega þýðingu fyrir viðskipti þjóðarinnar við önnur lönd og þarmeð hag hennar. íslenzk stjórnarvöld hafa fylgzt vandlega með framvindu þessara mála og gera enn. Hefur niðurstaðan orðið sú, að Is land er hvorki í bandalagi hinna 6 eða 7, en gerir sér vonir um að sameining svæðanna skapi mögu leika til þátttöku, er tryggi hagsmuni okkar. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra flutti ræðu um þessi mál á Hannoversýningunni í vor að yiðstöddum viðskiptaráðherrum Norðurlandanna og Vestur-Þýzkalands. Vakti það athygli, hversu sterklega hann hvatti þar til stofnunar sameigin legs viðskiptabandalags Vestur-Evrópu og Atlants : hafssvæðisins. Sagði hann meðal annars, að Ev- rópá væri tvískipt fyrir, en þrískipt mætti hún aldrei verða til frambúðar. ’ íslendingar verða að fylgjast með þróun við skiptamála í nágrenni sínu og geta ekki staðið ein ir utan við þau samtök, sem bera sýnileg merki framtíðarinnar. Þátttaka í tollabanda'lögum verð- ur þó að byggjast á sérstöðu okkar um ýms atriði, svo sem varðveizlu mikilsverðra markaða, en eng- in á'ptæða er til að ætia, að það geti ekki samræmzt sarostarfi við nágranna okkar. Þessi mynd þarfnast varla skýringa, enda er nafn stúlkunnar ó allra vörum, um allan heim, þessa dagana. Sigríður Geirsdóttir, þriðja fegursta kona heims, sést hér gæða sér á Canada Dry gosdrykkjum frá H. F. Öigerðinni Egill Skalla- grímsson í Reykjavík. ÞÝZKI heimspekingurinn Karl Jasper sagði fyrir nokkr- um dögum í sjónvarpsviðtali, að hugmyndin um sameinað Þýzkaland væri óraunhæf, bæði frá pólitísku og hcim- spekilegu sjónarmiði. Karl Jasper, sem er 77 ára gamall,- sagði ennfremur, að það væri engin skynsemi í að halda uppi áróðri fyrir sam- einuðu Þýzkalandi. Hið eina, sem við eigum að berjast fyr- ir, er að landar okkar í Aust- ur-Þýzkalandi öðlist frelsi. Frelsi er mikilvægt, samein- ing er ekki mikilvæg, sagði Jasper. Jasper hélt því fram, að „Hið þýzka ríki“, sem Otto von Bismarck stofnaði fyrir fyrri heimstyrjöldina, væri ýkjulaust hlutur, sem til- heyrði fortíðinni, þó að það væri enn að finna í hugum manna, sem neituðu að horf- ast í augu við staðreyndir. Þjóðverjar verða að taka því, sem gerzt hefur í fortíð- inni og taka afleiðingum þess, sagði Jasper ennfremur. „Afleiðingar síðasta stríðs geta neytt okkur Þjóðverja til þess að endurskoða algjör- lega skilning okkar á sögu Þýzkalands“, sagði hann. O Neill-ieskrit a* e/ns / Sv/p/od Áskriftarsíminn er 14900 ■ * í A/Jbýðuh/oð/ð i [ 2 161. ágúst 1960 — Alþýðublaðið NEW YORK. — Frú Carlotta Monterey O’Neill, ekkja leik- ritaskáldsins Eugene O’Neill, hefur ákveðið, að eitt af leik- ritum manns síns „More Sta- tely Mansions“ skuli aðeins vera sett á svið í Svíþjóð. k Fyrsta frumsýning leikrits- ins verður á Dramaten í Stokk hólmi einhvern tíma í sept- ember, en frúin kvaðst ekki mundu verða viðstödd. „Allur heiður ber manninum, sem skrifaði það“, sagði hún. Um leið og hún staðfesti, að leikritið yrði ekki sett upp annars staðar en í Svíþjóð, sagði hún: „Eins og maður- inn minn sagði alltaf, setja Svíar upp fleiri leikrit, setja þau upp betur og virðast hafa gaman af að setja þau upp. Þess vegna fannst honum, að þetta leikrit bæri að setja upp þar, til þess að sýna, hvað kæmi á eftir „A Touch of the Poet“. Og þannig verður þaf5 sem þakklætisvottur frá O’ Neill“. „More Stately Mansions‘;P sem O’Neill byrjaði að skrifa árig 1936 og lauk við snemma árs 1939, fannst á Yale-bóka- safninu. Það var forstjóri Dramaten, dr. Karl Gierow, sem fann það og bjó það tií sýningar fyrir leikhúsið. „Æ Long Day’s Journey Into Night“ og „A Touch of the Poet“ hlutu einnig frumsýn- ingu sína á Dramaten, en þau Framhald á 13. síðu. HMMWHMMMMMMMVMmv BræBur kvebjast HONG KONG, 15. ágúst. William C. Walsh, dómari frá Maryland í Bandaríkj- unum, er á heimleið frá Kína, en þangað fór hann til að heimsækja bróður sinn, James Walsh, ka- þólskan biskup, sem er fangi kínversku kommún- istanna þar. Er dómarinn sjötugi kom til Hong Kone sagði hann: „Ég sagði bróður mínum, að vegna aldurs og fjarlægð ar myndum við ekki sjást framar.“ Bróðir hans, bisk upinn, sem er 69 ára og hefur setið í fangelsi í 22 mánuði, svaraði: „Við munum hittast a himn- um.“ jg Walsh biskup hefur | starfað í Kína frá 1918, varð biskup 1948 og var | dæmdur síðar af kommún | istunum til 20 ára fangels- is vegna samsæris gegn |j stjórninni. i

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.