Alþýðublaðið - 16.08.1960, Side 5

Alþýðublaðið - 16.08.1960, Side 5
Leopoldville, New York, NTB-Reuter-AFP. Patrice Lumumba, forsætisráð Sierra Kongó, lýsti því jfir í dag, að stjórn sín og fólkið í Kongó bæri ekki lengur traust 4il Dag Hammarskjöld, aðal- ritara SÞ. Hann krafðizt þess jafnframt, að Örýggisráðið sencli hlutlausa fulltrúa er vald ar verði frá 14 Afríku- og Asíu- Slöndusn og skulu þeir sjá um að ályktanir Öryggisráðsins verði framkvæmdar strax og undanbragðalaust. í höfuð- stöðvum SÞ í Kongó í kvöld var talið, að Hammarskjöld •myndi hið skjótasta halda til Ncw York, kalla saman fund s Öryggisráðinu og leggja fram skýrslu um ágreininginn milli íians og Lumumba, er fjallar um hlutverk SÞ-hersins í Kon gó. Mun Lumumba hafa beðið HammarskjöJd að fresta för sinni um sólarhring svo að sendinefncl frá ríkisstjórninni geti fylgt honum eftir og Iagt fram skýrslu frá Kongóstjórn á fundi Öryggisráðsins. Ham- marskjöld nnin þó fara strax í kvöld. Ágreiningurinn milli þeirra Hammarskjölds og Lumumba hefur m. a. komið frarn í bréf- um þeirra, sem birt hafa verið í Leopoldville og New York. Skoðanaágreiningurinn milli þeirra gengur m. a. út á það, að Lumumba vill láta SÞ-her- inn hjálpa Kongó-síjórn til að þvinga Katanga undir stjórn- ina 0g beygja stjórnina þar og Tshombe forseta þess í duftið. Hammarskjöld er hins vegar harður á því, að hlutverk SÞ hersins sé að koma á friði í Kongó og gæta hans síðan. í bréfi sínu á mánudag end- urtekur Lumumba þá staðhæf ingu, að Hammarskjöld standi sífellt í leynilegu samninga- makki við Belga. „Það er eins og ríkisstjórn mín, sem er hin eina löglega ríkisstjórn í Kon- go, sé ekki til,“ segir Lumum- ba í bréfinu. Þar vísar hann einnig til ályktunar Öryggis- ráðsins frá 14. júlí, þar sem sagt er að aðalritari SÞ skuli gera allt það sem nauðsynlegt er í samráði yið Kongóstjórn og veita henni alla þá hern- aðarlegu aðstoð sem hún þarfn ast. Hammarskjöld byggir sína ■afstöðu hins vegar á seinni á- lyktun ráðsins frá 21. ágúst, þar sem segir, að SÞ-herinn skuli ekki taka þátt í eða á nckkurn hátt skipta sér af inn anríkismálum Kongó, né held ur -hafa nokkur áhrif þar á. | raun þýðir þetta, að Lumum- ba getur ekki fengið SÞ her- inn til að þvinga Katanga und- ir stjórn sína. í bréfi sínu ræð- ir Lumumba sambandið milli sænsku og belgisku konungs- ættanna. Hann segir, að eftir síðustu ályktun Öryggisráðs- ins hafi Hammarskjöld frest- að för sinni um 24 tíma í Brússel, eingöngu til að ræða við belgíska utanríkisráðherr- ann. Hann stjórni belgísku námufélögunum í Kongó og hafi hleypt Katangasamsærinu af stað. Hammarskjöld sé lepp ur Belga og Tshombe og fari að vilja þeirra í einu og öilu. Lumumþa krefst þess, að Kongó-her taki strax við af SÞ hernum á öllum flugvöllum í landinu. Strax séu litaðir SÞ- hermenn sendir inn í Katanga og allir hvítir SÞ-hermenn fari þaðan. SÞ leggi Kongóher til flugvélar svo að hann komizt til Katanga. Ennfremur skuli SÞ-herinn nú strax afhenda Kongóher öll vopn og annan útbúnað, sem Belgir skildu eft- ir. í svarbréfi sínu segir Ham- marskjöld, að fullyrðingar Lum umba séu gjörsamlega úr lausu lofti gripnar og býðst hann til að fara til New York og leggja málið fyrir Öryggisráðið. Full- trúar SÞ í Kongó hafi lagt sig fram um að haga svo málum við Lumumba að bærilegt væri. Olympíueldur er nú á Mið- jarðarhafi Róm, 