Alþýðublaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 11
Björgvin tugþrautarmeistari
Vantahi aðeins 60
stig / Ol-lágmarkið
MEISTARAMÓT ísiands í
frjálsíþróttum lauk nú um helg
ina með keppni í tugþraut, 10
km. hlaupi og 4x800 m. boð-
hlaupi. Einnig var keppt í 1500
m. hindrunarhlaupi Unglinga-
meistaramótsins, sem frestað
var á dögunum.
if ÁGÆT BYRJUN.
Hinir fáu áhorfendur fvlgd-
ust af miklum spenningi með
því, hvort Björgvin Hólm tæk-
ist að ná Olympíulágmarkinu í
tugþraut. Hann byrjaði mjög
vel á laugardaginn. í fyrstu
greininni —■ 100 m. hlaupi náði
hann 11,1 sek., en 'Valbjörn
Þorláksson, sem sigraði, fékk
tímann 10,9 sek. Þetta var mjög
gott hlaup og hinir keppend-
urnir tveir, Brynjar Jensson
og Karl Hólm náðu einnig góð-
um tíma, 11,6 sek.
Langstökkið var ekki eins
gott hjá Björgvin, en segja má
að hann liafi verið nokkuð ó-
heppinn. Hann stökk alltaf upp
fyrir aftan plankann, en náði
þó 6,64 m. Valbjörn varð ann-
ai með 6,48 m., Karl stökk 6,02
m. og Brynjar 5,52 m.
ir kúluvarpbð og
HÁSTÖKKBÐ.
Árangurinn í kúluvarpinu
var einnig nokkuð slakur.
Björgvin hefur yfirleitt ekki
varpað styttra en 13,40 til 13,50,
en í þetta sinn náði hann bezt
13,07 m. og hin köstin tvö voru
nokkrum sentimetrum styttri.
Brynjar fékk 12,98 m., Karl
11,27 og 'Valbjörn 11,04 m. —
Valbjörn náði sér vel upp í há-
stökkinu og stökk 1,74 m., Karl
var næstur með 1,70 m, en
Björgvin var sérlega óheppinn,
stökk langt vfir 1,65 m. og var
einnig yfir 1,70 m., en felldi af
einskærri óheppni. Hann virt-
ist vera miög taugaóstyrkur.
Brynjar stökk 1,55 m.
Ít BJÖRGVIN HLJÓP
400 M. VEL.
Þrátt fyrir nokkra golu náð-
ist býsna góður árangur í síð-
ustu grein fyrri dags — 400 m.
hlaupinu. Björgvin var á vztu
braut og hafði forystu allt
hlaupið og sigraði á 52,8 sek.
Valbjörn var á 53,8, Brynjar
fékk 57,5 og Karl 58,0 sek.
Eftir fyrri dag hafði Björg-
vin 3485 stig, Valbjörn 3380,
Karl 2793 og Brynjar 2701 stig.
i? GÓD BYRJUN SÍÐARI
DAGINN.
‘Veður var sérlega gott, þegar
keppnin hófst síðari daginn,
logn og 18—20 stiga hiti. í
fyrstu greininni — 110 m.
grindahlaupi sigraði Björgvin
með yfirburðum á 15,0 sek.
Valbjörn varð annar á sínum
langbezta tíma 16,2 sek. Karl
þriðji á 17,2, sem einnig er
hans langbezti tími og Brynjar
fjórði á 19,9 sek.
Björgvin sigraði einnig með
yfirburðum í kringlukastinu,
en var lakari en við var búizt.
Hann kastaði 39,77 m. Brynjar
var annar með 38,15 m. Val-
björn 33,47 og Karl 31,35 m.
-k VALBJÖRN 4,30 M.
Á STÖNG.
. Valbjörn nálgaðist Björgvin
mjög í næstu grein, sem var
stangarstökk. Hann sigraði
með miklum vfirburðum á 4,30
m. Brynjar stökk 3,70 m. og
l bræðurnir Björgvin og Karl
| 3,40 m. Hafði Björgvin nú að-
eins 84 stigum meira en Val-
björn.
