Lýður - 28.08.1889, Blaðsíða 2
mm. ðÖ —
áfi skóla og einhvers menntalífs? Hver hefði orðið saga
þjóðafina, hefðu bæir og skólar ekki myndast? Hverhefði
orðið saga norðurlands} befði þar aldrei verið biskup og skóli
eðalögmaður og sérstök skipan með margt? . Englar og
Bandamenn þekkja enga^ betri frumreglu í lýðstjórnar-stefnu
en þá, að hvert hérað og bær hati sem fyllstan sérstjórnar-
rétt. Ver erum vissir tim, að þingmenn úr norðurlandi
greiða aldrei atkvæði með pví, að skóli pessi sé fluttur frá
Möðruvöllum — nema hingað inn á Akureyri. Hér á hann
að vera, og hér verður hann, En ekki er ráð nema í
tíma se tekið, allir málsmetandi menn, sem sjá pað sanna og
rétta í þessu, einsog yér þykjumst gjöra, verða nú að vera
samhuga og leggjast á eitt. Málið er einfalt, ef almenningur
vill sinna pví: Skólanum er haldið hér nyrðra með líku
fyrirkomulagi og er, nema að þvi leyti, að við hann gefst
undirbúningskennsla undir efri bekki lærða skólans. Og pyki
mönnum að skólinn, þar sem hann er, sé linlega sóttur —
þrátt fyrir nefnda breyting, þá má engum koma til hugar að
leggja hann niður eða flytja suður samt sem áður. Énda er
vor sannfæring sú, að óðara en þessi .skóli er fluttut inn á
Akureyri, muni fullmargir, og fleiri og fleiri, fást til að
nota hann.
HSauieiiiiiigiu" og kirlquniál vor.
Vor íslenzka kirkja með öllu hennar háttalagi, óska-
bömum og yfirstjórnj hefir hin síðastl. ár eignast spónnýjan
og ekki all-vægan vandlætara, sem sé „Sameiningu" þeirra
séra Jons í Winnipeg. Nálega allar þær kveðjusendingar.
sem í þessa stefnu berast oss úr hinni vestlægu firna-íjar-
lægð, eru oss og eflaust mörgum öðrum her heima barðla vel-
komhar — þrátt fyrir það, þótt margt í slíkum greinum sé
æði-ferskt og ameríkanskt á smekkinn; einmitt þetta nýja, djarfa,
þessi stílsmáti, sem aldrei hefir heyrzt á voru landi, sam-
fara því, að það kemnr um leið frá vinarhjörtum, frá ís-
lands börnum, endurbornum börnum, þeim er alla vora
hagi sjá með nýjum augum og tala um þá á alveg nýjan
hátt „svo sem þeir er vald hafa", svo sem þeir, sem lausir eru
frá lögum vorum oglofum, og fyigja því einu fram, sem þeim.
sjálfum þóknast og sjálfum sýnistt einmitt petta (segjum
vér) vekur og spennir athygli vora og neyðir oss til — ef
ekki að taka til máls og svara, þá samt fcil að lesa og íhuga
hvert orð þeirra og ummæli. |>að er rangt af vorum fram-
sóknarmestu blöðum, t. d. ,.Fjallkonunni", að virða hin ísl.
-ameríkönsku blöð svo sjaldan viðtals, hvort heldur þau gefa
oss heilsusamleg ráð eða gera oss (eins og oss flnnst) ger-
sakir. Svo skal ekki vera, hvað þetta litla blað snertir. Og
nú éru það einkum tvær greinir, sem „Samein." hefir sent
oss löndum í sumar, er vér viljum tala um; er önnur eptir
séra Friðrik J. Bergmann, en hin er eptir ritstj.
sjáifan, <yg haua setjum vér hér í heilu lagi. Sjá „Samein.",
4. ár, 4. ¦ bl.c
„Biskupaskiptin á fslandi."
„Biskupaskipti eru nú orðin á íslandi. Dr. Pétur Pet-
ursson hefir beiðst lausnar og fengið hana, eins og sjálfsagt
var, áttræður maðurinn, og í hans stað hefir séra Hallgrímur
Sveinsson í Reykjavík verið settur af konungi. eða með öðrum
orðum, af þeim Magnúsi Stephensen og Nellemann. pað var
í apríl að landshöfðingi brá sér til Kaupmannahafnar, og um
leið for til konungs beiðni Péturs biskups um )»«fiti fráem-
bættinu. „Eg kom, og sá og sigraði", sagði JúIíhs Seaar forð-
um, og sama gat Magnús Stephénsen sagt, þegar hann koui
heim til Keykjavíkur aptur, því hans kaiidídat fyrir biskups-
embæfctið sera Hailgrímur er útnefndur. Keniiimaflhalýður
íslands veit ekkert um nein biskupaskipti fyr én þau eru
liomin á, «g jafiivel í sjálfri E,eykjavík sýnast menn að eins
óljóst hafa dreymt um það, að gamli biskupinn væri að fafa
frá og Iandið væri að fá annan nýjan í hans síað, þegar lands-
hðfðingi leggur á stað út yfir pollinn með hið fyrirhugaða
leyndarráð þeirrar „klikku" í Reykjavík, er hann heyrir tíl,
biskupsembættinu yiðvíkjandi. TJm leið og Pétri biskupi er
veitt lausn er Hallgrímr prestur útuefndur í æðsta kirkju-
lega embætti Islands í mestu kyrrþey þar úti í Kaupmanna-
höfn, að viðstöddum Magnúsi Stephensen einum svo sem
fulltrúa fyrir kristnina í kirkju íslands, og svo er konungs-
innsiglið, þetta sem leiðandi menn á íslandí allt af ððru
hverju eru að tilbiðja, sett undir gjörninginn. Frá 25. maí
átti embætti hins nýja biðkups að byrja, og 30. maí átti
vígsla hans að fara fram i Kaupmaanah'öfn.
