Alþýðublaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 3
 Símtal við Sigríði: Fiögurkvik- BLAÐH) átti símavið tal við Sigríði Geirs- dóttur um fimmleytið í gærdag. Þá var snemma morgtms vestra, Sigríð ur sagðist vera nývökn- uð, og morgunsólin skini inn um gluggann hjá sér. — Þetta er fyrsti dagur- inn, sem ég er —, ef svo msetti segja, — frjáls og frí. Það hafa stöðugt staðið yfir veizluhöld. Var þctfa ekki ákaflega hátíðleg stund, þegar úrslitin voru tilkynnt? — Jú, jú, annars var ég farin að búast við þessu. Á- horfendur tóku mér alltaf mjög vel, og blöðin skrifuðu vel um mig. Og verðlaunin? — Já, ég fékk verðlaun á hverju kvöldi. Hvert liggur leiðin? — Á morgun fer ég til Hollywood. Hefu’ðu fengið kvik- myndatilboð? — .Tá, já, frá fjórum fé- lögum: Frá Jerry Lewis, Columbia, kvikmyndafélag- inu, Warner Brothers og einu enn. Svo hefur mér boðizt ýmislegt fleira. Svo hín er ekki von heim á næstunni? — N"i, ég fékk innflytj- andaleyfi til Ameríku áður en é<? fór að heiman, svo ég get verið hér eins lengi og ég vil. Þetta hefur orðið mikil landkynning fyrir Island? — Já, ég held það. Eg hef oft komið fram og sagt frá landinu. Fólk hér hefur gam an af að heyra um þetta fjar læga, framandi land. Hún fer til Hollywood í dag Og svo að lokum: Getum við ekki sagt, að þú hafir það gott? — Jú, sannarlega, — al- veg yndislegt. — Eg bið að heilsa heim. Og við óskum þér til liam ingju. — Til hamingju. Að loknu samtalinu við Sigríði hringdum við til for- eldra hennar og skiluðum kveðjum frá henni. Móðir hennar sagði þá, að amerísk- ur vinur þeirra hjóna, sem á foreldra búsetta á Long Beach, hafi haft eftir for- eldrum sínum, að Sigríður hefði vakið langmesta at- hygli allra stúlknanna, — og liefði hún þá orðið enn- þá hærri í röðinni, — ef hún væri dálítið hærri vexti, — en Sigríður er fremur lág- vaxin. Foreldrar hennar höfðu ekki heyrt neitt frá henni sjálfri frá því að keppninni lauk, — og þegar þau spurðu hvað hún hefði sagt um fram tíðarákvarðanir sínar, gátum við aðeins svarað því til, sem Sigríður sagði sjálf: — Eg fer til Hollywood á morgun. Meira veit ég raunar ekki um framtíðina - — ennþá er allt óákveðið.“ H. K. G. Drengur slasast UM klukkan 18 í gærdag var ekið á fjöurgra ára dreng að nafni Pétur Jörundsson, á gatnamótum Snorrabrautar og Eiríksgötu. Blæddi mikið úr höfði drengsins og var fengin sjúkrabifreið til að flytja hann á Slysavarðstofuna. Talig var að drengurinn hefði lilotið inn vortis meiðsli og var? hann fluttur á Landakotsspítala. Koppum stolið FJÓRUM hjólkoppum var stolið af bifreið fyrir utan húsið nr. 66 á Grettisgötu aðfiaranótt sunnudags. Hjólkopparnir voru aílir ný- legir. Hafi menn orðið varir við þjófinn, eru þeir beðnir að gera ránnsóknarlögreglunni aðvart. 'MMMMMMMMMMMUUMiMMMMHtmWMMMMWtMMMMMMMMWmMMMMM* Eisenhower skoðar frægt hylki WASHINGTON, 15. ágúst. NTB —REUTER. Við hátíðlega at- höfn í Hvíta húsinu í dag gafst Eisenhower forseta tækifæri til - ag sjá rakettuhylki' það, er í síðustu viku sneri aftur til jarð- ar efti að hafa farið 16 sinnum um jörðu. Forsetinn vi'rtist mjög snortinn og sagði að þessi velheppnaða tilraun myndi leiða ti'l nýrra tæknisigra og þess möguleika, að einn góðan veð,urdag geti maður farið sömu ferð og sagf okkur síðan hvað gerðist, sagði forseti'nn. iHylkið vegur um 50 kíló og kom niður í Kyrrahafinu norð- vestur a'i Hawaii eins og kunn- ugt er. vert stefna mann og Porar Aðalfundur Prestafélags Islands AÐALFUNDUR Prestafélags íslands verður haldinn , þriðju- daginn 30,. ágúst í hátíðasal Há- skólans. Fundurinn hefst kl, 9 f. h. í Háskólakapellunni. Séra Gunnar Árnason prédilcar, Umræður fara fram um skýrslu stjórnarinnar, og verða ýmis félagsmál rædd. M. a. verður rætt álit staðanefndar, sem lagt verður fram á fundin- um Staðanefnd er nefnd, sem hefur fjallað um aðstöðu presta til búskapar, formaður nefndar- j innar er séra Sigurður Einarsson í Holti. Á fundinum mun séra Jakob Jónsson flytja erindi, er nefnist „Hugleiðing eftir utanför1'. Um kvöldið verður kaffisamsæti á Hótel Garði, og þar mun séra Bjarni Jónsson flytja ; gamlar hugleiðingar um hina pndlegu stétt HVAÐ hugsar Hermann Jónasson? Þannig spyrja menn undr- andi, er þeir lesa Tímann nm landhelgismálið þessa dag- ana. Blaðið hefur umhverfst vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að fallast á viðræður við Breta til að hindra nýja árekstra í land- helginni. Þegar Hermann var for- sætisráðherra, gerðist það undir hans stjórn og með hans samþykki, að utanríkis- ráðherra lagði landhelgismál- ið fyrir ráðherrafund NATO í Kaupmannahöfn. Þá gerðist það einnig, uncíir tjórn og með samþykki Hermanns, að ítarlegar viðræður áttu sér stað um málið suður í Par- ís, þar sem Bretar voru með- al viðræðenda. Þannig var Hermann aðili að viðræðum um málið, eftir að búið var að birta opinberlega reglu- gerðina um 12 mílna út- færslu. Af þessum staðreyndum verður augljóst, hversu tvö- föld afstaða Hermanns er. Enn einu sinni gerir fram- sókn í stjórnarandstöðu þver öfugt við það, sem liún gerði í stjórn. Ábyrgum framsóknar- mönnum blöskrar sú stefna, sem Tíminn hefur tekið í ut- anríkismálum okkar. Þessi stefna kom vel fram í blað- inu síðastliðinn sunnudag í eftirfarandi orðum, þar sem blaðið Iýsti því, sem það tel- ur að íslendingar eigi nú að segja við Breta: „Ef þið byrjið á ofbeldi að Framhald á 14. síSu. UM HÁLF EITT leytið s.l. laugardag var slökkviliðinu til kynnt að eldur væri lans í í- búðarkjallara að Skaftahlíð 28, hér í bænum. Er slökkviliðið kom á vett- vang höfðu tveir menn brot- ist inn í íbúðina, sem vár mann laus. Báru þeir logandi hús- gögnin út úr húsinu til að forða enn meiri skemmdum. Slökkviliðinu tókst á skömmum tíma að ráða niðurlögum elds- ins. Skemmdir urðu talsverðar á húsi og húsmunum af eldi og einnig miklar skemmdir af í reyk og vatni. Alþýðublaðið — 16. ágúst 1960 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.