í fyrstu tilraun spjótkastsins
náði Björgvin velheppnuðu
kasti, 58,16 m., en 'Valbjörn var
óheppinn, gerði ca. 62 m. kast
ógilt. Þetta fyrsta kast Björg-
vins var hans lengsta, Valbjörn
náði bezt 57,97 m. Karl 48,51
m. og Brynjar 32,38 m.
Aðeins bræðurnir Björgvin
og Karl luku við síðustu grein-
ina — 1500 m. hlaupið. Til þess
að ná olympíulágmarkinu
þurfti Björgvin að hlaupa á
4:40,0 mín., en nú var komin
töluverð gola og þó að hann
hlypi vel vantaði hann rúmar
7 sek. og hljóp á 4:47,4 mín.
Karl fékk tímann 5:29,4 mín.
í heild má segja, að þetta
hafi verið ágæt tugþraut. Björg
vin var alveg við sinn bezta
árangur, vantaði aðeins 16 stig
og 60 stigum frá OL-lágmark-
inu. Allir hinir náðu sínu bezta,
Kari bætti sinn bezta árangur
um rúm 700 stig og Brynjar
setti nýtt HSH-met.
ÚRSLIT f TÚGÞRAUT.
Björgvin Hólm, ÍR, 6440 stig.
Valbjörn Þorláksson, ÍR,
5997 stig.
Karl Hólm, ÍR, 4670 stig.
Brynjar Jensson, HSH,
4219 stig.
-jÉf AÐRAR GREINAR.
Sveit KR sigraði með mikl-
um yfirburðum í 4x800 m. boð-
hlaupi á 8:25,6 mín. en í sveit-
inni voru Svavar Markússon,
Agnar J. Leví, Reynir Þor-
steinsson og Kristleifur Guð-
björnsson. Drengjasveit ÍR
hljóp á 9:05,6 mín.
Kristleifur varð íslandsmeist
ari í 10 km. hlaupi á 33:39,4
mín. Hafsteinn Sveinsson, Sel-
fossi, varð annar á 35:44,4 mín.
og Reynir Þorsteinsson þriðji
á 37:49,4 mín.
í 1500 m. hindrunarhlaupi
varð Agnar J. Leví, KR, ungl-
ingameistari á 4:50,8 mín., en
Friðrik Fxiðriksson, ÍR varð
annar á 5:05,6 mín.
Björgvin Hólm, íslandsmeistari í tugþraut.
vann Fram
vin og
Pétur til Rómar
Á FUNDI sínum í gær á- til keppni á Olympmleikun-
kvað Olympíunefnd íslands, um .*
Björgvin Holm, Í.R., til
að fengnum tillögum Frjáls- keppni í tugþraut.
íþróttasambands íslands að
senda eftirtalda íþróttamenn
Pétur Rögnvaldsson, K.R.,
til keppni í 110 mctra grinda-
I hlaupi.
WWtMMMMMWWMWMMW
$
Potgiefer
slasast
^ Suður-afríkanski ginda
hlauparinn Gerhardus
Potgieter lenti í bílslysi
í Þýzkalandi fyrir helg-
ina og er útilokað, að
hann geti keppt í Róm.
Hann á heimsmet í 440
yds grind, 49,3 sek.' og
var sá eini, sem hefði get-
að veitt Bandaríkja-
mönnum einhverja
keppni. Ekki er talið, að'
Potgieter sé í neinni lífs-
hættu.
Framhald af 10. síðu.
ræðispuð úti á vellinum og
Fram tókst ekki _að ná neinu
samfelldu spili. Á 21. mínútu
brýst Skúli miðherji ÍBK snögg
lega í gegn og á beina braut
að marki. II. bakv. Fram kem
ur þeim einum vörnum við,
að slæma til hans fæti'num svo
Skúli fellur við og í staðinn fyr
ir, a'llt að því upplögðu marki
— fá Keflvíkingar aukaspyrnu,
sem síðan er varin. En aðeins
stuttu síðar skorar Hólmbert 2.