Aldrei heör það eins lítið og nú komið til kasta kirkj-
unnar á íslandi, hvern hún hefði yfir sér sem biskup. A
hinni sauðsvörtu 17. öld má heita, að biskupar íslands Væri
settir í embætti sín af kennilýðnum islenzka, og kosningar
presta á biskupum þeirra að eins staðfestur af konungi. |>á var
einveldistið. Nú á íslandi að hafa fleygt svo stórvægilega
fram til frelsis og framfara. Og nú, undir lok 19. aldarinn-
ar^ er það eiginlega Magnús Stephensen, Islands Scavenius
einn, sem ræður yfir biskupsstólnum.
Ekki einu einasta Reykjavikurblaðinu verður að vegi að
koma með neina minnstu athugasemd át af þessari biskups-
útnefning. Annaðhvort þora pau ekkert að segja, ellegar
þeim íinnst biskupsembættið hú orðið vera svo ómerkilegt og
þýðingarlaust fyrir ísland og kirkju þess, að það standi á sama,
hvernig með pað stór-„brauð" er farið. Gamli biskupinn
var á seinasta embcettisári sínu búinn að lýsa yfir því í einni
eða tveim blaðagreinum, að biskupsvaldinu hefði greinilega
farið aptur i seinni tíð, og það mátti nærri því lesa það á
milli línanna hjá honum, að þetta íslenzka biskupsembætti væri
nú farið að þýða ákaflega lítið fyrir kirkju og kristni ís-
lands. Og þessu trúa líklega blaðamenn og prestar og fjöldi
leikmanna á íslandi. Og þvi er að líkindum steinsbljóð þar
heima nú við biskupaskiptinn. Mönnum hefði líklega staðið
á sama, þó biskupsembættínu hefði verið slegið saman við
landsliöfðingjaembættið og Magnús Stephensen farið að vigja
kennimenn kirkjunnar."
„En úr því að hann var nú ekki gjörður að biskupi (—
Friðrik sjöundi vildi einu sinni endilega gjöra Madvig gamla,
málfræðinginn alþekkta, að biskupi —), þá sýndist frá kirkju-
legu sjónarmiði lang-merkasti guðfræðingur Islands sera Helgi
Hálfdánarson forstöðumaður prestaskólans, befði átt að koma til
greina sem biskupsefni fyrir Island á undan þeim, sem nú
hefir útnefndur verið. Séra Hallgrímur Sveinsson er gáfaður
maður og hefir eflaust þjónað prestsembætti sínu óaðfinnanlega
og með samvizkusemi, og frá íslenzku sjónarmiði þykir hann
víst vera góður kennimaður, og bann er lipurmenni mikið.
En það liggur ekkert opinberlega eptir þann mann, að eins
ein bugvekja og ein prédikun, varla nokkur blaðagrein. Hann
var reyndar annar útgefandi kirkjutiðindanna íslenzku,
sem út komu hálít annað ár fyrir nokkrum tíma liðnum þar
heima, og sem séra Friðrik J. Bergmann nefndi í seinasta
nr. „Samein.", en hann ritaði víst allsendis ekkert í það
rit sjálfur. Hanu er kandidat frá Kaupm.bafnarháskóla, með
að eins 2. vitnisburði. — Séra Helgi Hálfdánarson er miklu
eldrí maður en séra Hallgrímur, hafði tekíð embætfcispróf í
Khöfn með ágætri 1. einkunn og gjörst kennimaður i kirkju
íslands nokkru áður en hinn kom í skóia, er og hefir ávalt
þótt andríkur prédikari, og hefir ávalfc verið að vinna
einhver þarfaverk fyrir kirkjuna. |>að af kirkjusögu
hans, sem úfc er komið, er allvíða kunnugt. Barna
lærdómskver hans hefir nú alveg rutt ser til rúms í íslenzk-
um söfuuðum. Og hann var vitanlega einhver langfremsti
maðurinn í því að útvega íslandi nýja sálmabók, og sú nýja
sálmabók er pó, hvað sem segja má um nútíðareymdina í is-
lenzku kirkjunni, einhver mesti heiður fyrir land og lýð.
Hafi nokkur íslendingur með lífi og sál uunið fyrir málefni