Alþýðublaðið - 23.08.1960, Side 2

Alþýðublaðið - 23.08.1960, Side 2
9 í fltttstjórar: Gísll J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar rit- IftjÖmar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorstoinsson. — Fréttastjóri: IBjörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: •fl.4 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- igata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint, • jfttgeíandi: Alþýðufiokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson. tðja gerir kröfur IÐNVERKAFÓLK á Akureyri hefur gert mikl < r kröfur á hendur verksmiðjueigendum þar ^yrðra um kauphækkanir og kjarabætur, að því qr Þjóðviljinn skýrir frá. f Þessi frétt er athyglisverð fyrir þá sök, að slík kröíugerð og biríing hennar nú virðist vera brot á samþykkt, sem ráðstefna Alþýðusambandsins gerði fyrr í sumar, Þar var meðal annars ákveðið, að Alþýðusambandið skyldi samræma kröfur fé' laganna, og hefði samkvæmt því átt að senda ASÍ óskir Iðju á Akureyri, sem síðan hefði átt að sam ræma óskum iðnverkafólks á öðrum stöðum. Hlýt- i|r að liggja í augum uppi, að slík samræming, sem feiða ætti til sameiginlegrar stefnu um land allt, Ír skynsamlegri stefna en skæruhemaður. Kommúnistar, sem sijórna félaginu á Akureyri, •firðast þannig vera að brjóta stefnu, sem Alþýðu- ^jkmbandið hefur tekið Væri fróðlegt að vita, hvað hér liggur á bak við. Án efa telja kommúnistar áuðsynlegt fyrir sig pólitískt að láta ófriðlega, ar sem kosningar til Aíþýðusambandsþings eru hefjast. Hitt er og athygiisvert, að höfuðat- innurekstur í iðnaði á Akureyri eru samvinnufé lögin undir sterkri framsóknarstjórn. Ætla stjórn arandstöðuflokkarnir hér að sýna, að hægt sé að veita verkafólki miklar kjarahætur? Eða eru kommúnistar að koma bandamönnum sínum, fram sóknarmönnum, í klípu með því að herða takið að verksmiðjum undir þeirra stjóm? RykiB á vegunum ! RYKXÐ á vegunum sunnanlands var ofboðs- legt um síðustu helgi. Þurrkar hafa verið miklir óg stillur, svo að þykkir mekkir lágu hreyfingar- Ixtlir yfir þjóðvegunum, og var víða illmögulegt áS aka um þá nema með miklum óþægindum. \ Þetta ástand minnir enn á þá staðreynd, að gerð ýaraniegra vega, malbikaöra eða steyptra, má ekki dragast lengur. Það verður að finna fjármuni og feysa tæknileg vandkvæði til að gera fjölfömustu vegina svo úr garði, með menningarþjóðir telja der sæma. fMn í-? Mafsveina og veitinðaþjónaskólinn tekur tii siarfa 5. sept. Innritun fer fram í skrifstofu skólans í Sjómannaskólanum 23. og 24. ágúst kl. 2—4, sími 19675. Skóiastjóri, Fæði og þjónusta kosta 90 kr. á dag hjá DAS EINS og fram licfur komið í blaðaskrifum síðustu vikur er mikil óánægja méð stjórn dval- arheimilis aldraðra sjómanna, Hrafnistu. Hafa hrafnistumenn fyrst og fremst kvartað undan mjög háum kostnaði við fæði og þjónustu, en hann nemur kr. 90 á dag eða 2.700 á mánuði. Hinn 4. ágúst síðastliðinn skrifuðu 29 manns undir bréf, sem sent var Sjómannadagsráði um þetta mál. Þar sem ekki hef ur fengizt svar við óskum bréf- skrifenda, hefur Alþýðublaðið verið beðið að birta bréfið. Það fer hér á eftir: ,,Sem svar við heiðruðu bréfi yðar, dags. 14. júlí s. i., viljum við undirrituð' tjá yður eftir- farandi: 1. Að við vistmenn neitum að greiða krónur 90,00 á dag fyrir fæði og þjónustu, en það er skýrt tekið fram í bréfi yð- ar, að við eigum ekki að greiða annað. 2. Við krefjumst þess að reikningar vfir rekstur heimil- isins verði lagðir fram, endur- skoðaðir af löggiltum endur- skoðendum. 3. 'Við óskum eftir að Sjó- mannadagsráð geri grein fyrir því, hvers vegna við erum látn- ir greiða krónur 32,50 á dag fyrir þann tíma, sem við erum fjarvistum við heimilið, þar sem þér takið það skýrt fram í fyrrnefndu bréfi að við greið- um enga húsaleigu, Þá leyfum við okkur að gera samanburð á fæðissölunni hér og hjá þeim mönnum, sem reka þá atvinnu að selja fæði í þess- um bæ. Þeir taka krónur ellefu til tólf hundruð á mánuði fyrir fæði. Og á þessu á fjölskylda þeirra að lifa, en við vistmenn í Hrafnistu erum látnir greiða ‘ kr. 75,00 á dag, eða krónur 2. 