mark IBK, kom markið úr góðri
sókn og snöggu skoti, Geir mark
vörður var korninn út, en h. bak
vörður Fram gerði árangurs-
lausa tilraun, til að bjarga á
línu. Við þetta tvíefldust Kefl
víkingar og svo að segja er
leikur var hafinn að nýju skora
þejr þriðja markið. En það
gerði' Högni Gunnlaugsson, sem
lék nú v. útvörð. Lék hann
bókstaflega í gegn um Fram-
vörnina og renndi knettinum
inn. Enn halda Keílvíkigar a-
fram sókinni. Fá hornspyrnu,
sem Hólmbert vippar laglega
úr að marklnu, Geir hafði hlaup
ið út, en knötturinn lenti í þver
slánni og greip Geir hann úr
frákastinu. Er hér var komið
leiknum voru fimmtán mínút-
ur eftir og höfðu Keflvíkingar
skorað þrjú mörk gegu engu.
WWWWWMIWWWWWWWWI
Yngsti þátttakandinn í Ólymp-
íuleikunum í Róm er ítalska
stúlkan Luciana Marcinclli, sem
keppir í 200 m bringusundi.
Hún er aðeins 12 ára.
FRAM SKORAR.
En sex mínútum síðar tókst
Fram loks að skora, gerði Gret-
ar það úr ágætri fyrirsendingu
Guðmundar Óskarssonar, og
öðrum sex mín. síðar, bættu
Framarar öðru marki við, skor-
aði Björgvin Árnason það. Var
nú staðan orðin 3:2, en aðeins
þrjár mínútur til leiksloka. —
Varð því að hafa hraðan á, ef
jafna skyldi metin til fulls. En
ÍBK haíði ekki enn sagt sitt
síðasta orð. í sóknarlotu, sem
þeir rétt á eftir gerðu, fengu
þeir aukaspyrnu á vítateigi fyr
ir hindrun, óbeina spyrnu. —
Knettinum var spyrnt laust til
Högna, sem skaut þegar og skor
aði fjórða markið á næst síð-
utsu mínútu leiksins. Þannig
lauk leiknum með ósigri Fram
4:2. Úrslit sem fáir myndu hafa
viljað veðja á fyrirfram. „En
allt getur skeð í knattspyrnu",
eins og aldraður og þungbúinn
Framari heyrðist segja um leið
og gengið var út af vellinum,
eftir þessi næsta óvæntu úrslit.
LEIKUR Fram var nú alhir
annar en áður og liðið næsta ó-
þekkjanlegt frá fyrri leikjum,
sem gjarnan hafa einkennst af
snerpu og baráttudug. Þetta var
nú allt að mestu fjarri. Fram-
línan var ósamstæð og seinvirk
þverspil áberandi, sem gaf mót
herunum aUtof oft tækifæ-ri til
að kómast í vörn.
Geir hefur átt betri leiki í
markinu, en að þessu sinni, þó
hann verði ekki sakaður um
mörkin. Rúnar barðist vel i
vörninni, stundum þó fullharð-
ur, en erfitt var um vik. Hin-
rik átti og allgóðan leik, sömu
leiðis Guðjón Jónsson. Er þá
upptalið. En það skorti hins-
vegar mjög á alla baráttugleði
og ,,humor“ í liðið. Leikgleði og
sigurvilji mótherjanna setti þá
út af laginu, en það sýndu Kefl
víkingarnir í ríkum mæli, eink-
um í síðari hálfleiknum. Þeir
börðust af krafti og dugnaði cg
oftast fyrri ,,á boltann“ og
unnu mótherjunum sjaldan
stundar griða. Heimir varði vel
í markinu og Hörður átti góðan
leik sem miðh., en hann í stað
Hafsteins, sem var veikur. —
Högni reyndist vel, sem fram-
vörður og Skúli sótti sig í mið
herjastöðunni, en Hólmbert og
Páll voru beztu menn framlín-
unnar.
Undanfarið hefur Albert Guð
mundsson leiðbeint Keflvíking
um dálítið og hefur það sýni-
lega borið góðan árangur.
Magnús Pétursson dæmd»
leikinn en oft verið röggsam-
ari og ákveðnari.
E.B.
Alþýðublaðið — 16. ágúst 1960 fj,