15. ágúst. NTR-Reuíer. Ungur, ítalskur sjóliði stóð vakt í dag við ólym- píueldinn um borð í ít~ alska herskipinu Vespue- ci. Hafði eldurinn verið flutíur um borð í þeíta herskip, sem er fullkomm ast ítalskra herskipa, á laugardag, en daginn áður hafði hann verið tendrað- ur í Olympia í Grilik- Iandi. Skipið er skreytt flöggum stafna milli og siglir hægt áleiðis til Sy- racusa á Sikiley og kemunr þangað á þriðjudag. Þá hefst sjö daga ferð eldsins til Olympíuleikvangsins í Róm. ítalskir íþrótta- menn hlaupa með eldinn. og munu koma með hann til Rómar á 1. degi Olym- píuleikanna, 25. ágúst. Veski stolið VESKI með 400 krónum 1 var stolið af borði í veitimg®^ stofu á Gamla Garði á laitgaí* dagskvöldið. .;U Eigandi veskisins er eim Sj stúlkunum, sem vinnur þar, *j$ Náðist affur til jarð ar i»að hefur vakið mikla athygli, að Bandaríkjamömium hefur í fyrsta sinn tekizt að ná aftur hluta af gervitungli með öllum tækj- um, sem í því voru. Kortið að ofan er úr New York Times og sýnir, hvernig tunglinu var skotið á loft í Vandenberg stöðinni í Kaliforaíu, hveraig það fór umhverfis jörffina, en punktalínan sýnir leiff þess hlutans, er féll til jarffar hjá líawaii og náffist þar. MOSKVA, 15. ágúst. NTB— REUTER. Rúmlega 300 Rússar söfnuðust kringum Powersfjöl- skylduna, er hún kom í dag út af lögfræðiskrifstofu í Moskvu. Hafffi hún átt þar 70 mínútna' samtal við lögfræðing þann,; sem á að verja Powers flug- mann við réttarhöldin. Rússarn ir spörkuðu tvisvar í bíl þann, er frú Barbara Powers, eigin- kona flugmannsins, ók með, en að öðru leyti voru Rússarnir ekki fjandsamlegir í garð fjöl- skyldunnar, er hefur verið boð ið til Moskvu til að vera við- stödd rétíarhöldin. Rússarnir söfnuðust saman utan við húsið þegar það spurð- ist, að frú Powers og foreldrar hans sætu á ráðstefnu með lög- fræðingi' flugmannsins. Virtist hin unga frú Barbara Powers hafa grátið er hún brauzt gegn- um blaðamannahópinn, er reyndi að fá hana til að svara spurningum sínum. Hristi' hún aðeins höfuðið, er hún var beð- in að skýra frá því, er inni gerð ist. Bússarnir störðu forvitnis- lega inn í bíla Powers-fjölskyld unnar, er hún ásamt amerísk- um lagasérfræðingum sínum settist inn í bílana og ók burtu. Einn af sérfr.æðingunum, Frank Rogers, skýrði blaðamönnum svo frá síðar, að samtalið við rússneska lögfræðinginn hefði verið mjög fullnægjandi, en samtalið hefði verið í fubkomn um trúnaði'. Fréttastofan AFP segir, að á fundinum hafi rússneski verj- andinn fullvissað fjölskylduna um það, að hann myndi gera allt sem hægt væri jil að flugmanninum. Er þetta í fyrsta sinn sem nokkur Banda- ríkjamaður fær að hafa sam- band við verjandann. AFP skýij ir einnig frá því, að flugmaður- inn sjálfur, Francis Powers, hafi einnig í dag átt samtal við verjandami. Sovétstjórnin hef- ur vísað á bug beiðni frá Her- ter, utanríkisráðherra USA, uroi að bandaríska sendiráðið í Moskvu fengi að hafa sambandí við flugmanninn. Var þessari beiðni vísað á bug a'f utanríki's- ráðherra Sovéts, Andrej Gromy ko, á föstudag, og ætlar banda- utanríkisráðuneytið a| synjun, að Rússar vilji dylja eitthvað í sambandi' við undirbúning réttarhaldanna. —< Kemur greinilega fram grunuí? í yfirlýsingu bandaríska utan- ríkisráðuneyti'sins um að sov« ézk yfirvöld séu búin að heila'»' flugmanninn. j Alþýðublaðið — 16. ágúst 1960

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.