250,00 á mánuði, og auk þess tekur svo forstjórinn kr. 15,00 á dag úr bæjarsjóði fyrir þá af okkur, sem ekki getum greitt mismuninn sjálfir og fær því þannig kr. 90,00 á dag, eða krón ur 2.700,00 á mánuði. Og þar sem forstjórinn hefur enn á ný tekið þetta fé úr bæj- arsjóði í heimildarleysi, þá krefjumst við þess eð það verði tafarlaust endurgreitt bænum eða skrifað hjá þeim, sem hef- ur tekið það. Þar sem munar svo miklu á fæði, sem kevpt er úti í bæ og bví sem við þurfum að greiða hér krónur 90,00 á dag en kr. 40,00 úti í bæ, þá krefjumst við þess að tafarlaust verði boðið út fæðið og þjónustan. Vonumst eftir skjótri lagfær- ingu í máli þessu. Virðingarfyllst, Hrafnistu, 4. águst 1960. Björn Gíslason, Sighvatm’ Bessason, 'Vigfús Pálmason, Björn Halldórsson, Hjörtur Clausen, Guðrún Pálmadóttir, Torfi H. Halldórsson, Gísli Jó- hannsson, Þórarinn Finnsson, Helgi Benediktsson, Guðjón Sigurðsson, Kári S. Sólmund- arson, Gísli Björnsson, Guðm. Sigurðsson, Hróbjartur Hann- esson, Þorsteinn Guðmundsson, Kristján Einarsson, Jón Jóns- son, Magnús Bjarnason, Sigur- jón Ólafsson, fv. skipstj., Ein- ar G. Risberg, Halldór Bene- diktsson, Einar V. Júlíusson, Árni Gunnlaugsson, Jóhaim Jónsson, Guðmundur Þórðar- son, Vigfús Vigfússon, Valde- mar Jóhannsson, Karl Karls- son. Fulltrúaráð Sjómannadagsins, 1 Reykjavík11. tflúselgendafélag | EleyKlavfkur Kþmið á slysstað. ýý Harkalegur áreksiur á breiðum vegi. ýý Spjöid með frásögnum á slysstöðum. Gamli bærinn í Reykja hlíð. „ST. ST. skrifar mér á þessa leiS: „Síðastliðinn sunnudag var ég að koma úr ferðalagi frá Þing vöilum til Reykjavíkur, Þegar við vorum komnir framhjá Kára stöðum blasti við okkur hroða- leg sjón, Stórslys hafði orðið Fordbifreið hafði rekisf á Opel- karavan-bifreið. Fordbíllinn hafði verið á leið til Þingvalla, en Opelbíllinn á leið til Reykja- víkur BÁÐAR voru bifreiðarnar stórskemmdar og önnur sundur- tætt og þrjár konur og barn lágu undir teppum fyrir utan veginn og sumar konurnar virtust vera mikið meiddar, enda gat maður búist við því eftir að hafa séð annes lormnu útlit toifreiðanna, sérstaklega Op clbílsins. Bifreiðarnar höfðu skollið saman um miðja fram- stuðara og er því bersýnilegt að að minnsta kosti annar bíilinn hefur verið allt of innarlega á veginum, Gat ég ekki betur séð, en að annar bíllinn hefði verið á ofsalegum hraða iþegar árekst- urinn varð því að svo mikið hafði höggið verið. — Á þetta vil ég þó ekki leggja nelnn dóm, enda ar ég ekki sjónarvottur ao slysinu sjálfu. EN ÁSTÆÐAN til þess að ég skrifa þér þetta bréf af tilefni þessa slyss er sú, að áður en við komum að slysinu höfðu farið fram úr okkur nokkrir bílar á ótrúlega miklum hraða og af til- litsleysi. En það var eftirtektar- vert, að eftir að menn höfðu séð ástandið á slysstaðnum var ekið mjög varlega í bæinn. — Þó skal ég geta þess, að einum faíl mætt um við á ofsalegðum hraða og voru strákar í þeim bíl. VIÐ VORUM að tala um það í bílnum, sem ég var a, að í raun og veru þyrfti að setja upp stór skilti á slysstöðum þar sem get- ið væri slyssins og sagt frá þvú „Hér varð slys. Þrjár konur og eitt barn stórslasaðist Tveir bíl- ar eyðilögðust. Ástæðan of hrað ur akstur — Gáleysi". — Eitt- hvað á þessa leið. Við vorum sannfærðir um það, félagarnir, að slík skilti á slysstöðum myndu hafa mikil áhrif, ANNARS er rétt að taka það fram í sambandi við þetta, að mjög mikil bót er að umferða- merkjum, sem sett hafa verið upp. Þau eru glögg og hafa á- reiðanlega þau áhrif að draga úr hættunum. Hins vegar koma merki varla að notum þegar um er að ræða gálausa menn. Veg- urinn þar sem slysið varð á sunnudaginn er bæði breiður og góður og ekki um blindar beygj ur að ræða“. FERÐALANGUR skrifar: „Ég kom að Reykjahlíð við Mývatn, nýlega — og þangað er gott að koma. G-amli bærinn stendur þarna við veginn í niðurníðslu og er hörmulegt upp á að horfa. Það er ekki líkt Mývatnsbænd- um að láta slíkt standa lengi um hirðulaust. Ég vil eindregið leggja til að bærinn sé lagaður og hafður til sýnis fyrir ferða- fólk. Um leið og ég þakka á- gætar móttökur, vildi ég mæl- ast til þess, að gamli bærinn sá ekki hafður í vanhirðu“. Hannes á horninu. ?

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.